þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Skóladagur númer tvö..bööö!

Oh my...ég hélt ekki að skóli gæti verið svona daufur og súr á fyrstu dögunum! Spurði pabba í morgun hvort maður gæti fengið menningarsjokk að koma heim.. . Pabbi hló að mér (ég er svo fyndin alltaf á morgnana..) en sagði svo að það gæti vel verið. Og ég er ekkert að grínast með þetta, við erum að tala um að koma úr sól og þægilegu lífi og svo er manni dúndrað í rok, kulda og rigningu + skóla á fullu! Aðeins of mikið myndi ég segja..en ég ætla að sjá hvort ég geti ekki þraukað skólann í tvær vikur..annars verð ég að taka break..án djóks.
Ég veit að það er ótrúlega ábyrgðarlaust og silly..en ég bara get ekki einbeitt mér að náminu því hugurinn er annars staðar og þegar ég kem heim þá er ég sinnulaus og horfi á mínútulangan video bút, sem ég tók upp úti á Ítalíu núna, aftur og aftur!
Geðveik? kannski.. Eitthvað annað? hugsanlega..
Tók semsagt 200 myndir á nýju fínu myndavélina mína og er búin að skoða þær í ræmur líka..held að ég geti ekki sett þær á netið þar sem þær taka gígantískt pláss en ætla að setja eina hérna af hópnum...

Held að ég fari upp í rúm að grenja smá..svo þarf maður víst að fara að rembast við námsdoðrantana..engar bækur í Háskóla Íslands sussu nei!
Einn ljós punktur..EINN..þekki nokkra sem eru með mér í stærðfræði! VEI!

Æ greyin mín, endilega komið með einhver komment á þessa svörtu..klessu..sem ég var að setja í vefritið mitt núna..! :þ

Engin ummæli: