Traust en óhraust!!
Jæja dúllurnar mínar! Ekki hefur nú heilbrigðin verið í hámarki hjá mér; mætti ekki í skólann á mánudaginn vegna veikinda og er búin að vera hóstandi og þar fram eftir! Mætti samt í skólann í dag og er búin að vera mikill friðarspillir í tímum; kennarar þurfa að taka pásu í frásögn á meðan ég hósta upp lifur og lungum! Ef fólk ætti að forðast mig þá er það í dag en Gummi er mjög hugaður maður og þorði alveg í mig. Hann mun líklega þurfa að berjast við sýkla á næstunni!!
Vegna mikilla leiðinda um helgina og máttleysis sá ég mér ekki fært að fara út eða hleypa neinum í heimsókn. Þannig dagskráin um helgina var; japanska 1/2 partinn anime myndin Spirited away í fjórða skipti (frábær teiknimynd sem allir fantasy unnendur eiga að kíkja á) og meira sjónvarpsgláp + heil bók eftir Laxness. Ójá, ég hafði ekkert að gera þannig ég kláraði Sölku Völku hans Halldórs en ég átti að lesa 1.hluta 1.bókar til prófs í dag! Verð bara að segja að þetta er ágætis ástarsaga. Reyndar mikið ''ómerkilegt'' pólitískt bull inn á milli en það er hægt að hraðlesa það!
Svo virðist sem fólk hafi almennt skemmt sér vel á árshátíðinni, enda mikið lagt í hana! Þó held ég að margir hafi náð sér í eitthvert smá kvef eða séu að jafna sig eftir hátíðina og helgina... Herra Kvennó '04 hann Pétur er búinn að vera duglegur að skrifa í vefritið sitt undanfarið og hefur uppfært síðuna sína (er sammála Gumma um að vefrit er fallegra orðalag en blogg!). Hrós fyrir það..til Péturs og Gumma! Það léttist á mér brúnin þegar ég sá að ég var komin á friendslistann hjá Peter og er mér líst sem traustri manneskju...aaahhh! Síðastliðnar vikur hefur Pétur verið ofsóttur af bekkjarfélögum sínum fyrir þær sakir að þau vantaði á listann og hefur verið pressa á greyið manninum að bæta okkur (ég viðurkenni sekt mína í þessu máli..) inn á!
Meira hef ég ekki að skrifa um í dag..þarf líka að fara fram og snýta mér (smekkleg ég veit!). Á líka eftir að fá mér að borða af mínu frumlega og fjölbreytta nesti; appelsína, appelsínudjús og kex!!
Chihiro, aðalpersóna Spirited Away (Sem fékk óskarinn á síðasta ári, í flokki teiknimynda. Hefur unnið til margra verðlauna).
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli