í dag er commentadagur; so feel free to fire away!
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
föstudagur, febrúar 27, 2004
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
The day of the ashes
Svo virðist sem einhver dularfull veiki sé á vefritum (héðan í frá verður blogg ekki lengur notað og fyllt verður í skarð þess með orðinu vefrit) ef marka má síðustu tvo daga. Annað hvort dettur út commentakerfi eða teljari...veit ekki hvað er að gerast, engu er hægt að treysta. Haloscan er eitthvað að gefa sig!
Í gær var öskudagur og þá voru krakkar (og aðrir aldurshópar) að maska sig upp til að valsa um bæinn og fá gott fyrir misgóðan söng. Gott mál sem þó fylgja mikil læti (sykur beint í æð) og þvílikt magn af sælgætisbréfum og öðrum úrgangi!
Þetta verða semsagt frekar mikil hneykslunarskrif.
Val barna eða foreldra þeirra á búningum við hæfi finnst mér vera komið út í hreina vitleysu. Vil ég þá vitna í frásögn vinkonu minnar af einum búningi sem henni (og mér) fannst fara langt yfir strikið! Á rölti sínu um bæinn rak hún augun í hneykslanlegan búning. Fram hjá henni keyrði bíll þar sem aftan í sat lítill snáði með grímu af andliti Hannibals (sem margir kannast við úr Lambaþögninni og fleiri myndum)! Þetta er að mínu mati ekki búningur sem ég myndi velja á barnið mitt eða leyfa því að bera! Ekki veit ég hvort börn eru orðinn þessum persónum vön eða hvað er að gerast....alla veganna þá kemur svona ekki til greina þar sem ég bý! Systkin mín fóru á grímuball í skólanum á þriðjudaginn. Bróðir minn er 6 ára, systur mínar eru 9 og 11 ára. Bjarni litli bróðir vildi vera ‘dauðinn’ og það fékk hann...en það varð að sjóræningja eftir nokkrar mínútur! Eins og strákum er tamt er hann alltaf mest hrifinn af vondu köllunum...en börn eru alltaf litlar sálir eins og kom í ljós! Ég semsagt keyrði þau upp í skóla og var að stíga aftur inn í bílinn þegar ég sé að Bjarni stendur hikandi við útidyrnar. Ég spurði af hverju hann hefði ekki farið inn og þá sagðist hann vera hræddur við ‘grímuna’. Þá kom í ljós að fyrir innan dyrnar stóð einhver krakkinn klæddur í svarta skikkju og með Scream grímuna fallegu! Að lokum fór hann svo inn og segir mér daginn eftir að honum langi í svona grímu! Bjarni þekkir ekki til myndanna er gríman er svo sannarlega nógu ógnvekjandi!
Nóg komið af þessu í bili! Vildi minnast á einn gamlan öskudagssið sem mér finnst vera að hverfa (aðrir endilega segi mér frá öðru...eða bara þeir sem eru sammála!). Ég man eftir því þegar ég var lítil hvað það var gaman að hengja poka aftan í fólk án þess að það tæki eftir því! Þetta hef ég ekki séð að aðrir séu að gera á öskudaginn ‘anymore’..! Fyrir utan hana mömmu sem enn reynir að halda í þennan skemmtilega grikk! Hún tók sig til og saumaði nokkur stykki og setti ofan í úlpuvasann. Síðan dró hún upp við hvert tækifæri og reyndi að festa í föt annarra! Hún meira að segja nældi einum poka í sjoppueigandann á Kjalarnesi og kom heim með prakkaraglottið! Hún var í essinu sínu í gær og reyndi að fá 17 ára unglingaveikina á heimilinu til að taka nokkra poka með á frjálsíþróttaæfingu og næla í fólk! Og sagði hann já...auðvitað ekki!
Hvað varð um prakkara menningu Íslands (er nú örugglega ekki íslensk menning upprunalega..)? Í stað okkar helstu jólaprakkara eru komnir einhverjir hóhó bumbu kallar í rauðu fóðri með hvíta loðkraga! Og engir fleiri öskudagspokar nældir í föt grunlausra (reyndar...getur skemmt fötin hjá fólki!).
Hvernig endar þetta?! ‘ó föðurlandið fríða...’
Svo virðist sem einhver dularfull veiki sé á vefritum (héðan í frá verður blogg ekki lengur notað og fyllt verður í skarð þess með orðinu vefrit) ef marka má síðustu tvo daga. Annað hvort dettur út commentakerfi eða teljari...veit ekki hvað er að gerast, engu er hægt að treysta. Haloscan er eitthvað að gefa sig!
Í gær var öskudagur og þá voru krakkar (og aðrir aldurshópar) að maska sig upp til að valsa um bæinn og fá gott fyrir misgóðan söng. Gott mál sem þó fylgja mikil læti (sykur beint í æð) og þvílikt magn af sælgætisbréfum og öðrum úrgangi!
Þetta verða semsagt frekar mikil hneykslunarskrif.
Val barna eða foreldra þeirra á búningum við hæfi finnst mér vera komið út í hreina vitleysu. Vil ég þá vitna í frásögn vinkonu minnar af einum búningi sem henni (og mér) fannst fara langt yfir strikið! Á rölti sínu um bæinn rak hún augun í hneykslanlegan búning. Fram hjá henni keyrði bíll þar sem aftan í sat lítill snáði með grímu af andliti Hannibals (sem margir kannast við úr Lambaþögninni og fleiri myndum)! Þetta er að mínu mati ekki búningur sem ég myndi velja á barnið mitt eða leyfa því að bera! Ekki veit ég hvort börn eru orðinn þessum persónum vön eða hvað er að gerast....alla veganna þá kemur svona ekki til greina þar sem ég bý! Systkin mín fóru á grímuball í skólanum á þriðjudaginn. Bróðir minn er 6 ára, systur mínar eru 9 og 11 ára. Bjarni litli bróðir vildi vera ‘dauðinn’ og það fékk hann...en það varð að sjóræningja eftir nokkrar mínútur! Eins og strákum er tamt er hann alltaf mest hrifinn af vondu köllunum...en börn eru alltaf litlar sálir eins og kom í ljós! Ég semsagt keyrði þau upp í skóla og var að stíga aftur inn í bílinn þegar ég sé að Bjarni stendur hikandi við útidyrnar. Ég spurði af hverju hann hefði ekki farið inn og þá sagðist hann vera hræddur við ‘grímuna’. Þá kom í ljós að fyrir innan dyrnar stóð einhver krakkinn klæddur í svarta skikkju og með Scream grímuna fallegu! Að lokum fór hann svo inn og segir mér daginn eftir að honum langi í svona grímu! Bjarni þekkir ekki til myndanna er gríman er svo sannarlega nógu ógnvekjandi!
Nóg komið af þessu í bili! Vildi minnast á einn gamlan öskudagssið sem mér finnst vera að hverfa (aðrir endilega segi mér frá öðru...eða bara þeir sem eru sammála!). Ég man eftir því þegar ég var lítil hvað það var gaman að hengja poka aftan í fólk án þess að það tæki eftir því! Þetta hef ég ekki séð að aðrir séu að gera á öskudaginn ‘anymore’..! Fyrir utan hana mömmu sem enn reynir að halda í þennan skemmtilega grikk! Hún tók sig til og saumaði nokkur stykki og setti ofan í úlpuvasann. Síðan dró hún upp við hvert tækifæri og reyndi að festa í föt annarra! Hún meira að segja nældi einum poka í sjoppueigandann á Kjalarnesi og kom heim með prakkaraglottið! Hún var í essinu sínu í gær og reyndi að fá 17 ára unglingaveikina á heimilinu til að taka nokkra poka með á frjálsíþróttaæfingu og næla í fólk! Og sagði hann já...auðvitað ekki!
Hvað varð um prakkara menningu Íslands (er nú örugglega ekki íslensk menning upprunalega..)? Í stað okkar helstu jólaprakkara eru komnir einhverjir hóhó bumbu kallar í rauðu fóðri með hvíta loðkraga! Og engir fleiri öskudagspokar nældir í föt grunlausra (reyndar...getur skemmt fötin hjá fólki!).
Hvernig endar þetta?! ‘ó föðurlandið fríða...’
þriðjudagur, febrúar 24, 2004
Traust en óhraust!!
Jæja dúllurnar mínar! Ekki hefur nú heilbrigðin verið í hámarki hjá mér; mætti ekki í skólann á mánudaginn vegna veikinda og er búin að vera hóstandi og þar fram eftir! Mætti samt í skólann í dag og er búin að vera mikill friðarspillir í tímum; kennarar þurfa að taka pásu í frásögn á meðan ég hósta upp lifur og lungum! Ef fólk ætti að forðast mig þá er það í dag en Gummi er mjög hugaður maður og þorði alveg í mig. Hann mun líklega þurfa að berjast við sýkla á næstunni!!
Vegna mikilla leiðinda um helgina og máttleysis sá ég mér ekki fært að fara út eða hleypa neinum í heimsókn. Þannig dagskráin um helgina var; japanska 1/2 partinn anime myndin Spirited away í fjórða skipti (frábær teiknimynd sem allir fantasy unnendur eiga að kíkja á) og meira sjónvarpsgláp + heil bók eftir Laxness. Ójá, ég hafði ekkert að gera þannig ég kláraði Sölku Völku hans Halldórs en ég átti að lesa 1.hluta 1.bókar til prófs í dag! Verð bara að segja að þetta er ágætis ástarsaga. Reyndar mikið ''ómerkilegt'' pólitískt bull inn á milli en það er hægt að hraðlesa það!
Svo virðist sem fólk hafi almennt skemmt sér vel á árshátíðinni, enda mikið lagt í hana! Þó held ég að margir hafi náð sér í eitthvert smá kvef eða séu að jafna sig eftir hátíðina og helgina... Herra Kvennó '04 hann Pétur er búinn að vera duglegur að skrifa í vefritið sitt undanfarið og hefur uppfært síðuna sína (er sammála Gumma um að vefrit er fallegra orðalag en blogg!). Hrós fyrir það..til Péturs og Gumma! Það léttist á mér brúnin þegar ég sá að ég var komin á friendslistann hjá Peter og er mér líst sem traustri manneskju...aaahhh! Síðastliðnar vikur hefur Pétur verið ofsóttur af bekkjarfélögum sínum fyrir þær sakir að þau vantaði á listann og hefur verið pressa á greyið manninum að bæta okkur (ég viðurkenni sekt mína í þessu máli..) inn á!
Meira hef ég ekki að skrifa um í dag..þarf líka að fara fram og snýta mér (smekkleg ég veit!). Á líka eftir að fá mér að borða af mínu frumlega og fjölbreytta nesti; appelsína, appelsínudjús og kex!!
Chihiro, aðalpersóna Spirited Away (Sem fékk óskarinn á síðasta ári, í flokki teiknimynda. Hefur unnið til margra verðlauna).
Jæja dúllurnar mínar! Ekki hefur nú heilbrigðin verið í hámarki hjá mér; mætti ekki í skólann á mánudaginn vegna veikinda og er búin að vera hóstandi og þar fram eftir! Mætti samt í skólann í dag og er búin að vera mikill friðarspillir í tímum; kennarar þurfa að taka pásu í frásögn á meðan ég hósta upp lifur og lungum! Ef fólk ætti að forðast mig þá er það í dag en Gummi er mjög hugaður maður og þorði alveg í mig. Hann mun líklega þurfa að berjast við sýkla á næstunni!!
Vegna mikilla leiðinda um helgina og máttleysis sá ég mér ekki fært að fara út eða hleypa neinum í heimsókn. Þannig dagskráin um helgina var; japanska 1/2 partinn anime myndin Spirited away í fjórða skipti (frábær teiknimynd sem allir fantasy unnendur eiga að kíkja á) og meira sjónvarpsgláp + heil bók eftir Laxness. Ójá, ég hafði ekkert að gera þannig ég kláraði Sölku Völku hans Halldórs en ég átti að lesa 1.hluta 1.bókar til prófs í dag! Verð bara að segja að þetta er ágætis ástarsaga. Reyndar mikið ''ómerkilegt'' pólitískt bull inn á milli en það er hægt að hraðlesa það!
Svo virðist sem fólk hafi almennt skemmt sér vel á árshátíðinni, enda mikið lagt í hana! Þó held ég að margir hafi náð sér í eitthvert smá kvef eða séu að jafna sig eftir hátíðina og helgina... Herra Kvennó '04 hann Pétur er búinn að vera duglegur að skrifa í vefritið sitt undanfarið og hefur uppfært síðuna sína (er sammála Gumma um að vefrit er fallegra orðalag en blogg!). Hrós fyrir það..til Péturs og Gumma! Það léttist á mér brúnin þegar ég sá að ég var komin á friendslistann hjá Peter og er mér líst sem traustri manneskju...aaahhh! Síðastliðnar vikur hefur Pétur verið ofsóttur af bekkjarfélögum sínum fyrir þær sakir að þau vantaði á listann og hefur verið pressa á greyið manninum að bæta okkur (ég viðurkenni sekt mína í þessu máli..) inn á!
Meira hef ég ekki að skrifa um í dag..þarf líka að fara fram og snýta mér (smekkleg ég veit!). Á líka eftir að fá mér að borða af mínu frumlega og fjölbreytta nesti; appelsína, appelsínudjús og kex!!
Chihiro, aðalpersóna Spirited Away (Sem fékk óskarinn á síðasta ári, í flokki teiknimynda. Hefur unnið til margra verðlauna).
sunnudagur, febrúar 22, 2004
Just another psycho sunday
Ekki meiri engelska hér í bili, ekki nema smá slettur...! Og lesendur eru hér með beðnir að hætta lesningu sinni, vilji þeir ekki skaðast af niðurdrepandi frásögn þessari..
Ekki alveg rétt hjá mér á föstudaginn; fór ekki beint að sofa heldur beið eftir pizzum úr ofninum og kláraði 3/4 af ljúffengri pizzu sem mamma gerði (með smá hjálp frá mér). Eftir þetta óhugnarlega ítroðsluatriði hrundi ég niður í sófann og horfði á sjónvarpið með einu auga. Á endanum gat ég ekki haldið mér vakandi þannig ég reif mig upp úr sófanum og ákvað að leggja mig í tvo tíma eða svo..og horfa svo á meira sjónvarp (what are friday's for..!). En í stað tveggja tíma fegrunarblunds var mín komin í 13 tíma afleysingarjobb fyrir 'Sleeping beauty'! Þegar ég rumskaði um tíuleytið á laugardagsmorgun fann ég að dauðu heilasellurnar höfðu safnast fyrir í hálsinum. Greinilegt a? léttklæddur árshátíðarfarinn ég gerði mér ekki gott að láta niður-rigna mig á fimmtudaginn!
Til að gera daginn enn betri ákvað ég að fara með pabba í Vesturbæinn og hjálpa til við að pakka niður innbúinu hennar ömmu. Skóflaði í mig morgunmat og fór í snöggt brusebad. Síðan var keyrt í bæinn með trefil lauslega bundin um hálsinn. Þegar komið var inn í eitt af útlitsljótari húsum Kaplaskjólsvegsins sá ég að öll systkin pabba voru kominn (nema einn). Ég andaði að mér gamalkunnri lykt..langt síðan ég hafði verið þarna. Á meðan ég heilsaði einni af eldri systrum pabba leit ég í kringum mig og sá að það var heldur tómlegt í húsinu! Þegar ég klæddi mig úr fann ég að hún horfði ennþá á mig. Hva, hef ég gleymt að klæða mig í buxur eða hvað, hugsaði ég. Nei, þá segir hún; Mín bara búin að bæta á sig! og potar svo í mig. Ha ha, getur bara vel verið, segi ég og brosi. Á meðan amma bjó í húsinu og gat ennþá talað, þá var þetta oftast það fyrsta sem hún sagði við mig. Og núna hefur dóttir hennar tekið við..! Ég veit svo sem að ég hef bætt á mig óhugnalega mikið núna, þannig það var ástæða fyrir hana að segja eitthvað. En það var alveg sama hversu vel maður leit út í den, þá hafði amma alltaf eitthvað að segja. Núna situr hún bara inni á draugaheimili ósjálfstæðra og segir voða fátt.
Ég pakkaði niður í marga kassa innvöfðum matarstellum og hlustaði á pabba og systkinin rifja upp margar minningar tengdar einhverjum hlutum eða öðru. Til dæmis fann ein systirin þrjá kassa fulla af kortum og það kom í ljós að þau voru notuð við öll tækifæri í gamla daga! Brjefspjald (eins og það kallaðist) sendu langamma og langafi til ömmu innanhúss þegar hún var 1 árs! Og hún fékk seinna meir kort í tilefni sumars, nýs árs og fullt af öðrum tilefnum! Eftir 4 tíma var ákveðið að slútta þessu í bili. Ég fékk til eigna tvo gamla kjóla af ömmu og gamalt vegabréf sem átti að henda. Heima fór ég upp í rúm og las Sölku Völku.
Annað gerði ég ekki af mér í gær. Vaknaði últra snemma í morgun með mjög illt í hálsinum! Fjandinn!! Nenni ekki að standa í svoleiðis veseni!
Ekki meiri engelska hér í bili, ekki nema smá slettur...! Og lesendur eru hér með beðnir að hætta lesningu sinni, vilji þeir ekki skaðast af niðurdrepandi frásögn þessari..
Ekki alveg rétt hjá mér á föstudaginn; fór ekki beint að sofa heldur beið eftir pizzum úr ofninum og kláraði 3/4 af ljúffengri pizzu sem mamma gerði (með smá hjálp frá mér). Eftir þetta óhugnarlega ítroðsluatriði hrundi ég niður í sófann og horfði á sjónvarpið með einu auga. Á endanum gat ég ekki haldið mér vakandi þannig ég reif mig upp úr sófanum og ákvað að leggja mig í tvo tíma eða svo..og horfa svo á meira sjónvarp (what are friday's for..!). En í stað tveggja tíma fegrunarblunds var mín komin í 13 tíma afleysingarjobb fyrir 'Sleeping beauty'! Þegar ég rumskaði um tíuleytið á laugardagsmorgun fann ég að dauðu heilasellurnar höfðu safnast fyrir í hálsinum. Greinilegt a? léttklæddur árshátíðarfarinn ég gerði mér ekki gott að láta niður-rigna mig á fimmtudaginn!
Til að gera daginn enn betri ákvað ég að fara með pabba í Vesturbæinn og hjálpa til við að pakka niður innbúinu hennar ömmu. Skóflaði í mig morgunmat og fór í snöggt brusebad. Síðan var keyrt í bæinn með trefil lauslega bundin um hálsinn. Þegar komið var inn í eitt af útlitsljótari húsum Kaplaskjólsvegsins sá ég að öll systkin pabba voru kominn (nema einn). Ég andaði að mér gamalkunnri lykt..langt síðan ég hafði verið þarna. Á meðan ég heilsaði einni af eldri systrum pabba leit ég í kringum mig og sá að það var heldur tómlegt í húsinu! Þegar ég klæddi mig úr fann ég að hún horfði ennþá á mig. Hva, hef ég gleymt að klæða mig í buxur eða hvað, hugsaði ég. Nei, þá segir hún; Mín bara búin að bæta á sig! og potar svo í mig. Ha ha, getur bara vel verið, segi ég og brosi. Á meðan amma bjó í húsinu og gat ennþá talað, þá var þetta oftast það fyrsta sem hún sagði við mig. Og núna hefur dóttir hennar tekið við..! Ég veit svo sem að ég hef bætt á mig óhugnalega mikið núna, þannig það var ástæða fyrir hana að segja eitthvað. En það var alveg sama hversu vel maður leit út í den, þá hafði amma alltaf eitthvað að segja. Núna situr hún bara inni á draugaheimili ósjálfstæðra og segir voða fátt.
Ég pakkaði niður í marga kassa innvöfðum matarstellum og hlustaði á pabba og systkinin rifja upp margar minningar tengdar einhverjum hlutum eða öðru. Til dæmis fann ein systirin þrjá kassa fulla af kortum og það kom í ljós að þau voru notuð við öll tækifæri í gamla daga! Brjefspjald (eins og það kallaðist) sendu langamma og langafi til ömmu innanhúss þegar hún var 1 árs! Og hún fékk seinna meir kort í tilefni sumars, nýs árs og fullt af öðrum tilefnum! Eftir 4 tíma var ákveðið að slútta þessu í bili. Ég fékk til eigna tvo gamla kjóla af ömmu og gamalt vegabréf sem átti að henda. Heima fór ég upp í rúm og las Sölku Völku.
Annað gerði ég ekki af mér í gær. Vaknaði últra snemma í morgun með mjög illt í hálsinum! Fjandinn!! Nenni ekki að standa í svoleiðis veseni!
föstudagur, febrúar 20, 2004
4.árshátíðin over!
Sama hvað bjátar á mun bloggari alltaf vera til staðar með blogg! Svo er ekki annað að sjá á a.m.k tveimur glaumgjöfum skólans og skemmtilegum bloggurum; Gumma og Hönnu! Ég var búin að semja forfallatilkynningu (sem ég mun setja upp eftir smá..) vegna zero bloggs..en ákvað að líta á fréttir hjá þeim tveim...og þar eru komnar nýjustu fréttir af árshátíð og öllu: sem var semsagt í gærnótt! Fer að íhuga að afturkalla mbl.is sem frétta fljótustu síðuna...!
Þar sem ég er eins og gangandi afturganga eftir mikinn dans og mikinn söng á stuðmanna árshátíð á 4 stjörnu hóteli á Selfossi ef ég ákveðið að halda mig við tilkynninguna mína og hafa betri skrif á morgunn!
After a jolly good 'year festival' last night we are sorry to inform you that Mariatta (uncrowned 'friend of Italy' of 4.NF) will be out of blogging this ghostly friday. Her sanctuary will be her humble bed, while recovering from liquid overdoze...causing brain damaging! Hopefully not too much damage..Can't loose much more of them cells...!
Rest in peace
Sama hvað bjátar á mun bloggari alltaf vera til staðar með blogg! Svo er ekki annað að sjá á a.m.k tveimur glaumgjöfum skólans og skemmtilegum bloggurum; Gumma og Hönnu! Ég var búin að semja forfallatilkynningu (sem ég mun setja upp eftir smá..) vegna zero bloggs..en ákvað að líta á fréttir hjá þeim tveim...og þar eru komnar nýjustu fréttir af árshátíð og öllu: sem var semsagt í gærnótt! Fer að íhuga að afturkalla mbl.is sem frétta fljótustu síðuna...!
Þar sem ég er eins og gangandi afturganga eftir mikinn dans og mikinn söng á stuðmanna árshátíð á 4 stjörnu hóteli á Selfossi ef ég ákveðið að halda mig við tilkynninguna mína og hafa betri skrif á morgunn!
After a jolly good 'year festival' last night we are sorry to inform you that Mariatta (uncrowned 'friend of Italy' of 4.NF) will be out of blogging this ghostly friday. Her sanctuary will be her humble bed, while recovering from liquid overdoze...causing brain damaging! Hopefully not too much damage..Can't loose much more of them cells...!
Rest in peace
mánudagur, febrúar 16, 2004
GUÐSI
Okei okei, ég veit! Smá gelgjumóment hjá mér í gær..! En Orlando Bloom er bara flottur!
En svo við förum að tala um virðingaverðari mann... Helga Hóseasson.
Ég hef aldrei vitað mikið um þennan mann en eins og flestir Íslendingar hef ég séð hann standa með eitt af sínum spjöldum...sem ég skildi voðalega illa hvað átti að þýða.
En þegar ég átti að vera dugleg og vera að læra fyrir próf, þá festist ég yfir heimildarmyndinni Mótmælandi Íslands um hann Helga. Og ég get ekki annað en sagt að þessi maður veit sínu viti. Hef heyrt marga segja að hann sé klikkaður en ég segi að hann sé fróður maður sem gangi bara doldið langt í þrjósku sinni. Og ríkið á nú part í þeirri þrjósku þar sem það hefur ekki orðið við einfaldri bón mannsins.
Orðafyndnin er með ólíkindum hjá Helga og tengingar ig líkingarnar eru flóknar. Eftir að hann hafði útskýrt nokkur spjöld og nafngiftir skildi maður aðeins samhengið...! Ég og mín familía gátum ekki annað en hlegið að nafngiftum eins og RÍÓ, biskoppur, kirkjuskrifli og þrælar!
Ég er á sama máli og Helgi og myndi vilja að ég væri útskráð úr kristni. Það hvolpavit sem maður hefur sem 14 ára hormóna-táningur hefur lítið að segja. Maður ráfar inn í kirkjuskriflið og játar trú sína á þríeins guðsa. Fylgir bara straumnum í átt að veisluhöldum og gjöfum eins og allir hinir. Nú veit ég að það eru ekki allir á sama máli og ég biðst afsökunnar ef ég hef sært einhvern eða verið að skítkasta kristna trú...!
En þetta er mitt álit; ég tek ofan af fyrir fyrir Helga og hans baráttu gegn óréttlæti ríkisins; trúfrelsi á Íslandi...hver veit?
Ég vil affermast úr kirkjuskriflinu svo að minn farangur sé ekki í hólfi sem ég samþykki ekki!
Áhugasamir um þetta mál; ef þið eruð ekki búin að sjá myndina þá drífið ykkur! Einnig bendi ég á viðtal við Helga og hina galopnu kröfugöngu.
Okei okei, ég veit! Smá gelgjumóment hjá mér í gær..! En Orlando Bloom er bara flottur!
En svo við förum að tala um virðingaverðari mann... Helga Hóseasson.
Ég hef aldrei vitað mikið um þennan mann en eins og flestir Íslendingar hef ég séð hann standa með eitt af sínum spjöldum...sem ég skildi voðalega illa hvað átti að þýða.
En þegar ég átti að vera dugleg og vera að læra fyrir próf, þá festist ég yfir heimildarmyndinni Mótmælandi Íslands um hann Helga. Og ég get ekki annað en sagt að þessi maður veit sínu viti. Hef heyrt marga segja að hann sé klikkaður en ég segi að hann sé fróður maður sem gangi bara doldið langt í þrjósku sinni. Og ríkið á nú part í þeirri þrjósku þar sem það hefur ekki orðið við einfaldri bón mannsins.
Orðafyndnin er með ólíkindum hjá Helga og tengingar ig líkingarnar eru flóknar. Eftir að hann hafði útskýrt nokkur spjöld og nafngiftir skildi maður aðeins samhengið...! Ég og mín familía gátum ekki annað en hlegið að nafngiftum eins og RÍÓ, biskoppur, kirkjuskrifli og þrælar!
Ég er á sama máli og Helgi og myndi vilja að ég væri útskráð úr kristni. Það hvolpavit sem maður hefur sem 14 ára hormóna-táningur hefur lítið að segja. Maður ráfar inn í kirkjuskriflið og játar trú sína á þríeins guðsa. Fylgir bara straumnum í átt að veisluhöldum og gjöfum eins og allir hinir. Nú veit ég að það eru ekki allir á sama máli og ég biðst afsökunnar ef ég hef sært einhvern eða verið að skítkasta kristna trú...!
En þetta er mitt álit; ég tek ofan af fyrir fyrir Helga og hans baráttu gegn óréttlæti ríkisins; trúfrelsi á Íslandi...hver veit?
Ég vil affermast úr kirkjuskriflinu svo að minn farangur sé ekki í hólfi sem ég samþykki ekki!
Áhugasamir um þetta mál; ef þið eruð ekki búin að sjá myndina þá drífið ykkur! Einnig bendi ég á viðtal við Helga og hina galopnu kröfugöngu.
sunnudagur, febrúar 15, 2004
~ Orðlaus ~
Fékk sent heim Orðlaus...snilld! Samt doldil vonbrigði með blaðið; miklu meira af auglýsingum en áður og slappt efni..en samt ágætis afþreying!
En ég er ennþá orðlaus...kíkti á blügið hjá Hönnu Lilju og hún fær 10 fyrir hlekk ársins! Grrr...við erum að tala um fallegan mann; Orlando Bloom!! Justin Timberlake er bara ljótt afrit...
Hef ekkert meira að segja, læt myndina tala sínu máli!
(Allir sem eru sammála/ósammála um ágæti þessa goðs vinsamlegast skili commenti til mín..)
Fékk sent heim Orðlaus...snilld! Samt doldil vonbrigði með blaðið; miklu meira af auglýsingum en áður og slappt efni..en samt ágætis afþreying!
En ég er ennþá orðlaus...kíkti á blügið hjá Hönnu Lilju og hún fær 10 fyrir hlekk ársins! Grrr...við erum að tala um fallegan mann; Orlando Bloom!! Justin Timberlake er bara ljótt afrit...
Hef ekkert meira að segja, læt myndina tala sínu máli!
(Allir sem eru sammála/ósammála um ágæti þessa goðs vinsamlegast skili commenti til mín..)
laugardagur, febrúar 14, 2004
Dagur Valentínusar!
Þessi dagur sem tröllríður íslenski menningu er að kveldi kominn. Að gera eitthvað fyrir þá sem manni þykir vænt um er sjálfsagður hlutur sem þarf ekki að markaðssetja og dagsetja.
Þetta er bara mitt álit á þessu æði en að sjálfsögðu virði ég skoðanir annars fólks! Í dag hef ég einungis óskað einni manneskju heilla í tilefni dagsins og það var góð vinkona mín...núna rétt áðan á msn! Þar sem ég er ekki þeirrar gæfu njótandi að eiga 'dearest' af hinu kyninu (á ylhýra; kærasta) þá hefur dagurinn ekki farið í kuðl og ástarhjal... Ég hef bara verið heima hjá mér og minni fjölskyldu og látið daginn líða í algjörri aflsöppun....svo mikil að dagurinn er runnin burt!
Í kvöld verður enn meiri afslöppun. Myndirnar sem RÚV töfrar fram eru heldur betur í rómantískari kantinum. Já, við erum að tala um Hitchcock þrennu; Topaz, the Birds og Frenzy! Í gær var m.a. Psycho sýnd og fer ekki á milli mála hvernig pakki var keyptur! Þannig það verður kósýstemning..
Tölvan er komin heim og hefur mætt mikið á henni síðasta sólarhring þar sem allir hafa viljað prófa 'nýju tölvuna'!! xp í stað ME...what a relief!!
Er gjörsamlega tóm í hausnum núna, veit ekki af hverju ég er að skrifa...kannski er maður orðinn blogg- fíkill!
Útvarp Keðjan komið í gang og gengur ágætlega. Soldið mikið af tali um ekki neitt (það sem ég hef heyrt..sem er mjög lítið). Á eftir að kíkja á þetta á netinu..tæknin alveg að fara með Kvennskælinga!
Neibb, það er ekki hægt að segja að orðaflæðið hjá mér sé jafn mikið og vatns- og rokflæðið úti! Ætla að kötta fyrir þetta krapp núna!
~ njótið helgarinnar og hlakkið til árshátíðarvikunnar ~
Þessi dagur sem tröllríður íslenski menningu er að kveldi kominn. Að gera eitthvað fyrir þá sem manni þykir vænt um er sjálfsagður hlutur sem þarf ekki að markaðssetja og dagsetja.
Þetta er bara mitt álit á þessu æði en að sjálfsögðu virði ég skoðanir annars fólks! Í dag hef ég einungis óskað einni manneskju heilla í tilefni dagsins og það var góð vinkona mín...núna rétt áðan á msn! Þar sem ég er ekki þeirrar gæfu njótandi að eiga 'dearest' af hinu kyninu (á ylhýra; kærasta) þá hefur dagurinn ekki farið í kuðl og ástarhjal... Ég hef bara verið heima hjá mér og minni fjölskyldu og látið daginn líða í algjörri aflsöppun....svo mikil að dagurinn er runnin burt!
Í kvöld verður enn meiri afslöppun. Myndirnar sem RÚV töfrar fram eru heldur betur í rómantískari kantinum. Já, við erum að tala um Hitchcock þrennu; Topaz, the Birds og Frenzy! Í gær var m.a. Psycho sýnd og fer ekki á milli mála hvernig pakki var keyptur! Þannig það verður kósýstemning..
Tölvan er komin heim og hefur mætt mikið á henni síðasta sólarhring þar sem allir hafa viljað prófa 'nýju tölvuna'!! xp í stað ME...what a relief!!
Er gjörsamlega tóm í hausnum núna, veit ekki af hverju ég er að skrifa...kannski er maður orðinn blogg- fíkill!
Útvarp Keðjan komið í gang og gengur ágætlega. Soldið mikið af tali um ekki neitt (það sem ég hef heyrt..sem er mjög lítið). Á eftir að kíkja á þetta á netinu..tæknin alveg að fara með Kvennskælinga!
Neibb, það er ekki hægt að segja að orðaflæðið hjá mér sé jafn mikið og vatns- og rokflæðið úti! Ætla að kötta fyrir þetta krapp núna!
~ njótið helgarinnar og hlakkið til árshátíðarvikunnar ~
fimmtudagur, febrúar 12, 2004
Well well
Long time no writin'!!
Svo heppilega vill til að á sama tíma og ég hef ekkert til að blogga um þá fer tölvan okkar slappa í endurmenntun! Hún hefur verið doldið kindarleg í nokkur ár (hún er með Windows ME) en loksins lét pabbi segjast og hún var send í endurhæfingu hjá tölvu quality control vini! Er ekki alveg með á hreinu hvenær hún kemur heim, en henni verður tekið fagnandi af öllum fjölskyldumeðlimum!
Nú er ég semsagt að nota það sem eftir er af eyðunni minni til að pára niður nokkrar línur! Sá að Keisarinn sjálfur er risinn upp frá dauðum, þannig það þýðir ekkert fyrir mann að skorast undan skyldu sinni sem bloggriddari!
Mest alla eyðuna hef ég verið að láta Gumma bursta mig í 'slime' leikjum í tölvunni...þar sannfærðist ég alveg um að hæfileikar mínir eru ekki í tölvuíþróttum!! Ég slapp eftir smá niðurlægingu og við fórum að leita að einhverju öðru...en þá fann Gummi Unreal tournament 2004 demo! Þá var ekki aftur snúið! Gummi heldur ekki vatni og er alveg á því að hlaupa heim til að geta downloadað þessu 'thingy' áður en hann mætir í síðasta tíma sinn..!
Jamm, af mér er ekkert til að skrifa um; er búin klukkan eitt og þá ætla ég að viðhalda vonlausum tilraunum mínum til að endurheimta vöðvavefi mína! Já, þið giskuðuð rétt; ég er að fara í World Class! Er búin að vera rosa dugleg að mæta í Klassann eða í sundlaugina heima... júhú!!
Reyndar eitt sniðugt sem ég verð að segja frá, svo ég haldi áfram að segja skemmtilega sögur; ég var að labba í strætó um daginn! The end!!
Continue; þá var ennþá hálka úti og niður tröppurnar frá MR kemur askvaðandi drengur góður. Ég held áfram göngu minni en lít aftur fyrir mig til að sjá hver sé þar á ferð. Sé út undan mér að það er eingin sem ég þekki og er að snúa mér fram þegar ég heyri að hann hrasar! (vá ég hef killer look!) Sný mér fram og horfi á gæjann fyrir framan og hann lítur upp..og er næstum dottinn á rassinn! Gaurarnir falla fyrir mér í massavís!! Og ofan á þetta bættist svo að bíll skrensaði á ljósum við hliðin á mér! Tja, ég flýtti mér af stað og reyndi að finna eðlilega skýringu á þessum atburðum! Engin orsök enn fundin!
Bezt að standa sig í stríðinu við fat cells! Bonsai!!!
Long time no writin'!!
Svo heppilega vill til að á sama tíma og ég hef ekkert til að blogga um þá fer tölvan okkar slappa í endurmenntun! Hún hefur verið doldið kindarleg í nokkur ár (hún er með Windows ME) en loksins lét pabbi segjast og hún var send í endurhæfingu hjá tölvu quality control vini! Er ekki alveg með á hreinu hvenær hún kemur heim, en henni verður tekið fagnandi af öllum fjölskyldumeðlimum!
Nú er ég semsagt að nota það sem eftir er af eyðunni minni til að pára niður nokkrar línur! Sá að Keisarinn sjálfur er risinn upp frá dauðum, þannig það þýðir ekkert fyrir mann að skorast undan skyldu sinni sem bloggriddari!
Mest alla eyðuna hef ég verið að láta Gumma bursta mig í 'slime' leikjum í tölvunni...þar sannfærðist ég alveg um að hæfileikar mínir eru ekki í tölvuíþróttum!! Ég slapp eftir smá niðurlægingu og við fórum að leita að einhverju öðru...en þá fann Gummi Unreal tournament 2004 demo! Þá var ekki aftur snúið! Gummi heldur ekki vatni og er alveg á því að hlaupa heim til að geta downloadað þessu 'thingy' áður en hann mætir í síðasta tíma sinn..!
Jamm, af mér er ekkert til að skrifa um; er búin klukkan eitt og þá ætla ég að viðhalda vonlausum tilraunum mínum til að endurheimta vöðvavefi mína! Já, þið giskuðuð rétt; ég er að fara í World Class! Er búin að vera rosa dugleg að mæta í Klassann eða í sundlaugina heima... júhú!!
Reyndar eitt sniðugt sem ég verð að segja frá, svo ég haldi áfram að segja skemmtilega sögur; ég var að labba í strætó um daginn! The end!!
Continue; þá var ennþá hálka úti og niður tröppurnar frá MR kemur askvaðandi drengur góður. Ég held áfram göngu minni en lít aftur fyrir mig til að sjá hver sé þar á ferð. Sé út undan mér að það er eingin sem ég þekki og er að snúa mér fram þegar ég heyri að hann hrasar! (vá ég hef killer look!) Sný mér fram og horfi á gæjann fyrir framan og hann lítur upp..og er næstum dottinn á rassinn! Gaurarnir falla fyrir mér í massavís!! Og ofan á þetta bættist svo að bíll skrensaði á ljósum við hliðin á mér! Tja, ég flýtti mér af stað og reyndi að finna eðlilega skýringu á þessum atburðum! Engin orsök enn fundin!
Bezt að standa sig í stríðinu við fat cells! Bonsai!!!
mánudagur, febrúar 09, 2004
Mjög kort blüg!
Dimission ráðstefna bekkjarins loksins á enda. Er ekki hægt að segja annað en að fólk hafi mismunandi skoðanir...annað væri ekki eðlilegt!
Grunaði ekki Gvendarbrunna: Gústi mótorhjólatöffari Kvennaskólans kominn með bloggflensuna! Datt inn á síðuna hans við daglegt tjékk á bloggurum skólans..!
Á meðan ég beið eftir strætó heim í Ártúni í dag var enn eitt leikrit lífsins sýnt fyrir framan mig. Í dag var það kómedía; lítill og mjór strákur sat í makindum sínum þegar hurðinni var hrundið upp og inn streymdi fjöldi fólks. Þar á meðal voru þrjár píur (afsakið, k lykillinn stóð á sér í þessu skrifaða orði...!) sem þustu að drengstaulanum. Ein hlammaði sér á bekkinn hliðiná honum og knúsaði hann. Áður en það knús var búið var strákurinn hrifsaður upp úr sætinu af annarri stelpunni við hávær mótmæli hinna tveggja. Hún kramdi hann eins og lítil stelpa knúsar bangsann sinn og passaði sig að hinar næðu honum ekki. Loks náði strákurinn andanum og þá var síðasta stelpan komin og vildi fá leifarnar af knús-skammti dengsa. Að lokum tók hann utan um hana og þau byrjuðu að skiptast á orðum. Eftir þrjár setningar komu hinar strunsandi; strætóinn þeirra var kominn! Þriðja stelpan smellti hikandi kossi á strákinn áður en hinar þrifu hana áfram í áttina að dyrunum. En þær höfðu tíma til að snúa sér við í dyragættinni og kalla, yfir hóp af fólki sem beið eftir að komast út; "ég elska þig (nafn á strák)!".
Strákurinn settist niður aftur og seig örlítið saman í sætinu...
En nú get ég ekki komið mér lengur undan próflestri!
Folks, have a nice evening and feel free 2 write down a comment og two..or more!!
Dimission ráðstefna bekkjarins loksins á enda. Er ekki hægt að segja annað en að fólk hafi mismunandi skoðanir...annað væri ekki eðlilegt!
Grunaði ekki Gvendarbrunna: Gústi mótorhjólatöffari Kvennaskólans kominn með bloggflensuna! Datt inn á síðuna hans við daglegt tjékk á bloggurum skólans..!
Á meðan ég beið eftir strætó heim í Ártúni í dag var enn eitt leikrit lífsins sýnt fyrir framan mig. Í dag var það kómedía; lítill og mjór strákur sat í makindum sínum þegar hurðinni var hrundið upp og inn streymdi fjöldi fólks. Þar á meðal voru þrjár píur (afsakið, k lykillinn stóð á sér í þessu skrifaða orði...!) sem þustu að drengstaulanum. Ein hlammaði sér á bekkinn hliðiná honum og knúsaði hann. Áður en það knús var búið var strákurinn hrifsaður upp úr sætinu af annarri stelpunni við hávær mótmæli hinna tveggja. Hún kramdi hann eins og lítil stelpa knúsar bangsann sinn og passaði sig að hinar næðu honum ekki. Loks náði strákurinn andanum og þá var síðasta stelpan komin og vildi fá leifarnar af knús-skammti dengsa. Að lokum tók hann utan um hana og þau byrjuðu að skiptast á orðum. Eftir þrjár setningar komu hinar strunsandi; strætóinn þeirra var kominn! Þriðja stelpan smellti hikandi kossi á strákinn áður en hinar þrifu hana áfram í áttina að dyrunum. En þær höfðu tíma til að snúa sér við í dyragættinni og kalla, yfir hóp af fólki sem beið eftir að komast út; "ég elska þig (nafn á strák)!".
Strákurinn settist niður aftur og seig örlítið saman í sætinu...
En nú get ég ekki komið mér lengur undan próflestri!
Folks, have a nice evening and feel free 2 write down a comment og two..or more!!
laugardagur, febrúar 07, 2004
Samurai stemning!
Já, ég fór á The Last Samurai í gær, föstudaginn 6.febrúar. Þessi mynd er alveg frábær, en ber með sér að hún er bandarísk!! Setur soldin blett á heildarmyndina! Folks, séuð þið ekki fyrir langa mynd sem inniheldur; enga týpíska módel karlmenn, fullt af flottum sverð-bardagasenum og öðrum, japanskt tal (Hanna Lilja, varð hugsað til þín!) og gamlar hefðir...þá mæli ég með því að þið fjárfestið í miða á einhverja aðra mynd!!
Það hefur reynt rosalega á ökuhæfileika mína síðustu dagana! Eftir að snjórinn sturtaðist niður hafa torfærur verið óumflýjanlegar! Sérstaklega þegar svona brúnn leðjusnjór er á veginum...þá ræður bíllinn sér ekki og fer að sveifla sér um skítugt dansgólfið! Þá verður ökuþór að vera snöggur að hemja partýanimalið áður en það fer út af dansgólfinu eða dansar utan í aðra félaga...!
Já, það er ekki hægt að segja annað en að það sé frekar svalt úti! Ekki veit ég hvort mælirinn okkar sé bilaður, en hann er ekki búinn að fara ofar en -10°C í dag! Ferð upp í Skálafell var snarlega strikuð út af 'things-2-do' listanum!
Ég er ekki búin að fara út fyrir hússins dyr nema tvisvar! Auðvitað varð maður að fóðra litlu hnoðrana sem fljúga um hverfið í hundruða tali....og svo er líka nammidagur í dag! Össlaði upp í sjoppu og náði mér í smá nammi!
Semsagt, í dag verður lítið gert sem telst dugnaðarverk en á morgun er ætlunin að taka á því!! Stefnan er að ganga upp á Esjuna klukkan níu um morguninn með björgunarsveitinni. Látum svo líklega aðra björgunarsveit koma og bjarga okkur..!
Síðan um kvöldið þegar búið er að bræða grýlukertið úr nefinu og tilfinning kominn í afturendann er áætlað að fara í bæinn að hitta bekkjarfélaga mína. Reynt verður að greiða úr dimissionflækjum og koma búning og fleiri hlutum á hreint!
Lifið heil!
Já, ég fór á The Last Samurai í gær, föstudaginn 6.febrúar. Þessi mynd er alveg frábær, en ber með sér að hún er bandarísk!! Setur soldin blett á heildarmyndina! Folks, séuð þið ekki fyrir langa mynd sem inniheldur; enga týpíska módel karlmenn, fullt af flottum sverð-bardagasenum og öðrum, japanskt tal (Hanna Lilja, varð hugsað til þín!) og gamlar hefðir...þá mæli ég með því að þið fjárfestið í miða á einhverja aðra mynd!!
Það hefur reynt rosalega á ökuhæfileika mína síðustu dagana! Eftir að snjórinn sturtaðist niður hafa torfærur verið óumflýjanlegar! Sérstaklega þegar svona brúnn leðjusnjór er á veginum...þá ræður bíllinn sér ekki og fer að sveifla sér um skítugt dansgólfið! Þá verður ökuþór að vera snöggur að hemja partýanimalið áður en það fer út af dansgólfinu eða dansar utan í aðra félaga...!
Já, það er ekki hægt að segja annað en að það sé frekar svalt úti! Ekki veit ég hvort mælirinn okkar sé bilaður, en hann er ekki búinn að fara ofar en -10°C í dag! Ferð upp í Skálafell var snarlega strikuð út af 'things-2-do' listanum!
Ég er ekki búin að fara út fyrir hússins dyr nema tvisvar! Auðvitað varð maður að fóðra litlu hnoðrana sem fljúga um hverfið í hundruða tali....og svo er líka nammidagur í dag! Össlaði upp í sjoppu og náði mér í smá nammi!
Semsagt, í dag verður lítið gert sem telst dugnaðarverk en á morgun er ætlunin að taka á því!! Stefnan er að ganga upp á Esjuna klukkan níu um morguninn með björgunarsveitinni. Látum svo líklega aðra björgunarsveit koma og bjarga okkur..!
Síðan um kvöldið þegar búið er að bræða grýlukertið úr nefinu og tilfinning kominn í afturendann er áætlað að fara í bæinn að hitta bekkjarfélaga mína. Reynt verður að greiða úr dimissionflækjum og koma búning og fleiri hlutum á hreint!
Lifið heil!
fimmtudagur, febrúar 05, 2004
~ Ó hve létt er þitt snjóhljóð..ó hve lengi ég beið þín (snjór) ~
Hmm...þrír dagar síðan það skrifaðist eitthvað inn á þetta blogg! Og á meðan eru Gummi Drekafluga og Hanna Frostrós að afsaka sig eftir tveggja daga fjarveru! Tja...þið tvö getið huggað ykkur við það að það eru verri bloggarar þarna úti í kuldanum!!
Smá innsýn í líf Kjalnesinga síðustu daga! Ekkert búið að gerast...
En það verður seint sagt að þeim hafi verið heitt í gær! Þannig var það að rörið sem flytur heitt vatn til okkar tók upp á því að springa í gær! Þannig að keyrandi fólki um Vesturlandsveginn blasti við næsti gufuhver landsins! Það tók nokkra tíma að laga þetta og því var 100 % kalt vatn í hverfinu! Einmitt þegar mín ætlaði að skella sér í sturtu og svona!
Ég harkaði þetta af mér eins og Íslendingum er blóð borið! Smellti mér í körfubolta með körlunum af Kjalarnesinu og síðan var svitinn kældur í cool shower áður en maður stökk út í laugina. Þar var ennþá vottur af heitu vatni og því var hún notuð sem stór unisex sturta! Namminamm; hreinleg og fín sturta þar! Var eina mínútu ofan í en svo gat ég ekki meir og fór upp úr! Dreif mig heim og sat við sturtuna og beið eftir að heita vatnið kæmi á! Það kom loks á 4-5 klst. frá því að það yfirgaf okkur! Orkuveitunni sé lof!
Mottóið fyrir þessa dæmisögu; enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur!
(endilega skammið mig fyrir guðlast eða stafsetningavillur!)
Hmm...þrír dagar síðan það skrifaðist eitthvað inn á þetta blogg! Og á meðan eru Gummi Drekafluga og Hanna Frostrós að afsaka sig eftir tveggja daga fjarveru! Tja...þið tvö getið huggað ykkur við það að það eru verri bloggarar þarna úti í kuldanum!!
Smá innsýn í líf Kjalnesinga síðustu daga! Ekkert búið að gerast...
En það verður seint sagt að þeim hafi verið heitt í gær! Þannig var það að rörið sem flytur heitt vatn til okkar tók upp á því að springa í gær! Þannig að keyrandi fólki um Vesturlandsveginn blasti við næsti gufuhver landsins! Það tók nokkra tíma að laga þetta og því var 100 % kalt vatn í hverfinu! Einmitt þegar mín ætlaði að skella sér í sturtu og svona!
Ég harkaði þetta af mér eins og Íslendingum er blóð borið! Smellti mér í körfubolta með körlunum af Kjalarnesinu og síðan var svitinn kældur í cool shower áður en maður stökk út í laugina. Þar var ennþá vottur af heitu vatni og því var hún notuð sem stór unisex sturta! Namminamm; hreinleg og fín sturta þar! Var eina mínútu ofan í en svo gat ég ekki meir og fór upp úr! Dreif mig heim og sat við sturtuna og beið eftir að heita vatnið kæmi á! Það kom loks á 4-5 klst. frá því að það yfirgaf okkur! Orkuveitunni sé lof!
Mottóið fyrir þessa dæmisögu; enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur!
(endilega skammið mig fyrir guðlast eða stafsetningavillur!)
mánudagur, febrúar 02, 2004
Kuldaboli og stungurnar hans!
Hvaða Íslendingi er heitt þessa dagana? Hver er ekki með rautt nef og frostbitnar kinnar??
Það er sko frostharkan sex núna og allir sem vettlingi geta valdið...skulu klæða sig í þá!
Morguninn byrjaði vel þar sem hjálpareðlið mitt sagði til sín. Ákvað að gera kaggann til fyrir farboða mína og tókst eftir nokkrar tilraunir að opna vel frosna hurðina. Meira að segja gírarnir voru eitthvað stífir! Eftir að ég hafði skafið af hálfri framrúðunni komu bílstjórinn og svefnpurrkan til að hjálpa. Veskin voru drifin upp og debetkortin fengu nýtt notagildi sem aumar sköfur. Svo var haldið af stað í skólann kvenlega!
En já, við mikinn fögnuð hef ég ákveðið að hafa sögustund, til að krydda upp þetta tilbreytingalausa dagbókarsuð í mér! (Fagnaðarlæti brjótast út, sem heyrast einungis í virkilega góðum græjum!) Takk takk, takk fyrir!!
Fyrsta sagan er innblásin (kuldablásin) úr raunveruleikanum sem lætur margann Íslendinginn skjálfa á beinunum þessa dagana: frostið!!
Miskunnarlaust frostið liggur eins og mara yfir landi Ísa og Elda. Hægt og hljótt smýgur það inn um hvert gat og hverja glufu!
Hart hefur verið barist í hverjum firði en eftir nokkurra daga baráttu hefur frostið borið sigur úr bítum. Ískaldir og stirðnaðir líkamar vatnsins fljóta um vígvöllinn. Sólin gerir vonlausa tilraun til að vekja vatnið til lífsins en gengur illa þar sem sólin er frekar veikluleg ennþá! Þetta er fólki áminnig um að frostið vinnur á með hverjum frostdeginum sem líður! Þá segir föðurlandsástin til sín og upp úr skúffum fljúga föðurlöndin og flíkur tileinkaðar íslensku sauðkindinni. Kuldaboli er í árásarhug og því ekki æskilegt að æsa hann upp með rauðum glansandi flíkum! Bjartsýnar konur halda að þær geti tælt sumarið fram, en það er frekar vonlaust í febrúar og byrjun mars....
Hugsið um komandi kynslóðir og klæðið ykkur í föðurland og þjóð!!
Hvaða Íslendingi er heitt þessa dagana? Hver er ekki með rautt nef og frostbitnar kinnar??
Það er sko frostharkan sex núna og allir sem vettlingi geta valdið...skulu klæða sig í þá!
Morguninn byrjaði vel þar sem hjálpareðlið mitt sagði til sín. Ákvað að gera kaggann til fyrir farboða mína og tókst eftir nokkrar tilraunir að opna vel frosna hurðina. Meira að segja gírarnir voru eitthvað stífir! Eftir að ég hafði skafið af hálfri framrúðunni komu bílstjórinn og svefnpurrkan til að hjálpa. Veskin voru drifin upp og debetkortin fengu nýtt notagildi sem aumar sköfur. Svo var haldið af stað í skólann kvenlega!
En já, við mikinn fögnuð hef ég ákveðið að hafa sögustund, til að krydda upp þetta tilbreytingalausa dagbókarsuð í mér!
Fyrsta sagan er innblásin (kuldablásin) úr raunveruleikanum sem lætur margann Íslendinginn skjálfa á beinunum þessa dagana: frostið!!
Miskunnarlaust frostið liggur eins og mara yfir landi Ísa og Elda. Hægt og hljótt smýgur það inn um hvert gat og hverja glufu!
Hart hefur verið barist í hverjum firði en eftir nokkurra daga baráttu hefur frostið borið sigur úr bítum. Ískaldir og stirðnaðir líkamar vatnsins fljóta um vígvöllinn. Sólin gerir vonlausa tilraun til að vekja vatnið til lífsins en gengur illa þar sem sólin er frekar veikluleg ennþá! Þetta er fólki áminnig um að frostið vinnur á með hverjum frostdeginum sem líður! Þá segir föðurlandsástin til sín og upp úr skúffum fljúga föðurlöndin og flíkur tileinkaðar íslensku sauðkindinni. Kuldaboli er í árásarhug og því ekki æskilegt að æsa hann upp með rauðum glansandi flíkum! Bjartsýnar konur halda að þær geti tælt sumarið fram, en það er frekar vonlaust í febrúar og byrjun mars....
Hugsið um komandi kynslóðir og klæðið ykkur í föðurland og þjóð!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)