Múahahah!!
Ef einhver hefur verið að fylgjast með fréttum síðasta sólarhringinn (eða bara verið úti!) þá hefur hann kannski tekið eftir því hversu gott veðrið er...en ekki neins staðar jafn gott og í Árnesi, Þjórsárdal!! ÞAR SEM ÉG ER! Við erum að tala um 28°C í gær og núna er hitinn kominn upp í 20°C.
Okei..byrjum á byrjun: þriðjudaginn 3.ágúst lagði ég af stað í GPS mælingaferð ásamt ca. tuttugu manns frá mörgum stofnunum og sveitafélögum. Ísnet 2004 heitir þetta og er verið að mæla grunnpunktakerfi landsins fyrir kort og svoleiðis...síðast gert 1993. Núna í ár sjá Íslendingar í fyrsta sinn alfarið um skipulag og framkvæmd og hefur hingað til bara gengið ágætlega..smá vesen en ekkert alvarlegt! Þannig vinna mín þessa dagana fram að laugardeginum 14.ágúst er svona: annan hvern dag vakna um 9-10 leytið og keyra að punkti og taka niður tæki (sem var stillt upp í gær) og setja það svo upp aftur! Næsta dag er vaknað um 6-7 og keyrt í punkt og tekið tæki niður og keyrt svo í næsta landshluta þar sem okkar bíða nýir punktar! Mikil skriffinska fylgir þessu, þarf að skrifa niður serial númer loftnets, hvenær byrjað er að mæla, hnitin á punktinum og svo framvegis! Svo þarf að taka myndir og mæla lengd á þessu og hinu..upp á millimeter! Ég er semsagt aðstoðarmaður mælingamanns..og í dag erum við að fara að taka niður tæki og stilla upp aftur. Á morgunn þegar við höfum tekið tæki niður er svo brunað á Reykhóla og sett upp tæki á tveimur punktum. Síðan þurfum við að hringja í stjórnstöð Landmælinga Íslands eftir að mæling er hafin (og líka þegar mælingu er lokið) og tilkynna okkur..!
Já..eftir hverja mælingu er gögnum hlaðið á tölvu og á USB lykil..og eftir hvern landshluta (semsagt þegar búið er að mæla tvisvar í hverjum punkti) er farið með USB lykil á móttökustað þar sem einhver tekur á móti gögnum.
Jei..var þetta ekki skemmtileg lesning?! Upp með hönd þeir sem náðu þessu!!
En framundan hjá mér núna: sóla mig á Íslandi í hitabylgjunni (vaknaði klukkan hálfsjö í morgun og fór út í sólbað með svefnpokann minn!), út að borða með afmælisbarninu henni Emmu systur, athuga með stundaskrá og bækur hjá Nemendaskrá HÍ, ganga frá dóti eftir GPS mælingaferð, pakka niður fyrir Ítalíu...
Já, ég er að fara til Ítalíu! Suður-Ítalíu í þetta skiptið..með World Wide Friends samtökunum. Kostar 27.000 fyrir flug, allar ferðir, gistingu, fæði og tryggingar í 10 daga. Fer 17.ágúst ásamt 15 öðrum Íslendingum á aldrinum 18-25 og við eigum að kynnast menningu fólksins þarna..þetta eru ekki vinnubúðir! En ég veit nottla ekki hvernig þetta verður, bara búið að segja mér að þetta sé ekki eins og vinnuferðirnar hjá þeim, þetta er styrkt af Evrópusambandinu (ESB), þetta er 1000 manna fjallaþorp í Calabríu og að við förum m.a. í ferð til Sikileyja....mafía!!
Tja..er þetta ekki komið nóg í bili?!
Svo eftir það er það bara beint í jarðfræðina!! Er búin að vera að rembast við að rifja upp jarðfræðina með því að fara yfir glósur úr Kvennó..gengur ekkert rosalega vel!
Eitt skondið: stofan sem ég er í núna heitir Kvennó!! Setustofan hjá Landsvirkjun, Hrauneyjafossstöð - mötuneyti heitir það sama og góði framhaldsskólinn minn..og eflaust nokkurra lesenda!!
Hafið það sólargott það sem eftir er að sumarfríinu..og gerið það gott í vetur!!
Heyrumst kannski fyrir Italy..annars bara eftir það!
Þarf að finna Godfather lagið...
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli