Haustrok og bleikur þvottur blaktir:
Hmm, ég er ekki jafn dugleg að skrifa eins og ég hef verið. Gengur alltaf betur að skrifa þegar vorið er að sprengja brjóstkassann eða þegar sumarfiðrildi eru í maganum. Haustið gerir mig bara angurværa og þá fer maður að gera fullt af öðru en að skrifa eitthvað sniðugt!
Engin vinna enn, þannig ég er bara heima, gera eitthvað með björgunarsveitinni eða í bænum að æfa/hitta gamlar vinkonur! Eitthvað er herbergið að pirra mig, þannig ég er svona að reyna að skipuleggja það og hreinsa frá toppi til táar..eitthvað sem maður á að gera á vorin, er það ekki?
Ekkert framundan nema að horfa á gemsan og bíða eftir að atvinnan hringi í mig, hugsa um hvað mig langar í á afmælinu og hvað ég ætla að gera á afmælinu! Svo ætla ég að setja meiri orku í að heimsækja í ræktina...vúíí!
Er eiginlega búin að vera dúlegri að halda uppi annarri síðu: bjorgunarsveit.com en það er nýja síðan hjá litlu dúllu björgunarsveitinni sem ég er í. Við erum búin að vera hörkudugleg þessar síðustu vikur, og í kvöld er ganga um Hellisheiðina og næsta kvöld er það sveitarfundur. Og ég man ekki hvort ég var búin að skrifa eitthvað um það en við stóðum okkur líka vel á flugslysaæfingunni á Reykjavíkurflugvelli síðustu helgi...!
Interesting don't you think? En svona fyrir stelpurnar: fullt af myndarlegum mönnum í slökkviliðinu og sjúkraflutningum..svo ekki sé talað um í björgunarsveitunum líka! Löggugæjarnir eru svo 'yesterday' með sitt attitude og dónaskap! Ekkert flott við þá!
Vá, nú fannst mér ég vera svona gella úr 'Clueless' eða 'Legally Blonde'!
Eftir að hafa lesið hjá Gumma að Taxi 3 væri eitthvað fyrir augað, þá gat ég ekki beðið eftir að fá hana í hendurnar...þannig þegar það gerðist þá var ég ekki lengi að skella henni í spilarann!
Og viti menn...flott byrjunaratriði og fyndin tenging í Bond! En gjörsamlega ekki í samhengi við restina af myndinni, sem mér fannst ekki vera jafn spennandi og hinar fyrri..en samt ekki slæm mynd! Sami aulahúmorinn og tækjahugmyndirnar í kringum hvíta leigubílinn!
Og nú eru aðeins 3 mánuðir þar til ég flý landið!
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli