Líðandi vika:
Úffpjúff..það er svo mikið í gangi að það nýjasta hjá mér núna, er að ég snýst í kringum sjálfa mig! Og post-it neonlitaður miði er minn sálufélagi!!
Það sem ég hef verið að gera síðan síðustu skrif:
Fimmtudag: klárað rannsóknarverkefni í aðferðafræði, fjárhúsgrillpartý um kvöldið (mikið gaman og mikið stuð).
Föstudag: kaffiboð hjá formanni útivistaklúbbsins (myndarstrákar hérna..komu með rjúkandi pönnukökur og fleira meðlæti. Yndislegt samfélag hérna, og til mikillar fyrirmyndar!). Svo var farið í bæinn..missti þar með af Catan kvöldi og karamellu ''bökun''!
Laugardag: heilsað betri helmingi fjölskyldunnar, en þau voru að koma frá Danmörku. Tekið minn skerf af nammigóssinu, usb lykil, mp3 spilara, krem og fleira! Síðan var skroppið í bæinn, knúsað góðan vin úr Kvennó og spjallað, keypt CD með tónlist frá Perú og Írlandi. Náð í myndavél sem festi kaup á (Canon 350d)..borðað og svo lagt í hann upp á Hvanneyri. Ég og Halla (form. útivistaklúbbs) vorum semsagt að fara út á Gufuskála. Þar var samæfing björgunarsveita Vesturlands um helgina, og við ætluðum að kíkja í sig-hellaskoðun með fólkinu á sunnudeginum. Ferðin norður/vestur var frábær...við lögðum seint af stað eftir að hafa hrúgað öllu dótinu í aftursætin á Alla (Toyotu pikköpp) og stoppað í grenjandi rigningunni til að festa hlerann yfir pallinum og pumpa lofti í dekkin. Til að stytta sér stundir á leiðinni gerðum við eftirfarandi: borðuðum kex með ostasalati og túnfisksalati við mjög frumstæða aðstæður (engin skeið og ekkert ljós..og á ferð). Einnig var brugðið á leik með því að snara bæjarnöfnum yfir ensku...Slitvindastaðir munu vera Tornwindyplace til dæmis. Ferðinn dróst reyndar mjög á langinn við þennan leik þar sem iðulega þurfti að hægja ferðina til að lesa á skiltin og jafnvel bakka! Umferðin var ekki mikil og til að gera slæmt betra þá töldum við bílana svona: 2 bílar = 12..og 5 bílar = 12.345 bílar. Sem þýðir að við mættum 123.456 bílum! ;)
Sunnudag: eftir að hafa komið seint á Gufuskála og horft á liðið spila partý og co. var farið að sofa, til tæplega níu. Skellt sér í frískandi svala sturtu (ekkert heitt vatn) og lagt í'ann. Vegna veðurs var hætt við upprunalega hellaferðina í Stóra-Saxa og farið í vatnshelli svo enginn þyrfti að húka við hellismunnann í slagveðrinu.
Alls vorum við 15 björgunarsveitarmeðlimir frá Skaganum, Borgarnesi, Kjalarnesi, Hellissandi og eitthvað annað!
Ferðin var frábær..skriðið í drullu til að komast inn í hellinn, sigið niður 7 m klettavegg til að komast inn í botn og svo híft upp aftur eða ''júmmað''. Spilað á munnhörpu og hummað með, gálgahúmor flaug og myndir voru teknar. Og að sjálfsögðu var skipt 5 bollum af rjúkandi góðu kakói á milli allra!!
Þegar komið var upp á yfirborðið tók sólin á móti okkur...eða þá að við lokkuðum hana upp úr dýpinu! Keyrt var heim meðfram syðrihluta nessins og haustlitirnir geisluðu. Sveittur hamborgari með eggi og beikoni er svo góður endapunktur hjá Borgarness sveitinni..og Fjallaljónið-Halla og Súper-María fylgdu með!
Mánudag: karfa kl.07, út að fljúga flugdreka í góða veðrinu eftir skóla, fótbolti kl.18, eldað mat fyrir tvo og kósí heitur pottur fyrir svefninn.
Þriðjudag: farið í Bónus og keypt í matinn, bandí kl.16, unnið stærðfræði verkefni, eldað mat fyrir tvo og farið á haustfund skólafélagsins og kynnt sig. Jamm, ég er búin að bjóða mig fram í ritstjórn skólablaðsins!
Í dag: ganga upp fjall kl.06.30 (æðislegt!!), kosningar í nefndir, fundur hjá lista- og menningaklúbbi kl.17, fundur hjá ljósmyndaklúbbi kl.20.
Og já..þarna einhvers staðar á milli er skóli og lærdómur. (",)