Well kids..
..ég er ítalíusjúk! Bara svona ef þið hafið ekki tekið eftir því..minna ykkur á það!
Hélt að ég myndi hoppa hæð mína upp úr lúna tölvustólnum þegar ég fór inn á msn og sá að ítalíuvinurinn minn var búinn að bæta mér inn á contact listann hjá sér! Þannig nú verður ekkert annað gert en verið á msn og beðið eftir að hann sé þar líka! ..eða kannski maður skrifi bara email?!
Anyway, ég hef lítið gert merkilegt af mér..ekkert frekar en fyrri daginn.
Ah, reyndar er ég búin að vera dúleg að hrista á mér spikið í Baðhúsinu! Klapp fyrir mér!!
Síðan tróð ég mér með í hálfgerðan saumaklúbbs meeting á Súfistanum um daginn. Þar hittust gamlar Kjalarnes skvísur; líffræðingalingur, hússtjórnunarlingur, mamma að læra hárgreiðslu, ein verðandi mamma sem er hárgreiðsludama, Kvenskælingur og svo ég..villuráfandi ítalíu aðdáandi! En það var mjög gaman að sjá gellurnar eftir svona langan tíma, og heyra hvað var að gerast hjá þeim.
Í dag var ég svo á æfingu með björgunarsveitinni..áttum að leita að kajakræðara. Og vegna þess hversu fá við vorum, urðum við að labba soldinn spöl í grýttri fjörunni. Ég var orðinn kófsveitt eftir klukkutíma. Og auðvitað náði ég mér í góða rispu á sköflunginn í þessu bramli! Þó ekki sköflungsbrot eins og kajakræðarinn okkar ''raunverulegi''!
Nýjasta í DVD tækinu hjá mér: Fahrenheit 9/11, Mean girls og Van Helsing. Allar stóðust þær væntingar..Fahrenheit var sjokkerandi, Mean girsl mjög svo bandarísk og fyrirsjáanleg en þó með góða punkta og Van Helsing var ekki svo slæm. Hver Van Helsing átti svo að vera kom mér samt á óvart og setti myndina á hærri stall en ella. Varð eiginlega bara mjög góð mynd fyrir vikið .. með tæknibrellukrúsídúllum.
Hvað get ég meira sagt ykkur?
Hah...alltaf fjör heima hjá mér! Núna eru tvö af systkinum mínum staðsett inni á baðherbergi ásamt foreldrum mínum..og það er verið að tala um vindgang hjá þeim yngsta..sem er vægast sagt 'silent but deadly' þessa dagana. Gelgjan hún systir mín veinar bara 'oj' á meðan rauðhærði skaðvaldurinn stendur varla í lappirnar því hann hlær svo mikið. Og það heyrist ekkert í mömmu og pabba en ég sé alveg fyrir mér svipina á þeim!
Hmm..interesting, I know!
Ég á ammæli eftir mánuð núna..samt eiginlega á morgunn.
Kannski maður geti tjaslað saman einhverjum óskalista fyrst maður er atvinnulúser!
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli