laugardagur, febrúar 14, 2004

Dagur Valentínusar!

Þessi dagur sem tröllríður íslenski menningu er að kveldi kominn. Að gera eitthvað fyrir þá sem manni þykir vænt um er sjálfsagður hlutur sem þarf ekki að markaðssetja og dagsetja.
Þetta er bara mitt álit á þessu æði en að sjálfsögðu virði ég skoðanir annars fólks! Í dag hef ég einungis óskað einni manneskju heilla í tilefni dagsins og það var góð vinkona mín...núna rétt áðan á msn! Þar sem ég er ekki þeirrar gæfu njótandi að eiga 'dearest' af hinu kyninu (á ylhýra; kærasta) þá hefur dagurinn ekki farið í kuðl og ástarhjal... Ég hef bara verið heima hjá mér og minni fjölskyldu og látið daginn líða í algjörri aflsöppun....svo mikil að dagurinn er runnin burt!
Í kvöld verður enn meiri afslöppun. Myndirnar sem RÚV töfrar fram eru heldur betur í rómantískari kantinum. Já, við erum að tala um Hitchcock þrennu; Topaz, the Birds og Frenzy! Í gær var m.a. Psycho sýnd og fer ekki á milli mála hvernig pakki var keyptur! Þannig það verður kósýstemning..

Tölvan er komin heim og hefur mætt mikið á henni síðasta sólarhring þar sem allir hafa viljað prófa 'nýju tölvuna'!! xp í stað ME...what a relief!!

Er gjörsamlega tóm í hausnum núna, veit ekki af hverju ég er að skrifa...kannski er maður orðinn blogg- fíkill!
Útvarp Keðjan komið í gang og gengur ágætlega. Soldið mikið af tali um ekki neitt (það sem ég hef heyrt..sem er mjög lítið). Á eftir að kíkja á þetta á netinu..tæknin alveg að fara með Kvennskælinga!

Neibb, það er ekki hægt að segja að orðaflæðið hjá mér sé jafn mikið og vatns- og rokflæðið úti! Ætla að kötta fyrir þetta krapp núna!

~ njótið helgarinnar og hlakkið til árshátíðarvikunnar ~

Engin ummæli: