þriðjudagur, september 07, 2004

I surrender..

Jamm, ég er aumingi..ég er búin að gefast upp á skólanum nú þegar! Er búin að skrá mig úr námskeiðunum sem ég er í og er að athuga með fjarnám frá Háskólanum á Akureyri..ætla að drífa mig út til Ítalíu eftir jól líklegast! En núna er það bara vinnumarkaðurinn..
Vona að allir hafi fundið sig í nýja skólanum, eignast nýja vini og hafi það gaman!

Annars er ekkert áhugavert nýtt..kíkti inn í Kvennó um daginn, and boy, it felt like coming home! Langaði að stinga mér inn í tíma hjá einhverjum og læra af áhuga eins og ég gat í denn tid! En ég er að vona að þetta eirðarleysi sem er í mér fari eftir smá frí frá skóla..

Hóst hóst..er með smá hálsbólgu eftir Papaball í flugskýli Íslandsflugs á laugardaginn var. Meðalaldurinn var svona þrjátíu ár..sem segir kannski mikið um fylleríisástandið! Merkilegt hvað 'eldra' fólk verður leiðinlegt þegar það er í glasi!

Tja, meira var það ekki..væri gaman að heyra frá ykkur, hvernig þið eruð að fíla ykkur á nýja staðnum, eða eitthvað! :)

Engin ummæli: