Molitva
Ég viðurkenni það alveg að ég hef lúmskt gaman af því að fylgjast með Evróvisjon söngvakeppninni víðfrægu. Sérstaklega hef ég þá gaman að fylgjast með hvaða hörmungarlög, myndbönd og fatnaður eru á dagskrá.
En ótrúlegt en satt þá leynist oft demantur þarna á meðal og síðustu ár hefur það oftar en ekki verið frá Serbíu og Svartfjallalandi..sem þetta árið eru sitt hvor flytjandinn. Og enn og aftur tekst Serbum að toppa lag síðasta árs. Ég kolféll fyrir mögnuðu lagi þeirra sem keppa á þetta árið! Endar með því að ég flyt lögheimili mitt til Serbíu..