Árið 2012
Gömlu dagana gefðu mér,
þá gat ég verið einn með þér,
nú tæknin geggjuð orðin er
gömlu dagana gefðu mér.
...
Mig dreymdi að væri komið árið 2012
Mig dreymdi að væri komið árið 2012
þeir tunglið höfðu malbikað og steypt í hólf og gólf.
Já veröldin var skrýtin það var allt orðið breytt
því vélar unnu störfin og enginn gerði neitt.
...
Og ekki hafði neitt að gera útvarpsstjóri vor,
því yfirmaður hans var lítill vasa transistor.
Og þingmennirnir okkar voru ei með fulle femm,
því forsætisráðherrann var gamall IBM.
~ : ~
Gömlu dagana.....já það er margt að rætast úr þessu gamla lagi, nema kannski framkvæmdir á tunglinu! Svartsýnar spár um djúpsteikta "le crèpes" Íslendinga en hver veit nema þetta verði ekkert mál, bara eins og hvert annað skammdegisþunglyndi. Síðan árið 2012 verðum við búin að slá nýtt heimsmet í jákvæðni, bjartsýni og framkvæmdagleði á ný..og jafnvel búin að malbika á tunglinu og byggja orlofshús fyrir nýju bankastjórana og ráðherra!
...
Sjibbí! Nú er hægt að "gegna" mig (ekki gúgla)! Lokaverkefnið mitt (B.Sc.) er komið inn á gegnir.is..veit ekki alveg hvað mér finnst um það að Jón útí bæ geti skoðað verkið, en ég vona að þetta sé bara ágætis rit! :þ
...
Framundan hjá mér: verkleg helgi í EMT-B náminu, stutt í fimm tuga afmæli móður minnar, prófahelgi í EMT-B náminu og starfsþjálfun síðustu helgina fyrir jól..og svo jól!
~ : ~
Engin ummæli:
Skrifa ummæli