og á morgunn rís maísól
Já ég held að við getum öll verið sammála um það að sumarið er komið, dagatalið segir það..sumardagurinn fyrsti er liðinn..hverjum er ekki sama um smá flösu í Esjunni!
~ : ~
Flest allir búnir að kjósa samkvæmt sinni stjórnmála samvisku. Get sagt það alveg hreint út að ég kynnti mér ekki kosningaloforð og markmið flokkanna til hlítar, mér fannst vera einhver skyndibita bragur á þessu. Þannig að í tilefni dagsins, kosningadagsins, var skyndibiti í matinn hjá mér, hagkvæm skyndilausn..sem ég sá samt eftir síðar meir þegar ég tefldi við páfann. En...vona það besta varðandi meltinguna hjá stjórnmálasamstarfinu, svo útkoman verði góð fyrir Íslendinga og land.
~ : ~
Áður en við missum okkur í heilagleikanum og þjóðarstoltinu..hafið þið hlustað á Evróvisjon framlag okkar Íslendinga þetta árið, með atburði liðins veturs í huga?? Gengishrun, samskipti við Breta, Sjálfstæðisflokkur og ný ríkisstjórn..fór það kannski alveg fram hjá mér (af því að ég horfði ekki á undankeppni Söngvakeppni sjónvarps) að þarna sé verið að vísa í "ástandið í þjóðfélaginu"? Ég verð bara að viðurkenna það þá að ég vissi það ekki..
..en lagið verður bara betra fyrir vikið því ég veinaði af hlátri!! Ekki skemmir fyrir hádramatískt myndband af Íslendingi svífandi um á bleiku skýi (loftkastali útrásavíkingsins) sem sýnir kaupgleði sína með tíðum klæðaskiptum!
..en lagið verður bara betra fyrir vikið því ég veinaði af hlátri!! Ekki skemmir fyrir hádramatískt myndband af Íslendingi svífandi um á bleiku skýi (loftkastali útrásavíkingsins) sem sýnir kaupgleði sína með tíðum klæðaskiptum!
You say you really know me
You’re not afraid to show me
What is in your eyes
So tell me ’bout the rumors
Are they only rumors?
Are they only lies?
Falling out of a perfect dream
Coming out of the blue
Is it true? Is it true?
Is it over?
Did I throw it away?
Was it you? Was it you?
Did you tell me
You would never leave me this way?
If you really knew me
You couldn’t do this to me
You would be my friend
If one of us is lying
There’s no use in trying
No need to pretend
~ : ~
Og yfir í allt annað..mæli hikstalaust með myndinni X-men Origins: Wolverine! Í henni má finna öll lykilatriðin sem prýða þurfa góða mynd að mínu mati..skuggalega flottir leikarar (Hugh Jackman og Ryan Reynolds), smá rómantík, drama, eðal húmor, spenna, pínu viðbjóður, sjúklega flottar brellur, söguþráður og "plot" sem heldur manni gjörsamlega límdum við tjaldið! Mér leið eins og tólf ára á ný, lesandi og glápandi á hetju- og hasarefni með andvörpum og hrifningarópum..!
~ : ~
~ : ~