fimmtudagur, september 30, 2004

Litlu titrandi laufin..

Var að draslast í gegnum gömul bréf frá vinum..svona frímerktir ferhyrningar sem koma í pósti og innihalda eitthvað annað en reikninga og auglýsingar, you know! Heh, en alla veganna þá var þar einn brandarasmellur sem ég bara get ekki annað en sett hér á skjáinn:

Mor siger: Øl er din værste fjende!
Gud siger: Du skal elske din fjende...
...Skål!!
Tja, einhver afrek í dag...labbaði frá Ártúnshöfða og á Súfistann á Laugarveginum, tekur ekki nema klukkutíma..rúmlega.
Svo er að sjá hvort það gerist eitthvað á vinnukvöldi í kvöld hjá björgunarsveitinni dúllulegu! Einhverjir úr sveitinni fóru í gær í göngutúr um Hellisheiðina..ég beilaði! Sat heima og horfði á ER og America's next top model á meðan rokið barði á gluggann! En svo var víst bara fínt veður á heiðinni og þau voru á ganginu frá tíu um kvöldið alveg fram yfir miðnætti í tungsljósi!
Helgin framundan..allir búnir að plana eitthvað afslappandi eða fjörugt að gera!! Vei!!

miðvikudagur, september 29, 2004

Haustrok og bleikur þvottur blaktir:

Hmm, ég er ekki jafn dugleg að skrifa eins og ég hef verið. Gengur alltaf betur að skrifa þegar vorið er að sprengja brjóstkassann eða þegar sumarfiðrildi eru í maganum. Haustið gerir mig bara angurværa og þá fer maður að gera fullt af öðru en að skrifa eitthvað sniðugt!
Engin vinna enn, þannig ég er bara heima, gera eitthvað með björgunarsveitinni eða í bænum að æfa/hitta gamlar vinkonur! Eitthvað er herbergið að pirra mig, þannig ég er svona að reyna að skipuleggja það og hreinsa frá toppi til táar..eitthvað sem maður á að gera á vorin, er það ekki?

Ekkert framundan nema að horfa á gemsan og bíða eftir að atvinnan hringi í mig, hugsa um hvað mig langar í á afmælinu og hvað ég ætla að gera á afmælinu! Svo ætla ég að setja meiri orku í að heimsækja í ræktina...vúíí!
Er eiginlega búin að vera dúlegri að halda uppi annarri síðu: bjorgunarsveit.com en það er nýja síðan hjá litlu dúllu björgunarsveitinni sem ég er í. Við erum búin að vera hörkudugleg þessar síðustu vikur, og í kvöld er ganga um Hellisheiðina og næsta kvöld er það sveitarfundur. Og ég man ekki hvort ég var búin að skrifa eitthvað um það en við stóðum okkur líka vel á flugslysaæfingunni á Reykjavíkurflugvelli síðustu helgi...!
Interesting don't you think? En svona fyrir stelpurnar: fullt af myndarlegum mönnum í slökkviliðinu og sjúkraflutningum..svo ekki sé talað um í björgunarsveitunum líka! Löggugæjarnir eru svo 'yesterday' með sitt attitude og dónaskap! Ekkert flott við þá!
Vá, nú fannst mér ég vera svona gella úr 'Clueless' eða 'Legally Blonde'!

Eftir að hafa lesið hjá Gumma að Taxi 3 væri eitthvað fyrir augað, þá gat ég ekki beðið eftir að fá hana í hendurnar...þannig þegar það gerðist þá var ég ekki lengi að skella henni í spilarann!
Og viti menn...flott byrjunaratriði og fyndin tenging í Bond! En gjörsamlega ekki í samhengi við restina af myndinni, sem mér fannst ekki vera jafn spennandi og hinar fyrri..en samt ekki slæm mynd! Sami aulahúmorinn og tækjahugmyndirnar í kringum hvíta leigubílinn!

Og nú eru aðeins 3 mánuðir þar til ég flý landið!

föstudagur, september 24, 2004

Vika síðan síðast...slæmt!

Næstum vika síðan maður skrifaði eitthvað hérna..það veitir ekki á gott!
Maður er búin að vera á fullu í tengslum við flugslysaæfingu Reykjavíkurflugvallar, sem er núna á morgun: laugardaginn 25.september...og það verður sko alvöru stórslysaæfing!
Svo er ég líka búin að vera að koma síðu björgunarsveitarinnar í gang á bjorgunarsveit.com.

Nýjasta nýtt fyrir þau sem fylgjast með survival þáttnum María atvinnulausi letingi: Topshop vinnan hringdi aldrei, María fer aldrei að vinna á Skalla og María heldur ennþá í vonina með Reyðarfjarðarvinnuna...annars á hún eftir að fjölfalda CV og labba í Kringluna...!

Eitthvað annað nýtt: ...neibb! Bara flugslysaæfing! Reyndi að tala eitthvað við liðið sem er að vinna í Skógarhlíðinni fyrir Landsbjörgu..en það var svo heilaþvegið af æfingunni að það gat ekki stillt sig inná að tala um neitt annað! Þannig eina sem ég fékk úr þeirri ferð var límmiða..til að merkja hjálma fyrir æfinguna!! Hinu náðu þeir ekki hvað ég var að tala um..

Björk, mín gamla bekkjarsystir, átti litla telpu þann 14.september! Ég hef ekki gerst svo fræg að sjá skvísuna en ég er búin að fá lýsingu á henni frá toppi til táar..
Og það eru fleiri sem áttu barn í september: það vita þeir sem sáu framan á DV í gær, eða horfðu á Fólk með Sirrý á miðvikudaginn held ég..ung kona sem fattaði að hún var ófrísk, 15 mín. áður en hún fæddi!!

Allt er til...

laugardagur, september 18, 2004

HaH! Ég vil svona á Íslandi:

Var að skoða sunnudagsmoggann rétt áðan og rak augun í skemmtilega forsíðufrétt: „vinsæl höfnunarþjónusta". Þá er semsagt eitthver símaþjónusta í Rússlandi sem kemur að góðum notum fyrir t.d. konur sem vilja losna við ágenga karlmenn! Þá láta þær karlana fá ákveðið símanúmer til að ná í þær..en þeir fá svona svar: Halló. Þetta er höfnunarþjónusta Moskvu. Manneskjan sem lét þig hafa þetta símanúmer vill ekki tala við þig. Bless!
Svona eru Rússar sniðugir!

Var að vesenast í dag í Front Page og á ftp server...man, það er ein flækja! Þarf að fara að ná mér í einn idiot proofed manual...

Var að enda við að horfa á Shrek 2 með familíunni..það sem mér finnst best við að horfa á mynd aftur, og með familíunni er að heyra þau hlæja að skemmtilegu atriði. Gerir myndina einhvern veginn betri að heyra þau hlæja dátt að myndinni...


fimmtudagur, september 16, 2004

Lognið að flýta sér á Kjalarnesinu..

Fyrir utan það að hafa farið seint að sofa í gærkvöldi þá var lítið sofið yfir nóttina vegna veðurs! Maður óvanur svona haustlátum eftir blítt sumar og því kom manni ekki dúr á auga mest alla nóttina. Horfði á halogen ljósalengjuna í loftinu sveiflast um og hlustaði á ömmuklukkuna í gluggakistunni klingja endalaust..þar til ég drattaðist niður stigann og hrifsaði hana úr glugganum, úrill og pirruð, klukkan hálfsex um morguninn. Þá hélt ég að ég gæti loks sofnað..en þá fékk ég sms! Ég hálfgrenjaði og hló þegar ég sá að það var óveðursútkall hjá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Ég staulaðist enn og aftur fram og fór inn í hús..og þá voru allir komnir á fætur! Sama sagan hjá þeim, enginn gat sofið. Mamma var komin í ullarnærfötin og eina hlífðarbuxnaskálm. Æ já, það var gult útkall. Best að drífa sig!
Enginn morgunmatur, stokkið út og drifið sig upp í hús. Við vorum sex til að byrja með en svo fjölgaði eftir því sem tímanum leið. Vorum of sein að bjarga húsvegg í nýbyggingu..hann var fokinn niður. En það var nóg eftir; skorða af skjólvegg, tína saman ruslatunnur í skjól, bátaskrifli fært til, hreinsað gler úr brotinni rúðu í skólanum og setja plast í rammann, safna saman kofabrotum og fylgjast með kerrum og bátum ekki var hægt að hreyfa án þess að það fyki lengra. Svo komu smiðshendur nokkurra liðsmanna sveitarinnar að góðum notum við að festa bárujárnsplötur sem voru að skrælast af gömlu fjósþaki.
Semsagt..klukkan tæplega tólf var vindinn farinn að lægja og allt fokið sem gat fokið og ekkert hægt að gera meira. Eignatjón í hverfinu er þó nokkuð...brotnar rúður og dældaði bílar. Vindhraði að jafnaði fór þó ekki yfir 30 m/s, en í hviðum náði hann samt tæplega 60 m/s.
Eftir þetta hef ég ekkert gert mikið í dag. Vesenast í málum fyrir björgunarsveitina vegna fundar sem er í kvöld.
Svo er nóg um að vera um helgina! En það kemur síðar færsla um það!

En þar til...allir að passa sig á logn express!!

miðvikudagur, september 15, 2004

Ove Sprogøe látinn

Hvaða Íslendingur hefur ekki séð mynd um Olsen bandið?
Einn af nokkrum klassikerum frá Norðurlöndunum..
Nú er einn af heldri leikurum Dana fallinn frá...R.I.P.

þriðjudagur, september 14, 2004

Hópviðtal...?!

Ja hérna..ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég var boðuð í hópviðtal hjá fataverslun. Hópviðtal? Sá fyrir mér:
'' - Hæ, ég heiti María.
- Halló María!
- Og ég er atvinnulaus..
- awww! ''
En þetta var nú ekki alveg svona..við áttum að tússa á blað nafnið okkar og stilla því upp eins og þríhyrningurinn sem þjónustfulltrúar í bönkum eru með t.d. Úr því komu alls kyns útgáfur af þríhyrningum, sem lífleiknikennurum og atferlissálfræðingum hefði klæjað í fingurna að fá að greina og spekúlera í! Svo var gengið á línuna að segja frá nafni, hvað gera, hvar unnið. Svo áttum við að segja frá draumajobbi og horrorjobbi..og svo áttum við að krota á blað hvað okkur fannst vera góð þjónusta og vond þjónusta...og það kom eiginlega allt það sama!
Og svo fengum við að vita að þessi keðja væri að selja lífstíl og ímynd...nú? ég hélt að þetta væru föt?! Það er aldeilis táknið á bak við þessar pjötlur!
En nú þarf ég bara að bíða og gá hvort ég fái hringingu frá þeim..annars er það Skalli! Jay!

mánudagur, september 13, 2004

Hrím..frost..funi..

Brr..þegar ég leit út um gluggann í morgun þá var greinilega komið haust! Allt stillt og heiðskýrt..og maður fann fyrir kuldanum. Svo þurfti að skafa rúðurnar á bílnum..
Fór með mömmu niðrí bæ að kaupa Landsbjargar galla. En þar sem dömuúlpurnar eru ekki komnar, þá ákváðum við að kaupa bara buxurnar....og peysu með nafninu á!
Skrýtið hvað búðir opna alltaf seint á Íslandi..klukkan 10 eða 11!

Og þetta blessaða Lækjatorg...hversu ljótt getur almenningstorg verið?! Er að hugsa um að senda áhyggjubréf til Miðbæjarmanna eða Borgarskipulags..eða hvert sendir maður?
Ég sé fyrir mér...hvað heitir það aftur...LITI! Og gosbrunn og bekki..fá smá kósý stemningu í þetta! Þetta er svo sorglega dull staður að ég fæ tár í augun við að labba þarna yfir! Komin smá úti-kaffihúsa fílingur þarna hjá strætóstöðinni, en það vantar liti og dúfur..sem eru víst í útrýmingahættu á Íslandi! Hah!

Kannski ég byrji bara smátt..best að fara út í herbergi og taka aðeins til þar! Henda einhverju og endurraða dóti! Jay!!

sunnudagur, september 12, 2004

Well kids..

..ég er ítalíusjúk! Bara svona ef þið hafið ekki tekið eftir því..minna ykkur á það!
Hélt að ég myndi hoppa hæð mína upp úr lúna tölvustólnum þegar ég fór inn á msn og sá að ítalíuvinurinn minn var búinn að bæta mér inn á contact listann hjá sér! Þannig nú verður ekkert annað gert en verið á msn og beðið eftir að hann sé þar líka! ..eða kannski maður skrifi bara email?!

Anyway, ég hef lítið gert merkilegt af mér..ekkert frekar en fyrri daginn.
Ah, reyndar er ég búin að vera dúleg að hrista á mér spikið í Baðhúsinu! Klapp fyrir mér!!
Síðan tróð ég mér með í hálfgerðan saumaklúbbs meeting á Súfistanum um daginn. Þar hittust gamlar Kjalarnes skvísur; líffræðingalingur, hússtjórnunarlingur, mamma að læra hárgreiðslu, ein verðandi mamma sem er hárgreiðsludama, Kvenskælingur og svo ég..villuráfandi ítalíu aðdáandi! En það var mjög gaman að sjá gellurnar eftir svona langan tíma, og heyra hvað var að gerast hjá þeim.
Í dag var ég svo á æfingu með björgunarsveitinni..áttum að leita að kajakræðara. Og vegna þess hversu fá við vorum, urðum við að labba soldinn spöl í grýttri fjörunni. Ég var orðinn kófsveitt eftir klukkutíma. Og auðvitað náði ég mér í góða rispu á sköflunginn í þessu bramli! Þó ekki sköflungsbrot eins og kajakræðarinn okkar ''raunverulegi''!

Nýjasta í DVD tækinu hjá mér: Fahrenheit 9/11, Mean girls og Van Helsing. Allar stóðust þær væntingar..Fahrenheit var sjokkerandi, Mean girsl mjög svo bandarísk og fyrirsjáanleg en þó með góða punkta og Van Helsing var ekki svo slæm. Hver Van Helsing átti svo að vera kom mér samt á óvart og setti myndina á hærri stall en ella. Varð eiginlega bara mjög góð mynd fyrir vikið .. með tæknibrellukrúsídúllum.

Hvað get ég meira sagt ykkur?
Hah...alltaf fjör heima hjá mér! Núna eru tvö af systkinum mínum staðsett inni á baðherbergi ásamt foreldrum mínum..og það er verið að tala um vindgang hjá þeim yngsta..sem er vægast sagt 'silent but deadly' þessa dagana. Gelgjan hún systir mín veinar bara 'oj' á meðan rauðhærði skaðvaldurinn stendur varla í lappirnar því hann hlær svo mikið. Og það heyrist ekkert í mömmu og pabba en ég sé alveg fyrir mér svipina á þeim!
Hmm..interesting, I know!

Ég á ammæli eftir mánuð núna..samt eiginlega á morgunn.
Kannski maður geti tjaslað saman einhverjum óskalista fyrst maður er atvinnulúser!

fimmtudagur, september 09, 2004

Jay! I have done something useful this year!!

Look at me with my friends..eða það! Þarna er ég semsagt með mælingafólkinu sem tók þátt í Ísnet verkefninu..allir dætir (sætir) með húfu!




Jamm..ég hef eitthvað gert good this year..núna er það bara slæpingur!
Er að leita mér að vinnu og er komin með eitthvað sem kemur til greina..og nú er bara að bíða og sjá hvað gerist. Er samt komin með eina inn strax.
Svo er það bara að vera heima yfir tvítugsafmælið og jólin og strumpast svo út til kuldaMílanó!

Var að keyra í bænum um daginn á Lagununni og það var þessi skemmtilega hellidemba úti. Ákvað að smella tónlistinni úr Monsoon wedding myndinni í græjurnar...passaði einkar vel við þar sem fólk var í skrautlegum pollagöllum, askvaðandi um blautar göturnar!

þriðjudagur, september 07, 2004

I surrender..

Jamm, ég er aumingi..ég er búin að gefast upp á skólanum nú þegar! Er búin að skrá mig úr námskeiðunum sem ég er í og er að athuga með fjarnám frá Háskólanum á Akureyri..ætla að drífa mig út til Ítalíu eftir jól líklegast! En núna er það bara vinnumarkaðurinn..
Vona að allir hafi fundið sig í nýja skólanum, eignast nýja vini og hafi það gaman!

Annars er ekkert áhugavert nýtt..kíkti inn í Kvennó um daginn, and boy, it felt like coming home! Langaði að stinga mér inn í tíma hjá einhverjum og læra af áhuga eins og ég gat í denn tid! En ég er að vona að þetta eirðarleysi sem er í mér fari eftir smá frí frá skóla..

Hóst hóst..er með smá hálsbólgu eftir Papaball í flugskýli Íslandsflugs á laugardaginn var. Meðalaldurinn var svona þrjátíu ár..sem segir kannski mikið um fylleríisástandið! Merkilegt hvað 'eldra' fólk verður leiðinlegt þegar það er í glasi!

Tja, meira var það ekki..væri gaman að heyra frá ykkur, hvernig þið eruð að fíla ykkur á nýja staðnum, eða eitthvað! :)