mánudagur, ágúst 02, 2004

Helgin tileinkuð verzlunarfólki:

Þar sem bróðir minn og móðir voru enn á Spáni og restin af fjölskyldunni fór á unglingalandsmótið Sauðárkróki, var ég ein eftir heima. Þvottavélin var í notkun non stop alla þessa helgi..og sjónvarpið og tölvan fengu lítinn frið!
Þó var ég að heiman mest allann föstudaginn og laugardaginn. Vinkona mín var komin úr hringferð með ítölskum vini sínum þannig ég fór til hennar í heimsókn. Ítalinn eldaði dýrindis mat fyrir okkur og fjölskyldu hennar, spjallað var um allt milli himins og jarðar, skoðaðar voru myndir úr ferðinni og hlustað á tónlist. Bíllinn hennar og bíllinn minn voru hreinsaðir í bak og fyrir og ekki létum við smá rigningu á okkur fá!
Þetta var á föstudaginn.. Á laugardaginn var skellt sér í Bláa lónið um þrjú-fjögur leytið og sleikt sólina og makað sig með kísil. Nóg var af fólki hvaðanæva að .. Þýskalandi, Ameríku, Japan og Ítalíu meðal annars. Aftur eldaði Francesco góðan pastarétt eins og ítölum er lagið! Eftir að hafa skóflað matnum upp í mig brunaði ég af stað í Álfabakka. Ég og Gummi Drekafluga vorum búin að ákveða að kíkja á King Arthur..sem reyndist hin bezta skemtun! Alveg hægt að finna að myndinni..en engu að síður kröftug mynd og gefur manni nýja hlið á goðsögninni..upprunann. Mæli hiklaust með henni, þó ekki fyrir þau sem vilja hafa hasar allan tímann!
Eitt vakti athygli mína strax; sá sem leikur Tristan. Fyrir utan það hvað hann var óendanlega flottur þá minnti óhugnalega mikið á Aragorn..enda þegar ég fletti upp leikaranum kom í ljós að hann er danskur! Eitthvað sem þeir leikarar eiga sameiginlegt! Hef séð hann í einni mynd...Blinkende lygter. Hér er mynd af Tristan:


Meira merkilegt gerði ég ekki um helgina..nema eyða pening!
Fór í Nonnabúð á fimmtudaginn og fjárfesti í Dead peysu..

Ég veit maður á ekki að segja þetta en: haustið er nálgast!! Skólinn fer að byrja..!

Engin ummæli: