Home at last!
Komin heim eftir annasamt vinnuúthald...sól og gúddí veður nema einn dag; rigning dauðans þann daginn! Viðurkenni fúslega að sólskinsskapið var jafn sjaldséð og þurr blettur þann dag!
Annars ekkert áhugavert í þessu úthaldi..komst bara að því hvað ég er orðin sorgleg eftir nokkura daga fjarri vinum og fleiru!
Þegar í bæinn var komið var strax byrjað að hita upp debetkortið fyrir helgina. Styrkti Skífuna rausnarlega og labbaði út með troðinn poka!
Verslunarmannahelgin fram undan og margir að flýja heimili eða land í leit að skemmtun og fríi. Þóra kvennómær er lögð af stað, og líklega komin til Afríku..áhugasamir fylgist með á síðu Afríkufaranna.
Hvert ég fer eða hvað ég mun gera er ennþá óljóst. Þjóðhátíð í Eyjum er samt ekki á maybe listanum..! En ég vona að fólk eigi eftir að skemmta sér þar eins og annað fólk annars staðar!
Þvottadagar eru framundan hjá mér..annað er óljóst (fyrir utan heimsóknir). Langar að fara til útlanda einn tveir og núna, en það er víst ekki hægt sem stendur! Þarf víst að mæta í GPS mælingar um allt Ísland eftir helgina..en eftir það; who knows?! hehe..
Ég þarf greinilega að fá mér frískt loft..ætla að hætta áður en það vellur upp úr mér meiri vitleysa!
Until later..
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
þriðjudagur, júlí 27, 2004
föstudagur, júlí 16, 2004
Shopping day!
Í dag er útborgunardagur hjá Landsvirkjun og af því tilefni var stefnan tekin á Smáralindina. Ég og Sigurborg brunuðum af stað á Bensinum hans Gulla. Veðrið á höfuðborgarsvæðinu gat ekki verið betra; sól, 19°hiti og bara gott veður!
Byrjuðum á að kíkja á útsölur í Intersport..þar var fjárfest! Síðan lá leiðin í Zöru þar sem mikið var mátað, spekúlerað og fjárfest! Fleiri búðir voru skoðaðar og áfram var haldið að hita debetkortið! Að lokum var farið í Símann-búðina og beðið eftir að röðin kæmi að mér. Loks var mín tala komin upp og ég fékk aðstoð frá myndarlegasta starfsmanninum! Í þeirri búð var sími keyptur: Sony Ericsson T630! Silfraðan/hvítan..very handsome!
Að lokum var dröslast út úr Smáralind, eftir smá nasl..og sest inn í sjóðheitan bílinn! Fjúff, bílakösin á leið útúr bænum! En við komumst á leiðarenda (Kjalarnes) og ég kom tímanlega í ljúffengt grill sem kærasti systur mömmu gerði. Inga og Lars komu frá Danmörku á miðvikudaginn og hafa verið að gera það glimrandi gott í eldhúsinu eins og þeim er lagið! Þau skella sér svo út á land að kíkja á náttúruna og svona á næstunni!
Hmm...hef ekki meira að segja núna.
Heilræði: sparaðu þér 800 kr. og 2-3 klst. af leiðindum þegar Hellboy kemur í bíó! Ég mæli alla veganna ekki með henni!
Í dag er útborgunardagur hjá Landsvirkjun og af því tilefni var stefnan tekin á Smáralindina. Ég og Sigurborg brunuðum af stað á Bensinum hans Gulla. Veðrið á höfuðborgarsvæðinu gat ekki verið betra; sól, 19°hiti og bara gott veður!
Byrjuðum á að kíkja á útsölur í Intersport..þar var fjárfest! Síðan lá leiðin í Zöru þar sem mikið var mátað, spekúlerað og fjárfest! Fleiri búðir voru skoðaðar og áfram var haldið að hita debetkortið! Að lokum var farið í Símann-búðina og beðið eftir að röðin kæmi að mér. Loks var mín tala komin upp og ég fékk aðstoð frá myndarlegasta starfsmanninum! Í þeirri búð var sími keyptur: Sony Ericsson T630! Silfraðan/hvítan..very handsome!
Að lokum var dröslast út úr Smáralind, eftir smá nasl..og sest inn í sjóðheitan bílinn! Fjúff, bílakösin á leið útúr bænum! En við komumst á leiðarenda (Kjalarnes) og ég kom tímanlega í ljúffengt grill sem kærasti systur mömmu gerði. Inga og Lars komu frá Danmörku á miðvikudaginn og hafa verið að gera það glimrandi gott í eldhúsinu eins og þeim er lagið! Þau skella sér svo út á land að kíkja á náttúruna og svona á næstunni!
Hmm...hef ekki meira að segja núna.
Heilræði: sparaðu þér 800 kr. og 2-3 klst. af leiðindum þegar Hellboy kemur í bíó! Ég mæli alla veganna ekki með henni!
þriðjudagur, júlí 13, 2004
Framhald um vegalagnir á Íslandi:
Rakst á grein á mbl.is um svæðið þar sem ég er að vinna. Eflaust eru ekki allir með það á hreinu að hluti þessa svæðis er FRIÐLAND, sem þýðir; þótt vegirnir séu ekki góðir þá er þér ekki gefinn réttur til að búa til nýjan! Gildir um mörg önnur svæði á landinu okkar þar sem gróður er oft viðkvæmur fyrir svona dekkjaspásseríi!!
Í morgunn leit Fjallabakið út eins og eyðimerkursenan í The Mummy...hvasst er á þessu svæði og sandurinn fýkur um eins og skafrenningur. Og þess vegna sit ég í hægindum mínum inná skrifstofu vatnamælingafólksins hér í Búrfelli, og er að skrifa það nýjasta! Vorum að borða hádegismat áðan og eftir smástund ætlum við að þrífa kaggann og við stelpurnar ætlum að læra að færa gögn inn í tölvu..til að friða samvisku yfirmannsins yfir því að vera ekki að mæla í dag!
Frá því í gær: vorum rosadúleg að mæla, komum seint heim um kvöldið. Horfði á Shrek 2 með Kára og Búrfellskrökkum, hún er geðveik! Síðan fóru þau út í fótbolta, en ég, Kári og Erla sátum inni í Celicunni hans Kára og horfðum á fótboltatilburði þeirra í gegnum framrúðuna.
Í dag á að kíkja í Árnes á þeim bíl og kaupa sér eitthvað í gogginn!
Þannig að í stuttu máli sagt um daginn í dag: leti!
Á morgunn: mæla, fara heim og verða borgarbarn!
Rakst á grein á mbl.is um svæðið þar sem ég er að vinna. Eflaust eru ekki allir með það á hreinu að hluti þessa svæðis er FRIÐLAND, sem þýðir; þótt vegirnir séu ekki góðir þá er þér ekki gefinn réttur til að búa til nýjan! Gildir um mörg önnur svæði á landinu okkar þar sem gróður er oft viðkvæmur fyrir svona dekkjaspásseríi!!
Í morgunn leit Fjallabakið út eins og eyðimerkursenan í The Mummy...hvasst er á þessu svæði og sandurinn fýkur um eins og skafrenningur. Og þess vegna sit ég í hægindum mínum inná skrifstofu vatnamælingafólksins hér í Búrfelli, og er að skrifa það nýjasta! Vorum að borða hádegismat áðan og eftir smástund ætlum við að þrífa kaggann og við stelpurnar ætlum að læra að færa gögn inn í tölvu..til að friða samvisku yfirmannsins yfir því að vera ekki að mæla í dag!
Frá því í gær: vorum rosadúleg að mæla, komum seint heim um kvöldið. Horfði á Shrek 2 með Kára og Búrfellskrökkum, hún er geðveik! Síðan fóru þau út í fótbolta, en ég, Kári og Erla sátum inni í Celicunni hans Kára og horfðum á fótboltatilburði þeirra í gegnum framrúðuna.
Í dag á að kíkja í Árnes á þeim bíl og kaupa sér eitthvað í gogginn!
Þannig að í stuttu máli sagt um daginn í dag: leti!
Á morgunn: mæla, fara heim og verða borgarbarn!
laugardagur, júlí 10, 2004
Fréttir af Fjallabaki:
Hurray! En þið heppin..ég komst í tölvu og get skrifað eitthvað á vefritið mitt!
Hér að Fjallabaki-Nyrðra er allt að frétta..hitinn er meiri en ég hélt að hann myndi verða: um daginn fór hann upp í 19°stig og þá var sko erfitt að mæla!
..ef fólk tengir ekki nafnið Fjallabak við eitthvað sem það þekkir, þá liggur Fjallabak um Landmannalaugar meðal annars!
Vegirnir þarna eru gott dæmi um íslenska veglagningu..ég held að ég sé varanlega sködduð á vinstra kinnbeininu og augnbeininu eftir að hafa skallað hliðar bílsins þó nokkur skipti á ferð okkar um svæðið! Hef verið að velta fyrir mér hugsanagangi veglagningafólks í den..tek enga ábyrgð á orðum mínum! Here it goes...(vegaarkitektinn að hugsa) hmm..hvernig er hægt að gera veginn sem áhrifaríkastann?..ég veit! Best að byrja á sikksakk slaufum á svona 2 km kafla, síðan plöntum við einni U-beygju hér..langt síðan við höfðum blindhæðir; best að smella nokkrum þarna! Og svo til að bæta smá kryddi í tilveru bílstjórans þá getum við sett nokkra fáránlega bratta vegspotta á þessu svæði! Svo bara spilum við bara úr þessu eins og við getum; reyna að hafa vegina eins fáránlega og hægt er, ekki endilega vera að fara eftir því hvernig landið liggur...getum alltaf bætt við einum og einum hól ef þess þarf!
Já, þarna hafiði það!
Er semsagt búin að vera að kúldrast í svona 20 fermetra hytte með tveimur úr vinnunni síðustu daga. Þarna inni rúmast einungis kojur, valt borð og lítil gashella..no refrigerator! Núna um helgina er í fyrsta skipti sem ég hef séð TV/örbylgjuofn/ísskáp/tölvur/internet og getað nýtt mér þá tækni! Það sem hefur haldið mér frá meiri geðveilu en mér er ætlað er eftirfarandi: heimsókn til Gumma Drekaflugu (þær eiga vonandi eftir að verða fleiri) og til Kára Búrfellsvinar míns, náttúran, eyrnatappar og góð bók..og svo tilhugsunin um að fara heim bráðum! Get sofið í mínu eigin rúmi, verið með familíu og hitt vini, verslað frá mér allt vit, hitt vinkonu mína frá Ítalíu og verið í bænum...kannski jammað eitthvað!
Að lokum: furðudýrin að Fjallabaki!
Á mjög svo rykugum veginum hafa sést eftirfarandi: Hjólreiðamenn hvaðanæva að (oft myndarlegir ungir menn með stælta kálfa..einn þeirra reyndist vera kona við nánari athugun okkar!), hestafólk og hestabuna með sem traðkar allt niður á friðlandinu, óteljandi rútur sem stynja upp og niður brekkurnar með veifandi ferðafólk innanborðs, Suzuki Jimmy (for cryin' out loud) bílar til leigu, oftast erlendir ferðamenn..sem oft eru með video kameru í hendi og taka alla ferðina upp (ófáar myndir af mér þar inná). Hvernig bílaleigunum dettur í hug að leigja svona..jeppa wannabe, fólki sem er að fara að ferðast um landið þar sem óbrúaðar ár eru og fleira!
Held að pistlinum í dag sé lokið, veriði sæl að sinni!
(Ætla að huga að eldrauðu/útiteknu andliti mínu og fara að horfa á TV/Video/DVD..það er laugardagur núna og ég á nammi!) :þ
Og bendi á að Sigurlaug, fyrrverandi 4NF-ingur við Kvennaskólann, er byrjuð að vefritast (hér til hliðar: Sigurlaug snillingur)..''til að lífga upp á skammdegið'' er einkarlega skemmtilegt og ætla ég mér að prófa eitthvert af þessu í vetur (kannski eru allir búnir að sjá þetta nema ég)!
Hurray! En þið heppin..ég komst í tölvu og get skrifað eitthvað á vefritið mitt!
Hér að Fjallabaki-Nyrðra er allt að frétta..hitinn er meiri en ég hélt að hann myndi verða: um daginn fór hann upp í 19°stig og þá var sko erfitt að mæla!
..ef fólk tengir ekki nafnið Fjallabak við eitthvað sem það þekkir, þá liggur Fjallabak um Landmannalaugar meðal annars!
Vegirnir þarna eru gott dæmi um íslenska veglagningu..ég held að ég sé varanlega sködduð á vinstra kinnbeininu og augnbeininu eftir að hafa skallað hliðar bílsins þó nokkur skipti á ferð okkar um svæðið! Hef verið að velta fyrir mér hugsanagangi veglagningafólks í den..tek enga ábyrgð á orðum mínum! Here it goes...(vegaarkitektinn að hugsa) hmm..hvernig er hægt að gera veginn sem áhrifaríkastann?..ég veit! Best að byrja á sikksakk slaufum á svona 2 km kafla, síðan plöntum við einni U-beygju hér..langt síðan við höfðum blindhæðir; best að smella nokkrum þarna! Og svo til að bæta smá kryddi í tilveru bílstjórans þá getum við sett nokkra fáránlega bratta vegspotta á þessu svæði! Svo bara spilum við bara úr þessu eins og við getum; reyna að hafa vegina eins fáránlega og hægt er, ekki endilega vera að fara eftir því hvernig landið liggur...getum alltaf bætt við einum og einum hól ef þess þarf!
Já, þarna hafiði það!
Er semsagt búin að vera að kúldrast í svona 20 fermetra hytte með tveimur úr vinnunni síðustu daga. Þarna inni rúmast einungis kojur, valt borð og lítil gashella..no refrigerator! Núna um helgina er í fyrsta skipti sem ég hef séð TV/örbylgjuofn/ísskáp/tölvur/internet og getað nýtt mér þá tækni! Það sem hefur haldið mér frá meiri geðveilu en mér er ætlað er eftirfarandi: heimsókn til Gumma Drekaflugu (þær eiga vonandi eftir að verða fleiri) og til Kára Búrfellsvinar míns, náttúran, eyrnatappar og góð bók..og svo tilhugsunin um að fara heim bráðum! Get sofið í mínu eigin rúmi, verið með familíu og hitt vini, verslað frá mér allt vit, hitt vinkonu mína frá Ítalíu og verið í bænum...kannski jammað eitthvað!
Að lokum: furðudýrin að Fjallabaki!
Á mjög svo rykugum veginum hafa sést eftirfarandi: Hjólreiðamenn hvaðanæva að (oft myndarlegir ungir menn með stælta kálfa..einn þeirra reyndist vera kona við nánari athugun okkar!), hestafólk og hestabuna með sem traðkar allt niður á friðlandinu, óteljandi rútur sem stynja upp og niður brekkurnar með veifandi ferðafólk innanborðs, Suzuki Jimmy (for cryin' out loud) bílar til leigu, oftast erlendir ferðamenn..sem oft eru með video kameru í hendi og taka alla ferðina upp (ófáar myndir af mér þar inná). Hvernig bílaleigunum dettur í hug að leigja svona..jeppa wannabe, fólki sem er að fara að ferðast um landið þar sem óbrúaðar ár eru og fleira!
Held að pistlinum í dag sé lokið, veriði sæl að sinni!
(Ætla að huga að eldrauðu/útiteknu andliti mínu og fara að horfa á TV/Video/DVD..það er laugardagur núna og ég á nammi!) :þ
Og bendi á að Sigurlaug, fyrrverandi 4NF-ingur við Kvennaskólann, er byrjuð að vefritast (hér til hliðar: Sigurlaug snillingur)..''til að lífga upp á skammdegið'' er einkarlega skemmtilegt og ætla ég mér að prófa eitthvert af þessu í vetur (kannski eru allir búnir að sjá þetta nema ég)!
sunnudagur, júlí 04, 2004
Bara smá í viðbót áður en ég sef mína síðustu nótt hér heima..
..lenti inn á óruglaðri stöð 2 og þá vildi svo til að þáttur með Opruh var að byrja! Og þá vildi svo yndislega til að Brad Pitt var að koma til hennar! Aaaahhh!!
Hann hefur eitthvað vit á milli eyrnanna..annað en glansmyndir eins og t.d. Figo! En ég veit ekki hversu góð ég er í að lesa úr svip og tali en maður var nú farin að hálf skammast sín fyrir kynsystur sínar þarna..grey maðurinn mátti ekki brosa eða hreyfa sig þá veinuðu þær og ef hann sagði eitthvað sætt þá voru þær allar 'ooohhh'!
En hann á heima í sviðsljósinu, og nýgræðingar eins og Eric Bana fékk svo mikið sem eina spurningu til að svara í þættinum, svo ekki meir! Og það er ekki hægt að neyta því að Pitt er flottur..en viðbrögðin og látalætin í kringum hann í þessum eina þætti var eiginlega of mikið fyrir mig!
EN yfir í annað!
Er eiginlega ánægð með að Grikkland sé Evrópumeistarar..góðir spilarar og mynda saman gott lið þótt leiðinda þýska taktíkin sé ráðandi!
Hlustaði á Tvíhöfða lýsa leiknum og það var mjög áhugavert að hlusta á þótt þeir hafi verið leiðinlegir á kafla!
Metallica tónleikar í gangi..darn!
..lenti inn á óruglaðri stöð 2 og þá vildi svo til að þáttur með Opruh var að byrja! Og þá vildi svo yndislega til að Brad Pitt var að koma til hennar! Aaaahhh!!
Hann hefur eitthvað vit á milli eyrnanna..annað en glansmyndir eins og t.d. Figo! En ég veit ekki hversu góð ég er í að lesa úr svip og tali en maður var nú farin að hálf skammast sín fyrir kynsystur sínar þarna..grey maðurinn mátti ekki brosa eða hreyfa sig þá veinuðu þær og ef hann sagði eitthvað sætt þá voru þær allar 'ooohhh'!
En hann á heima í sviðsljósinu, og nýgræðingar eins og Eric Bana fékk svo mikið sem eina spurningu til að svara í þættinum, svo ekki meir! Og það er ekki hægt að neyta því að Pitt er flottur..en viðbrögðin og látalætin í kringum hann í þessum eina þætti var eiginlega of mikið fyrir mig!
EN yfir í annað!
Er eiginlega ánægð með að Grikkland sé Evrópumeistarar..góðir spilarar og mynda saman gott lið þótt leiðinda þýska taktíkin sé ráðandi!
Hlustaði á Tvíhöfða lýsa leiknum og það var mjög áhugavert að hlusta á þótt þeir hafi verið leiðinlegir á kafla!
Metallica tónleikar í gangi..darn!
Portúgal vs. Grikkland!
Allir sem hafa tíma kveiki á skjánum til að horfa á leikinn..og kveikið einnig á fm 90.9 til að hlusta á framandi lýsingu á leiknum! Jón Gnarr og Sigurjón stóðu sig með prýði sem lýsendur á HM held ég alveg örugglega..skrautlegar og öðruvísi lýsingar!
Ein hugvelta eða mind-trundle: þegar maður mætir/sér manneskju þá mótaru þér grunnímynd af henni útfrá útlitinu. Síðar, ef þú gerist svo heppinn að fá að kynnast henni þá byrjaru að breyta ímyndinni annað hvort til hins betra eða verra eftir því hvernig persónuleiki hennar er. Þetta held ég samt að sé mismunandi eftir því hvernig aðstæður eru..eða hvors kyns 'mótarinn' er!
Ekki spurja af hverju ég er að spæla í þessu..held að ég sé búin að hanga alltof lengi inn að gera ekki neitt nema hlusta á Eurovision aftur og aftur (mín elskulegu systkin eru hooked á þessu væli!).
Síðasta vefritsuppfærsla mín í bili..langar að hafa eitthvað merkilegt en mér dettur ekkert í hug! Næstu skrif verða ekki fyrr en í 1.lagi miðvikudaginn 14.júli (djö er stutt eftir af sumrinu!). Hafið það gott á meðan!
Hey..las í fréttablaðinu að ísbirnir hafa svarta húð og að feldurinn (hárin) séu gagnsæ! Þarf nú eitthvað að athuga þetta nánar..interesting though!
Legg af stað austur á morgunn..Fjallabak-Nyrðra jahú!
Allir sem hafa tíma kveiki á skjánum til að horfa á leikinn..og kveikið einnig á fm 90.9 til að hlusta á framandi lýsingu á leiknum! Jón Gnarr og Sigurjón stóðu sig með prýði sem lýsendur á HM held ég alveg örugglega..skrautlegar og öðruvísi lýsingar!
Ein hugvelta eða mind-trundle: þegar maður mætir/sér manneskju þá mótaru þér grunnímynd af henni útfrá útlitinu. Síðar, ef þú gerist svo heppinn að fá að kynnast henni þá byrjaru að breyta ímyndinni annað hvort til hins betra eða verra eftir því hvernig persónuleiki hennar er. Þetta held ég samt að sé mismunandi eftir því hvernig aðstæður eru..eða hvors kyns 'mótarinn' er!
Ekki spurja af hverju ég er að spæla í þessu..held að ég sé búin að hanga alltof lengi inn að gera ekki neitt nema hlusta á Eurovision aftur og aftur (mín elskulegu systkin eru hooked á þessu væli!).
Síðasta vefritsuppfærsla mín í bili..langar að hafa eitthvað merkilegt en mér dettur ekkert í hug! Næstu skrif verða ekki fyrr en í 1.lagi miðvikudaginn 14.júli (djö er stutt eftir af sumrinu!). Hafið það gott á meðan!
Hey..las í fréttablaðinu að ísbirnir hafa svarta húð og að feldurinn (hárin) séu gagnsæ! Þarf nú eitthvað að athuga þetta nánar..interesting though!
Legg af stað austur á morgunn..Fjallabak-Nyrðra jahú!
laugardagur, júlí 03, 2004
Laugardagur..
Bwah..Tékkland komst ekki áfram! Og nú er Grikkland og Portúgal að fara að spila um evrópumeistaratitilinn 2004! Fótbolti er hin ágætis skemmtun fyrir konur þótt þær skilji ekkert í leiknum kannski..og nú er ég ekki með fordóma gagnvart kynsystrum mínum..ég veit að þær eru ófáar sem ekki nenna að fylgjast með þessu! Ég er smá bulla í mér þar sem ég, forðum daga, spilaði sjálf fótbolta og var mikið inn í leikjunum sem voru í gangi. En núna er maður svona hálf ruglaður..margir nýjir komnir inn og sonna! Maður er orðinn doldið ryðgaður! En þessir nýju eru ágætis kroppar..eins og Ronaldo hjá Portúgölum og fleiri! :)
En andlitsfríðasti maðurinn í keppninni (með meiru) er (eiginlega var) að mínu mati Pavel Nedved, fyrirliði Tékkneska liðsins. Synd að þeir skyldu detta út, bæði útaf því að þeir voru með fantagott lið og skemmtilegt, og svo útaf honum! Hann er svona Aragorn fótboltans..ljósari týpan af Aragorn!
Og yfir í allt annað..var að skoða tímarit moggans og er ennþá að lækka reiði mína um nokkur desibil eftir lesningu blaðsins. Var að lesa um Víetnam og hversu mikið er búið að ganga yfir land og þjóð þar! Við erum að tala um að allur trjágróður var eyðilagður með hættulegasta eitri heims og þessu eitri var barað frussað yfir allt landið, sama hvort eitthvað fólk væri úti..hvað er að?!? Og nú framfleyta konurnar fjölskyldunni þar sem eiginmennirnir og börnin eru annað hvort fötluð eða heilsutæp! Og þarna er örugglega ríkt í þjóðarsálinni að maðurinn eigi að sjá fyrir fjölskyldunni, hugsið ykkur hvaða áhrif þetta hefur á samfélagið..fyrir utan allar aðrar afleiðingar stríðanna sem þarna hafa geisað.
En ég er að hugsa um að fara að horfa á mynd um baráttu sem átti sér stað á öðrum tíma, á öðrum stað: Braveheart! Verð að viðurkenna strax að ég hef aldrei séð hana...keypti hana um daginn og ætla að gerast svo fræg að berja hana augum nú í kvöld!
Vona að helgin hafi verið ánægjuleg hjá ykkur! Góða vinnuviku..
Bwah..Tékkland komst ekki áfram! Og nú er Grikkland og Portúgal að fara að spila um evrópumeistaratitilinn 2004! Fótbolti er hin ágætis skemmtun fyrir konur þótt þær skilji ekkert í leiknum kannski..og nú er ég ekki með fordóma gagnvart kynsystrum mínum..ég veit að þær eru ófáar sem ekki nenna að fylgjast með þessu! Ég er smá bulla í mér þar sem ég, forðum daga, spilaði sjálf fótbolta og var mikið inn í leikjunum sem voru í gangi. En núna er maður svona hálf ruglaður..margir nýjir komnir inn og sonna! Maður er orðinn doldið ryðgaður! En þessir nýju eru ágætis kroppar..eins og Ronaldo hjá Portúgölum og fleiri! :)
En andlitsfríðasti maðurinn í keppninni (með meiru) er (eiginlega var) að mínu mati Pavel Nedved, fyrirliði Tékkneska liðsins. Synd að þeir skyldu detta út, bæði útaf því að þeir voru með fantagott lið og skemmtilegt, og svo útaf honum! Hann er svona Aragorn fótboltans..ljósari týpan af Aragorn!
Og yfir í allt annað..var að skoða tímarit moggans og er ennþá að lækka reiði mína um nokkur desibil eftir lesningu blaðsins. Var að lesa um Víetnam og hversu mikið er búið að ganga yfir land og þjóð þar! Við erum að tala um að allur trjágróður var eyðilagður með hættulegasta eitri heims og þessu eitri var barað frussað yfir allt landið, sama hvort eitthvað fólk væri úti..hvað er að?!? Og nú framfleyta konurnar fjölskyldunni þar sem eiginmennirnir og börnin eru annað hvort fötluð eða heilsutæp! Og þarna er örugglega ríkt í þjóðarsálinni að maðurinn eigi að sjá fyrir fjölskyldunni, hugsið ykkur hvaða áhrif þetta hefur á samfélagið..fyrir utan allar aðrar afleiðingar stríðanna sem þarna hafa geisað.
En ég er að hugsa um að fara að horfa á mynd um baráttu sem átti sér stað á öðrum tíma, á öðrum stað: Braveheart! Verð að viðurkenna strax að ég hef aldrei séð hana...keypti hana um daginn og ætla að gerast svo fræg að berja hana augum nú í kvöld!
Vona að helgin hafi verið ánægjuleg hjá ykkur! Góða vinnuviku..
fimmtudagur, júlí 01, 2004
Hvassviðrishugrenningar...
Nú þegar hvasst var á suðurlandinu og maður heyrði margan manninn tala um eitthvað sem hann sá, sem mér fannst ekkert merkilegt. Þá gerði ég mér grein fyrir einu...sem Kjalnesingur þá eru margir hlutir sem mér finnast hversdagslegir sem aðrir sjá sjaldan, eins og: þegar hvasst er á nesinu hef ég horft á rúðurnar í húsinu dúa ískyggilega mikið inn og út, ég hef séð bæjarlækinn okkar fjúka upp fjallið í stað þess að falla niður sem lítill foss..með öðrum orðum 'going back to where it came from!' Einnig hef ég séð grasið bylgjast eins og stór silkidúkur í vindi og fugla fjúka afturábak í hvassviðrinu..
En hvað um það..það sem er nýtt fyrir mér er eftirfarandi sem ég hef reynt síðustu dögum í landmælingunum:
- fengið mér víetnamskar núðlur
- synt í 1 m djúpri laug
- sparkað upp ryki á Sprengisandi
- þrammað áfram í snjóroki, í enda júní
- sopið af Skjálfandafljóti
- gengið í gæsaskít
- barið Mývatns svæðið augum
- fengið mér Selsborgara í Selinu, Mývatni
- horft á EM útum allar trissur með heimafólki
- fengið mér norðlenskt flatbrauð..sem er ekki jafn gott og flatkökur
- séð offramboðið af heyi, afgangsrúllur sem búið er að dömpa útum allt landið
- látið sveitaloftið og slagviðrið á suðurlandi leika um hálft andlitið (hinn helmingurinn undir trefli)
- borðað salat, hamborgara og franskar á korteri
og margt annað sem ég er ekki vön að gera hversdagslega!
Svo er maður komin heim í hitastækjuna..18° hiti, á meðan hitinn rétt skreið upp í 5° þegar við vorum að keyra Fjallabak-Nyrðra..brr, það verður fjör að mæla þar núna í júlí! Sá þar einmitt sandstrók, svona extra small tornado!
Núna er ég að velta fyrir mér hvort maður eigi að yfirgefa þægindi heimahaganna og leggja í útilegu með vinum, yfir helgina..og svo fara í vinnuna í 10 daga! Nýbúin að taka upp úr töskunni og þá á að setja niður aftur! En þetta myndi óneitanlega verða skemmtilegt..hmm. Æi, ég er svo löt!
Pabbi náði í árbókina fyrir mig í gær..fíneríis bók, fyrir utan skammarlega margar stafsetingar/innsláttarvillur!! Þetta er bara fáranlegt hvernig gengið hefur verið frá þessu..garanterað enginn sem hefur prófarkalesið Egluna okkar!
Jæja, nú þarf ég að fara að kveikja undir kartöflunum og velta fyrir mér hvernig ég ætla að hafa helgina!
Nú þegar hvasst var á suðurlandinu og maður heyrði margan manninn tala um eitthvað sem hann sá, sem mér fannst ekkert merkilegt. Þá gerði ég mér grein fyrir einu...sem Kjalnesingur þá eru margir hlutir sem mér finnast hversdagslegir sem aðrir sjá sjaldan, eins og: þegar hvasst er á nesinu hef ég horft á rúðurnar í húsinu dúa ískyggilega mikið inn og út, ég hef séð bæjarlækinn okkar fjúka upp fjallið í stað þess að falla niður sem lítill foss..með öðrum orðum 'going back to where it came from!' Einnig hef ég séð grasið bylgjast eins og stór silkidúkur í vindi og fugla fjúka afturábak í hvassviðrinu..
En hvað um það..það sem er nýtt fyrir mér er eftirfarandi sem ég hef reynt síðustu dögum í landmælingunum:
- fengið mér víetnamskar núðlur
- synt í 1 m djúpri laug
- sparkað upp ryki á Sprengisandi
- þrammað áfram í snjóroki, í enda júní
- sopið af Skjálfandafljóti
- gengið í gæsaskít
- barið Mývatns svæðið augum
- fengið mér Selsborgara í Selinu, Mývatni
- horft á EM útum allar trissur með heimafólki
- fengið mér norðlenskt flatbrauð..sem er ekki jafn gott og flatkökur
- séð offramboðið af heyi, afgangsrúllur sem búið er að dömpa útum allt landið
- látið sveitaloftið og slagviðrið á suðurlandi leika um hálft andlitið (hinn helmingurinn undir trefli)
- borðað salat, hamborgara og franskar á korteri
og margt annað sem ég er ekki vön að gera hversdagslega!
Svo er maður komin heim í hitastækjuna..18° hiti, á meðan hitinn rétt skreið upp í 5° þegar við vorum að keyra Fjallabak-Nyrðra..brr, það verður fjör að mæla þar núna í júlí! Sá þar einmitt sandstrók, svona extra small tornado!
Núna er ég að velta fyrir mér hvort maður eigi að yfirgefa þægindi heimahaganna og leggja í útilegu með vinum, yfir helgina..og svo fara í vinnuna í 10 daga! Nýbúin að taka upp úr töskunni og þá á að setja niður aftur! En þetta myndi óneitanlega verða skemmtilegt..hmm. Æi, ég er svo löt!
Pabbi náði í árbókina fyrir mig í gær..fíneríis bók, fyrir utan skammarlega margar stafsetingar/innsláttarvillur!! Þetta er bara fáranlegt hvernig gengið hefur verið frá þessu..garanterað enginn sem hefur prófarkalesið Egluna okkar!
Jæja, nú þarf ég að fara að kveikja undir kartöflunum og velta fyrir mér hvernig ég ætla að hafa helgina!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)