Snjórinn er kominn að kveða burt..óbeyglaða bíla!
Grunaði ekki Gvend?! Alla veganna ekki mig..ég hefði hlegið af þeim sem sagt mér að það myndi vera snjór á grundu í heila viku..fyrir jól!
Daginn sem það snjóaði hvað mest var ég heima en var svo kölluð í vinnu klukkan fimm. Þar sem enginn bíll var heima (bróður mínum tókst að skauta aftan á bíl á ljósi og var því ennþá í bænum) tók ég strætó í bæinn. Það var byrjað að skafa heldur mikið þegar ég labbaði upp í skýlið. Skyggnið var svona 50 metrar..enda var ég um tvo tíma að komast niður í Baðhúsið í staðin fyrir hinar venjulegu 30-40 mínútur..
Skrýtin stemning úti þann daginn: mjög fáir bílar á ferð, fáar manneskjur úti...stóð í strætóskýli í Mosó. Horfði fram fyrir mig og sá: unga móður með barn í körfu, að rembast við að halda teppinu yfir körfunni svo snjófokið færi ekki á barnið. Annars var útsýnið ekkert meira en niðursnjóað landslag og svo einn og einn bíll sem skautaði fram hjá.
Anyways, það var óvissuferð/jamm í hinni vinnunni minni á laugardaginn var..en líka tvítugsafmæli hjá Hönnu Lilju..og hjá Sigurborgu. Óvissan byrjaði klukkan fimm með einum Tuborg og náttfötum sem við vorum klæddar í. Svo fengum við vísbendingu og okkur sparkað út í mannhafið í Kringlunni! Vúúíí! Svo var hver vísbendingin á fætur annarri rakin um alla Kringluna og við látnar leysa verkefni: syngja lög fyrir framan viðskiptavini, labba inn í vínbúðina með WC pappír í hönd og staupa á Kringlukránni!
Fengum samt að sleppa við að bjóða litlum börnum með okkur í leiktæki..enda hefðu krakkarnir eflaust rekið upp gól þegar hópur af skvísum í náttfötum hefði reynt að bjóða þeim í leiktæki með sér!
Eftir þetta var boðið upp á flatböku og meiri bjór...og svo lá leið okkar inn á Ölver þar sem lungu voru þanin og lögum nauðgað í nokkra tíma! Og að sjálfsögðu voru vættar kverkar þess á milli!
Að lokum var keyrt á Pravda..og ekki stoppaði söngurinn þó væri verið að keyra á næsta áfangastað! Á pravda fengum við meiri mjólk og meira gaman!
Ég kíkti smá í afmælið til Hönnu Lilju þar sem var líka söngur og gleði! Svo fór ég aftur á Pravda en þar voru einungis 3 stelpur eftir af liðinu. Endaði með því að bílstjórinn fór heim og ein var skilin eftir á Pravda. 2 gellur lögðu af stað í leiðangur...sem endaði á Hverfisbarnum! Dansað og annað..til svona fjögur, þá fórum við að huga að ferð á gististaði okkar!
Rakst á afmælisbarnið hana Hönnu Lilju að vaða snjóinn rétt hjá taxi pleisinu!
En annað..strandastrákarnir voru með tónleika síðastliðið kvöld...ég er svo lítið inni í því máli að ég veit ekki einu sinni hvar þeir voru, en fáir staðir koma til greina þannig ég giska á Laugardalshöll!
Annað að skrifa um hef ég ekki í erminni..kemur inn síðar í þessu vikulega-hálfsmánaðarlega vefriti!! Rosalega er ég orðinn 'þykjast vera upptekin'!! hmm...
En kíktu á þetta...drengilegir íþróttamenn og sonna!
Grunaði ekki Gvend?! Alla veganna ekki mig..ég hefði hlegið af þeim sem sagt mér að það myndi vera snjór á grundu í heila viku..fyrir jól!
Daginn sem það snjóaði hvað mest var ég heima en var svo kölluð í vinnu klukkan fimm. Þar sem enginn bíll var heima (bróður mínum tókst að skauta aftan á bíl á ljósi og var því ennþá í bænum) tók ég strætó í bæinn. Það var byrjað að skafa heldur mikið þegar ég labbaði upp í skýlið. Skyggnið var svona 50 metrar..enda var ég um tvo tíma að komast niður í Baðhúsið í staðin fyrir hinar venjulegu 30-40 mínútur..
Skrýtin stemning úti þann daginn: mjög fáir bílar á ferð, fáar manneskjur úti...stóð í strætóskýli í Mosó. Horfði fram fyrir mig og sá: unga móður með barn í körfu, að rembast við að halda teppinu yfir körfunni svo snjófokið færi ekki á barnið. Annars var útsýnið ekkert meira en niðursnjóað landslag og svo einn og einn bíll sem skautaði fram hjá.
Anyways, það var óvissuferð/jamm í hinni vinnunni minni á laugardaginn var..en líka tvítugsafmæli hjá Hönnu Lilju..og hjá Sigurborgu. Óvissan byrjaði klukkan fimm með einum Tuborg og náttfötum sem við vorum klæddar í. Svo fengum við vísbendingu og okkur sparkað út í mannhafið í Kringlunni! Vúúíí! Svo var hver vísbendingin á fætur annarri rakin um alla Kringluna og við látnar leysa verkefni: syngja lög fyrir framan viðskiptavini, labba inn í vínbúðina með WC pappír í hönd og staupa á Kringlukránni!
Fengum samt að sleppa við að bjóða litlum börnum með okkur í leiktæki..enda hefðu krakkarnir eflaust rekið upp gól þegar hópur af skvísum í náttfötum hefði reynt að bjóða þeim í leiktæki með sér!
Eftir þetta var boðið upp á flatböku og meiri bjór...og svo lá leið okkar inn á Ölver þar sem lungu voru þanin og lögum nauðgað í nokkra tíma! Og að sjálfsögðu voru vættar kverkar þess á milli!
Að lokum var keyrt á Pravda..og ekki stoppaði söngurinn þó væri verið að keyra á næsta áfangastað! Á pravda fengum við meiri mjólk og meira gaman!
Ég kíkti smá í afmælið til Hönnu Lilju þar sem var líka söngur og gleði! Svo fór ég aftur á Pravda en þar voru einungis 3 stelpur eftir af liðinu. Endaði með því að bílstjórinn fór heim og ein var skilin eftir á Pravda. 2 gellur lögðu af stað í leiðangur...sem endaði á Hverfisbarnum! Dansað og annað..til svona fjögur, þá fórum við að huga að ferð á gististaði okkar!
Rakst á afmælisbarnið hana Hönnu Lilju að vaða snjóinn rétt hjá taxi pleisinu!
En annað..strandastrákarnir voru með tónleika síðastliðið kvöld...ég er svo lítið inni í því máli að ég veit ekki einu sinni hvar þeir voru, en fáir staðir koma til greina þannig ég giska á Laugardalshöll!
Annað að skrifa um hef ég ekki í erminni..kemur inn síðar í þessu vikulega-hálfsmánaðarlega vefriti!! Rosalega er ég orðinn 'þykjast vera upptekin'!! hmm...
En kíktu á þetta...drengilegir íþróttamenn og sonna!