sunnudagur, október 04, 2009

Fallvalt lífið
Margar uppákomur henda mann á lífsins leið, einhverjar gerast svo snögglega að það þyrmir yfir mann en aðrar gerast hægt og rólega. Allt hefur þetta áhrif á mann en hvort áhrifin eru góð eða slæm veltur á atburðinum og manni sjálfum.

~ : ~

Haustið er gengið í garð með þvílíkum látum. Úrhelli af vatnsdropum í öllum mögulegum formum..rigningu, slyddu, snjó og hagléli. Eins er dagsbirtuna að þverra. Leið eins og kærleiksbirni á gamla Spacewagon jálknum eitt kveldið þegar myrkvað var úti. Setti háuljósin á og þetta var eins og þegar kærleiksbirnirnir hrópuðu "starið"! Þvílíkur ljósgeisli! Gamli stendur fyrir sínu..
~:~

Er að skjóta rótum í póstnúmerinu 104, umkringd heimsfrægum Íslendingum með hönnunar loftljósin sín og klessumálverkin. En ég kann betur að meta stuttar vegalengdirnar, gömul trén sem slúta yfir gönguleiðir og smávinina fagra. Nokkrar góðar vinkonur hafa lagt leið sína til mín í heimsókn en formlegt innflutningparty fer að skella á. Reikna þó með að stærðargráðan á því verði svipuð og í Flight of the Conchords þegar party var haldið í nýju íbúðinni sem var á stærð við skáp. Þröngt mega sáttir sitja!

~:~

Fór á langþráða leikhússýningu í gærkveldi: Harrý og Heimir. Sat á fremsta bekk ásamt litla bróðir Bjarna og vorum við svo nálægt sýningunni að við fengum svitann fljúgandi yfir okkur! Fimmaurabrandarar í massavís, í bland við sviðsmynd og persónusköpun sem virkjar ímyndunaraflið!
Brilliant sýning í alla staði sem fær unga jafnt sem aldna til að flissa! Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason fara á kostum ásamt brellumeistara.


~:~