fimmtudagur, september 30, 2004

Litlu titrandi laufin..

Var að draslast í gegnum gömul bréf frá vinum..svona frímerktir ferhyrningar sem koma í pósti og innihalda eitthvað annað en reikninga og auglýsingar, you know! Heh, en alla veganna þá var þar einn brandarasmellur sem ég bara get ekki annað en sett hér á skjáinn:

Mor siger: Øl er din værste fjende!
Gud siger: Du skal elske din fjende...
...Skål!!
Tja, einhver afrek í dag...labbaði frá Ártúnshöfða og á Súfistann á Laugarveginum, tekur ekki nema klukkutíma..rúmlega.
Svo er að sjá hvort það gerist eitthvað á vinnukvöldi í kvöld hjá björgunarsveitinni dúllulegu! Einhverjir úr sveitinni fóru í gær í göngutúr um Hellisheiðina..ég beilaði! Sat heima og horfði á ER og America's next top model á meðan rokið barði á gluggann! En svo var víst bara fínt veður á heiðinni og þau voru á ganginu frá tíu um kvöldið alveg fram yfir miðnætti í tungsljósi!
Helgin framundan..allir búnir að plana eitthvað afslappandi eða fjörugt að gera!! Vei!!

Engin ummæli: