sunnudagur, ágúst 29, 2004

Ho arrivato in Islanda..

Jæja..þá er maður kominn heim á klakann! Eins og venjulega þegar maður hefur kynnst fólki úti, þá var erfitt að fara..en samt gott að koma heim! Með hjarta fullt af minningum og myndavél líka, hausinn ennþá á sofi-línunni, brúnkan að fjara út og augun ná varla að fókusera..svona lít ég út í dag á þessum sunnudags''morgni''! Búin að vera á ferðinni í 26 klst. og hef í 10 daga vistinni aðeins sofið hámark 6 tíma..dadara!
Gaman að kynnast Suður-Ítalíu og lífi fólksins þar..yndislega fallegt þarna og fullt af Fabio-um! Frábærir krakkar sem ég var líka að ferðast með..þar af tveir strákar úr Kvennó og tvær sem eru að vinna með tveimur vinkonum mínum! Litla Ísland..
Pfft...veit ekki hvað ég get bullað meira, er gjörsamlega út úr kortinu! Finnst eins og ég sé bara að fara að hanga fyrir utan húsið í hitanum, fara niðrá strönd, glápa á þröngar sundskýlur, svolgra vatn og aðra drykki og svo skemmta mér um kvöldið!
Hmm..hljómar nú ekki mjög menningarlega hjá mér..en þetta er það sem við gerðum á næstum því hverjum degi, svo bættist inn í fullt af ferðum og öðrum verkum inn á milli.

Tja..ég er að hugsa um að fara að stilla mig inn á vakna-línuna og fara að taka upp úr töskum!
Hafið það gott núna..í september! Arrg..


Engin ummæli: