laugardagur, júní 24, 2006

I wanna grow old with you:

Þegar ég sat að venju fyrir framan Skjáinn, horfandi á bullandi sápuna The O.C. þá sprakk ein hugmyndasápukúlan beint fyrir framan nefið á mér. Sendi mig á fleygiferð fram í tímann..til elliára minnar kynslóðar. Í stað Leiðarljóss um 4-5 leytið er haft ofan af hrukkubörnunum með endurendurendursýningu á The O.C., Sex & the city, Lost, C.S.I. og fleiri kraumandi sápum. Helhrukkótt gamalmenni (elli + ljósabekkjaöldrun) hafa sér til dundurs að rifja upp æskuárin: skoða tattooin sín með þykku gleraugunum, troða spikinu í gömlu gallabuxurnar og humma slagarana á gítar..því allir geisladiskar eru ónýtir (lífsaldur þeirra ekki langur). Erfiðlega gengur að skoða digital myndirnar því tölvuskjáirnir fara alltaf minnkandi og slíka nútímatækni þolir gamla fólkið ekki með sína sjón. Elliheimilin verða ein stór skemmtiparadís fyrir hina frjálslegu og kynóðu íslensku kynslóð sem hefur viagra í stað blóðs!

Eitt sinn sagði ég í hormónakasti að það að stunda nám (jarðfræði) við Háskóla Íslands væri eins og að troða mjólkurkexi upp í sig og ætla að melta það á mjólkurglass: skraufaþurrt og óætt helvíti.
Ég held því ennþá fram enda með takmarkaða reynslu af HÍ-námi..en þó 3 vikur.
Nám við litla og brakandi ferska LBHÍ er hins vegar allt annað mál. Þar drýpur smjörið af hverju strái og heimabakað góðgæti og ísköld og freyðandi mjólk beint úr kúnni lýsir best námi og andanum á Hvanneyri: kósí og yndislega mettandi!

Er búin að vera síðustu tvær vikur á sumarkúrsum með mínum litla og hressa bekk (við erum ca. 13 sem erum á Náttúru- og Umhverfisfræðibraut).
12.-19.júní var ég í jarðfræðiferð um Suðurlendið með einum langbesta kennara sem ég hef haft..og ferðin var því ekkert slor, þrátt fyrir mígandi rigningu flesta dagana. En við fengum að sjá marga stórfenglega staði og ekki skemmdi fyrir sólskinsferð einn daginn, ganga upp á Stóru-Dímon og litríkur og svífandi fiðrildafans þar uppi á toppnum (aðmírálar).
Í síðustu viku var síðan plöntugreining hér á Hvanneyri. Ótrúlegt magn af grasi og alls konar plöntum skoðað og latínurullur þuldar og hvert einasta strá á sér nafn! Búin að safna einum 45 plöntum nú þegar fyrir komandi plöntusafn mitt..og því er gólfið í íbúðinni þakið pressum (sem innihalda mogga, gras, mogga o.sv.fr.)! Námskeiðið endaði síðan í þessu helv*** hressa grilli á fimmtudaginn þar sem fólk kom saman í skjólbeltinu góða, grillaði, át, drakk, spjallaði og söng frá sér alla rödd og rænu. Hef ekki skemmt mér jafnvel í háa herrens tid!!

Annars er ég bara á fullu að þrífa út úr íbúðinni (Hvanneyri) í þessum töluðu orðum,
brói úti í Búlgaríu, restin af fjölskyldunni á Goggamótinu í Mosó.

Næstu helgi verð ég síðan á hinu frábæra Landsmóti hestamanna, Skagafirði...
ásamt stórum flokki Hvanneyringa af bestu gerð og síðan góðum vinahóp!
Af því tilefni er inflúensan á þessa leið:
Lag: Baggalútur - Settu brennivín í mjólkurglasið vina (ég er komin heim)
Dressið: lopapeysa, hálsklútur, redback hestaskór og fléttur í hnakkann!! ÍHA!!

mánudagur, júní 19, 2006

Ó María mig langar heim..

Blogger bügger hefur verið að stríða mér,
..en núna loksins get ég sett eitthvað inn!!
Nú er liðnar nokkrar vikur síðan ég kom heim á Kjalarnesið, eftir sannarlega frábæra 5 daga í Hænuvík, á Vestfjörðum. Endurnærð á sál eftir dvölina þar og full hlaðinn batterý, til að hafa orku í síðustu viku, við vinnu og sjálfboðastarf með björgunarsveitinni Kjalarnesi.

Var mikið að velta fyrir mér, eitt sólarbjart kveldið í Hænuvík þar sem ég lá í fleti mínu, hreysti Íslendinga og lífsþægindum. Hinn almenni Íslendingur býr í þéttbýli eða borg og á "sumarbústað út í sveit" (nokkurra 100 fermetra lúxusvillu utan þéttbýlis) þar sem fjölskyldan eyðir flestum helgum sumarsins við sólarsteikingu og lúxusleiki. Kósí sumarbústaðir með engum ískáp eða sjónvarpi eru liðin tíð. Lúxusvillur eru málið.
Fólk er að mestu hætt að þurfa að herða sig með vosbúð og þáttum þess sem þurfti að harka af sér til að færa björg í bú. Flestir sinna sinni skrifstofuvinnu og eina púlið erfiðið eru líkamsræktarspeglasalirnir þar sem mörg brúnkufeikuð boddí hnykla vöðva til að fá fram sexy svita og betur skorinn líkama. Því ekki sést árangur erfiðisins á neinum öðrum en þér...þú hleypur nokkra kílómetra á hlaupabrettinu en færist ekkert úr stað og ekki ertu búinn að hlaða grjótvegg, draga bát í land eða síga eftir eggjum.
Sem betur fer eru margir Íslendingar sem hafa að lífsstarfi einhverja iðngrein sem krefst líkamlegs erfiðis, en þó með hjálp vinnuvéla. Hvar værum við án bóndans, smiðsins, sjómannsins og fleiri iðnmanna? Á meðan skrifstofugreinarnar krefjast enn betur menntaðs vinnuafls og yfir höfði upprennandi vinnukrafta hvílir grunnskóli, framhaldsskóli, háskóli..bachelor, master og jafnvel doktor. Starfsævi skrifstofublókanna styttist og styttist í samræmi við skólagöngulengd sem lengist.

Eftir að hafa erfiðað líkamlega í Hænuvík og sjáanlegur árangur var á umhverfinu þá leið mér þúsundfalt betur en af líkamsræktarendorfíni! Sömuleiðis eftir björgunarsveitarvinnu; setja upp skilti í Esjuhlíðum og moka fyrir skiltum í Heiðmörk. Stoltið yfir að hafa komið fyrir þeim skiltum verður ómetanlegt eftir þennan mánuð!

Búin að setja inn myndir frá Hænuvík..ENDILEGA SKOÐIÐ!!
Nota bene: nú er hægt að breyta uppsetningu myndaskoðunar. Tveir valmöguleikar:
  • Eini möguleikinn sem var (kemur sjálfkrafa, en er hægt að velja með því að smella á 3 litla ferninga og einn stórann..efst, fyrir miðju, í valmynd myndasíðunnar) Tíu myndir vinstra megin (þarf að fletta yfir á næstu tíu o.sv.fr) og stór mynd til hliðar, hægt að skoða slideshow uppi.
  • Nýi möguleikinn (valið með því að smella á 9 litla ferninga efst á valmynd..fá allar myndirnar upp á skjáinn sem thumbnails. Síðan er smellt á fyrstu myndina t.d. og þá kemur hún stór, yfir thumbnail myndir, og hægt er að fletta áfram á næstu myndir.
    Mæli með ferð til Hænuvíkur og gistingu þar..en athugið fyrst með gistingu. Gistinætur hafa tvöfaldast hjá þeim á einu ári!

sunnudagur, maí 21, 2006

Hen's creek:

Jæja mæja, síðasta próf loksins að fara að klárast..á morgun! Og þá er ekkert sem getur stöðvað mig..ætla að bruna til Vestfjarða með megninu af fjölskyldu og ætlar eitt stykki vinkona af Hvanneyri að koma með. Hef ekki komið til Vestfjarða í ár og öld (fór eflaust síðast þangað á 20.öldinni) og það er kominn tími til að kíkja á uppruna sinn...Hænuvík eða the Hen's creek! Jújú..þangað getur maður rakið ættir sínar, ekki lengra en aftur til hennar ömmu ljúfu. Á þessum kósí bæ umkringdum hrikalegri náttúrufegurð býr núna frændi minn með sinni fjölskyldu og þarna fór stúlkan nú í sveit á sínum tíma..núna er farið til að drekka í sig alla sveitarómantíkina og fjallafegurð! Það er sko ekkert slor að vera staðsett þarna..vestasti bær Evrópu, stutt í Látrabjarg, gylltar strendur og önnur flottheit!

Eurovision búið og BT fegnir að hafa ekki útbýtt sjónvörpum með loforði um endurgreiðslur ef Lordarnir ynnu...engin heilvita kaupsýslumaður hefði stungið upp á slíku, þetta var svo fyrirsjáanlegt. Veit eiginlega ekki hvað er hægt að segja meira um þessa keppni..sem er orðin soldið fyrirsjáanleg hvað stig varðar. Maður flettir bara upp fjölda Tyrkja í Evrópulöndunum og skoðar síðan hverjir eru góðir nágrannar..þá getur maður með 98% vissu sagt til um úrslit!

Kíkti á jammið eftir júró gaulið með ágætis fólki og líkt og svo oft áður rifjaðist það upp fyrir mér hvers vegna ég fer ekki svo oft í bæinn á jammið. Fórum á ónefndan "hnakka" stað þar sem hvert "einkennið" á fætur öðru small á manni: veggur af þykkum og væmnum reyk á neðra dansgólfinu..ekki af völdum venjulegra rettna, stúlkukindur troðandi manni um tær inn á salerninu..of uppteknar að æfa "slut"/"dreamy" svipinn, strákur í móki upp við vegg, klárar að æla og labbar í burt..annar hnakki hallar sér upp að veggnum með veiðisvipinn uppi og græjurnar tilbúnar að fanga bráð og í biðröð við fatahengið bendir góð vinkona vini sínum á nefið og hann þurrkar burtu leyfar af nefbroddi..hvað svo sem þar var á ferð.

Einhver að furða sig á flóttanum í Hen's creek? Eflaust...sjáumst á jamminu í sumar!!

sunnudagur, maí 14, 2006

Tvífarar:

Eftir langa dvöl í sólarsteikingu síðustu daga fannst mér kominn tími til að athuga hvaða celebrity hefðu þann heiður að líkjast mér. Notaðist við m.a. þessa mynd (nema hún var heil!)

og upp komu eftirfarandi:
og svo fullt af öðrum..Charlize Theron, Madonna! I'm totally cool!!
Þannig að inflúensa dagsins:
Lag: Barfly - Jeff Who?
Vefsíða: þú og celebrity face! prófaðu ego boozt dagsins!!

sunnudagur, maí 07, 2006

..og ekkert múður!

Komst að því seint um síðir að það birtist mynd í Morgunblaðinu sem ég tók. Fór á stökkinu inn í foreldrahús og tók dýfu ofan í moggabunkann og svipti upp blaði frá 27.apríl og viti menn. Flennistór mynd af hesti og knapa og ljósmyndari..Kolbrún?? Fór inn á klósett og leit í spegil. Jújú, ennþá María gamla. En einhverri annarri hafði þá verið eignaður heiðurinn. Stoltið og himinlifandi gleðinn var svifinn á braut, lokaði að mér og skrúfaði frá kaldri bunu sturtunnar. Eftir að hafa staðið í 2 mínútur stjörf undir bununni fór nú heilinn heldur betur að taka við sér. Og eftir því sem ég hugsaði meira um þetta varð alltaf heitara og heitara í sturtu, það bókstaflega sauð á minni! Stökk út og slengdi handklæði utan um boddíið og óð fram með maskara niður á höku og hár og heilastarfsemi í flækju. Hringdi titrandi hendi í þann sem ég taldi ábyrgan fyrir þessari katastrófu..en ekkert svar sem betur fer fyrir mig og þann aðila.
Er enn ekki búin að fá þetta mál á hreint frá öllum aðilum
en eitt er á hreinu að góðvild mín og "ljósmyndahæfileikar" eru ekki falir
hverjum sem er eftir þetta!
Fyrr má nú traðka á ljúflyndi en oftraðka!!
Og ef einhver veit hvernig er hægt að skella copyright merki og nafni á allar myndir
þá má sá öðlingur hafa samband svo hægt sé að koma hjá svona
rassskellingu á egói..

Fór á Manchester tónleika í hitastækju laugardagsins. Eitthvað hefur klikkað með þá herferð Icelandair þar sem miðar voru gefins um allar trissur. Ég og tónlistafélagi minn vorum komnar með fjóra miða um þrjúleytið og þó að við hringdum um allar trissur gátum við ekki losnað við þessa tvo aukafrímiða. Já..ég legg sérstaklega áherslu á FRÍmiða! Eftir mikið hangs og hringingar fórum við í Laugardalshöllina um sex til að berja Benna Hemm Hemm, Trabant, Echo and the Bunnymen, Elbow og Badly Drawn Boy augum. Náðum í síðustu tóna Foreign Monkeys (sigurvegara Músíktilrauna 2006) sem virtust deila með okkur aldursforsetatitlinum þá stundina, liðið þarna inni var á fermingaaldri. Og eftir þetta kveld held ég að ég geti alveg sagt að efnilegur er gellukjötmarkaðurinn. Mér leið eins og gamalli forhertri spinster þarna. Anyways..fjölbreyttur hópur af fólki, allt frá alvörugefnum fermingarstrákum með vatn í bjórglösum sem þeir náðu einhvers staðar í (rosa svalir) og yfir í skemmtilegustu drykkjutýpuna: miðaldra konu með hendi í fatla úr skrautbandi og mann hennar, bæði með haus reigðan aftur á bak og dansandi í takt við..tja, alla veganna ekki tónlistina...og öskrandi: þhirru æssleghirr! í áttina að hljómsveit og sullandi bjór yfir nálæga með veifandi höndum. Fínir tónleikar en soldið langir..algjört maraþon frá 18.00-00.30 þegar við stauluðumst út í miðjum söng hjá Badly Drawn Boy. Sveitapíurnar áttu sko eftir að keyra á Hvanneyri takk fyrir..

Inflúensa vikunnar:
Lag: Call me - Blondie

fimmtudagur, maí 04, 2006

Inflúensa vikunnar:

gleymdi alveg þessum fasta punkti sem ég ætlaði að koma vel fyrir, hér á kósívefritinu: inflúensunni.

En inflúensa vikunnar er svohljóðandi:
Lag: Wish you were here - Pink Floyd
Gjörningur: fá æskuvinkonu í heimsókn til sín. Það er algjört æði (gaman að sjá þig, María)!!
Og heiðra fjölskyldu sína..hef ekki farið heim á nesið síðan um páskana og er komin
með væga fjölskylduþrá. Ætla kæfa hana á morgun..er að fara suður!
Mynd: Titanic II..yeah right!
Alla veganna "trailerinn" sem er inn á kvikmynd.is fyrir þessa "mynd".
Gubbið: lífefnafræðiskýrslur..hver fann þær upp?!
Áhugavert efni en 100% skiljanlegt..ég held nú síður!

mánudagur, maí 01, 2006

What a feeling..!

Það er komið sumar, hitamet slegin og ég er komin tannað far!
Og auðvitað..hreystimerki líka komin fram: freknurnar eru farnar að láta sjá sig í ansigtet!! Búin að sækja laugarnar grimmt í Borgarnesi með mín kammerat, með allt slúðrið á hreinu og farnar að fá athygli frá strákaspírunum í skólasundi..14 ára peyjar í mútum eru til alls líklegir!
Skessuhornið er þó enn í hvítum vetrarbúning og því fer sú uppáferð að renna út í sandinn..senn fer að líða að prófum og ekki ætla ég að klöngrast á skessuna með bók í hendi og hrapa niður næsta þverhnípi...mín þá að kolfalla í lærdómi..bókstaflega!
Framundan er eins mikil sólgeislun og ég kemst yfir, vatnsmelónukaup (kosta nánast ekkert í Bónus!..hugsa um budduna tómu), lærdómur innan hæfilegra marka og bara lifa lífinu!

Njótið sólarinnar..láttu á þér bera, ekki vera gagnsær í sumar!

mánudagur, apríl 17, 2006

Itsy bitsy

Venjan er víst að kristnir fasti fyrir páska en það má með sanni segja að mér hafi orðið á í messunni þar...var rétt svo búin að henda dóti inn í hús á miðvikudaginn þegar ég fleygði mér í veiðigallann og skellti á mig stríðsmálningu. Já, mín fór á jammið og það flenghressilega, enda verið að halda upp á afmæli eins jammfélagans! Fríður femme-flokkurinn skemmti sér þokkalega vel á miðbæjarsvæðinu ásamt hálfri þjóðinni. Úrið var farið að ganga sex þegar kíkt var á leigubílaröðina sem reyndist samanstanda af sjaldséðum töxum og 100-200 ofurvindkældum, sneplafullum og troðnings"glöðum" ungmennum. Sólin var farin að svíða augun þegar við loksins stukkum á aðrennandi leigubíl.
Áfram hélt sukkið það sem eftir var páskafrís: súkkulaði, fermingarveislu"smakkprufur", bíómyndameðlæti, súkkulaði, páskamatur og að sjálfsögðu kórónað með páskajammi! Ekki jafn margir voru á ferli það kvöld..þó nokkrir eflaust enn á sjúkrahúsi innvafðir í heita bakstra til að bræða ofkælinguna eftir miðvikudagskveldið! Þegar ég labbaði niður (eða upp) Laugarveginn, malandi gler undir hælum mér vakti það furðu mína hvað fólk var ekkert að fela eh..tja, syndaathafnir sínar. Í hverju horni, hvort sem það var dimmt eða flóðlýst, stóðu tvær manneskjur samantvinnaðar sem ein heild. Eftir langa göngu hafði ég byggt upp ónæmi og kippti mér því ekkert upp við furðulega sýn á tröppum fatadeildar Hjálparhersins: tveimur óþarflega stuttum pilsum hafði verið hent á berar tröppurnar í einhverjum hamagangi...
Já, íslenska þjóðin. Er farin að velta fyrir mér hvort ég verði ekki greind sem félagslega fötluð eða þroskaheft á því sviði sem lítur að samskiptum við hitt kynið. Á ekki rúm sem er 220 cm ástarvöllur, hef ekki kjarkinn í mér að labba upp að ókunnugum gæja og rúlla út úr mér áhugaverðu samtali og með flörtið skrúfað í botn.
Ég er furðuverk..og þarf greinilega að fara að læra íslensku taktana áður en ég enda hjá Amish hjörðinni, Kanada! Úah!

Eitt fallegasta lag í spilaranum hjá mér..en textinn er algjör löðrungur!:
Someone, somewhere. Someone was made for you.
Someone, somewhere. Someone believes in you.
But maybe they're dead.

(Dikta - Someone, somewhere)

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Artificial intelligence!!

Fjúff og kókópúff..hér var ég tilbúin með svaka samsuðu af einhverju gáfuðu og sniðugu efni handa ykkur en ég snarlega henti því í trashjið þegar ég sá græjurnar mínar í nýju ljósi.
Jújú..mínar vel tónuðu JVC græjur gerðu gott betur með málsháttin: margur er knár þótt hann sé smár!
Þær hafa fylgt mér í gegnum hinar ýmsu tónlistabylgjur og stefnur, alveg frá því ég hlustaði á alla pottþétt diskana til dagsins í dag þar sem þær buna út úr sér Dikta, Belle & Sebastian, Johny Cash og annarri eðaltónlist. En aldrei hefði mér dottið í hug að þessi silfraða elska myndi taka þátt í úrvals leti minni og öðlast gervigreind!
Hérna dett ég inn um dyrnar í mínu mesta sakleysi og drattast beint að græjunum til að starta tónlistinni..bara svona til að hreinsa út lærdóm dagsins (Lífefnafræði og solleis) en stoppa í miðri hreyfingu og af mér detta allar lifandi og dauðar lýs. Glimrandi græjan mín kveikir bara á sér sjálf og frá henni ómar einmitt það lag sem mig vantaði að heyra. Ljá mér eyra og ég trúi ekki mínum eigin augum. Einhver sem er á leiðinni til Afghanistan, vill hann kaupa handa mér eitt stykki augnsett!! Í fáráði mínu veifa ég hendinni aftur að djakkandi græjunum og óviti menn þær steinhalta kjafti. Ég er búin að gera vísindalega rannsókn á þessu og þetta er ekki stundarbrjálæði hjá J(on)V(ein)C(ávboí) eðalgræjunum..þetta er málið. Núna er það bara frasinn á dótið: eins og hendi væri veifað!! Og bensín sálarinnar fer að flæða um herbergið!!

! ! ! Íha! ! !
I fell in love with a dead toy!!
Marony & the Johnson

Eftirmáli: samt soldið taugatrekkjandi að vera að iðka sínar tölvuíþróttir hérna við skjáinn og hafa græjurnar fylgja eftir hverri hreyfingu...tónlist...þögn...tónlist...þögn..tónlist..þögn, tónlist!

AAARRRRRGG!
What have I done!? I've created a musicmonster!!

fimmtudagur, mars 30, 2006

Siðmenning svið(in)menning:

Ég held að mér sé alveg óhætt að viðurkenna
að hann er stuttur í mér judgementalþráðurinn.

Eftir mína fyrstu nótt heima á Kjalarnesinu staulast ég á fætur og hlamma mér fyrir framan Moggann í morgunsárið á miðvikudegi, rek augun í frétt sem verður til þess að ég frussa af reiði yfir, sem betur fer tómt, eldhúsborðið.
Ok ok..ég veit að það er illa gert að einelta einhvern og tala illa um annað fólk á Netinu en ég bara verð, þið afsakið. Enda erum við að tala um ekki einn einstakling heldur stofnun sem inniheldur nokkuð mörg þúsund einstaklinga: júniversití of æsland. Í gær fengu nokkrir tugir masters og doktors nema nokkrar milljónir til áframhaldandi rannsókna. Gott mál nema það að þarna er um að ræða sjóð sem einungis HÍ nemar fá úthlutað úr. Samt heitir sjóður þessa ágæta fyrirtækis Háskólasjóður. Einhvern veginn fór það fram hjá mér þegar ég laserlas greinina hvar hinir háskólarnir voru nefndir. Mikil gleði og mikil hamingja hjá stofnuninni sem er með happdrætti og lang flesta nemendur og veit ekkert hvað hún á að gera við peningana heldur en að byggja arfaljót húsamonstrosities og kvartar undan sárri fátækt!
Þegar opnan í Morgunblaðinu var orðin vel blaut af hneyklsunarfrussi renndi ég yfir hliðargrein um fjármagn háskóla blablabla...og las með stolti að þeir háskólar sem hafa vaxið hvað mest, nemendalega séð, eru Hvanneyri og Hólar. Hurrei fyrir þeim langaði mig að hrópa en það myndi ekki verða innilegt fyrr en inn á skrifstofuborð skólans flæddu himinháar fúlgur fjár sem sumar stofnanir eru að fá innan þessa menntageira sem aukafjárframlag ofan á annað!! Og þeir eru að vaxa minnst, nemendalega séð...í hvað þurfa þeir pening?? Nýja gyllingu á kennaraklósettin?? Demantaskreytt símtól og tölvuborð??

Komið með ástæður og ég skal íhuga þær..
..en á meðan sveltur skólinn minn og á ekki krónu til að kaupa allann þann námstengda búnað sem kennslu hinna ýmissa áfanga,
á sama tíma velta HÍ sloppar og fleiri H fyrir sér hvort þeir eigi að skreppa til Ástralíu í vettfangsferð eða hvort þeir eigi að kljúfa demant í efnafræðinni eða búa til nýja bakteríu með öllu nýju og rándýru leikföngunum sínum.
Arrg..ég er brrjáluð!
Ekki eins brjáluð og ég er út í þá sem vita ekki betur en að fara varlega með eld
þegar jörðin er jafn eldfim og hún er núna og vindurinn í þessu svaka hressu stuði!
Það þarf ekki meira en sígarettuglóð til að ótal ferkílómetrar af landi fuðri upp eins og bensínmettaður sófi og það þarf ekki meira en ''hagstæðan'' vind og að bændagrey vanmeti eldinn til að allt fari í bál og brand með gamlar hefðir.
Núna angar undanrennulitað loftið í Borgarfirðinum af brunalykt. Finnst ég vera á rölti um ansi stórt hverfi einhvers staðar þar sem allir eru með logandi í arninum!!

laugardagur, mars 25, 2006

This.is.it punktur is:

Jamskjams..Norðurfarahelgi Hvanneyra sveitalubbana (síðustu helgi) fór fram úr björtustu brettavæntingum..sem voru nottla öngvar eftir tvö hungurmorða snjóbrettaár fyrir mig og gamla Burton brettið mitt.
Lögðum seint af stað á föstudegi, ég og farveitur mínar, komum seint að kveldi til inn á Akureyri eftir að hafa torgað sveittum subbuborgara á Hvammstanga. Skelltum okkur beint á sjóðheitt næturlíf Akureyrar, í orðsins fyllstu: það var sumarhiti úti og fólk í bol eða peysu einni ofanklæða og stemningin útlöndum líkast..fólk úti að skemmta sér...ekki bara híringur inni á reyktum kaffihúsum. Anywho..ágætis skemmtun fyrir utan dálæti staðarbúa á Sylvia Næt og Ruslönu...einokun á kaffihúsatónlist!
Daginn eftir skelltu allir morgunhressir sér strax á skíði (bretti moi) á Dalvíkursvæðinu þar sem Hlíðarfjall átti að vera upptekið fyrir hit-sportið þessa dagana (alltaf lærir maður eitthvað nýtt í sveitinni): telemark töffaraskap. Og ekk ætla ég að kvarta! Létum gott heita lítinn snjóslóða niður hlíðina og renndum okkur þar niður margar ferðir..taldar í tugum ef ekki hundruðum! Veðrið var í toppstandi (sól, logn og hlýtt), litli snjórinn fór fram úr væntingum og litli hópurinn hafði hlíðina að mestu útaf fyrir sig! Glorious day at the least I'd say..
Þreyttur og ánægður hópur hittist síðan á jamminu á 'kureyri again..ég rakst á þrjár manneskjur úr fyrra lífi. Var með þeim í tæpar tvær vikur á vegum Veraldarvina fyrir nokkrum árum..fínasta fólk og æðislegt að rekast á þau en, kannski vænti ég of mikils af fólki. Var ekki að bíða eftir kaffiboði og knúsi, langaði bara að spjalla meira en liðið lét sig bara hverfa hvert sem eitt (hitti þau í sitt hvoru lagi..allt er þá þrennt er I'd say). Fannst þetta vera smá diss..fannst ég vera UN-interesting, UN-wanted, no UN-nation skilurru?
Inflúensa helgarinnar er af því tilefni lagið UN-attended með Daysleeper!

En nóg um mig..nú skulum við líta yfir farinn veg hins Nýja heims:
sögubrot frá sjónarhorni systur Pocahontas, Matoaka.
Jújú, hver hefur ekki séð Pocahontas myndina frá Disney..
En vissuð þið að sú langleggjaða átti tvíburasystur?
Matoaka varð fljótt bitur ung stúlka sem hvarf í skuggann af framtakssamri Pocahontas, eða Montrass eins og Matoaka kallaði hana. Hvers vegna hefur enginn heyrt neitt um hana? Jú, því hún eignaðist enga afkomendur, lét ekkert eftir sig...ást hennar dó með Jóni Smiði, hún deildi ást sinni á honum með tvíburasystur sinni.
Pocahontas heillaði hann af sjálfsögðu upp úr skónum með brögðum, hugsar Matoaka aftur til fortíðar, þar sem hún situr á forlátri vísundahauskúpu, með púða undir bitrann afturendann,
og rífur utan af maískólfum. Hún er svo djúpt niðursokkin í gamlan biturleikann að maískornin þeytast í allar áttir af hálfnöktum kólfinum og þyrla upp moldarstrókum þegar þau lenda á skrælnaðri jörðinni.
Eitt sekúndubrot hrynur bitra gríman og yfir rúnum rist andlitið flæðir hafsjór af tilfinningum, rennur inn að sjáöldrum sem endurspegla mikinn sársauka. Fyrir sjónum hennar breytast maískornin í rúbínrauða blóðdropa Jóns Smiðs sem skullu á fósturjörðina þann örlagaríka dag þegar hann fórnaði sér fyrir hina forboðnu og fallegu Pocahontas. Á einni svipstundu gjörbreyttist líf hennar og Matoaka. Hvorugar fengu Jón Smið, Pocahontas giftist öðrum bleiknefja og Matoaka sökkti sér í vonleysið og bjó sér til óaðlaðandi skel utan um sárt hjartað. Hún einangraði sig frá ættbálknum og í kringum hana óx goðsögn af fallegu sálinni sem hætti að gefa af sér. Talað var um Malacommeir nornina sem lifði innar í firðinum og voru sögur af henni notaðar til að hræða börnin.
En goðsögnin lifði fölnaði með tímanum þar til hún hvarf milli stjarnanna.
Enginn kom til með að muna eftir ófrýnilegri hríslunni sem hafði að geyma gullhjarta.
En goðsögn hins fallega montrass Pocahontas og átakanlegur endir á ástarfundum
hennar og Jóns Smiðs átti eftir að lifa lengur..
Sagan sem hér á undan fer er skáldskapur frá upphafi..uppspuni að mestu en stuðst við smá staðreyndir:
Pocahontas hét Matoaka og Malacommeir er úr orðaforða indíánaættbálks Pocahontas o.sv.fr.

föstudagur, mars 17, 2006

Was made for you..made for market?

Jibbí kóla og lakkrís með..prófin eru búin! Og..skóli byrjaður aftur, ný fög, nýir kennarar. Tölfræði kennarinn minn heitir því svala nafni Járngerður (aka IronMaiden!) og því getur fagið ekki orðið leiðinlegt!
Dúndur sumarveður í dag..mikið um fíflagang og skvett úr klaufunum!
Skellti mér á skagann með dúndur Hvanneyraliði til að hlýða á Planc, Hermigervil, Dikta og Ampop (í þessari röð á svið).
Stigum út úr góstböstersbílnum hans Rabba og önduðum hressilega að okkur fiskibrælunni til að koma okkur í tónleikagírinn. Um tónleikana í heild er harla fátt að segja..það sem stendur upp úr án nokkurra vafninga er Dikta, punktur. Komu bara hreint og beint til dyra með sína tæru schnilld og maður þurfti ekkert að vefja utan af einhverjum tónakrúsídúllum til að heyra framúrskarandi tónsmíð..ónei. Tónbylgjurnar skullu á mér af ákafa að ég vissi ekki af mér fyrr en mér skolaði á land við söluborðið þar sem ég fann björgunarhringinn: Hunting for happiness..1500 kall fyrir jafn ómetanlegan lifesaver er nottla bara grátlegt.
Hermigervill er nottla bara prins glimmers og töff dillibossa takta. Sándpródjúsið var þó ekki alveg að standa sig í stykkinu (ef ég leyfi mér að vera með gagnrýni, sem byrjendahlustari) og lá við tannpínu þegar Ampop var að spila. Ágætis spilerí allt í allt..gef þeim 7-8 bræluloðnur af 10.

Framundan: mín er að fara norður um helgina ásamt fræknu liði Borgarfjarðarábúenda..ójá, við ætlum að nýta hverja einustu snjóörðu sem við getum fundið í Eyjafirðinum og víðar! No mercy..

Inflúensa vikunnar:
lag Dikta - Someone, somewhere og myndin Howl's moving castle!!

mánudagur, mars 13, 2006

Hef fengið mig fullsadda!

Hmm..asnalega til orða tekið þar sem ég er allt annað en södd. En ég tek svona til orða því að ég hef fengið nóg af rauð/hvítu vínglundri..síðustu blóðdropar krists/guðaveigar sem ég innbyrði voru á laugardaginn..og nú er ég alveg hætt á þessum nótum! Jebb..af fúsum og fullfrjálsum vilja segi ég skilið við kertaljóssins kósý kvöld svo þau endi ekki á mér krjúpandi klósettið við..að kúgast.
Mér var semsagt boðið í fíneríis mat á laugardagskveldi og vín og alles með. Gott mál. Gott kvöld. Dagurinn eftir var svosem ágætur..ég er ekki týpan sem er handónýt daginn eftir drykkju, stundum hausverkur en ekki þetta týpíska íslenska fárveiki. En á sunnudagskveldi fékk ég þetta heiftarlega þynnkukast..helltist yfir mig þessi dúndrandi hausakiller og flökurleiki upp á 10 ógeðsstig. Hljóp inná klósett og já..förum ekkert nánar út í þá sálma hér. Skrölti svo fram og settist, titrandi og ajaxgræn í framan, við tölvuskjáinn og gúglaði upp síður sem innihéldu víndrykkju, ógleði sólarhring eftir drykkju o.sv.fr. Veit ekki hvort að minn gjafmildi magi ákvað að deila matnum líka með heilabúinu, alla veganna hugsaði ég með mér að upp myndu koma síður með læknisfræðilegum ráðgjöfum...mjög kýrskýr hugsun og rökrétt! En..við mér blöstu endalaus vefrit hjá ófáum Íslendingum sem úthelltu á netið drykkjuförum og óförum sínum. Saug upp í nefið og gleypti hikandi íbúfen við hausskjálftanum og laumaðist upp í rúm. Lá kjur í tvo tíma og rembdist við að sannfæra mallakút um að íbúfen væri sauðameinlaust og algjör vitleysa að deila honum með hvítingjanum inná baði. Og viti menn..mér tókst að troða ofan í tómann kútinn!

Nú er bara spurning hvort ég geti talað fólk til..I will have to improve me skills!

þriðjudagur, mars 07, 2006

Kver er sinnar kæfu kliður:

Námsmaður á heima bakvið bækurnar alveg eins og
konan á heima bakvið eldavélina (kvótað í ónefndan ráðherra).

Nú er ég búin að sitja á skólabekk nánast samfleytt í sextán ár og enn er langt í land. Alltaf er maður að storka heilanum og viðhalda virkni eftirlifandi heilasellna, þ.e.a.s. þær sem hafa lifað af letilífið. En sú deild innan heilahvelsins sem ég dýrka hvað mest hefur haft sorglega lítið fyrir stafni að mínu mati: ímyndunaraflsdeildin mikla! Sköpunargleðin fær jú alltaf einhver smá verkefni en ekki líkt og áður. Skólablaðið var nú skemmtilegt verkefni en hönnunarhlutinn var nottla alfarið í höndum á umbrotsaðila og ég hljópst undan mikilli vinnu..þannig ég á oggupons hluta í blaðinu en ekki jafn mikið og ætla skildi. Sit bara eftir með samúðaróléttuþyngdina og hálfókunnugt blað sem mér þykir samt obboðslega vænt um!
Anywho..áfram með vælið: ég er hef ekkert teiknað eða málað í óralangan tíma og söguspuninn er alveg dottinn upp fyrir sig. Söguspuni spyrðu sjálfan þig, hvað er það? Jú, ég veit að ég er ekki ein um að spinna upp sögur um líf ókunnugs fólks sem situr á strætóstoppistöðinni, kaffihúsinu eða einhvers staðar annars staðar. Þetta er ósjálfráður hluti af borgarlífinu finnst mér og er einn af þáttunum sem ég sakna frá svifryks sittí. Hvanneyri er ekki það sama hvað þetta varðar..hérna situr maður á spjalli við allt góða fólkið og það er ekki jafn skemmtilegt að spinna sögur um líf fólks sem maður veit hvenær á afmæli eða jafnvel þó maður þekki bara nafn þeirra. Verður að vera komplít streindjer að mínu mati.
En nú verða sko breytingar á! HURRAAAAY!
Ég er að hugsa um að kötta á þetta leiðindakrap sem ég legg fyrir ykkur hérna hér og og spinna sögur um fólk sem ég finn á gúgel.komm....en ekki fyrr en ég hef lokið við hlutverk mitt sem námsmaður: læra fyrir próf! Þessu prófaleikriti lýkur á mánudaginn 13.mars!

Tjöldin dregin frá..
1.hluti af Lestur fyrir efnafræðina lífrænu er að hefjast...

laugardagur, mars 04, 2006

take walk on the wild side:

whaddyaknow, I'm friggin' famous! Check this out..hehe!

Fór í svifryksmenninguna á föstudaginn (aka Reykjavík) og dreifði Landvættum (skólablað LBHÍ) inná alla framhaldsskóla höfuðborgarsvæðisins sem og biðstofur, bókasöfn og fleiri samkomustaði! Ritnefndin er að standa sig með svo mikilli prýði að við ættum að fá prúðleikaverðlaun aldarinnar!!

Próf í grasafræði á mánudaginn og mín er að svitna og brainstorma yfir lífsferlum fléttna, plöntuhlutum dulfrævinga og berfrævinga...og á það ekki bara vel við að vera að mygla úr leiðindum?! Nei djók, þetta er áhugavert efni en þó í hófi!

Skellti mér á skauta með einni hressri stelpu áðan. Jep, flæðiengjar Hvanneyrasvæðisins koma sér vel í frosti! Rennislétt víðátta og engir hálfvitar sem þykjast vera betri á skautum og ekki þúsundir manna á svellinu sem lulla sama hringinn! Bara tvær stelpur af NUnnu brautinni að snúa sér í hringi í vetrarsólinni með þessa fallegu fjallagjörð sem bakgrunn! Splendid!!
Útivistaklúbburinn búinn að blása til skautamenningar hérna..ætli maður laumist ekki frá lærdómnum á morgunn og troði sér í skautana aftur!
Nú verður sko æft stíft fyrir vetrarólympíuleikana!!

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

A baby what?

Stundum geta súperhæfileikar verið þreytandi...til dæmis ofurþefskynið sem ég hef veldur því að á kvöldin ríf ég upp gluggann og kæli herbergið niður fyrir núllið til að losna við kæfandi rettufnykinn sem læðist inn til mín..þegar einhver kveikir sér í frammi á gangi rétt áður hann smeygir út til að smóka. Við veginn, ég er með lokað inn til mín og útidyrahurðin er mér fjarri. Og núna, bakvið þrjú stykki af hurðum er einhver að baka pönnukökur og anganinn leggur inn til mín.
Engin furða að ég sé síétandi með þetta matarloft hjá mér...ætla að grafa upp þvottaklemmu til að sofa með, áður en ég fer að ganga í svefni og éta.

Hvað veldur þessum ofurkröftum mínum? Ferskt sveitaloftið...nah.
AHA! Maríustakksteið! Töff..

Stóð mig með prýðileik á háskólakynningunni held ég bara, ásamt hressu og innilega almennilegu fólki LBHÍ. Framhaldsskólanemendamarkaðurinn er harður bransi og samkeppnin er gífurleg. Sem ég skil ekki því það er offramboð á þessum námshestum....var því ekki alveg að taka vel í frekjuna og viðskiptatrikkin hjá ónefndum HRáskóla sem ryksugaði inngang Borgarleikhússins í tíma og ótíma! Var tilbúin í hart og ætlaði svoleiðis að grýta jakkalufsurnar með fallegu tómötunum okkar (eða góðum súkkulaðirúsínum) en þau héldu sig þokkalega á mottunni, sem betur fer þeirra vegna. Vildi ekki sóa góðum veigum!
Er meira en þokkalega sátt með okkar kynningu, held að við höfum náð til þessarra rúmlega 100 framúrskarandi góðu nemenda sem gætu gert íslenskri náttúru og umhverfi þess góð skil. Hinar innantómu umbúðir og búðingar skiptast niður á hina skólana...nei púra djók! Þetta er allt efnilegir stjórnendur þjóðar og ríkis og lands og sem betur fer hefur hver sitt áhugamál og námsferil/starfsferil/æviferil!! Long live Icelandic youth!!

Er að hugsa um að fara að sofa þessa gagnrýni úr mér...dreymdi saur síðustu nótt,
á það ekki að þýða peninga?
Eða þýðir hann bara það sem hann representar...

föstudagur, febrúar 24, 2006

The big university day!!

Já og jamm..á morgun, laugardaginn 25.feb kl.11-17 er mikið um að vera í Borgarleikhúsinu. Ef þú hefur ekki hugmynd um hvað í fjáranum þú átt af þér að gera í lífinu..hvað á að verða, hvað á að læra, í hvað get ég sólundað peningum og námslánum...á ég að fara erlendis oooosso framvegis! Þá áttu að kíkja í Borgarleikhúsið..allir háskólarnir verða þar að kynna sig og sitt..nema plebbarnir í HÍ sem eru með SÉR dag fyrir sig á sínu svæði..hrmpf!

Anyways..þú átt líka að koma til að heilsa upp á mig því ég verð þarna allann tímann með fríðu föruneyti við LBHÍ básinn að kynna NUnnu námið mitt (Náttúru og Umhverfisfræðibrautina)! Og ekki er amalegt kynningarefni..snilldarárshátíðarmyndband og fleira frá skólanum að ógleymdu bestasta blaði í heimi: LANDVÆTTIR!!! Ef þú kveikir ekki á þessu glæsilega nafni, þá er þetta my baby, mitt frumburðablað...hið glimrandi skólablað LBHÍ! Og mesta snilldin við það er að eftir no time þá verður það komið inn á veraldarvefinn svo sem flestir geti það augum litið (upplagið er líka bara 5000 eintök) enda bara tær snilld á ferðinni og strax orðið klassíkkk!

Comið og heilsið upp á okkur!!!

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Sært egó:

vvaaaaaa *snökt snökt* bvaaaaaaaaaaaaaaa! My bloody ankle!!!

..búin að safna utan á mig alltof miklum vetrarforða og ætlaði sko að skoppa hann af mér í körfubolta í dag og komast í slim vorbúninginn minn. Mætti galvösk í dripplið, strákarnir búnir að hita vel upp, og tók svo helvíti vel á því að eftir nokkrar mínútur tók ökklinn bendover svo all svakalega að ég skallaði gólfið! Og djö**** er þetta vont! Fékk nottla skyndihjálparaðstoð frá herramönnunum: íspoka, teygjubindi og skutl heim að dyrum! Eeen..þessar nemendablokkir eru ekki hannaðar fyrir hjólastólafólk..hvað þá grenjandi aumingja sem skríða um á fjórum útlimum! Hökti upp stigann að íbúðinni, hrasaði yfir þröskuldinn sem er á hæð við kattarkvikindi og var næstum því búin að hjálsbrjóta mig þegar ég klifraði upp í lyfjaskápinn að leita að bólgueyðandi kremi einhverju! Á meðan hamra litlu blóðkallarnir á taugarnar og vöðva í ökklanum á mér eins og þeir fái Bakkavör group laun fyrir! Og í þokkabót er mér að vaxa nýr útlimur á enninu..mín er að breytast í karlmann!! Could this get any worse?!?

AAARRRRRG!
I DON'T HAVE FU***** TIME FOR THIS!!
á eftir að elda mér eitthvað, get ekki hugsað fyrir verkjum (= engin lærdómur) og er að vorkenna mér í botn!
Ætla að skella dvd á fóninn og liggja í kuðli fyrir framan skjáinn
með eina rúsínu, sem ég fann á gólfinu, fyrir kvöldmat..

laugardagur, febrúar 18, 2006

Bo'úl o' vo'a plís..tjirs meit!
(aka flaska af vatni)

Jú..Skotar eru með glimrandi skemmtilegan framburð og smá skilningsörðugleikar létu á sér kræla í henni Glasgow! Er komin heim eftir eftirminnilega viku með KampKnox bandinu og ja..við skulum bara segja að það sé eitt óheppnasta band í heimi! En þetta eru bestustu náungar og ég vona að þeim gangi allt í haginn!

Held ég hafi smakkað allt annað en skoskan mat þarna úti..Haggis heillar mig ekki! Verðið á gylltum og freyðandi vökva er sláandi lítið og setur hvern Íslending í útsöluham! Viskísopi og rússneskur bjór..
Held að ég megi bara þakka fyrir að vera á lífi eftir þessa viku..umferðin gengur öfugt og mín ætti að vera keyrð niður á þessari stundu (misreiknaði oft umferðina..)! Síðan var Celtic-Rangers leikur á sunnudaginn í breskum brútal rúbbí/fótbolta. Enginn á ferli þann daginn..allir inni á mígmörgum börum Glasgow og spennan í loftinu gígantísk. Slagsmálin sem í kjölfarið fylgja eru víst heimsfræg..en alveg fóru þau fram hjá okkur. Traffíkin leyndi sér hins vegar ekki því líkurnar á að fá leigubíl innan við klukkutíma frá pöntun voru jafn miklar og lifandi danskur skopteiknari í Austurlöndum..
Kaup vikunnar: Belle & Sebastian CD, Kasabian CD, Seven DVD og
Lock, Stock & Two Smoking Barrels DVD fyrir 2700 kr!

föstudagur, febrúar 10, 2006

The highlander!

Well...I'm off then! Er farin í viku til land viskítauma og pilsaþyts! Scotland watch out!

You other guys..have a nice WEEK, 'cause I'm definetly gonna!!