þriðjudagur, september 27, 2005

Bandí...bandý...verðum í bandi!

Jæja góðir hósthálsar!

Þá er enn ein helgin liðin og önnur framundan! ;)
Á sunnudaginn keppti ég ásamt 5 öðrum, fyrir hönd Hvanneyringa, á Íslandsmeistaramóti í bandíi! Það fór nú ekki betur en svo að við vorum með enga varamenn, algjörir nýgræðlingar í þessari 'jaðaríþrótt' (nú fæ ég að heyra það frá MR-ingum!) OG...við lentum í sama riðli og íslandmeistarar síðasta árs: Emmerringar!
Þrátt fyrir kjörorðið 'slátur' og eldmóð, svita og örvæntingafullar kylfusveiflur lentum við í 4.sæti riðilsins..þ.e.a.s. neðsta sætinu! En við skemmtum okkur konunglega og svitinn hlaut mikið frelsi! Hvanneyringaliðið keppir á næsta ári undir nafninu Guðni Ágústs eða Guttormur!!

Nú er maður lentur á eyrinni enn og aftur, vetrarharkan er ennþá 6..-6°eiginlega meira! Vindurinn er að auka mátt sinn og meginn og er að valda þó nokkru uppskerutjóni í Eyjafirði, ef ekki annars staðar.

Mætti í körfu í morgunn til að losna við hassperur og fékk að launum ljúffengar pönnukökur í hádegismat! Svo var mér boðið í dýrindis kvöldmat um kvöldið þannig lítið fór fyrir eldamennsku í íbúðinni minni þennan góða mánudag!
Núna er bara að sleikja sig upp við fleiri ágæta Hvanneyringa og fá góð boð inn í hús...og næla sér í matarboð! ;)
Neinei, svona svindlar maður ekki! Af því hlýst ekki sönn ánægja..eins og við ræddum í heimspeki í dag!
Hérna er svona kommúnu stemning..og líka auga fyrir auga, matur fyrir mat! Ég mun með glöðu geði bjóða fólki í mat um leið og ég hef stolið borðstofuborði og stólum frá einhverjum óheppnum..eða náð mér í fleiri pappakassa og púða til að hafa þetta kósí!

Brrr...bezt að skrúfa upp hitann á ofninum og hoppa undir sæng! Sit í forstjórastólnum á brókinni að skrifa þessi orð og verð að segja að mér er ekkert sérlega hlýtt!

Undir sæng og hjúfra hana upp og undir eyru og stórutær!
Þetta öryggisráð er í boði Halldórs Ásgrímssonar!!
~ ° ~

Engin ummæli: