þriðjudagur, mars 30, 2004

Þroskaheftur þriðjudagur!

6 dagar síðan ég tjáði mig síðast! Enda insanity í skólanum núna rétt fyrir páska, þannig það líða örugglega aðrir 6 sexí dagar þar til ég tjái mig næst!
Hef bara ekki orku í að skrifa neitt meira..ég veit að þið trúið mér ekki; ég sem er með ritræpu!
En svona er það þegar maður kláraði orkuna í World Class og á eftir að læra fyrir próf!

Endilega léttið á skólaáhyggjum ykkar inn á commentakerfið skemmtilega!!

fimmtudagur, mars 25, 2004

Divas

Já, ég ætlaði víst að fara að tuða eitthvað um Bratz dúkkurnar en þetta er víst ekki Bratz heldur af Barbie síðunni (nánast sami hluturinn)! Inná þeirri síðu er leikur sem systur mínar eru mikið inn á núna. Ótrúlega heilaþvottamikill leikur: sama leiðinda tónlistastefið, klæða þessar stöðluðu dúkkur í föt, breyta íbúðinni þeirra og fullt af einhverju svoleiðis. Dúkkulísurnar eru svipaðar og Bratz með útlit; hausinn tekur um 90% líkamans en líkaminn er eins og tannstöngull, þær eru með þvílíkt mikið hár og augun eru í fjórfaldri stærð! Ekki veit ég hvort að þetta telst vera fegurð en mér finnst þær vera hryllingur!
Og alltaf eru þær nokkrar saman; ein rauðhærð, ein svarthærð (oft svertingi), ein 'venjuleg' og svo aðalstelpan; oftast ljóshærð! Vantar reyndar eina frá asíu..er oft ein 'þannig' í svona þáttum eða dóti..

miðvikudagur, mars 24, 2004

þriðjudagur, mars 23, 2004

Coen bræður

Varð bara að koma nafni þeirra inn á..var að horfa á O brother where art thou, og hún er shnilld! Á eftir að sjá Big Lebowski en hef heyrt að hún sé góð..

Jamma og já, þið megið halda áfram að deila um ágæti þessara þriggja þátta; Sex and the city, Friends og Malcolm..er að hugsa um að hafa svona 'þema' málefni kannski einu sinni í viku! Fólk getur þá með eða á móti!

Tvennt sem ég ætla að úthella hneykslan minni yfir í dag; þátturinn Framtíðin er furðuleg sem var á dagskrá Rúv í gær og svo Bratz dúkkupí*urnar.
Ef að þú, lesandi góður, sást ekki þennan þátt í gær þá geturu horft á næstu tvo þætti. Þeir verða á dagskrá næstu mánudaga! En ég semsagt varð vitni að þessu...ég bara veit ekki hvað ég á að kalla þetta! Gáum hvað þér finnst;
Fugl sem ber það skemmtilega nafn á Íslandi, Súla fékk hræðilega meðferð hjá þessum vísindamönnum.
Þessir þættir eru semsagt búnir til í tölvu og eiga að sýna hvaða dýr eru líkleg til að lifa af..semsagt eru þá ennþá til eftir 5 milljónir ára! Og þar var Súlan, drottning hafsins, þeirra á meðal! Ég, mamma og pabbi sátum bara frosin við skjáinn og flissuðum af þessari geðveiki!!! (er ég búin að draga þetta nóg á langinn?!)
Súlan á semsagt að þróast þannig að vegna sundhæfileika sinna mun hún vera meir og meir í sjónum..verður feitari..vængir minnka..fætur hverfa; og úr verður súluhvalur!! Ég hélt ég yrði ekki eldri! Mynd af fluglslíku hvalaflykki með risa gogg, gaggandi á ströndinni með huge egg á milli 'fótanna'!! Mæli með þessum þáttum, ekki fræðilegum skilngingi heldur bara til að létta lundina á þunnum mánudagskvöldum!

Risagamma-kjúklingar með indjánahöfuðbúnað, anorexíu villisvín sem tipla á tánum eins og ballerínur og fullt af grimmum risadýrum! Vísindamennirnir sem suðu þessar fígúrur saman eru alveg met! Breytingarnar á sætum litlum dýrum yfir í stór og þrekin grimm dýr með vígtennur..þetta er eins og dúddi á ofskynjunarlyfjum að labba í frumskóginum!
Í næsta þætti koma (ef ég skil þetta rétt) risasmokkfiskar þrammandi um skóginn, fljúgandi fiskar og fleiri alls ekki óvenjuleg dýr!

Og svo þessar dúkkur...nei, ég er að hugsa um að geyma þær þar til næst! Ég skal hlífa ykkur....en veriði þá jafn dugleg að tjá ykkur í commentakerfið!!

María ab-scientist

laugardagur, mars 20, 2004

Eurovision lagið

Er ágætis lag..spurning hvort það sé efni í lag í Eurovision keppnina! Kemur í ljós!!

Lítið gert um helgina hingað til nema að þrífa. Þreif bílinn og herbergið. Kíkti á Bílaþing Heklu með pabba og bræðrunum á meðan mamma, Emma og Fríða fóru í Grasagarðinn að fá að vita úrslit í myndasamkeppni Visa-Ólympíuleika dæmið...
Kíkt á kynningu hjá Borgarholtsskóla og þar er enn sigurvíma í loftinu og ómur af Gettu betur í sjónvörpum útum allann skólann! Kynningarglærurnar hjá kennurum báru einnig keim af stolti!
Draugur frá verzlunarmannahelgi 2002 birtist allt í einu inni á bíladeildinni, var fljót að koma mér í hvarf á bak við fallega sprautaðan bíl!

Er að fara að sofa núna...lærdómur og margt annað sem bíður á morgunn!

föstudagur, mars 19, 2004

Frekar fúll föstudagur!

Kaldur og þungur dagur til að byrja með..fæ að vita lélega prófseinkunn í Landafræði! Svo eftir þennan 'yndislega' ís lensku tíma þarf ég að bíða í einn og hálfan tíma eftir strætó! En bjartur punktur; mömmupizza í matinn!

Tók próf í einhverju sex and the city prófi:





You Are Most Like Miranda!


While you've had your fair share of romance, men don't come first

Guys are a distant third to your friends and career.

And this independence *is* attractive to some men, in measured doses.

Remember that if you imagine the best outcome, it might just happen.



Romantic prediction: Someone from your past is waiting to reconnect...

But you'll have to think of him differently, if you want things to work.




Which Sex and the City Vixen Are You Most Like?
Take This Quiz Right Now!



Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.



Ég sat flissandi yfir þessum þætti í gær..hugsanlega vegna þess að Borgó vann MR í gettu betur!! Sætur sigur! MR-ingar dottnir út, voru samt mjög herramannslegir þeir Snæbjörn og hinir!
Furðulegar fréttir í sjónvarpinu! Austurrískur ráðherra í algjöru rugli! Ruglaði saman stuttmynd og íslenskum veruleika!! Algjör lúði..

Ráðist inn í Kristjaníu um daginn og menn handteknir fyrir að hafa hass í fórum sínum...hugsa að heimsókn mín til Kristjaníu í janúar verði mín fyrsta og síðasta þangað!!

fimmtudagur, mars 18, 2004

Spring into the Spring!

Vá, er búin að vera í skýjunum síðustu tvo daga vegna fallegrar umsagnar um mig og mitt vefrit hjá Gumma á mánudaginn, einum af þeim sem hafa gert Kvennaskólann frábærann frá mínu sjónarhorni litið! Einnig hefur veðrið verið alveg stórkostlegt ... sem minnir mig á það að það hefur lítið verið af skýjum síðustu tvo daga og því erfitt fyrir mig að vera uppi í skýjunum! Alla veganna: himinlifandi .. sólskinsskapi!
Minn kæri vinur Gummi gaf mér svo hluta af tíma sínum til að skreyta útlit vefritsins í vorlitum. Mikill völundarsmiður þar á ferð með vaxandi kunnáttu um leyndardóma tölvunnar!
Jæja! Eftir mikinn hausverk með fjáröflunar vörurnar á þriðjudaginn (fyllti van-inn af þurrkipappír, rækjum og humar) þá er ég kominn í samt lag! Er búin að koma mestu af vörunum til þeirra sem pöntuðu en á eitthvað eftir. Keyrði samtals ca. 150 km í gær...fór í skólann, fór svo heim, fór aftur í bæinn að sendast með vörur, fór með pabba heim, síðan keyrði ég enn og aftur í bæinn að sjá Glæsta tíma, leikrit Kvennaskólans þetta árið. Hef lítið um það leikrit að segja; vel leikið hjá þeim, ágætis leikrit...EN hékk á bláþræði (að mínu mati) með að vera leiðinlegt! Frekar langt leikrit og mikið um það að maður þurfti að einbeita sér til að heyra hvað leikararnir voru að segja..
En þetta er búið hjá þeim og þau hafa staðið vel að verki, öll þau sem að komu að þessu!

Snemma byrjað að grilla! Fékk grillmat í gær....nammi namm! Held að ég hafi aldrei fengið grillmat um miðjan mars og getað verið á bolnum úti!!

Páskahret??? hvað giskið þið á?

sunnudagur, mars 14, 2004

High school!

Hah! Þvílík hrað-þýðing (háskóli = high school) hjá mér!
Fór semsagt á háskólakynningu í dag...en byrjum á byrjuninni!
Vaknaði í morgunn (um níu-tíuleytið) við að herbergið var nánast flóðlýst. Veðurguðinn þvílíkt spenntur yfir komandi sumri að hann varð að hafa sól og fallegt um morguninn! Gat ekki annað en að staulast niður stigann, klæða mig í og hlamma mér niður í eldhús með morgunkorn og Agöthu Christie bók í hendinni.
Eftir að pabbi hafði árangurslaust reynt að ná sambandi við mig fór ég að hressa mig við með köldu vatni og hringdi í Kollu. Ákváðum að leggja af stað í bæinn um tólfleytið. Smellti mér í sumarleg föt og gróf upp rykfallin Oakley sólgleraugun. Síðan keyrðum við í bæinn með tónlist í botni!
Kíktum á uppeldis og menntamála eitthvað (Kolla) og annað félagsfræðitengt. Síðan fórum við í Öskju til að kíkja á raunvísindadeildir; jarðfræði og landfræði. Kvennskælingastelpurnar eiga eftir að missa sig yfir fjölda af strákum í Háskólanum (og ekkert ómyndarlegir í jarðfræði- og landfræðiskorinni!)! Það er alveg á hreinu! En; fjöldi stráka í Kvennó -> fámennt en góðmennt!!!

Lítið annað gert í dag sem væri viðurkenningar vert!! Bara letilíf...

Horfði á City of God í gær. Umsögn; ekki hægt að segja að hún sé skemmtileg en hún er svo sannarlega góð! Ef það hvað myndin skilur mikið eftir sig er mælikvarði á hversu góð myndin er, þá er þessi mjög ofarlega!! En ég ætla samt að segja eins og er að hún er hryllileg/hræðileg! Ég sat stíf í sófanum með grettu á andlitinu mest allann tímann!! Og hún er byggð á sönnum atburðum.....! Mæli með henni!!
Fær mann til að hugsa um hvað maður hefur það gott!

föstudagur, mars 12, 2004

..vorinu rignir niður..

Sannfærðist um það á miðvikudaginn þegar ég var í strætó á leiðinni heim (eins og venjulega). Þegar strætó stoppaði hjá Kringlunni kom inn lítil álfavera; dökkklædd og dökkhærð með stór tindrandri augu. Hún labbaði hikandi lengra inn í strætó en mér til mikillar furðu smeygði hún sér varlega í sætið hliðiná mér...á meðan það voru aðeins fjögur sæti upptekinn í strætóinum. Alveg ótrúlega fíngerð lítil stelpa með góðlega en svona viðkvæma útgeislun í andlitinu. Var eitthvað svo óörugg að sjá að mig langaði að klappa henni á kinnina... Þetta var litli atburðurinn þann daginn sem 'made my day'!!

Er að hugsa um að stoppa mig af núna strax. Ef ég leyfi mér að halda áfram þá gæti ég haldið áfram endalaust! Er orðin svo skáldleg þessa dagana að ég ræð mér ekki...hugsanlega vorfílíngurinn! Ætti að fá einhverja útrás í þessum þremur stóru verkefnum sem framundan eru... garrrg!

To be or not to be spurning dagsins: Georg W. Bush eða John Kerry? Ástþór 2000 eða Ólafur Ragnar Grímsson ? insanity eða ...eitthvað??? meltið þetta yfir helgina!

Sjáumst á háskólakynningunni!!!

miðvikudagur, mars 10, 2004

Gargandi shnilld!!!

No question about it!!

What would you do?
This test only has one question, but it's a very important one. Please don't
answer it without giving it some serious thought. By giving an honest answer
you will discover where you stand morally. The test features an unlikely,
completely fictional situation in which you will have to make a decision.

Remember that your answer needs to be honest, yet spontaneous. Please scroll
down slowly and consider each line. Thoughtfulness is important for this
evaluation to be meaningful!
Ready?
Begin.

You're in Florida. In Miami, to be exact... There is chaos around you,
caused by a hurricane and severe floods. This is a flood of biblical
proportions. You are a photojournalist working for a major newspaper caught
in the middle of this great disaster. The situation is nearly hopeless.

You're trying to shoot career-making photos. There are houses and people
swirling around you, some
disappearing under the water. You are witnessing Nature in all its
destructive fury. You see a man in the water; he is fighting for his life,
trying not to be swept away amidst the rolling water and debris.

You try to get closer. Somehow the man looks familiar.
Suddenly, you realize who it is...
It's George W. Bush!
At the same time you realize that the raging waters are about to take him
under, forever.

You have two options. You can put down your camera and try to rescue him or
you can take the most dramatic photos of your career. So, you can save the
life of George W. Bush, or you can shoot a Pulitzer Prize winning photo,
documenting the death of the world's most powerful man.

Now, here's the question (and please... give an honest answer): Would you
select color film, or go with the classic simplicity of black and white?


( ég segi svarthvíta mynd...þær eru langflottastar!)

þriðjudagur, mars 09, 2004

Bara varð að setja þetta inn (er að herma eftir æðri vefritara; Gumma..!)


Tekið frá Quizilla

Mér finnst þetta vera mikið ég...hvað segir þú?

mánudagur, mars 08, 2004

Blue (but mostly sad and gey) monday

Blóð, sviti og tár!
Var í þremur prófum í dag; Landafræðiprófi, ofnæmisprófi (sem stendur yfir í 2 sólarhringa) og svo líffræðiprófi. Var að hugsa um að panta stress og geðveikipróf..en fjárhagur leyfði það ekki! Gekk hryllilega illa í landafræði en svona sæmilega í líffræði. So much for whole weekend of studying! Vil ekki tala meira um þetta..!

Eitt af því sem að mér finnst gefa lífinu lit er að fylgjast með fólki í daglegu amstri sínu. Gæti setið dögum saman niðrá Lækjartorgi eða öðrum fjölmennum stöðum og horft á aðra...

Tveir stuttir leikþættir úr leiksýningu lífsins:
Kona á fertugsaldri í fölbleikum galla er að viðra hundinn sinn en hann er í betra formi en eigandinn. Konan staulaðist upp tröppurnar úr kjallaraíbúðinni sinni og stendur þar. Hundurinn skoppar um gangstétt og smá grasbala. Frelsi hans er svo langt sem: 120° radíus í kringum tröppurnar og bandið er 2 metra langt. Konan andvarpar og dæsir á meðan hún bíður eftir að hundsskömmin geri þarfir sínar utan í rafmagnskassa.

Gömul kona situr framarlega í strætó á leið heim til sín. Lítil og hrukkuð kona með dreymandi svip. Konan starir hugfangin á andlit bílstjórans sem er myndarlegur eldri maður. Hún er svo upptekin af því að fylgjast með honum að hún tekur ekki eftir því að hún er komin fram hjá stoppistöðinni sinni.

fimmtudagur, mars 04, 2004

Spring


Stutt ritað í dag..svo virðist sem lesendur góðir eyði allri sinni orku í að lesa langt vefrit hjá mér og eigi enga orku eftir til að skrifa comment! Reynið að þrauka!!

Það er titringur í loftinu þessa dagana. Vorið að reyna að brjótast fram og hefur áhrif á þjóðina. Utan frá séð er fólkið mjög svipað en aðeins léttara yfir því. Ef vel er að gáð má sjá glóðina sem er að fara að kvikna í augum fólksins. Oft er tengt á milli vorsins og ástarbrímans og það virðist sem enginn komist hjá snert af þessari tilfinningu. Hvert sem lítur má sjá lovebirds meðal fólksins og dýranna! Yndislegur tími og ég gleðst með öllum þeim sem eru upp í skýjunum!!

~ love is in the air ~

þriðjudagur, mars 02, 2004

Súldardagur!

What a day..rokið blastar á fullu úti og rigningin þrumar mann niður í jörðina!
Þetta er búið að vera algjör hryllingsdagur fyrir utan nokkra ljósa punkta...þeir eru alltaf til staðar!
Er samferða Hönnu Lilju í skólann og það er bara jolly good hjá henni! Frrrábært!
Síðan líður hver annar tíminn á fætur öðrum í hálfgerðu kóma..tilbreytingarleysið að segja til sín!
Í hádeginu var kreist fram síðustu blóðpeningana til að borga mynd í árbókina áður en lagt var af stað í betlunarferð í bankann. Þegar ég lak inn um dyrnar á Landsbankanum var þar myndarleg röð að bíða eftir afgreiðslu. Á meðan ég beið eftir afgreiðslu fóru efasemdir að segja til sín...á ég að eyðileggja þennan reikning sem var stofnaður fyrir mig á afmælinu mínu fyrir mörgum árum síðan?? Að lokum gafst ekki meiri tími til að hugsa því röðin var komin að mér. Þegar ég hafði straujað kortið var mér tilkynnt að innistæðan væri 675 krónur. Meira en ég bjóst við, já ég vildi taka hana út. En til þess að eyðileggja reikningin varð ég að fara í það útibú sem reikningurinn var stofnaður....í Háaleitinu! Ja hérna hér!! Til að kóróna þessa tilgangslausu för þá rak ég augun í fréttabréf bankans eða eitthvað álíka um að útdeiling námsstyrkja væri að fara að koma. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út í enda þessa mánaðar fyrir virka Námufélaga!! Tja...skilgreining á virkum félaga, hver er hún??? Er að hugsa um að fara auðmýkjandi ferð í bankann á morgunn og leggja inn pening og taka út og leggja inn o.s.fr.! Alveg fram í enda marsmánaðar...!
Það verður ekki vandamálið að eyða pening núna...árbók, dimission og margt annað framundan! Þetta verður hið bezta mál! Ég fór létt í spori inn í A4 en þá mundi ég í hvaða tíma ég var að fara; LAN103 með 2.bekk! Fagið er ágætt og bekkurinn líka en stofan er ekki beint praktísk fyrir svona stóran bekk! Þrír nemendur sitja nær töflunni en kennarinn á meðan 5 aðrir eru alveg ofan í kennaranum! Afgangurinn situr svo þétt saman að liðugleiki og litlir rassar henta mjög vel!! Annað en litli hópurinn sem er í LÍF203 í N6 stofunni...þar þarftu kalltæki og sjónauka til að vera virkur í tímanum!!
Eftir að hafa dröslað íþróttadótinu í bæinn dröslaði ég því aftur heim...ónotuðu! Hmm...þarf eitthvað að lesa yfir mér með það! Var bara ekki í skapinu til að sprellast innan um fullt af spengilegu og sveittu fólki! Fór heim og undir sæng með góða bók í hendinni! Er að hugsa um að taka sundsprett til að friða samviskuna...bezt að fara að drífa sig af stað út í rokið...get þá sannað þá tilgátu að það sé hægt að drukna í sundlaug þó maður sé syndur (engar smá öldur örugglega í sundi)!

*jaws lagið*