laugardagur, september 18, 2004

HaH! Ég vil svona á Íslandi:

Var að skoða sunnudagsmoggann rétt áðan og rak augun í skemmtilega forsíðufrétt: „vinsæl höfnunarþjónusta". Þá er semsagt eitthver símaþjónusta í Rússlandi sem kemur að góðum notum fyrir t.d. konur sem vilja losna við ágenga karlmenn! Þá láta þær karlana fá ákveðið símanúmer til að ná í þær..en þeir fá svona svar: Halló. Þetta er höfnunarþjónusta Moskvu. Manneskjan sem lét þig hafa þetta símanúmer vill ekki tala við þig. Bless!
Svona eru Rússar sniðugir!

Var að vesenast í dag í Front Page og á ftp server...man, það er ein flækja! Þarf að fara að ná mér í einn idiot proofed manual...

Var að enda við að horfa á Shrek 2 með familíunni..það sem mér finnst best við að horfa á mynd aftur, og með familíunni er að heyra þau hlæja að skemmtilegu atriði. Gerir myndina einhvern veginn betri að heyra þau hlæja dátt að myndinni...


Engin ummæli: