mánudagur, febrúar 09, 2004

Mjög kort blüg!

Dimission ráðstefna bekkjarins loksins á enda. Er ekki hægt að segja annað en að fólk hafi mismunandi skoðanir...annað væri ekki eðlilegt!
Grunaði ekki Gvendarbrunna: Gústi mótorhjólatöffari Kvennaskólans kominn með bloggflensuna! Datt inn á síðuna hans við daglegt tjékk á bloggurum skólans..!
Á meðan ég beið eftir strætó heim í Ártúni í dag var enn eitt leikrit lífsins sýnt fyrir framan mig. Í dag var það kómedía; lítill og mjór strákur sat í makindum sínum þegar hurðinni var hrundið upp og inn streymdi fjöldi fólks. Þar á meðal voru þrjár píur (afsakið, k lykillinn stóð á sér í þessu skrifaða orði...!) sem þustu að drengstaulanum. Ein hlammaði sér á bekkinn hliðiná honum og knúsaði hann. Áður en það knús var búið var strákurinn hrifsaður upp úr sætinu af annarri stelpunni við hávær mótmæli hinna tveggja. Hún kramdi hann eins og lítil stelpa knúsar bangsann sinn og passaði sig að hinar næðu honum ekki. Loks náði strákurinn andanum og þá var síðasta stelpan komin og vildi fá leifarnar af knús-skammti dengsa. Að lokum tók hann utan um hana og þau byrjuðu að skiptast á orðum. Eftir þrjár setningar komu hinar strunsandi; strætóinn þeirra var kominn! Þriðja stelpan smellti hikandi kossi á strákinn áður en hinar þrifu hana áfram í áttina að dyrunum. En þær höfðu tíma til að snúa sér við í dyragættinni og kalla, yfir hóp af fólki sem beið eftir að komast út; "ég elska þig (nafn á strák)!".
Strákurinn settist niður aftur og seig örlítið saman í sætinu...

En nú get ég ekki komið mér lengur undan próflestri!

Folks, have a nice evening and feel free 2 write down a comment og two..or more!!

Engin ummæli: