mánudagur, október 31, 2005

In the twilights of seasons:

Hlægilegt hvað maðurinn lætur uppfinningar stjórna sínu daglegu lífi. Ávanabindandi þessi lífstíll með sínum þægindum.
En hvað gerist í litlu háskólasamfélagi þegar slitin er lífæðin?
Allt lamast.
Út á svölum standa öskuvondir nemendur með kylfur og kökukefli klemmd í handakrikunum og píra augun á framkvæmdirnar.
Niðri á jörðinni, í hálffrosnum skurðum bograst um verktakar, kaldsveittir og einbeittir á svip: reyna að breiða yfir flýtiganginn. Í kappinu við árstíðirnar og dagsektir klipptu þeir á naflastrengi samfélagsins: rafmagn og ljósleiðara.
Hvað gera bændur þá? Handmjólka kýrnar og lesa jarðabækur við lýsis ljóstýruna...hef ekki hugmynd! Er ekki í bændadeildinni þó ég sé stödd á Hvanneyri!
Best að þvo þvott...nei. Gat það ekki. Fór á salernið..með opna hurð.
Fékk mér cheerios með mjólk. Gat ekki eldað og vildi nýta mjólkina á meðan hún var köld.
Er hætt að horfa á sjónvarp. Heppin. Spurning um að kíkja á skólabækur eða leggjast í dvala undir sæng eins og hinir nemendurnir. Ég kveikti á vonarljósi og hripaði þessa pælingu á blað..ætlaði síðan að fara að læra, en viti menn...það varð ljós! Og því fylgdi netið! Enginn lærdómur...

laugardagur, október 29, 2005

In the summertime!

Hvaðahvaða...snjókorn hrúgast niður á allt og alla! Eintóm hamingja en alltaf eru Íslendingar jafn hissa og alltaf er einhver hreyfing sem endar illa. Árekstrar og útafkeyrslur eru ekki ánægjulegar.
Komst slysalaust suður í bæinn. Kíkti um kvöldið á Sirkus (staðinn ekki stöðina!) þar sem hljómsveitin KampKnox var að spila. Þau stóðu sig með eindæmum vel við furðulegar undirtektir liðsins á staðnum. Þegar þau höfðu lokið sér af kom Björk Guðmundsdóttir inn úr hríðinni og hristi fram einhverjar plötur sem hún blastaði í botn við mikinn fögnuð furðufuglanna.
Æi..var með tvær vangaveltur sem ég var búin að skrifa á pappír! En sá hugsanapappír er heima á Hvanneyri..þannig hann verður kominn inn í vikunni!

Er að fara í afmælisveislu í kvöld...væntanlega í trömpurunum og snjóbuxum eins og í gær! Nei djók...þetta verður varabúnaðurinn! Hlakka mikið til að kíkja á Bárugötuna þar sem góður mannskapur og fíneríis veitingar fara saman!!

En á morgunn, sunnudag, er merkisdagur!
Jú...KampKnox heldur útgáfutónleikana sína á Gauk á Stöng kl:21.00
OG HVET ÉG ALLA AÐ KOMA OG HLÝÐA Á ÞESSI SCHNILLDARMENNI OG KONU!!
Glimrandi góð tónlistasmíð hjá þeim..

sunnudagur, október 23, 2005

Karlakirkja..

Segi ekki orð meira..bendi bara á þessa grein í baggalút!

Mikið til í þessu...en til að ég sé með báðar hliðar á þessu þá stend ég enn við orð mín um að mæta á hávaðasamkomu kvenna á morgunn!
Sjáumst þar eða ekki!!

föstudagur, október 21, 2005

Basta pasta!!

Ójá...prófin eru yfirstaðin! Rumpaði tveimur heimspeki stuttritgerðum af á innan við klukkutíma, en varð að bíða þar til klukkutími væri liðin af próftímanum svo rétt væri rétt!
Í gleðivímu stauluðumst við (NU brautar stúlkurnar) yfir hrímaða sinuna, sem stirndi á í vetrarsólinni, heim í hús til að kíkja á einkunnir í stærðfræði. Það var ekki minni gleði eftir það glugg í borg! Við skulum bara segja að ég hafi verið með yfir níu...og það kalla ég bara gott í stærðfræði!
Núna er það bara skínandi tónlist skrúfuð í botn og tekið til við að þrífa höllina. Á fóninum er Madonna og ég skríð um gólfið á fjórum fótum með gólftuskuna að vopni, klædd í gula uppþvottahanska...og með plömmerinn á hreinu! Skapa réttu stemninguna!!

Í dag verður svo allt bara afslappað og skemmtilegt..undirbúningur fyrir kvöldið, konukvöld og annað próflokadjamm!!

Margt að gerast um helgina og á mánudaginn er hinn langþráði kvennafrídagur, sem minn yndislegi háskóli styður heils hugar og verða einhverjar tafir á rekstri skólans eftir hádegi vegna dagskrár kvennadagsins! Það verður líka dagskrá hér á Hvanneyri/Kvenneyri í tengslum við þennan frídag...svo stúlkukindurnar hverfi nú ekki allar suður í borgarlífið! Ég hef nú reyndar hugsað mér að baða mig í ljósum borgarlífsins með kameruna að vopni, berja augum brjálaðar rauðsokkurog hlýða á rökstuðning þeirra og órökstuðning...svo ég viti nú um hvað ég er að tala þegar meint jafnréttisbarátta er til umræðu. Er þessi baráttudagur kvenna skref í rétta átt í þeim efnum...eða ekki? Ég segi mest lítið þar til ég hef kynnt mér hávaðann..

Lifið heil, Helgi framundan...heilsið honum með kærleik í hjarta! Og gangið hægt en veglega inn um gleðinnar dyr. c",?
Og ég vil benda ykkur með hrifningu á töfraheim Drekaflugunnar...

miðvikudagur, október 19, 2005

Children...don't stop dancing..

I'm just a dot in this world...búja!! Svona er það..að hlusta á Creed, Metallica og fleiri dúndrandi góða á meðan verið er að elda. Ójá..mín er byrjuð að elda! Og hvað haldiði að sé á matseðlinum: fiskur!! Besti fiskur sem ég hef smakkað, þótt ég segi sjálf frá! c",?

Landnýting & landbúnaður og stærðfræði í höfn, bara eitt próf eftir: heimskspeki. Nei, svona segir maður ekki! Þetta er ágætis fag...þótt það geri sig ekki skiljanlegt í mínum hugarheimi sem stendur.

Am i hiding..in the shadows? Tja, það er spurning!
Ætla alla veganna að lauma bjórdósum í pokann minn og skutlast yfir til ''nágrannanna'' og horfa á America's next top model í góðum gír! Svo er áhugavert efni hjá Sirrý í kvöld: kynlíf og sjálfsímynd únglínga, sérstaklega stelpna!

crazy little thing called love..(das Queen)!

Gotta be cool....stay cool until next!

mánudagur, október 17, 2005

Að snúa við blaðinu..
..Dear mister forsident..

Ekki í þeirri merkingunni, heldur að fletta örvæntingarfullt í gegnum hinar ýmsu bækur tengdar landbúnaðarsögunni í þeirri von að fá uppljómun..og búja!: fljúga í gegnum prófið og ritgerðina með glans!! Ég veit nú ekki hvort sú verði raunin...en ritgerðin er komin í höfn og prófið er yfirstaðið. Þá er bara að bíða eftir niðurstöðunum!

Og læra fyrir hin prófin...stærðfræði á miðvikudaginn og heimskspeki á föstudaginn. Og að sjálfsögðu á að lyfta sér upp eftir þann pakka!! Það er spurning sem ég veit svarið við!!

Anywho...hér var smá gathering á fimmtudaginnafmælisdaginn. Ég fékk góða hjálp við bakstur og annað og svo át fólk á sig gat af kökum, kexi og salati, ostum og rúllutertum. Fékk gott fólk í heimsókn og frábærar gjafir frá yndislegu liðinu!
Eftir það var skellt sér á barinn, spilað billiard og annað! Síðan endaði þetta í samkomu heima hjá mér..til klukkan hálffimm. Ég sem ætlaði bara að skipta um föt...en já, fólk er alltaf velkomið í heimsókn til mín!!

Á laugardaginn fékk ég góða heimsókn í stressinu. Öll fjölskyldan kom, færandi hendi: borð, kökur og gjafir! Fékk borðið semsagt í afmælisgjöf, legghlífar, dvd diska, steina úr fjörunni, uppskriftabók skreytta með teikningum frá litlu snillingunum í fjölskyldunni og frábæra lamb(h)úshettu!! Svo var farið í Hyrnuna og borðað...eldamennska er búin að sitja á hakanum síðustu daga. Bara cheerios og gulrót..vatn!
Fer varlega af stað með eldun...er að sjóða egg núna. Mesta afrekið hingað til (búin að vandra um Hvanneyri á náttbuxunum, dúnaranum og slef niður á kinn af lestrarleiða)! c",?

Úps, eggin eru að springa! Greinilega farið of geist af stað í þessu...

Hafið það sem allra bezt í vikunni!!

miðvikudagur, október 12, 2005

Vinir hittast...og halda veislu...borða saman...jólamat!!

Í þessum (örugglega málfarsvillulega!) skrifuðu orðum er veðrið úti stillt og hvítt.
Það lítur út fyrir að í stað afmælisgleði hjá mér þá sé jólastemning! Snjónum kyngir niður á Hvanneyri og verður eflaust falleg snæviþakin breiða sem býður mér góðann árla morgundags!
Er að stroka út að listanum yfir hvað-er-hægt-að-gera-í-veislunni og setja inn SNJÓKAST!! Ætli ég hendi ekki kókinu í ruslið og skipti inn á heitu kakói...með keim af ritgerðastressi!

Er semsagt á fullu þessa dagana að koma lokaverkefnisefninu mínu í fast form á tölvuskjáinn..en það gengur svona upp og ofan..eiginlega meira ekki neitt! c",?
Stefni með hraðbyr í magic drykkju og tölvupikk frameftir nóttu. Er algjörlega blind á rétt málfar og nýtilegar heimildir. Veit ekki hvað ég hef gert við íslensku tunguna mína. Kannski skilið hana eftir á matardiski einhvers í Frakklandi! Ef ég hafði þá einhverja...hvernig er hægt að tilheyra þjóð án þess að hafa vald á tungumáli hennar? Telst maður þá fullgildur??

Færið mér heila úr prófessori í íslensku...með fullkomið vald á ritgerðasmíð og sögu landbúnaðarins!!
Það yrði bezta afmælisgjöfin!!

mánudagur, október 10, 2005

Örstutt:

Tja...helgin fór ekki alveg eins og planað!
Fór ekki á sauðamessuna (algjör sauður)...æ, byrjum á byrjuninni!
Fór semsagt suður að Þorlákshöfn aðfaranótt laugardags. Svaf þar úti á söndunum í svefnpokanum mínum góða undir stjörnutjaldinu fallega og neongrænum norðurljósum. Og brimniðurinn í fjarska...
Síðan var vaknað um sjöleytið, borðað og skellt sér í búning og brunað út í sjó með bretti undir hendinni. Jamm, ég fékk að prófa brimbretti hjá skólabróður mínum! Börðumst við öldurnar í einn og hálfan tíma, hann náði að standa nokkrum sinnum á meðan ég og forvitinn selur horfðum á. Ég hins vegar náði einungis að svamla hálf á brettinu..aldrei sitjandi og hvað þá standandi!
Gaman að þessu samt...
Síðan um kvöldið var brunað á Hvanneyri. Eftir góða pizzuveislu var lagt í hann með nokkrum velviljuðum Akureyringum sem skutluðu mér og draslinu mínu á leið sinni norður. Skellti mér í partýgallann og rölti af stað á nýju kránna.
Þar voru saman komnir Hvanneyringar nær og fjær: með glas í hendi, snóker-kjuða eða míkrófón. Stemningin var frábær, og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þessi bar skiptir miklu máli fyrir þetta vaxandi samfélag!
Seinna um kvöldið var ákveðið að drífa sig á dansgólf sveitarinnar. Fyrst var brunað í Valfell, en þar reyndust vera eintómir 18 ára stubbar, efnilegir drykkjurútar sem buðu fylgdarlið mitt (hávaxna körfuboltastráka og bóndasyni) velkomið með ósæmilegum fingrum á lofti og ögrandi munnsöfnuði. Við náðum að hita upp með nokkrum dannsporum á meðan slaglsmálaskýin hrönnuðust upp. Nenntum þessu ekki lengur heldur sigldum í gegnum óveðrið með sterkar 2,10 m háar varnarstoðir okkur til trausts og halds.
Kíktum á þroskaðra liðið í Borgarnesi, Búðarkletti. Þar var troðið út fyrir dyrum á öllum hæðunum þremur. Við þraukuðum af mestu kremjuna og komum okkur fyrir í lausum stólum. Náðum að nýta dansgólfið síðustu 4-5 lögin áður en öllum var sópað út af staðnum. Hörkuskemmtilegt lið sem ég fór með og mikið fjör! Komum heim um hálffimm og viti menn..ennþá var líf á Hvanneyri! Harkan í fólkinu hérna er engu lík! Einstæðu mæðurnar standa sig bara best held ég...

Ný vika gengin í garð, lærdómur og lærdómur framunda....afmæli á fimmtudaginn, sem verður ekkert haldið upp á því ég verð heima í ''höllinni'' minni að naga af mér fingurnar yfir lokaverkefni og prófstressi! En við sjáum nú til hvernig það verður...núna er komin krá í seilingar fjarlægð! (",)

Látið kuldabola ekki buga ykkur!
Dúnni er besti vinur mannsins þessa stundina!

föstudagur, október 07, 2005

Ærleg helgi!!

Jaarm, það er sauðamessa í Borgarnesi á laugardaginn! Dagskráin er ekkert slor..hvet fólk til að mæta!! Fyrir mína kjötparta þá er ég svo gott sem mætt á svæðið og er svona að reyna að fá mitt fólk heima-heima að mæta líka. Verst að eiga ekki dreifbýlistúttur og lopapeysu til að blanda geði við liðið sem verður þarna!
Kosingavakan var í gærkveldi á Mótel Venus þar sem boðið var upp á Hróa pizzur, kjúlla og fleira meðlæti. Skemst er frá því að segja að Hvanneyringar létu ekki segja sér það tvisvar heldur kláruðu allan bjór á barnum og lítið var eftir í sterku deildinni þegar barnum var lokað kl.eitt. Vinnukarlarog fastakúnnar áttu ekki til orð þegar sveitalabbarnir drukku þá undir borðin í orðsins fyllstu!!
Ég rúllaði upp ritstjórnarkosningunum: ég og Eyjólfur úr bændadeild erum semsagt kjörnir fulltrúar á ritstjórnarþing!
Þar fyrir utan var ég valin ritari hjá Lista- og menningaklúbbnum og Ljósmyndaklúbbnum...The Ritari!!
Sólin skín..og ég þarf að þrífa ''húsið''! Drífa það af og koma sér út í blíðuna!!

EF ÞÚ ERT SAUÐUR MEÐ MÖNNUM, ÞÁ MÆTIRU Í BORGARNES Á LAUGARDAGINN!!
SAUÐUMST ÞAR!!
~ .. ~
"
(þetta er kindin Einar!)

miðvikudagur, október 05, 2005

Líðandi vika:

Úffpjúff..það er svo mikið í gangi að það nýjasta hjá mér núna, er að ég snýst í kringum sjálfa mig! Og post-it neonlitaður miði er minn sálufélagi!!
Það sem ég hef verið að gera síðan síðustu skrif:
Fimmtudag: klárað rannsóknarverkefni í aðferðafræði, fjárhúsgrillpartý um kvöldið (mikið gaman og mikið stuð).
Föstudag: kaffiboð hjá formanni útivistaklúbbsins (myndarstrákar hérna..komu með rjúkandi pönnukökur og fleira meðlæti. Yndislegt samfélag hérna, og til mikillar fyrirmyndar!). Svo var farið í bæinn..missti þar með af Catan kvöldi og karamellu ''bökun''!
Laugardag: heilsað betri helmingi fjölskyldunnar, en þau voru að koma frá Danmörku. Tekið minn skerf af nammigóssinu, usb lykil, mp3 spilara, krem og fleira! Síðan var skroppið í bæinn, knúsað góðan vin úr Kvennó og spjallað, keypt CD með tónlist frá Perú og Írlandi. Náð í myndavél sem festi kaup á (Canon 350d)..borðað og svo lagt í hann upp á Hvanneyri. Ég og Halla (form. útivistaklúbbs) vorum semsagt að fara út á Gufuskála. Þar var samæfing björgunarsveita Vesturlands um helgina, og við ætluðum að kíkja í sig-hellaskoðun með fólkinu á sunnudeginum. Ferðin norður/vestur var frábær...við lögðum seint af stað eftir að hafa hrúgað öllu dótinu í aftursætin á Alla (Toyotu pikköpp) og stoppað í grenjandi rigningunni til að festa hlerann yfir pallinum og pumpa lofti í dekkin. Til að stytta sér stundir á leiðinni gerðum við eftirfarandi: borðuðum kex með ostasalati og túnfisksalati við mjög frumstæða aðstæður (engin skeið og ekkert ljós..og á ferð). Einnig var brugðið á leik með því að snara bæjarnöfnum yfir ensku...Slitvindastaðir munu vera Tornwindyplace til dæmis. Ferðinn dróst reyndar mjög á langinn við þennan leik þar sem iðulega þurfti að hægja ferðina til að lesa á skiltin og jafnvel bakka! Umferðin var ekki mikil og til að gera slæmt betra þá töldum við bílana svona: 2 bílar = 12..og 5 bílar = 12.345 bílar. Sem þýðir að við mættum 123.456 bílum! ;)
Sunnudag: eftir að hafa komið seint á Gufuskála og horft á liðið spila partý og co. var farið að sofa, til tæplega níu. Skellt sér í frískandi svala sturtu (ekkert heitt vatn) og lagt í'ann. Vegna veðurs var hætt við upprunalega hellaferðina í Stóra-Saxa og farið í vatnshelli svo enginn þyrfti að húka við hellismunnann í slagveðrinu.
Alls vorum við 15 björgunarsveitarmeðlimir frá Skaganum, Borgarnesi, Kjalarnesi, Hellissandi og eitthvað annað!
Ferðin var frábær..skriðið í drullu til að komast inn í hellinn, sigið niður 7 m klettavegg til að komast inn í botn og svo híft upp aftur eða ''júmmað''. Spilað á munnhörpu og hummað með, gálgahúmor flaug og myndir voru teknar. Og að sjálfsögðu var skipt 5 bollum af rjúkandi góðu kakói á milli allra!!
Þegar komið var upp á yfirborðið tók sólin á móti okkur...eða þá að við lokkuðum hana upp úr dýpinu! Keyrt var heim meðfram syðrihluta nessins og haustlitirnir geisluðu. Sveittur hamborgari með eggi og beikoni er svo góður endapunktur hjá Borgarness sveitinni..og Fjallaljónið-Halla og Súper-María fylgdu með!
Mánudag: karfa kl.07, út að fljúga flugdreka í góða veðrinu eftir skóla, fótbolti kl.18, eldað mat fyrir tvo og kósí heitur pottur fyrir svefninn.
Þriðjudag: farið í Bónus og keypt í matinn, bandí kl.16, unnið stærðfræði verkefni, eldað mat fyrir tvo og farið á haustfund skólafélagsins og kynnt sig. Jamm, ég er búin að bjóða mig fram í ritstjórn skólablaðsins!
Í dag: ganga upp fjall kl.06.30 (æðislegt!!), kosningar í nefndir, fundur hjá lista- og menningaklúbbi kl.17, fundur hjá ljósmyndaklúbbi kl.20.

Og já..þarna einhvers staðar á milli er skóli og lærdómur. (",)