mánudagur, maí 05, 2008

Mávahlátur

Allt frá því fjölskyldan tók saman sitt hafurtask og flutti sig um set (úr gettó-anda Breiðholts í kántrísælu Kjalarness) hefur mér ávallt fundist ég búa úti í móa..þegar fór að vora.
FM Fugl hóf göngu sína þegar daga tók að lengja og vorgolan gaf mönnum byr undir báða vængi..eða undir aftanívagnana á Vesturlandsvegi..mófuglar tístandi og syngjandi allan sólarhringinn.
Nú finnst mér reyndar kveða annað hljóð við, FM mávakvein. Ekki veit ég hver heimilaði þessa yfirtöku á tónlistarflóru vors og sumars. Ég verð hins vegar að segja fyrir mig að ég væri alveg til í að boðið væri upp á að maður gæti skrúfað niður í Mávahlátrinum eða skipt yfir á dillandi tóna gömlu góðu FM mófuglar.

Er sjórinn að fikra sig nær eða eru þetta gettóstælar hjá fugla tegundunum?
Hver er að færa sig upp á skaftið?
..svo lengi sem blóð, fita og sápa rennur í Hofsvíkina í stríðum straumum eru
El Mávíachi komnir til að vera.

Engin ummæli: