þriðjudagur, febrúar 28, 2006

A baby what?

Stundum geta súperhæfileikar verið þreytandi...til dæmis ofurþefskynið sem ég hef veldur því að á kvöldin ríf ég upp gluggann og kæli herbergið niður fyrir núllið til að losna við kæfandi rettufnykinn sem læðist inn til mín..þegar einhver kveikir sér í frammi á gangi rétt áður hann smeygir út til að smóka. Við veginn, ég er með lokað inn til mín og útidyrahurðin er mér fjarri. Og núna, bakvið þrjú stykki af hurðum er einhver að baka pönnukökur og anganinn leggur inn til mín.
Engin furða að ég sé síétandi með þetta matarloft hjá mér...ætla að grafa upp þvottaklemmu til að sofa með, áður en ég fer að ganga í svefni og éta.

Hvað veldur þessum ofurkröftum mínum? Ferskt sveitaloftið...nah.
AHA! Maríustakksteið! Töff..

Stóð mig með prýðileik á háskólakynningunni held ég bara, ásamt hressu og innilega almennilegu fólki LBHÍ. Framhaldsskólanemendamarkaðurinn er harður bransi og samkeppnin er gífurleg. Sem ég skil ekki því það er offramboð á þessum námshestum....var því ekki alveg að taka vel í frekjuna og viðskiptatrikkin hjá ónefndum HRáskóla sem ryksugaði inngang Borgarleikhússins í tíma og ótíma! Var tilbúin í hart og ætlaði svoleiðis að grýta jakkalufsurnar með fallegu tómötunum okkar (eða góðum súkkulaðirúsínum) en þau héldu sig þokkalega á mottunni, sem betur fer þeirra vegna. Vildi ekki sóa góðum veigum!
Er meira en þokkalega sátt með okkar kynningu, held að við höfum náð til þessarra rúmlega 100 framúrskarandi góðu nemenda sem gætu gert íslenskri náttúru og umhverfi þess góð skil. Hinar innantómu umbúðir og búðingar skiptast niður á hina skólana...nei púra djók! Þetta er allt efnilegir stjórnendur þjóðar og ríkis og lands og sem betur fer hefur hver sitt áhugamál og námsferil/starfsferil/æviferil!! Long live Icelandic youth!!

Er að hugsa um að fara að sofa þessa gagnrýni úr mér...dreymdi saur síðustu nótt,
á það ekki að þýða peninga?
Eða þýðir hann bara það sem hann representar...

föstudagur, febrúar 24, 2006

The big university day!!

Já og jamm..á morgun, laugardaginn 25.feb kl.11-17 er mikið um að vera í Borgarleikhúsinu. Ef þú hefur ekki hugmynd um hvað í fjáranum þú átt af þér að gera í lífinu..hvað á að verða, hvað á að læra, í hvað get ég sólundað peningum og námslánum...á ég að fara erlendis oooosso framvegis! Þá áttu að kíkja í Borgarleikhúsið..allir háskólarnir verða þar að kynna sig og sitt..nema plebbarnir í HÍ sem eru með SÉR dag fyrir sig á sínu svæði..hrmpf!

Anyways..þú átt líka að koma til að heilsa upp á mig því ég verð þarna allann tímann með fríðu föruneyti við LBHÍ básinn að kynna NUnnu námið mitt (Náttúru og Umhverfisfræðibrautina)! Og ekki er amalegt kynningarefni..snilldarárshátíðarmyndband og fleira frá skólanum að ógleymdu bestasta blaði í heimi: LANDVÆTTIR!!! Ef þú kveikir ekki á þessu glæsilega nafni, þá er þetta my baby, mitt frumburðablað...hið glimrandi skólablað LBHÍ! Og mesta snilldin við það er að eftir no time þá verður það komið inn á veraldarvefinn svo sem flestir geti það augum litið (upplagið er líka bara 5000 eintök) enda bara tær snilld á ferðinni og strax orðið klassíkkk!

Comið og heilsið upp á okkur!!!

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Sært egó:

vvaaaaaa *snökt snökt* bvaaaaaaaaaaaaaaa! My bloody ankle!!!

..búin að safna utan á mig alltof miklum vetrarforða og ætlaði sko að skoppa hann af mér í körfubolta í dag og komast í slim vorbúninginn minn. Mætti galvösk í dripplið, strákarnir búnir að hita vel upp, og tók svo helvíti vel á því að eftir nokkrar mínútur tók ökklinn bendover svo all svakalega að ég skallaði gólfið! Og djö**** er þetta vont! Fékk nottla skyndihjálparaðstoð frá herramönnunum: íspoka, teygjubindi og skutl heim að dyrum! Eeen..þessar nemendablokkir eru ekki hannaðar fyrir hjólastólafólk..hvað þá grenjandi aumingja sem skríða um á fjórum útlimum! Hökti upp stigann að íbúðinni, hrasaði yfir þröskuldinn sem er á hæð við kattarkvikindi og var næstum því búin að hjálsbrjóta mig þegar ég klifraði upp í lyfjaskápinn að leita að bólgueyðandi kremi einhverju! Á meðan hamra litlu blóðkallarnir á taugarnar og vöðva í ökklanum á mér eins og þeir fái Bakkavör group laun fyrir! Og í þokkabót er mér að vaxa nýr útlimur á enninu..mín er að breytast í karlmann!! Could this get any worse?!?

AAARRRRRG!
I DON'T HAVE FU***** TIME FOR THIS!!
á eftir að elda mér eitthvað, get ekki hugsað fyrir verkjum (= engin lærdómur) og er að vorkenna mér í botn!
Ætla að skella dvd á fóninn og liggja í kuðli fyrir framan skjáinn
með eina rúsínu, sem ég fann á gólfinu, fyrir kvöldmat..

laugardagur, febrúar 18, 2006

Bo'úl o' vo'a plís..tjirs meit!
(aka flaska af vatni)

Jú..Skotar eru með glimrandi skemmtilegan framburð og smá skilningsörðugleikar létu á sér kræla í henni Glasgow! Er komin heim eftir eftirminnilega viku með KampKnox bandinu og ja..við skulum bara segja að það sé eitt óheppnasta band í heimi! En þetta eru bestustu náungar og ég vona að þeim gangi allt í haginn!

Held ég hafi smakkað allt annað en skoskan mat þarna úti..Haggis heillar mig ekki! Verðið á gylltum og freyðandi vökva er sláandi lítið og setur hvern Íslending í útsöluham! Viskísopi og rússneskur bjór..
Held að ég megi bara þakka fyrir að vera á lífi eftir þessa viku..umferðin gengur öfugt og mín ætti að vera keyrð niður á þessari stundu (misreiknaði oft umferðina..)! Síðan var Celtic-Rangers leikur á sunnudaginn í breskum brútal rúbbí/fótbolta. Enginn á ferli þann daginn..allir inni á mígmörgum börum Glasgow og spennan í loftinu gígantísk. Slagsmálin sem í kjölfarið fylgja eru víst heimsfræg..en alveg fóru þau fram hjá okkur. Traffíkin leyndi sér hins vegar ekki því líkurnar á að fá leigubíl innan við klukkutíma frá pöntun voru jafn miklar og lifandi danskur skopteiknari í Austurlöndum..
Kaup vikunnar: Belle & Sebastian CD, Kasabian CD, Seven DVD og
Lock, Stock & Two Smoking Barrels DVD fyrir 2700 kr!

föstudagur, febrúar 10, 2006

The highlander!

Well...I'm off then! Er farin í viku til land viskítauma og pilsaþyts! Scotland watch out!

You other guys..have a nice WEEK, 'cause I'm definetly gonna!!