Heimsins öfgar
Nú er háönn útskriftanna..og í dag eru tvær athafnir!
Það eru MR, stóra mennta manían og Kvennó, litla kennslukommúnan. Ég óska þessum útskriftaárgangi...frá öllum framhaldsskólum Fróns...innilega til hamingju með árangurinn!!
En margt að gerast í heiminum með hverri mínútunni sem líður:
Á meðan allt er í uppnámi í Írak eftir uppstokkun Bush er hugsanlegt jafnvægi að komast á í landinu sem heitir Ísrael núna...en verður vonandi að tveimur ríkjum innan skamms: Ísrael og Palestína. Með fjárstyrk og stuðning frá mr.Bush...
Á meðan veikburða lífsþrótti eldri borgara er haldið uppi með fjöldaframleiddum lyfjum, hverfur ungt fólk frá veraldlegu lífi sínu í sorglegum slysum eða árásum.
Á meðan margir íbúar 'vesturheims' glíma við afleiðingar ofáts eru mæður í S-Súdan að sjóða gulnuð lauf til að gefa börnum sínum.
Á meðan Íslendingar eru að missa sig í íbúða og risa pallbílakaupum vegna verðbólgu/tolla/gjaldeyra/geðheilsu sveiflna eru asíubúar að kúldrast í 'íbúð' á stærð við sturtuhengi...eða hafa misst heimili sitt vegna náttúruhamfara eða styrjalda.
Á meðan ég er pikka þetta inn á tölvuna (og er að tala við fólk alls staðar í heiminum í gegnum netið/msn) er einhver einhvers staðar að láta lífið...án þess að geta kvatt fólkið sitt.
.................skiptir máli að vera meðvitaður um hvað er að gerast í heiminum í kringum okkur, en geta lítið sem ekkert gert, eða erum við betur sett að vera haldið utan við það versta eins og hinn bandaríski almenningur?