Shopping day!
Í dag er útborgunardagur hjá Landsvirkjun og af því tilefni var stefnan tekin á Smáralindina. Ég og Sigurborg brunuðum af stað á Bensinum hans Gulla. Veðrið á höfuðborgarsvæðinu gat ekki verið betra; sól, 19°hiti og bara gott veður!
Byrjuðum á að kíkja á útsölur í Intersport..þar var fjárfest! Síðan lá leiðin í Zöru þar sem mikið var mátað, spekúlerað og fjárfest! Fleiri búðir voru skoðaðar og áfram var haldið að hita debetkortið! Að lokum var farið í Símann-búðina og beðið eftir að röðin kæmi að mér. Loks var mín tala komin upp og ég fékk aðstoð frá myndarlegasta starfsmanninum! Í þeirri búð var sími keyptur: Sony Ericsson T630! Silfraðan/hvítan..very handsome!
Að lokum var dröslast út úr Smáralind, eftir smá nasl..og sest inn í sjóðheitan bílinn! Fjúff, bílakösin á leið útúr bænum! En við komumst á leiðarenda (Kjalarnes) og ég kom tímanlega í ljúffengt grill sem kærasti systur mömmu gerði. Inga og Lars komu frá Danmörku á miðvikudaginn og hafa verið að gera það glimrandi gott í eldhúsinu eins og þeim er lagið! Þau skella sér svo út á land að kíkja á náttúruna og svona á næstunni!
Hmm...hef ekki meira að segja núna.
Heilræði: sparaðu þér 800 kr. og 2-3 klst. af leiðindum þegar Hellboy kemur í bíó! Ég mæli alla veganna ekki með henni!
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
föstudagur, júlí 16, 2004
þriðjudagur, júlí 13, 2004
Framhald um vegalagnir á Íslandi:
Rakst á grein á mbl.is um svæðið þar sem ég er að vinna. Eflaust eru ekki allir með það á hreinu að hluti þessa svæðis er FRIÐLAND, sem þýðir; þótt vegirnir séu ekki góðir þá er þér ekki gefinn réttur til að búa til nýjan! Gildir um mörg önnur svæði á landinu okkar þar sem gróður er oft viðkvæmur fyrir svona dekkjaspásseríi!!
Í morgunn leit Fjallabakið út eins og eyðimerkursenan í The Mummy...hvasst er á þessu svæði og sandurinn fýkur um eins og skafrenningur. Og þess vegna sit ég í hægindum mínum inná skrifstofu vatnamælingafólksins hér í Búrfelli, og er að skrifa það nýjasta! Vorum að borða hádegismat áðan og eftir smástund ætlum við að þrífa kaggann og við stelpurnar ætlum að læra að færa gögn inn í tölvu..til að friða samvisku yfirmannsins yfir því að vera ekki að mæla í dag!
Frá því í gær: vorum rosadúleg að mæla, komum seint heim um kvöldið. Horfði á Shrek 2 með Kára og Búrfellskrökkum, hún er geðveik! Síðan fóru þau út í fótbolta, en ég, Kári og Erla sátum inni í Celicunni hans Kára og horfðum á fótboltatilburði þeirra í gegnum framrúðuna.
Í dag á að kíkja í Árnes á þeim bíl og kaupa sér eitthvað í gogginn!
Þannig að í stuttu máli sagt um daginn í dag: leti!
Á morgunn: mæla, fara heim og verða borgarbarn!
Rakst á grein á mbl.is um svæðið þar sem ég er að vinna. Eflaust eru ekki allir með það á hreinu að hluti þessa svæðis er FRIÐLAND, sem þýðir; þótt vegirnir séu ekki góðir þá er þér ekki gefinn réttur til að búa til nýjan! Gildir um mörg önnur svæði á landinu okkar þar sem gróður er oft viðkvæmur fyrir svona dekkjaspásseríi!!
Í morgunn leit Fjallabakið út eins og eyðimerkursenan í The Mummy...hvasst er á þessu svæði og sandurinn fýkur um eins og skafrenningur. Og þess vegna sit ég í hægindum mínum inná skrifstofu vatnamælingafólksins hér í Búrfelli, og er að skrifa það nýjasta! Vorum að borða hádegismat áðan og eftir smástund ætlum við að þrífa kaggann og við stelpurnar ætlum að læra að færa gögn inn í tölvu..til að friða samvisku yfirmannsins yfir því að vera ekki að mæla í dag!
Frá því í gær: vorum rosadúleg að mæla, komum seint heim um kvöldið. Horfði á Shrek 2 með Kára og Búrfellskrökkum, hún er geðveik! Síðan fóru þau út í fótbolta, en ég, Kári og Erla sátum inni í Celicunni hans Kára og horfðum á fótboltatilburði þeirra í gegnum framrúðuna.
Í dag á að kíkja í Árnes á þeim bíl og kaupa sér eitthvað í gogginn!
Þannig að í stuttu máli sagt um daginn í dag: leti!
Á morgunn: mæla, fara heim og verða borgarbarn!
laugardagur, júlí 10, 2004
Fréttir af Fjallabaki:
Hurray! En þið heppin..ég komst í tölvu og get skrifað eitthvað á vefritið mitt!
Hér að Fjallabaki-Nyrðra er allt að frétta..hitinn er meiri en ég hélt að hann myndi verða: um daginn fór hann upp í 19°stig og þá var sko erfitt að mæla!
..ef fólk tengir ekki nafnið Fjallabak við eitthvað sem það þekkir, þá liggur Fjallabak um Landmannalaugar meðal annars!
Vegirnir þarna eru gott dæmi um íslenska veglagningu..ég held að ég sé varanlega sködduð á vinstra kinnbeininu og augnbeininu eftir að hafa skallað hliðar bílsins þó nokkur skipti á ferð okkar um svæðið! Hef verið að velta fyrir mér hugsanagangi veglagningafólks í den..tek enga ábyrgð á orðum mínum! Here it goes...(vegaarkitektinn að hugsa) hmm..hvernig er hægt að gera veginn sem áhrifaríkastann?..ég veit! Best að byrja á sikksakk slaufum á svona 2 km kafla, síðan plöntum við einni U-beygju hér..langt síðan við höfðum blindhæðir; best að smella nokkrum þarna! Og svo til að bæta smá kryddi í tilveru bílstjórans þá getum við sett nokkra fáránlega bratta vegspotta á þessu svæði! Svo bara spilum við bara úr þessu eins og við getum; reyna að hafa vegina eins fáránlega og hægt er, ekki endilega vera að fara eftir því hvernig landið liggur...getum alltaf bætt við einum og einum hól ef þess þarf!
Já, þarna hafiði það!
Er semsagt búin að vera að kúldrast í svona 20 fermetra hytte með tveimur úr vinnunni síðustu daga. Þarna inni rúmast einungis kojur, valt borð og lítil gashella..no refrigerator! Núna um helgina er í fyrsta skipti sem ég hef séð TV/örbylgjuofn/ísskáp/tölvur/internet og getað nýtt mér þá tækni! Það sem hefur haldið mér frá meiri geðveilu en mér er ætlað er eftirfarandi: heimsókn til Gumma Drekaflugu (þær eiga vonandi eftir að verða fleiri) og til Kára Búrfellsvinar míns, náttúran, eyrnatappar og góð bók..og svo tilhugsunin um að fara heim bráðum! Get sofið í mínu eigin rúmi, verið með familíu og hitt vini, verslað frá mér allt vit, hitt vinkonu mína frá Ítalíu og verið í bænum...kannski jammað eitthvað!
Að lokum: furðudýrin að Fjallabaki!
Á mjög svo rykugum veginum hafa sést eftirfarandi: Hjólreiðamenn hvaðanæva að (oft myndarlegir ungir menn með stælta kálfa..einn þeirra reyndist vera kona við nánari athugun okkar!), hestafólk og hestabuna með sem traðkar allt niður á friðlandinu, óteljandi rútur sem stynja upp og niður brekkurnar með veifandi ferðafólk innanborðs, Suzuki Jimmy (for cryin' out loud) bílar til leigu, oftast erlendir ferðamenn..sem oft eru með video kameru í hendi og taka alla ferðina upp (ófáar myndir af mér þar inná). Hvernig bílaleigunum dettur í hug að leigja svona..jeppa wannabe, fólki sem er að fara að ferðast um landið þar sem óbrúaðar ár eru og fleira!
Held að pistlinum í dag sé lokið, veriði sæl að sinni!
(Ætla að huga að eldrauðu/útiteknu andliti mínu og fara að horfa á TV/Video/DVD..það er laugardagur núna og ég á nammi!) :þ
Og bendi á að Sigurlaug, fyrrverandi 4NF-ingur við Kvennaskólann, er byrjuð að vefritast (hér til hliðar: Sigurlaug snillingur)..''til að lífga upp á skammdegið'' er einkarlega skemmtilegt og ætla ég mér að prófa eitthvert af þessu í vetur (kannski eru allir búnir að sjá þetta nema ég)!
Hurray! En þið heppin..ég komst í tölvu og get skrifað eitthvað á vefritið mitt!
Hér að Fjallabaki-Nyrðra er allt að frétta..hitinn er meiri en ég hélt að hann myndi verða: um daginn fór hann upp í 19°stig og þá var sko erfitt að mæla!
..ef fólk tengir ekki nafnið Fjallabak við eitthvað sem það þekkir, þá liggur Fjallabak um Landmannalaugar meðal annars!
Vegirnir þarna eru gott dæmi um íslenska veglagningu..ég held að ég sé varanlega sködduð á vinstra kinnbeininu og augnbeininu eftir að hafa skallað hliðar bílsins þó nokkur skipti á ferð okkar um svæðið! Hef verið að velta fyrir mér hugsanagangi veglagningafólks í den..tek enga ábyrgð á orðum mínum! Here it goes...(vegaarkitektinn að hugsa) hmm..hvernig er hægt að gera veginn sem áhrifaríkastann?..ég veit! Best að byrja á sikksakk slaufum á svona 2 km kafla, síðan plöntum við einni U-beygju hér..langt síðan við höfðum blindhæðir; best að smella nokkrum þarna! Og svo til að bæta smá kryddi í tilveru bílstjórans þá getum við sett nokkra fáránlega bratta vegspotta á þessu svæði! Svo bara spilum við bara úr þessu eins og við getum; reyna að hafa vegina eins fáránlega og hægt er, ekki endilega vera að fara eftir því hvernig landið liggur...getum alltaf bætt við einum og einum hól ef þess þarf!
Já, þarna hafiði það!
Er semsagt búin að vera að kúldrast í svona 20 fermetra hytte með tveimur úr vinnunni síðustu daga. Þarna inni rúmast einungis kojur, valt borð og lítil gashella..no refrigerator! Núna um helgina er í fyrsta skipti sem ég hef séð TV/örbylgjuofn/ísskáp/tölvur/internet og getað nýtt mér þá tækni! Það sem hefur haldið mér frá meiri geðveilu en mér er ætlað er eftirfarandi: heimsókn til Gumma Drekaflugu (þær eiga vonandi eftir að verða fleiri) og til Kára Búrfellsvinar míns, náttúran, eyrnatappar og góð bók..og svo tilhugsunin um að fara heim bráðum! Get sofið í mínu eigin rúmi, verið með familíu og hitt vini, verslað frá mér allt vit, hitt vinkonu mína frá Ítalíu og verið í bænum...kannski jammað eitthvað!
Að lokum: furðudýrin að Fjallabaki!
Á mjög svo rykugum veginum hafa sést eftirfarandi: Hjólreiðamenn hvaðanæva að (oft myndarlegir ungir menn með stælta kálfa..einn þeirra reyndist vera kona við nánari athugun okkar!), hestafólk og hestabuna með sem traðkar allt niður á friðlandinu, óteljandi rútur sem stynja upp og niður brekkurnar með veifandi ferðafólk innanborðs, Suzuki Jimmy (for cryin' out loud) bílar til leigu, oftast erlendir ferðamenn..sem oft eru með video kameru í hendi og taka alla ferðina upp (ófáar myndir af mér þar inná). Hvernig bílaleigunum dettur í hug að leigja svona..jeppa wannabe, fólki sem er að fara að ferðast um landið þar sem óbrúaðar ár eru og fleira!
Held að pistlinum í dag sé lokið, veriði sæl að sinni!
(Ætla að huga að eldrauðu/útiteknu andliti mínu og fara að horfa á TV/Video/DVD..það er laugardagur núna og ég á nammi!) :þ
Og bendi á að Sigurlaug, fyrrverandi 4NF-ingur við Kvennaskólann, er byrjuð að vefritast (hér til hliðar: Sigurlaug snillingur)..''til að lífga upp á skammdegið'' er einkarlega skemmtilegt og ætla ég mér að prófa eitthvert af þessu í vetur (kannski eru allir búnir að sjá þetta nema ég)!
sunnudagur, júlí 04, 2004
Bara smá í viðbót áður en ég sef mína síðustu nótt hér heima..
..lenti inn á óruglaðri stöð 2 og þá vildi svo til að þáttur með Opruh var að byrja! Og þá vildi svo yndislega til að Brad Pitt var að koma til hennar! Aaaahhh!!
Hann hefur eitthvað vit á milli eyrnanna..annað en glansmyndir eins og t.d. Figo! En ég veit ekki hversu góð ég er í að lesa úr svip og tali en maður var nú farin að hálf skammast sín fyrir kynsystur sínar þarna..grey maðurinn mátti ekki brosa eða hreyfa sig þá veinuðu þær og ef hann sagði eitthvað sætt þá voru þær allar 'ooohhh'!
En hann á heima í sviðsljósinu, og nýgræðingar eins og Eric Bana fékk svo mikið sem eina spurningu til að svara í þættinum, svo ekki meir! Og það er ekki hægt að neyta því að Pitt er flottur..en viðbrögðin og látalætin í kringum hann í þessum eina þætti var eiginlega of mikið fyrir mig!
EN yfir í annað!
Er eiginlega ánægð með að Grikkland sé Evrópumeistarar..góðir spilarar og mynda saman gott lið þótt leiðinda þýska taktíkin sé ráðandi!
Hlustaði á Tvíhöfða lýsa leiknum og það var mjög áhugavert að hlusta á þótt þeir hafi verið leiðinlegir á kafla!
Metallica tónleikar í gangi..darn!
..lenti inn á óruglaðri stöð 2 og þá vildi svo til að þáttur með Opruh var að byrja! Og þá vildi svo yndislega til að Brad Pitt var að koma til hennar! Aaaahhh!!
Hann hefur eitthvað vit á milli eyrnanna..annað en glansmyndir eins og t.d. Figo! En ég veit ekki hversu góð ég er í að lesa úr svip og tali en maður var nú farin að hálf skammast sín fyrir kynsystur sínar þarna..grey maðurinn mátti ekki brosa eða hreyfa sig þá veinuðu þær og ef hann sagði eitthvað sætt þá voru þær allar 'ooohhh'!
En hann á heima í sviðsljósinu, og nýgræðingar eins og Eric Bana fékk svo mikið sem eina spurningu til að svara í þættinum, svo ekki meir! Og það er ekki hægt að neyta því að Pitt er flottur..en viðbrögðin og látalætin í kringum hann í þessum eina þætti var eiginlega of mikið fyrir mig!
EN yfir í annað!
Er eiginlega ánægð með að Grikkland sé Evrópumeistarar..góðir spilarar og mynda saman gott lið þótt leiðinda þýska taktíkin sé ráðandi!
Hlustaði á Tvíhöfða lýsa leiknum og það var mjög áhugavert að hlusta á þótt þeir hafi verið leiðinlegir á kafla!
Metallica tónleikar í gangi..darn!
Portúgal vs. Grikkland!
Allir sem hafa tíma kveiki á skjánum til að horfa á leikinn..og kveikið einnig á fm 90.9 til að hlusta á framandi lýsingu á leiknum! Jón Gnarr og Sigurjón stóðu sig með prýði sem lýsendur á HM held ég alveg örugglega..skrautlegar og öðruvísi lýsingar!
Ein hugvelta eða mind-trundle: þegar maður mætir/sér manneskju þá mótaru þér grunnímynd af henni útfrá útlitinu. Síðar, ef þú gerist svo heppinn að fá að kynnast henni þá byrjaru að breyta ímyndinni annað hvort til hins betra eða verra eftir því hvernig persónuleiki hennar er. Þetta held ég samt að sé mismunandi eftir því hvernig aðstæður eru..eða hvors kyns 'mótarinn' er!
Ekki spurja af hverju ég er að spæla í þessu..held að ég sé búin að hanga alltof lengi inn að gera ekki neitt nema hlusta á Eurovision aftur og aftur (mín elskulegu systkin eru hooked á þessu væli!).
Síðasta vefritsuppfærsla mín í bili..langar að hafa eitthvað merkilegt en mér dettur ekkert í hug! Næstu skrif verða ekki fyrr en í 1.lagi miðvikudaginn 14.júli (djö er stutt eftir af sumrinu!). Hafið það gott á meðan!
Hey..las í fréttablaðinu að ísbirnir hafa svarta húð og að feldurinn (hárin) séu gagnsæ! Þarf nú eitthvað að athuga þetta nánar..interesting though!
Legg af stað austur á morgunn..Fjallabak-Nyrðra jahú!
Allir sem hafa tíma kveiki á skjánum til að horfa á leikinn..og kveikið einnig á fm 90.9 til að hlusta á framandi lýsingu á leiknum! Jón Gnarr og Sigurjón stóðu sig með prýði sem lýsendur á HM held ég alveg örugglega..skrautlegar og öðruvísi lýsingar!
Ein hugvelta eða mind-trundle: þegar maður mætir/sér manneskju þá mótaru þér grunnímynd af henni útfrá útlitinu. Síðar, ef þú gerist svo heppinn að fá að kynnast henni þá byrjaru að breyta ímyndinni annað hvort til hins betra eða verra eftir því hvernig persónuleiki hennar er. Þetta held ég samt að sé mismunandi eftir því hvernig aðstæður eru..eða hvors kyns 'mótarinn' er!
Ekki spurja af hverju ég er að spæla í þessu..held að ég sé búin að hanga alltof lengi inn að gera ekki neitt nema hlusta á Eurovision aftur og aftur (mín elskulegu systkin eru hooked á þessu væli!).
Síðasta vefritsuppfærsla mín í bili..langar að hafa eitthvað merkilegt en mér dettur ekkert í hug! Næstu skrif verða ekki fyrr en í 1.lagi miðvikudaginn 14.júli (djö er stutt eftir af sumrinu!). Hafið það gott á meðan!
Hey..las í fréttablaðinu að ísbirnir hafa svarta húð og að feldurinn (hárin) séu gagnsæ! Þarf nú eitthvað að athuga þetta nánar..interesting though!
Legg af stað austur á morgunn..Fjallabak-Nyrðra jahú!
laugardagur, júlí 03, 2004
Laugardagur..
Bwah..Tékkland komst ekki áfram! Og nú er Grikkland og Portúgal að fara að spila um evrópumeistaratitilinn 2004! Fótbolti er hin ágætis skemmtun fyrir konur þótt þær skilji ekkert í leiknum kannski..og nú er ég ekki með fordóma gagnvart kynsystrum mínum..ég veit að þær eru ófáar sem ekki nenna að fylgjast með þessu! Ég er smá bulla í mér þar sem ég, forðum daga, spilaði sjálf fótbolta og var mikið inn í leikjunum sem voru í gangi. En núna er maður svona hálf ruglaður..margir nýjir komnir inn og sonna! Maður er orðinn doldið ryðgaður! En þessir nýju eru ágætis kroppar..eins og Ronaldo hjá Portúgölum og fleiri! :)
En andlitsfríðasti maðurinn í keppninni (með meiru) er (eiginlega var) að mínu mati Pavel Nedved, fyrirliði Tékkneska liðsins. Synd að þeir skyldu detta út, bæði útaf því að þeir voru með fantagott lið og skemmtilegt, og svo útaf honum! Hann er svona Aragorn fótboltans..ljósari týpan af Aragorn!
Og yfir í allt annað..var að skoða tímarit moggans og er ennþá að lækka reiði mína um nokkur desibil eftir lesningu blaðsins. Var að lesa um Víetnam og hversu mikið er búið að ganga yfir land og þjóð þar! Við erum að tala um að allur trjágróður var eyðilagður með hættulegasta eitri heims og þessu eitri var barað frussað yfir allt landið, sama hvort eitthvað fólk væri úti..hvað er að?!? Og nú framfleyta konurnar fjölskyldunni þar sem eiginmennirnir og börnin eru annað hvort fötluð eða heilsutæp! Og þarna er örugglega ríkt í þjóðarsálinni að maðurinn eigi að sjá fyrir fjölskyldunni, hugsið ykkur hvaða áhrif þetta hefur á samfélagið..fyrir utan allar aðrar afleiðingar stríðanna sem þarna hafa geisað.
En ég er að hugsa um að fara að horfa á mynd um baráttu sem átti sér stað á öðrum tíma, á öðrum stað: Braveheart! Verð að viðurkenna strax að ég hef aldrei séð hana...keypti hana um daginn og ætla að gerast svo fræg að berja hana augum nú í kvöld!
Vona að helgin hafi verið ánægjuleg hjá ykkur! Góða vinnuviku..
Bwah..Tékkland komst ekki áfram! Og nú er Grikkland og Portúgal að fara að spila um evrópumeistaratitilinn 2004! Fótbolti er hin ágætis skemmtun fyrir konur þótt þær skilji ekkert í leiknum kannski..og nú er ég ekki með fordóma gagnvart kynsystrum mínum..ég veit að þær eru ófáar sem ekki nenna að fylgjast með þessu! Ég er smá bulla í mér þar sem ég, forðum daga, spilaði sjálf fótbolta og var mikið inn í leikjunum sem voru í gangi. En núna er maður svona hálf ruglaður..margir nýjir komnir inn og sonna! Maður er orðinn doldið ryðgaður! En þessir nýju eru ágætis kroppar..eins og Ronaldo hjá Portúgölum og fleiri! :)
En andlitsfríðasti maðurinn í keppninni (með meiru) er (eiginlega var) að mínu mati Pavel Nedved, fyrirliði Tékkneska liðsins. Synd að þeir skyldu detta út, bæði útaf því að þeir voru með fantagott lið og skemmtilegt, og svo útaf honum! Hann er svona Aragorn fótboltans..ljósari týpan af Aragorn!
Og yfir í allt annað..var að skoða tímarit moggans og er ennþá að lækka reiði mína um nokkur desibil eftir lesningu blaðsins. Var að lesa um Víetnam og hversu mikið er búið að ganga yfir land og þjóð þar! Við erum að tala um að allur trjágróður var eyðilagður með hættulegasta eitri heims og þessu eitri var barað frussað yfir allt landið, sama hvort eitthvað fólk væri úti..hvað er að?!? Og nú framfleyta konurnar fjölskyldunni þar sem eiginmennirnir og börnin eru annað hvort fötluð eða heilsutæp! Og þarna er örugglega ríkt í þjóðarsálinni að maðurinn eigi að sjá fyrir fjölskyldunni, hugsið ykkur hvaða áhrif þetta hefur á samfélagið..fyrir utan allar aðrar afleiðingar stríðanna sem þarna hafa geisað.
En ég er að hugsa um að fara að horfa á mynd um baráttu sem átti sér stað á öðrum tíma, á öðrum stað: Braveheart! Verð að viðurkenna strax að ég hef aldrei séð hana...keypti hana um daginn og ætla að gerast svo fræg að berja hana augum nú í kvöld!
Vona að helgin hafi verið ánægjuleg hjá ykkur! Góða vinnuviku..
fimmtudagur, júlí 01, 2004
Hvassviðrishugrenningar...
Nú þegar hvasst var á suðurlandinu og maður heyrði margan manninn tala um eitthvað sem hann sá, sem mér fannst ekkert merkilegt. Þá gerði ég mér grein fyrir einu...sem Kjalnesingur þá eru margir hlutir sem mér finnast hversdagslegir sem aðrir sjá sjaldan, eins og: þegar hvasst er á nesinu hef ég horft á rúðurnar í húsinu dúa ískyggilega mikið inn og út, ég hef séð bæjarlækinn okkar fjúka upp fjallið í stað þess að falla niður sem lítill foss..með öðrum orðum 'going back to where it came from!' Einnig hef ég séð grasið bylgjast eins og stór silkidúkur í vindi og fugla fjúka afturábak í hvassviðrinu..
En hvað um það..það sem er nýtt fyrir mér er eftirfarandi sem ég hef reynt síðustu dögum í landmælingunum:
- fengið mér víetnamskar núðlur
- synt í 1 m djúpri laug
- sparkað upp ryki á Sprengisandi
- þrammað áfram í snjóroki, í enda júní
- sopið af Skjálfandafljóti
- gengið í gæsaskít
- barið Mývatns svæðið augum
- fengið mér Selsborgara í Selinu, Mývatni
- horft á EM útum allar trissur með heimafólki
- fengið mér norðlenskt flatbrauð..sem er ekki jafn gott og flatkökur
- séð offramboðið af heyi, afgangsrúllur sem búið er að dömpa útum allt landið
- látið sveitaloftið og slagviðrið á suðurlandi leika um hálft andlitið (hinn helmingurinn undir trefli)
- borðað salat, hamborgara og franskar á korteri
og margt annað sem ég er ekki vön að gera hversdagslega!
Svo er maður komin heim í hitastækjuna..18° hiti, á meðan hitinn rétt skreið upp í 5° þegar við vorum að keyra Fjallabak-Nyrðra..brr, það verður fjör að mæla þar núna í júlí! Sá þar einmitt sandstrók, svona extra small tornado!
Núna er ég að velta fyrir mér hvort maður eigi að yfirgefa þægindi heimahaganna og leggja í útilegu með vinum, yfir helgina..og svo fara í vinnuna í 10 daga! Nýbúin að taka upp úr töskunni og þá á að setja niður aftur! En þetta myndi óneitanlega verða skemmtilegt..hmm. Æi, ég er svo löt!
Pabbi náði í árbókina fyrir mig í gær..fíneríis bók, fyrir utan skammarlega margar stafsetingar/innsláttarvillur!! Þetta er bara fáranlegt hvernig gengið hefur verið frá þessu..garanterað enginn sem hefur prófarkalesið Egluna okkar!
Jæja, nú þarf ég að fara að kveikja undir kartöflunum og velta fyrir mér hvernig ég ætla að hafa helgina!
Nú þegar hvasst var á suðurlandinu og maður heyrði margan manninn tala um eitthvað sem hann sá, sem mér fannst ekkert merkilegt. Þá gerði ég mér grein fyrir einu...sem Kjalnesingur þá eru margir hlutir sem mér finnast hversdagslegir sem aðrir sjá sjaldan, eins og: þegar hvasst er á nesinu hef ég horft á rúðurnar í húsinu dúa ískyggilega mikið inn og út, ég hef séð bæjarlækinn okkar fjúka upp fjallið í stað þess að falla niður sem lítill foss..með öðrum orðum 'going back to where it came from!' Einnig hef ég séð grasið bylgjast eins og stór silkidúkur í vindi og fugla fjúka afturábak í hvassviðrinu..
En hvað um það..það sem er nýtt fyrir mér er eftirfarandi sem ég hef reynt síðustu dögum í landmælingunum:
- fengið mér víetnamskar núðlur
- synt í 1 m djúpri laug
- sparkað upp ryki á Sprengisandi
- þrammað áfram í snjóroki, í enda júní
- sopið af Skjálfandafljóti
- gengið í gæsaskít
- barið Mývatns svæðið augum
- fengið mér Selsborgara í Selinu, Mývatni
- horft á EM útum allar trissur með heimafólki
- fengið mér norðlenskt flatbrauð..sem er ekki jafn gott og flatkökur
- séð offramboðið af heyi, afgangsrúllur sem búið er að dömpa útum allt landið
- látið sveitaloftið og slagviðrið á suðurlandi leika um hálft andlitið (hinn helmingurinn undir trefli)
- borðað salat, hamborgara og franskar á korteri
og margt annað sem ég er ekki vön að gera hversdagslega!
Svo er maður komin heim í hitastækjuna..18° hiti, á meðan hitinn rétt skreið upp í 5° þegar við vorum að keyra Fjallabak-Nyrðra..brr, það verður fjör að mæla þar núna í júlí! Sá þar einmitt sandstrók, svona extra small tornado!
Núna er ég að velta fyrir mér hvort maður eigi að yfirgefa þægindi heimahaganna og leggja í útilegu með vinum, yfir helgina..og svo fara í vinnuna í 10 daga! Nýbúin að taka upp úr töskunni og þá á að setja niður aftur! En þetta myndi óneitanlega verða skemmtilegt..hmm. Æi, ég er svo löt!
Pabbi náði í árbókina fyrir mig í gær..fíneríis bók, fyrir utan skammarlega margar stafsetingar/innsláttarvillur!! Þetta er bara fáranlegt hvernig gengið hefur verið frá þessu..garanterað enginn sem hefur prófarkalesið Egluna okkar!
Jæja, nú þarf ég að fara að kveikja undir kartöflunum og velta fyrir mér hvernig ég ætla að hafa helgina!
fimmtudagur, júní 17, 2004
Hæ hó jibbí..ég er að fara að sofa!
5 mínútur liðnar af þjóðhátíðardegi vorum og ég er að rembast við að halda mér vakandi! Ætla að sofa til a.m.k. 10! Einhver svefngalsi í mér...horfði á Chasing Liberty áðan...pfa, amerísk mynd! Forsetadóttir þemað og svo framvegis..reyndar eitt sem er að verða vinsælt hjá Ameríkumúvípródúsers: Evrópa. Myndirnar eru að mestu fallegar myndir af landi og byggingum..eins og komandi EuroTrip líklegast.
En þetta gengur í bylgjum eins og allar þessar blessuðu fótboltaauglýsingar..best er þó nike auglýsingin! Heh..
Var að bæta inn í nýjum tengli á vefrit: vinkona mín er víst komin í Nordjobb í Kaupmannsins höfn. Stúdínan frá MR heldur semsagt uppi vefritinu Dívurnar í Danmörku ásamt vinkonum sínum..gaman að fylgjast með! Vonandi fær maður einnig fréttir frá Afríku gegnum svona vefrit..hver veit!
Góða nótt og sjáumst kannski seinna í dag niðri í bæ með hvíta húfu..á ekki að nýta tækifærið og skella stúdentsskuplunni á sig?!
5 mínútur liðnar af þjóðhátíðardegi vorum og ég er að rembast við að halda mér vakandi! Ætla að sofa til a.m.k. 10! Einhver svefngalsi í mér...horfði á Chasing Liberty áðan...pfa, amerísk mynd! Forsetadóttir þemað og svo framvegis..reyndar eitt sem er að verða vinsælt hjá Ameríkumúvípródúsers: Evrópa. Myndirnar eru að mestu fallegar myndir af landi og byggingum..eins og komandi EuroTrip líklegast.
En þetta gengur í bylgjum eins og allar þessar blessuðu fótboltaauglýsingar..best er þó nike auglýsingin! Heh..
Var að bæta inn í nýjum tengli á vefrit: vinkona mín er víst komin í Nordjobb í Kaupmannsins höfn. Stúdínan frá MR heldur semsagt uppi vefritinu Dívurnar í Danmörku ásamt vinkonum sínum..gaman að fylgjast með! Vonandi fær maður einnig fréttir frá Afríku gegnum svona vefrit..hver veit!
Góða nótt og sjáumst kannski seinna í dag niðri í bæ með hvíta húfu..á ekki að nýta tækifærið og skella stúdentsskuplunni á sig?!
miðvikudagur, júní 16, 2004
Óbyggðirnar kalla, og ég held ég hlýði þeim..
ég veit ekki hvort eða hvernig eða hvenær ég kem heim!
Þetta lag er alveg að passa við fílingin hjá mér! Nýkomin heim eftir 5 daga fyrir norðan. Rykug, þreytt og með byrjunarsigg á höndunum.
Tók semsagt hálft 'úthald' strax á föstudaginn eftir Króatíuferð, til að ná mér í smá pening núna á föstudaginn þann 18. Er að hallamæla malarveg inn í Bárðardal og niður að Sprengisandi. Á íslensku: labba rösklega frá ca. 8 til ca. 18 með 3 m langa stöng á bakinu svona 120 m, þá sparka ég niður 2 kg járnplatta í vegkantinum, stilli stönginni ofan á prik til að styðja við og halda öllu beinu! Ekki má vera mikill vindur þá skoppar allt saman! Skekkjan má ekki vera nema 3,2 mm á 3 km ef ég man rétt!
Erum 6 saman, en skiptumst í tvo vinnuhópa. Ég og ein önnur stelpa erum nýgræðingar í hópnum og vorum settar með yfirmanninum; Víetnami á fimmtugsaldri. Náum ekki að fara nema tæpa 4 km á dag fram og tilbaka á meðan hin þrjú fara hátt í 5-6 km.
Landmælingahópur Landsvirkjunar er nýbúinn að fá í hendurnar spánnýjan Nissan Patrol. Þannig við erum á tveimur Patrolum, og hópurinn sem ég er í er á nýja fáknum. Við hræðum upp marga gæsina er við þeysum um Bárðadalinn á glansandi silfruðum Patrolfák með uppþyrlað rykfax .
Heilsan hefði mátt vera betri, Króatíuhóstinn enn að pirra mig. Leiðindahósti sem myndi ræna hvaða manni sem er glórunni. Lofaður sé sá sem kom því fyrir að við vorum í sérherbergi, annars hefði ég verið kæfð í svefni með svefnpokanum mínum sem ég fékk í fermingagjöf...
Skruppum einu sinni inn á Akureyri: bærinn tekinn með trompi! Farið í sund að skola af sér og slappa af, borðað á Bautanum, kíkt í Borgarbíó á Eternal Sunshine, rölt á Sportbarinn til strákanna að horfa á EM, komið við í Brynju og fengið sér ís og svo á Esso að fylla bílinn.
Lítið gert eftir að búið er að vinna: eldað sér eitthvað í svanginn, skipt um föt og þvegið rykið af sér, hlammað sér fyrir framan skjáinn og horft á EM með heimamönnum. Farið að sofa um tíuleytið með auma öxl og þreyttar lappir, eftir að hafa lesið smá í bók sem heitir Afhjúpun og er merkileg bók!
En semsagt, er komin heim í 'menninguna'...loksins get ég sent sms og farið á netið..og sofið í mínu rúmi! My family and home!
17.júní á morgunn, allir að skemmta sér!, og margt sem þarf að lesa (vefrit í tonnatali sem þarf að lesa í gegnum, svo ekki sé minnst á Morgunblaðið síðustu daga)!
ég veit ekki hvort eða hvernig eða hvenær ég kem heim!
Þetta lag er alveg að passa við fílingin hjá mér! Nýkomin heim eftir 5 daga fyrir norðan. Rykug, þreytt og með byrjunarsigg á höndunum.
Tók semsagt hálft 'úthald' strax á föstudaginn eftir Króatíuferð, til að ná mér í smá pening núna á föstudaginn þann 18. Er að hallamæla malarveg inn í Bárðardal og niður að Sprengisandi. Á íslensku: labba rösklega frá ca. 8 til ca. 18 með 3 m langa stöng á bakinu svona 120 m, þá sparka ég niður 2 kg járnplatta í vegkantinum, stilli stönginni ofan á prik til að styðja við og halda öllu beinu! Ekki má vera mikill vindur þá skoppar allt saman! Skekkjan má ekki vera nema 3,2 mm á 3 km ef ég man rétt!
Erum 6 saman, en skiptumst í tvo vinnuhópa. Ég og ein önnur stelpa erum nýgræðingar í hópnum og vorum settar með yfirmanninum; Víetnami á fimmtugsaldri. Náum ekki að fara nema tæpa 4 km á dag fram og tilbaka á meðan hin þrjú fara hátt í 5-6 km.
Landmælingahópur Landsvirkjunar er nýbúinn að fá í hendurnar spánnýjan Nissan Patrol. Þannig við erum á tveimur Patrolum, og hópurinn sem ég er í er á nýja fáknum. Við hræðum upp marga gæsina er við þeysum um Bárðadalinn á glansandi silfruðum Patrolfák með uppþyrlað rykfax .
Heilsan hefði mátt vera betri, Króatíuhóstinn enn að pirra mig. Leiðindahósti sem myndi ræna hvaða manni sem er glórunni. Lofaður sé sá sem kom því fyrir að við vorum í sérherbergi, annars hefði ég verið kæfð í svefni með svefnpokanum mínum sem ég fékk í fermingagjöf...
Skruppum einu sinni inn á Akureyri: bærinn tekinn með trompi! Farið í sund að skola af sér og slappa af, borðað á Bautanum, kíkt í Borgarbíó á Eternal Sunshine, rölt á Sportbarinn til strákanna að horfa á EM, komið við í Brynju og fengið sér ís og svo á Esso að fylla bílinn.
Lítið gert eftir að búið er að vinna: eldað sér eitthvað í svanginn, skipt um föt og þvegið rykið af sér, hlammað sér fyrir framan skjáinn og horft á EM með heimamönnum. Farið að sofa um tíuleytið með auma öxl og þreyttar lappir, eftir að hafa lesið smá í bók sem heitir Afhjúpun og er merkileg bók!
En semsagt, er komin heim í 'menninguna'...loksins get ég sent sms og farið á netið..og sofið í mínu rúmi! My family and home!
17.júní á morgunn, allir að skemmta sér!, og margt sem þarf að lesa (vefrit í tonnatali sem þarf að lesa í gegnum, svo ekki sé minnst á Morgunblaðið síðustu daga)!
miðvikudagur, júní 09, 2004
Komin heim frá þjóðverjanýlendunni Porec
Jæja! Velkomin heim samferðafólk! Tja, hvað getur maður sagt: takk kærlega fyrir frábæra ferð!
Ég efast um að ég verði með tveggja vikna dagbókaryfirlit hérna..tæki allt of langan tíma! Maður fer bara yfir það helsta! :)
Veðrið þarna er bara ekkert ósvipað og á Íslandi..you never know whether it's goin to get cloudy or sunny! En við fengum okkar skerf af sól..flestir grilluðu sig síðasta daginn fyrir brottför! Þá var það sko ekki sólarvörn 25 eða 15, þá var það olían! Rigningu fengum við líka..fyrsta alvörudaginn í Króatíu, þegar við vorum að koma aftur til Porec eftir túristaferð um Porec og Rovinj þá gusaðist úrkellið yfir okkur. En stór hópur af mannskapnum lét áfengið reka sig áfram út í hundblautt veðrið til að komast í búðir að kaupa bús, enda var ekki þurr blettur í búðinni það kvöldið..og hillurnar nánast tómar!
Um íbúðasvæðið sem við vorum á þá er bara allt gott af því að segja. Aðal vandamálið var róin sem átti að vera komin á kl:22 og hversu mikið af pirruðum fjölskyldum voru í næsta húsi/íbúð við aðal partýhaldarana. Eftir fyrsta kvöldið (friday night) voru þó nokkrar kvartanir komnar og eftir annað kvöldið voru tvær íbúðir sem átti bara að evacuate immediately! En krakkarnir í þeim íbúðum (aðallega FÁ gæjarnir) fengu sjéns á að vera lengur í Króatíu og þeim tókst að halda sér innan sæmilegra marka!
Nú 'samgöngur' milli íbúða á Plava Laguna svæðinu, sérstaklega á Bellevue hótelinu sem við vorum á, er ekki hjólastóla-væn! Maðurinn sem hannaði stígana á þessu svæði fær viðurnefnið 'stigamaður dauðans'! Eftir tvo daga voru læri, kálfar og rass orðið sperrustíft af trimmi upp og niður brattar tröppurnar! Áætlaður labbaður tröppufjöldi á dag er ca. 500!
Strendurnar eru ekki þessar klassísku SANDstrendur á þessu svæði, heldur klettar og steyptar klappir..með tröppum! :)
Tónlist og matur: hefur heyrt/smakkað betra. Króatar virðast vera mjög hrifnir af teknótónlist og '80/'90 tónlist. Ekki nema þeir séu að þóknast öllum þýsku ferðamönnunum sem eru þarna..held að þessi staðreynd segi allt sem segja þarf um fjölda Þjóðverja á þessu svæði: ég og Heiður fórum í tourist information og Heiður spurði hvort konan talaði ensku..'no, only Deutch'!
Maturinn er alveg ágætis matur. Sambland af þýskum/austurrískum og ítölskum mat. Pizzurnar eru allar um 30-50 kúnur, sem gera ca. 350-550 kr. The Icelanders main course over the journey: Pizza Capricosa (skinka og sveppir) og Large Sprite/Beer...
Skordýr: sterageitungar og huge bjöllur ásamt því venjulega; mý, maurar o.fl.
Ja, hérna..voðalega lítur þetta illa út hjá mér! Eftir að hafa lesið þetta yfir þá hljóma ég eins og mjög bitur ferðamaður!
Komum með góðu hliðina á þessu!
Þrátt fyrir að hafa ferðast lítið í þessari ferð og hafa verið á stað þar sem heimamenn eru í miklum minnihluta yfir sumarið, þá er þetta virkilega fallegur staður. Náttúran er einstaklega falleg..algjör andstæða við íslenska landslagið getur maður sagt (þá í meiningunni hvað varðar útlit! Bæði löndin eiga sína fegurð). Byggingar eiga að hluta til rætur sínar að rekja til austurríska veldisins en einnig aftur til Rómaveldis t.d. Þó er þetta ekki eins og maður sé komin til Ítalíu, því þetta er öðruvísi land og menning. 'Fátækari fegurð' myndi ég segja, ekki að hún sé slæm.
Fjúff, nú er ég búin að gera það sem ég ætlaði ekki að gera..skrifa gagnrýnisritgerð of langa!
Í heildina litið þá var þessi ferð frábær! Frábært fólk, skemmtun, sólböð, skoðunarferðir, verslunarferðir og margt margt fleira! Varð ekki fyrir vonbrigðum með ferðina!
Margir náðu sér í einhverja veiki þarna úti, ég er t.d. með hálsbólgu og kvef..og að sjálfsögðu er maður með smá brúnku og brunnið bak!
Sátt og þreytt eftir langt ferðalag í gær ætla ég að slútta þessari gagnrýni með því að gefa ferðinni heildareinkunn og koma með nokkur góð orð úr ferðinni eða slagorð sem lýsa henni...
Heildareinkunn: 3.5 af 5
..Special price for you my friend!...I can play with you later!....Our stuff wishes...kálfatrimm....finnur króníska áfengislykt....Hey! Á að tippa (þjórfé..mjög tvírætt) þjóninn/bílstjórann?!...Amaretto og red bull, eins og nýr!....are you Fabio?...Chief!....framhjáhaldsferð dauðans....pivo (bjór)!...HR gæjar og FÁ gæjar...Guðrún, má ég fá spray?...á einhver olíu?....hvað á að gera í kvöld...hvað áttu...Oh my..í hverju á að fara...á að fara á Plava eða International (diskótek)?...er það Barilla....nenniru að taka mynd fyrir mig líka?..que!..ég keypti Puma skó...á að fá sér tattoo...hvað keyptiru...OG margt fleira!!
And at the final..góðir bolir sem nokkrir keyptu sér, quota í þá (man ekki alveg, endilega komiði með þetta ef þið kunnið): Some say I was in Croatia..but I can't remember!
Jæja! Velkomin heim samferðafólk! Tja, hvað getur maður sagt: takk kærlega fyrir frábæra ferð!
Ég efast um að ég verði með tveggja vikna dagbókaryfirlit hérna..tæki allt of langan tíma! Maður fer bara yfir það helsta! :)
Veðrið þarna er bara ekkert ósvipað og á Íslandi..you never know whether it's goin to get cloudy or sunny! En við fengum okkar skerf af sól..flestir grilluðu sig síðasta daginn fyrir brottför! Þá var það sko ekki sólarvörn 25 eða 15, þá var það olían! Rigningu fengum við líka..fyrsta alvörudaginn í Króatíu, þegar við vorum að koma aftur til Porec eftir túristaferð um Porec og Rovinj þá gusaðist úrkellið yfir okkur. En stór hópur af mannskapnum lét áfengið reka sig áfram út í hundblautt veðrið til að komast í búðir að kaupa bús, enda var ekki þurr blettur í búðinni það kvöldið..og hillurnar nánast tómar!
Um íbúðasvæðið sem við vorum á þá er bara allt gott af því að segja. Aðal vandamálið var róin sem átti að vera komin á kl:22 og hversu mikið af pirruðum fjölskyldum voru í næsta húsi/íbúð við aðal partýhaldarana. Eftir fyrsta kvöldið (friday night) voru þó nokkrar kvartanir komnar og eftir annað kvöldið voru tvær íbúðir sem átti bara að evacuate immediately! En krakkarnir í þeim íbúðum (aðallega FÁ gæjarnir) fengu sjéns á að vera lengur í Króatíu og þeim tókst að halda sér innan sæmilegra marka!
Nú 'samgöngur' milli íbúða á Plava Laguna svæðinu, sérstaklega á Bellevue hótelinu sem við vorum á, er ekki hjólastóla-væn! Maðurinn sem hannaði stígana á þessu svæði fær viðurnefnið 'stigamaður dauðans'! Eftir tvo daga voru læri, kálfar og rass orðið sperrustíft af trimmi upp og niður brattar tröppurnar! Áætlaður labbaður tröppufjöldi á dag er ca. 500!
Strendurnar eru ekki þessar klassísku SANDstrendur á þessu svæði, heldur klettar og steyptar klappir..með tröppum! :)
Tónlist og matur: hefur heyrt/smakkað betra. Króatar virðast vera mjög hrifnir af teknótónlist og '80/'90 tónlist. Ekki nema þeir séu að þóknast öllum þýsku ferðamönnunum sem eru þarna..held að þessi staðreynd segi allt sem segja þarf um fjölda Þjóðverja á þessu svæði: ég og Heiður fórum í tourist information og Heiður spurði hvort konan talaði ensku..'no, only Deutch'!
Maturinn er alveg ágætis matur. Sambland af þýskum/austurrískum og ítölskum mat. Pizzurnar eru allar um 30-50 kúnur, sem gera ca. 350-550 kr. The Icelanders main course over the journey: Pizza Capricosa (skinka og sveppir) og Large Sprite/Beer...
Skordýr: sterageitungar og huge bjöllur ásamt því venjulega; mý, maurar o.fl.
Ja, hérna..voðalega lítur þetta illa út hjá mér! Eftir að hafa lesið þetta yfir þá hljóma ég eins og mjög bitur ferðamaður!
Komum með góðu hliðina á þessu!
Þrátt fyrir að hafa ferðast lítið í þessari ferð og hafa verið á stað þar sem heimamenn eru í miklum minnihluta yfir sumarið, þá er þetta virkilega fallegur staður. Náttúran er einstaklega falleg..algjör andstæða við íslenska landslagið getur maður sagt (þá í meiningunni hvað varðar útlit! Bæði löndin eiga sína fegurð). Byggingar eiga að hluta til rætur sínar að rekja til austurríska veldisins en einnig aftur til Rómaveldis t.d. Þó er þetta ekki eins og maður sé komin til Ítalíu, því þetta er öðruvísi land og menning. 'Fátækari fegurð' myndi ég segja, ekki að hún sé slæm.
Fjúff, nú er ég búin að gera það sem ég ætlaði ekki að gera..skrifa gagnrýnisritgerð of langa!
Í heildina litið þá var þessi ferð frábær! Frábært fólk, skemmtun, sólböð, skoðunarferðir, verslunarferðir og margt margt fleira! Varð ekki fyrir vonbrigðum með ferðina!
Margir náðu sér í einhverja veiki þarna úti, ég er t.d. með hálsbólgu og kvef..og að sjálfsögðu er maður með smá brúnku og brunnið bak!
Sátt og þreytt eftir langt ferðalag í gær ætla ég að slútta þessari gagnrýni með því að gefa ferðinni heildareinkunn og koma með nokkur góð orð úr ferðinni eða slagorð sem lýsa henni...
Heildareinkunn: 3.5 af 5
..Special price for you my friend!...I can play with you later!....Our stuff wishes...kálfatrimm....finnur króníska áfengislykt....Hey! Á að tippa (þjórfé..mjög tvírætt) þjóninn/bílstjórann?!...Amaretto og red bull, eins og nýr!....are you Fabio?...Chief!....framhjáhaldsferð dauðans....pivo (bjór)!...HR gæjar og FÁ gæjar...Guðrún, má ég fá spray?...á einhver olíu?....hvað á að gera í kvöld...hvað áttu...Oh my..í hverju á að fara...á að fara á Plava eða International (diskótek)?...er það Barilla....nenniru að taka mynd fyrir mig líka?..que!..ég keypti Puma skó...á að fá sér tattoo...hvað keyptiru...OG margt fleira!!
And at the final..góðir bolir sem nokkrir keyptu sér, quota í þá (man ekki alveg, endilega komiði með þetta ef þið kunnið): Some say I was in Croatia..but I can't remember!
miðvikudagur, maí 26, 2004
Hrvatska..here we come!
Jæja! Nú er komið að því! Á morgunn leggja nýslegnir stúdentar Kvennaskólans af stað til Króatíu!
Útskriftin var í gær í Hallgrímskirkju og vorum við öll sæt og fín! Held að ég geti fullyrt að engin hafi ekki verið með smá fiðring..
Eftir fallegan söng hjá kórnum og 'nokkur orð' frá skólameistaranum var komið að verðlaunum og þau voru ekki fá! Margir nýstúdentar voru kallaðir upp og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur o.fl. Jóna Guðný og Katrín Diljá ásamt fleirum voru þó mest áberandi..og ég vil bara segja enn og aftur til hamingju öll sömul! We made it!!
Og nú er komið að ákveða sig hvað á að gera í framhaldinu af stúdentsskírteininu. Ég vona innilega að enginn verði svo leiður á lífinu að hann ákveði að binda endi á það líkt og styttan sem hékk við innganginn á Hallgrímskirkju..frekar ósmekklegt það! Vona að ég sé ekki að ganga fram af einhverjum með þessu..
En eftir að hafa opnað 'rafræna umsókn' hjá Háskóla Íslands er ég ekki alveg jafn viss um hvað ég er að fara að gera. Er ég að fara í jarðfræði eða landfræði? Eða á ég að taka bæði? Hvað er ég að pæla?
Eftir útskriftarathöfnina fór ég með verðlaunaðri vinkonu minni niður í Kvennaskólann okkar að fá smá hressingu. Milli þess sem við sötruðum á einkennilegum drykk tókum við við hamingjuóskum frá kennurum..hræðilegt að hugsa til þess: fyrrverandi kennurum!
Og allir vita hver maður er! Gat ekki annað en hugsað til háskólans þar sem maður á eftir að vera dropi í hafinu...
Þegar aðeins 10 manneskjur voru eftir í salnum fór ég út að bíða eftir fólkinu mínu, með skopmyndina mína og barnamynd. Veðrið var yndislegt og ég baðaði mig í sólskininu og athyglinni sem ég fékk frá fólki sem fór hjá. Ég veifaði Kvennaskóla starfsfólki á leið út sem og samstúdentum, og fylgdist með í hryllingi þegar einn af þeim skrældi felgurnar á bílnum sínum við að leggja fyrir fram skólann.
Ég og fjölskyldan fórum út að borða á Austur-Indíafjelaginu um sexleytið og þar kenndi margra krydda! Allir voru þó saddir eða ánægðir þegar farið var út.
Um leið og ég var komin heim fór ég yfir til verðlauna-Kollu í stúdentsveislu. Fékk far þangað undir mig og pakkana handa henni. Á þeim bæ var ennþá slatti af ættingjum og vinum og fleiri að koma..af yngri deildinni. Gjafir flæddu um allt ásamt veitingum. Ég fékk meirað segja blóm, kort og gjafir frá frábærum vinum, þótt þetta væri ekki mín veisla! Fullt af nýstúdentahúfum/iðnnemahúfum og 'gömlum' stúdentum! Það var hlegið, talað og borðað til miðnættis. Gaman gaman!
Í dag á að naga af sér neglurnar og hugsa um hvað ég á að gera í háskólanum eins og fleiri fyrrv. Kvenskælingar...eða nei! Við erum ekki fyrrverandi Kvenskælingar, alla vega lít ég ekki á mig sem slíkan! Ég skildi eftir smá hluta af mér þar og ég tók með mér smá hluta af skólanum...hjartnæmt..!
Og svo verður maður víst að fara að pakka einhverju niður fyrir ferðina...sólarhringur í ferðina!!
Jæja! Nú er komið að því! Á morgunn leggja nýslegnir stúdentar Kvennaskólans af stað til Króatíu!
Útskriftin var í gær í Hallgrímskirkju og vorum við öll sæt og fín! Held að ég geti fullyrt að engin hafi ekki verið með smá fiðring..
Eftir fallegan söng hjá kórnum og 'nokkur orð' frá skólameistaranum var komið að verðlaunum og þau voru ekki fá! Margir nýstúdentar voru kallaðir upp og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur o.fl. Jóna Guðný og Katrín Diljá ásamt fleirum voru þó mest áberandi..og ég vil bara segja enn og aftur til hamingju öll sömul! We made it!!
Og nú er komið að ákveða sig hvað á að gera í framhaldinu af stúdentsskírteininu. Ég vona innilega að enginn verði svo leiður á lífinu að hann ákveði að binda endi á það líkt og styttan sem hékk við innganginn á Hallgrímskirkju..frekar ósmekklegt það! Vona að ég sé ekki að ganga fram af einhverjum með þessu..
En eftir að hafa opnað 'rafræna umsókn' hjá Háskóla Íslands er ég ekki alveg jafn viss um hvað ég er að fara að gera. Er ég að fara í jarðfræði eða landfræði? Eða á ég að taka bæði? Hvað er ég að pæla?
Eftir útskriftarathöfnina fór ég með verðlaunaðri vinkonu minni niður í Kvennaskólann okkar að fá smá hressingu. Milli þess sem við sötruðum á einkennilegum drykk tókum við við hamingjuóskum frá kennurum..hræðilegt að hugsa til þess: fyrrverandi kennurum!
Og allir vita hver maður er! Gat ekki annað en hugsað til háskólans þar sem maður á eftir að vera dropi í hafinu...
Þegar aðeins 10 manneskjur voru eftir í salnum fór ég út að bíða eftir fólkinu mínu, með skopmyndina mína og barnamynd. Veðrið var yndislegt og ég baðaði mig í sólskininu og athyglinni sem ég fékk frá fólki sem fór hjá. Ég veifaði Kvennaskóla starfsfólki á leið út sem og samstúdentum, og fylgdist með í hryllingi þegar einn af þeim skrældi felgurnar á bílnum sínum við að leggja fyrir fram skólann.
Ég og fjölskyldan fórum út að borða á Austur-Indíafjelaginu um sexleytið og þar kenndi margra krydda! Allir voru þó saddir eða ánægðir þegar farið var út.
Um leið og ég var komin heim fór ég yfir til verðlauna-Kollu í stúdentsveislu. Fékk far þangað undir mig og pakkana handa henni. Á þeim bæ var ennþá slatti af ættingjum og vinum og fleiri að koma..af yngri deildinni. Gjafir flæddu um allt ásamt veitingum. Ég fékk meirað segja blóm, kort og gjafir frá frábærum vinum, þótt þetta væri ekki mín veisla! Fullt af nýstúdentahúfum/iðnnemahúfum og 'gömlum' stúdentum! Það var hlegið, talað og borðað til miðnættis. Gaman gaman!
Í dag á að naga af sér neglurnar og hugsa um hvað ég á að gera í háskólanum eins og fleiri fyrrv. Kvenskælingar...eða nei! Við erum ekki fyrrverandi Kvenskælingar, alla vega lít ég ekki á mig sem slíkan! Ég skildi eftir smá hluta af mér þar og ég tók með mér smá hluta af skólanum...hjartnæmt..!
Og svo verður maður víst að fara að pakka einhverju niður fyrir ferðina...sólarhringur í ferðina!!
mánudagur, maí 24, 2004
Pitt í pilsi
Jæja! Kemur kvikmyndagagnrýnin!
Eins og margar aðrar stórmyndir þá er Troy í lengra lagi; 2 klukkutímar og 40 mín.
Eins og flestir ættu að kannast við þá er þessi mynd gerð eftir Ilíonskviðu, goðsögu Hómers, sem fjallar um Trójustríðið. Eftir að hafa verið að læra um grískar goðsögur í skólanum núna, þá var ég með goðsöguna á hreinu og hlakkaði mikið til að sjá myndina. En ég brenndi mig á því að hugsa um söguna á meðan.
Sem Ilíonskviðulesandi: ekki nógu góð mynd
Sem unnandi goðsagna (sem hugsar ekki um goðsöguna á meðan, eða hefur ekki lesið hana): bara nokkuð góð!
Sem kvenmaður: Mjög góð!
Þetta er semsagt mjög mikil stelpumynd (fyrir utan allar blóðsletturnar og dauðaveinin) þar sem goðið Brad Pitt er nr.1 í myndinni ásamt pilsinu stutta í aukahlutverki. Og svo nýja brumið: Orlando Bloom. Tími til kominn að sjá hálfnakta eða bara bera karlmenn, ekki alltaf stelpur! Vona að fleiri myndir fylgi í kjölfarið af þessari!
Mestu vonbrigðin voru semsagt hversu ameríkaniseruð sagan varð og svo auðvitað hversu illa myndin fylgdi sögunni (enda bara 'inspired'). Svo, að mínu mati, hefði verið hægt að vinna betur úr þessu efni sem handritshöfundur hafði: hvernig myndin er tekin upp og tónlist og svona smáatriði! Ég var í gagnrýnisham þegar ég horfði á myndina: Trójumenn í hippamunstruðum fötum, Grikkir með korktappa í hárinu, Brad Pitt með dredda, í magabol og með bauga undir augum! Fyrir utan óeðlilega brúnku..en hei, hann er Pitt og verður alltaf fríður maður!!
Það er hægt að skrifa fullt um þessa mynd, og eflaust skiptar skoðanir um hana (endilega tjáið ykkur ef þið hafið séð hana eða hvað ykkur finnst um hana).
Núna bíð ég bara eftir Harry Potter 3 og Shrek 2..að ógleymdum næstu hetjum: Arthúr og Alexander!!
Only 3 days left now..!!
Verð stúdína á morgunn!!
Jæja! Kemur kvikmyndagagnrýnin!
Eins og margar aðrar stórmyndir þá er Troy í lengra lagi; 2 klukkutímar og 40 mín.
Eins og flestir ættu að kannast við þá er þessi mynd gerð eftir Ilíonskviðu, goðsögu Hómers, sem fjallar um Trójustríðið. Eftir að hafa verið að læra um grískar goðsögur í skólanum núna, þá var ég með goðsöguna á hreinu og hlakkaði mikið til að sjá myndina. En ég brenndi mig á því að hugsa um söguna á meðan.
Sem Ilíonskviðulesandi: ekki nógu góð mynd
Sem unnandi goðsagna (sem hugsar ekki um goðsöguna á meðan, eða hefur ekki lesið hana): bara nokkuð góð!
Sem kvenmaður: Mjög góð!
Þetta er semsagt mjög mikil stelpumynd (fyrir utan allar blóðsletturnar og dauðaveinin) þar sem goðið Brad Pitt er nr.1 í myndinni ásamt pilsinu stutta í aukahlutverki. Og svo nýja brumið: Orlando Bloom. Tími til kominn að sjá hálfnakta eða bara bera karlmenn, ekki alltaf stelpur! Vona að fleiri myndir fylgi í kjölfarið af þessari!
Mestu vonbrigðin voru semsagt hversu ameríkaniseruð sagan varð og svo auðvitað hversu illa myndin fylgdi sögunni (enda bara 'inspired'). Svo, að mínu mati, hefði verið hægt að vinna betur úr þessu efni sem handritshöfundur hafði: hvernig myndin er tekin upp og tónlist og svona smáatriði! Ég var í gagnrýnisham þegar ég horfði á myndina: Trójumenn í hippamunstruðum fötum, Grikkir með korktappa í hárinu, Brad Pitt með dredda, í magabol og með bauga undir augum! Fyrir utan óeðlilega brúnku..en hei, hann er Pitt og verður alltaf fríður maður!!
Það er hægt að skrifa fullt um þessa mynd, og eflaust skiptar skoðanir um hana (endilega tjáið ykkur ef þið hafið séð hana eða hvað ykkur finnst um hana).
Núna bíð ég bara eftir Harry Potter 3 og Shrek 2..að ógleymdum næstu hetjum: Arthúr og Alexander!!
Only 3 days left now..!!
Verð stúdína á morgunn!!
sunnudagur, maí 23, 2004
Sweet sunnudagur
Bjútífúl veður í dag!
Vaknaði heldur seint eftir að hafa verið á spjallinu langt fram á nótt að Esjugrund 32, my 2nd home! Um hádegið var pakkað inn stúdentsgjöf fyrir vinkonu...síðan var sleikt sólina! Ekki stóð sú sleiking ekki lengi þar sem við vorum að fara í bæinn. Amma gamla átti afmæli í dag, 89 ára orðin konan! Eflaust ekki margir lagt leið sína til hennar því á sama tíma var verið að skíra í fjölskyldunni. Barnabarnabarnið hennar ömmu var skírð á afmælisdaginn hennar af ástæðu: litla stúlkan fær nafnið hennar ömmu, Aðalheiður Una Sigurbjörnsdóttir. Yndisleg hugmynd að nafnagift, aðeins að amma myndi vera með á nótunum.
En ég gat ekki verið lengi hjá ömmu, finnst það óbærilegt. Fór með Friðrik á sportbílasýninguna á meðan pabbi var hjá ömmu. Þessi sportbílasýning er nú bara sölumennska og show-off..að sjálfsögðu. En Fm957 og OgVodafone voru mest áberandi. Heldur dauflegir sportbílar sem slíkir. Eiginlega meira glæsibílasýning. En engu að síður fallegt um að líta þarna: Lamborghini Gallardo, Benz í tugatali og margir fleiri flottir, að ógleymdum Ferrari Enzo! En ég var ekki einungis að skoða bílana, því eins og margir aðrir var ég að mæla út fólkið á svæðinu. Einn maður vakti athyglina mína; maður á miðjum aldri í gallaefni frá toppi til táar og heldur sjúskaður. Hann hélt á skókassa sem var teipaður fram og tilbaka. Það fyrsta sem mér datt í hug var sprengja eins og maðurinn lét, laumast í kringum einn bílinn og horfandi í kringum sig. Ég og Sigurborg og Gulli fylgdumst ögn með honum enda var hann athyglisverður. Eftir einhverja stund var hann búinn að opna kassan og innihaldið átti alla athygli hans. Þar sem hann stóð við hliðin á eldgömlum Benz með blæju kom til hans yngri maður. Það var ekki laust við bros hjá manni þegar jeans maðurinn dró varlega upp úr kassanum lítið bílamódel! Hann hefur eflaust fundið fyrirmyndina að dýrmætasta módelinu sínu! Yndislegt svona fólk sem virkilega gefur sig allt fyrir það sem það hefur áhuga á!
Eins og ég gef mig alla í áhugamál mitt á olíubornum guðavöxnum karlmönnum í stuttu leðurpilsi! Haha! Ég er vonandi að fara á Troy eftir tvo tíma..er að hugsa um að klæða mig létt; getur verið að maður fari að svitna fyrir ásýndina!! Slefislef!
A woman can dream..
Svo bendi ég bara á Orðlaus, nýtt blað komið út! Það var einhver grein þarna sem var góð. Kannski maður quoti hana á morgun! En það verður nóg annað að gera annars..
útskrift: 2 dagar
til Hrvatska: 4 dagar!
Keep on counting down!! Uvei!
Bjútífúl veður í dag!
Vaknaði heldur seint eftir að hafa verið á spjallinu langt fram á nótt að Esjugrund 32, my 2nd home! Um hádegið var pakkað inn stúdentsgjöf fyrir vinkonu...síðan var sleikt sólina! Ekki stóð sú sleiking ekki lengi þar sem við vorum að fara í bæinn. Amma gamla átti afmæli í dag, 89 ára orðin konan! Eflaust ekki margir lagt leið sína til hennar því á sama tíma var verið að skíra í fjölskyldunni. Barnabarnabarnið hennar ömmu var skírð á afmælisdaginn hennar af ástæðu: litla stúlkan fær nafnið hennar ömmu, Aðalheiður Una Sigurbjörnsdóttir. Yndisleg hugmynd að nafnagift, aðeins að amma myndi vera með á nótunum.
En ég gat ekki verið lengi hjá ömmu, finnst það óbærilegt. Fór með Friðrik á sportbílasýninguna á meðan pabbi var hjá ömmu. Þessi sportbílasýning er nú bara sölumennska og show-off..að sjálfsögðu. En Fm957 og OgVodafone voru mest áberandi. Heldur dauflegir sportbílar sem slíkir. Eiginlega meira glæsibílasýning. En engu að síður fallegt um að líta þarna: Lamborghini Gallardo, Benz í tugatali og margir fleiri flottir, að ógleymdum Ferrari Enzo! En ég var ekki einungis að skoða bílana, því eins og margir aðrir var ég að mæla út fólkið á svæðinu. Einn maður vakti athyglina mína; maður á miðjum aldri í gallaefni frá toppi til táar og heldur sjúskaður. Hann hélt á skókassa sem var teipaður fram og tilbaka. Það fyrsta sem mér datt í hug var sprengja eins og maðurinn lét, laumast í kringum einn bílinn og horfandi í kringum sig. Ég og Sigurborg og Gulli fylgdumst ögn með honum enda var hann athyglisverður. Eftir einhverja stund var hann búinn að opna kassan og innihaldið átti alla athygli hans. Þar sem hann stóð við hliðin á eldgömlum Benz með blæju kom til hans yngri maður. Það var ekki laust við bros hjá manni þegar jeans maðurinn dró varlega upp úr kassanum lítið bílamódel! Hann hefur eflaust fundið fyrirmyndina að dýrmætasta módelinu sínu! Yndislegt svona fólk sem virkilega gefur sig allt fyrir það sem það hefur áhuga á!
Eins og ég gef mig alla í áhugamál mitt á olíubornum guðavöxnum karlmönnum í stuttu leðurpilsi! Haha! Ég er vonandi að fara á Troy eftir tvo tíma..er að hugsa um að klæða mig létt; getur verið að maður fari að svitna fyrir ásýndina!! Slefislef!
A woman can dream..
Svo bendi ég bara á Orðlaus, nýtt blað komið út! Það var einhver grein þarna sem var góð. Kannski maður quoti hana á morgun! En það verður nóg annað að gera annars..
útskrift: 2 dagar
til Hrvatska: 4 dagar!
Keep on counting down!! Uvei!
laugardagur, maí 22, 2004
Víkverji skrifar..
Mikið rosalega var ég sammála víkverja í morgganum í dag (ef að ég væri bara búin að sjá Troy)! En þetta með allar hálfnöktu skvísurnar útum allt! Til dæmis var verið að sýna frá sportbílasýningunni í fréttunum á föstudaginn. Þar voru tvær ljóshærðar píur, æpandi brúnar í æpandi hvítu bikini að klöngrast í áttina að sportbíl á killer pinnahælum! Mig langar að fá glansandi karlmenn á sundskýlu þarna líka! Mig langar ekkert að horfa á einhverjar skvísur vera að strjúka bílana...takk fyrir!
Og eins og víkverji skrifaði, þá vona ég að þröng og stutt leðurpils komist í tísku..nú ef ekki þá eru skotapilsin líka að gera sig! Eða nei..samt ekki!!
Svo var 'góð' grein í fréttablaðinu í dag (laug.d.) um ljóskur. Þið sem lásuð þessa grein; ef Ásdís Rán er með natural ljósa háralitinn sinn núna, þá er ég Cindy Crawford! Það bara getur varla verið..en samt möguleiki (mikið meiri möguleiki en að ég verði Cindy!). En þetta er mjög áhugavert aflestrar, þessi opna í Fréttablaðinu.
Fjúff, núna eru það fimm fræknir dagar þar til við leggjum af stað til Hrvatska!! Ja ja!!
Mikið rosalega var ég sammála víkverja í morgganum í dag (ef að ég væri bara búin að sjá Troy)! En þetta með allar hálfnöktu skvísurnar útum allt! Til dæmis var verið að sýna frá sportbílasýningunni í fréttunum á föstudaginn. Þar voru tvær ljóshærðar píur, æpandi brúnar í æpandi hvítu bikini að klöngrast í áttina að sportbíl á killer pinnahælum! Mig langar að fá glansandi karlmenn á sundskýlu þarna líka! Mig langar ekkert að horfa á einhverjar skvísur vera að strjúka bílana...takk fyrir!
Og eins og víkverji skrifaði, þá vona ég að þröng og stutt leðurpils komist í tísku..nú ef ekki þá eru skotapilsin líka að gera sig! Eða nei..samt ekki!!
Svo var 'góð' grein í fréttablaðinu í dag (laug.d.) um ljóskur. Þið sem lásuð þessa grein; ef Ásdís Rán er með natural ljósa háralitinn sinn núna, þá er ég Cindy Crawford! Það bara getur varla verið..en samt möguleiki (mikið meiri möguleiki en að ég verði Cindy!). En þetta er mjög áhugavert aflestrar, þessi opna í Fréttablaðinu.
Fjúff, núna eru það fimm fræknir dagar þar til við leggjum af stað til Hrvatska!! Ja ja!!
föstudagur, maí 21, 2004
Gaudeamus..tralalla!
Jamm, núna er æfingin mikla fyrir útskrift finito og ég er búin að fá einkunnirnar mínar. Og þær eru alveg ágætar! Nema íþróttaeinkunnin hefur hrapað mikið! hmm..
En fyrir nilla eins og mig (eða aðra sem hafa gaman af söng)..sem þurfa að hlusta á gaudeamus igitur lagið hér!
En nú fer sko undirbúningur á fullt hjá öllum verðandi stúdínum og stúdentum! Og ég held að það séu flestir sammála mér að það sé meiri undirbúningur hjá gellum Kvennaskólans en gæjum..?!
En njótið helgarinnar öllsömul! Ég bíð spennt eftir að komast í bíó, á Troy!!
Samstúdentar mínir: sjáumst hress og spennt á þriðjudaginn!!
Jamm, núna er æfingin mikla fyrir útskrift finito og ég er búin að fá einkunnirnar mínar. Og þær eru alveg ágætar! Nema íþróttaeinkunnin hefur hrapað mikið! hmm..
En fyrir nilla eins og mig (eða aðra sem hafa gaman af söng)..sem þurfa að hlusta á gaudeamus igitur lagið hér!
En nú fer sko undirbúningur á fullt hjá öllum verðandi stúdínum og stúdentum! Og ég held að það séu flestir sammála mér að það sé meiri undirbúningur hjá gellum Kvennaskólans en gæjum..?!
En njótið helgarinnar öllsömul! Ég bíð spennt eftir að komast í bíó, á Troy!!
Samstúdentar mínir: sjáumst hress og spennt á þriðjudaginn!!
fimmtudagur, maí 20, 2004
þriðjudagur, maí 18, 2004
Finally!
Hurray! Loksins búin í prófum!! Var í landafræðiprófi núna í morgunn og er ennþá með nafnorða súpu í stað heila: monsúnvindar, heiðhvolf, nýsköpunartogarar, kvótakerfi..blaa!
En hvað um það..svo náði ég í stúdentsritgerðina mína sem kostaði blóð, svita og tár. En þessi element voru ekki nema 7 einkunnar virði! Sem er svosem ágætt, á eftir að læra af þessu!
Síðan var skroppið í heimsókn til Hönnu Bjartar dimmalimm til heimilis að Grettisgötu 125..samt eiginlega 22c! Spjallað, keypt í matinn og spallað. Síðan var keyrt upp á Kjaló (vitið þið alltaf hvort það er niður á eða upp á einhverja áfangastaði?!).
Þegar heim var komið tók við smá skrýtin tilfinning: ekkert stress yfir prófum, skólinn gjörsamlega búinn núna! Hvað gera bændur þá af sér? Var sem betur fer búin að gera backup plan: fór á bókasafnið síðustu helgi! Gramsaði í búnkanum og dró upp Dagbók Bridget Jones 2! Svo er bara að byrja á lestrarmaraþoninu! Næst á dagskrá er Agatha Christie og Andrés Önd! Skemmtileg blanda...
Jamm, bróðir minn átti afmæli í gær. 17 ára himnalengja. Var vakin eldsnemma svo öll familíann gæti startað afmælissöng og vakið drenginn. Þegar það var yfirstaðið drattaðist ég upp í rúm aftur og sofnaði. Með þvílíkar hassperur í höndunum eftir langa kajakferð á sunnudaginn. Hélt ég myndi ekki geta reist mig við í rúminu! Og hvað þá að geta skrifað margar blaðsíður á Diddaprófi núna í morgunn...en ég lifi!
Er að hugsa um að finna mér eitthvað að gera, grafa upp moggann frá síðustu dögum til að fylgjast með málum heimsins! Eða þýða einhverja þraut í dönsku Andrés blaði fyrir 7 ára bróðir minn! Hmm, eða kannski maður hreyfi sig aðeins? Göngutúr..
...Zz .. Zz...
Hurray! Loksins búin í prófum!! Var í landafræðiprófi núna í morgunn og er ennþá með nafnorða súpu í stað heila: monsúnvindar, heiðhvolf, nýsköpunartogarar, kvótakerfi..blaa!
En hvað um það..svo náði ég í stúdentsritgerðina mína sem kostaði blóð, svita og tár. En þessi element voru ekki nema 7 einkunnar virði! Sem er svosem ágætt, á eftir að læra af þessu!
Síðan var skroppið í heimsókn til Hönnu Bjartar dimmalimm til heimilis að Grettisgötu 125..samt eiginlega 22c! Spjallað, keypt í matinn og spallað. Síðan var keyrt upp á Kjaló (vitið þið alltaf hvort það er niður á eða upp á einhverja áfangastaði?!).
Þegar heim var komið tók við smá skrýtin tilfinning: ekkert stress yfir prófum, skólinn gjörsamlega búinn núna! Hvað gera bændur þá af sér? Var sem betur fer búin að gera backup plan: fór á bókasafnið síðustu helgi! Gramsaði í búnkanum og dró upp Dagbók Bridget Jones 2! Svo er bara að byrja á lestrarmaraþoninu! Næst á dagskrá er Agatha Christie og Andrés Önd! Skemmtileg blanda...
Jamm, bróðir minn átti afmæli í gær. 17 ára himnalengja. Var vakin eldsnemma svo öll familíann gæti startað afmælissöng og vakið drenginn. Þegar það var yfirstaðið drattaðist ég upp í rúm aftur og sofnaði. Með þvílíkar hassperur í höndunum eftir langa kajakferð á sunnudaginn. Hélt ég myndi ekki geta reist mig við í rúminu! Og hvað þá að geta skrifað margar blaðsíður á Diddaprófi núna í morgunn...en ég lifi!
Er að hugsa um að finna mér eitthvað að gera, grafa upp moggann frá síðustu dögum til að fylgjast með málum heimsins! Eða þýða einhverja þraut í dönsku Andrés blaði fyrir 7 ára bróðir minn! Hmm, eða kannski maður hreyfi sig aðeins? Göngutúr..
...Zz .. Zz...
sunnudagur, maí 16, 2004
Ruslana...friend of our country!
Jæja, Eurovision búið og Danaprins búinn að gifta sig við mikinn fögnuð..en skandal hérna heima! Þvílíkt fjaðrafok í kringum forseta og ríkisstjórn!
Eflaust hafa ófáir verið í einhverju partýi að fylgjast með..ég fór semsagt ekki. 10 ára systir mín og 17 ára bróðir minn fóru í partý en ég ákvað að vera heima þótt ég mér hefði verið boðið í tvö stykki..
En ég andaði léttar þegar úrslitin voru ráðin; enginn grískur egó guð sem vann..sem betur fer var hann í 3.sæti! Ég var nokkuð sátt með Ukraínu sem sigurvegara og Serbíu og Svartfjallaland í öðru sæti. Bæði hörkugóð lög á sinn hátt. En ég gat ekki annað en hugsað þegar stigagjöfin frá allmörgum löndum var kunngerð að það mætti alveg eins sleppa kosningunum! Svo ótrúlega fyrirsjáanlegt: nágrannalandið/löndin fengu nánast undantekningalaust 12 stigin!!
Og fyrst ég er að tala um söng, þá ætla ég að skipta frá þessari lágmenningu og fara í hámenningu...á föstudaginn var fór ég á tónleika með pabba; vortónleika Landsvirkjunar í Fríkirkjunni. Kórinn sem var að syngja var dómkirkjukór St.Basil kirkjunnar í Moskvu..fræga, litríka kirkjan með lauk-spírurnar, kannist þið við hana?
Semsagt, þeir eru ekki nema 13 menn sem syngja, mjög spes karakterar..en þvílíkur hljómur! Dýpstu bassar sem ég hef heyrt í og svo tærir kontratenórar! Stunning..
einn þeirra vakti sérstaklega athygli mína (þótt þeir hafi allir gert það; í svörtum skósíðum kuflum með band um sig miðja). Maðurinn var eins og klipptur út úr bíómynd þar sem Rússar eru vondu gæjarnir: stór, sterklegur með hermannaklippt ljóst hár...en söng eins og engill! Það setti hljóðann í kirkjunni þegar hann söng einsöng, sem og þegar 13 ára snáðinn sem með þeim var, var að syngja.
Þessi kór var semsagt með tvenna tónleika í gær í tengslum við Listahátíð Reykjavíkur..ætlaði að mæla með tónleikunum, en ef sein!
Og ein pæling: er Jói Fel ekkert að vinna? Maðurinn er í WC að æfa á ólíklegustu tímum og æfir mjög lengi! Þarf hann ekki sinna fjölskyldu heldur eða börnum? Ætli hann taki það í svona pörtum eins og upptökur fyrir matreiðsluþættina sína?? Bara smá hörð pæling..
Jæja, Eurovision búið og Danaprins búinn að gifta sig við mikinn fögnuð..en skandal hérna heima! Þvílíkt fjaðrafok í kringum forseta og ríkisstjórn!
Eflaust hafa ófáir verið í einhverju partýi að fylgjast með..ég fór semsagt ekki. 10 ára systir mín og 17 ára bróðir minn fóru í partý en ég ákvað að vera heima þótt ég mér hefði verið boðið í tvö stykki..
En ég andaði léttar þegar úrslitin voru ráðin; enginn grískur egó guð sem vann..sem betur fer var hann í 3.sæti! Ég var nokkuð sátt með Ukraínu sem sigurvegara og Serbíu og Svartfjallaland í öðru sæti. Bæði hörkugóð lög á sinn hátt. En ég gat ekki annað en hugsað þegar stigagjöfin frá allmörgum löndum var kunngerð að það mætti alveg eins sleppa kosningunum! Svo ótrúlega fyrirsjáanlegt: nágrannalandið/löndin fengu nánast undantekningalaust 12 stigin!!
Og fyrst ég er að tala um söng, þá ætla ég að skipta frá þessari lágmenningu og fara í hámenningu...á föstudaginn var fór ég á tónleika með pabba; vortónleika Landsvirkjunar í Fríkirkjunni. Kórinn sem var að syngja var dómkirkjukór St.Basil kirkjunnar í Moskvu..fræga, litríka kirkjan með lauk-spírurnar, kannist þið við hana?
Semsagt, þeir eru ekki nema 13 menn sem syngja, mjög spes karakterar..en þvílíkur hljómur! Dýpstu bassar sem ég hef heyrt í og svo tærir kontratenórar! Stunning..
einn þeirra vakti sérstaklega athygli mína (þótt þeir hafi allir gert það; í svörtum skósíðum kuflum með band um sig miðja). Maðurinn var eins og klipptur út úr bíómynd þar sem Rússar eru vondu gæjarnir: stór, sterklegur með hermannaklippt ljóst hár...en söng eins og engill! Það setti hljóðann í kirkjunni þegar hann söng einsöng, sem og þegar 13 ára snáðinn sem með þeim var, var að syngja.
Þessi kór var semsagt með tvenna tónleika í gær í tengslum við Listahátíð Reykjavíkur..ætlaði að mæla með tónleikunum, en ef sein!
Og ein pæling: er Jói Fel ekkert að vinna? Maðurinn er í WC að æfa á ólíklegustu tímum og æfir mjög lengi! Þarf hann ekki sinna fjölskyldu heldur eða börnum? Ætli hann taki það í svona pörtum eins og upptökur fyrir matreiðsluþættina sína?? Bara smá hörð pæling..
fimmtudagur, maí 13, 2004
Enn er rembst við blogger..
Ég held að ég þurfi að smá aðlögunartíma fyrir þetta nýja útlit á blogger...hoppa alltaf upp í sætinu þegar ég sé síðuna! Ekki það sem ég býst við að sjá!
En alla veganna, nóg komið um ljóskustæla í mér!
Var að enda við að skoða mjög áhugaverða síðu sem hefur breytt algjörlega sjónarhorni mínu á Króatíuferðina: skoðist hér!
Það verða alls konar furðufuglar á Króatíu, það er ekki hægt að segja annað! Og eitt er á hreinu að það eru margir sem eru að fara að skemmta sér!!
Var í erfðafræðiprófi í dag sem var að gera mig að sjúklingi síðustu 3 daga...tíu kafla próf um eitthvað svona torskilið efni er ekkert grín!
Eftir söguprófið á mánudaginn lærði ég fyrir Landafræðipróf og Líffræði (erfðafræði). Landafræðin var á þriðjudaginn og hún fékk mig til að hugsa um margt..mjög mikið um okkur iðnríkin og þróunarríkin! Kemur kannski pistill um það seinna!
Svo í gær lærði ég frá morgni fram á nótt fyrir líffræði...en ekkert síaðist inn í gráa gumsið í hausnum!
Var orðin frekar áhugalaus um sjöleytið..Eurovision átti minn hug! :)
Horfði á eitthvað af keppninni og svo lokadæmið þegar var tilkynnt hvaða lönd komast áfram. Sýndi sig alveg hvað sætir, stæltir og sveittir karlmenn geta komist langt með því að dilla sér! Það getur enginn sannfært mig um það að gríski gæinn sé góður söngvari né mjaðmahnykkurinn og diskóslut-ið frá Bosníu-Hersegóviníu (hvernig sem það er skrifað)! Kannski finnst einhverjum þetta vera frábær lög..en ég vil bara segja að það voru önnur skárri lög sem hefðu átt að komast áfram. Og ég hélt ég yrði ekki eldri þegar Króatía og Albanía komust áfram með sín lög!
En það er bara mín skoðun..tell me yours!
Allir að horfa Júróvisjon á laugardaginn!!
Ég held að ég þurfi að smá aðlögunartíma fyrir þetta nýja útlit á blogger...hoppa alltaf upp í sætinu þegar ég sé síðuna! Ekki það sem ég býst við að sjá!
En alla veganna, nóg komið um ljóskustæla í mér!
Var að enda við að skoða mjög áhugaverða síðu sem hefur breytt algjörlega sjónarhorni mínu á Króatíuferðina: skoðist hér!
Það verða alls konar furðufuglar á Króatíu, það er ekki hægt að segja annað! Og eitt er á hreinu að það eru margir sem eru að fara að skemmta sér!!
Var í erfðafræðiprófi í dag sem var að gera mig að sjúklingi síðustu 3 daga...tíu kafla próf um eitthvað svona torskilið efni er ekkert grín!
Eftir söguprófið á mánudaginn lærði ég fyrir Landafræðipróf og Líffræði (erfðafræði). Landafræðin var á þriðjudaginn og hún fékk mig til að hugsa um margt..mjög mikið um okkur iðnríkin og þróunarríkin! Kemur kannski pistill um það seinna!
Svo í gær lærði ég frá morgni fram á nótt fyrir líffræði...en ekkert síaðist inn í gráa gumsið í hausnum!
Var orðin frekar áhugalaus um sjöleytið..Eurovision átti minn hug! :)
Horfði á eitthvað af keppninni og svo lokadæmið þegar var tilkynnt hvaða lönd komast áfram. Sýndi sig alveg hvað sætir, stæltir og sveittir karlmenn geta komist langt með því að dilla sér! Það getur enginn sannfært mig um það að gríski gæinn sé góður söngvari né mjaðmahnykkurinn og diskóslut-ið frá Bosníu-Hersegóviníu (hvernig sem það er skrifað)! Kannski finnst einhverjum þetta vera frábær lög..en ég vil bara segja að það voru önnur skárri lög sem hefðu átt að komast áfram. Og ég hélt ég yrði ekki eldri þegar Króatía og Albanía komust áfram með sín lög!
En það er bara mín skoðun..tell me yours!
Allir að horfa Júróvisjon á laugardaginn!!
mánudagur, maí 10, 2004
Hurray for new blogger!
Hmm...ætlaði að vera snögg að hripa niður einhver orð áður en ég fer í próf, en Blogger liðið tók sig til og uppfærði allt heila klabbið..þannig nú þarf ég að læra á þetta eins og nýgræðingur!!
Anyway, búin að vera afslöppuð vika; glápa á sjónvarp, slappa af í sólbaði, dunda sér í tölvunni eða...læra fyrir próf!
Núna er það Saga303 sem er menningarsaga og á morgunn er það Lan203!
Vona að það verði 5 stjörnu veður í dag eins og í gær...það væri gott! Sat í gær úti að lesa fyrir próf en endurskinið af bókinni var svo mikið að ég neyddist til að hætta að lesa, poor me!! Síðan um kvöldið var skellt á grillið alls konar góðgæti, alveg eins og í gær! Grillmatur 2 daga í röð, hvað gæti verið betra?!
En núna er ég að hugsa um að fara að koma mér fram í crowded hópinn af yfirspenntu fólki og láta stressa mig aðeins upp...like I need that!
(það mætti halda að ég væri á leiðinni í enskupróf!)
Hmm...ætlaði að vera snögg að hripa niður einhver orð áður en ég fer í próf, en Blogger liðið tók sig til og uppfærði allt heila klabbið..þannig nú þarf ég að læra á þetta eins og nýgræðingur!!
Anyway, búin að vera afslöppuð vika; glápa á sjónvarp, slappa af í sólbaði, dunda sér í tölvunni eða...læra fyrir próf!
Núna er það Saga303 sem er menningarsaga og á morgunn er það Lan203!
Vona að það verði 5 stjörnu veður í dag eins og í gær...það væri gott! Sat í gær úti að lesa fyrir próf en endurskinið af bókinni var svo mikið að ég neyddist til að hætta að lesa, poor me!! Síðan um kvöldið var skellt á grillið alls konar góðgæti, alveg eins og í gær! Grillmatur 2 daga í röð, hvað gæti verið betra?!
En núna er ég að hugsa um að fara að koma mér fram í crowded hópinn af yfirspenntu fólki og láta stressa mig aðeins upp...like I need that!
(það mætti halda að ég væri á leiðinni í enskupróf!)
fimmtudagur, maí 06, 2004
Vefritsvandamál tengjast mér..?
Jæja! Ekki spyrja mig af hverju en ég og ein vinkona mín ákváðum að koma upplýsingasíðu Björgunarsveitarinnar í gang! Og þá erum við að tala um svona vefrit... og ég skellti mér á blog.central.is og opnaði eitt vefrit þar...en ég kann ekkert á það! Síðan opnaði ég eitt í viðbót, á fólk.is og það virðist vera eitthvað meira í þá áttina sem við erum að leita að, en ég kann ekki að setja inn myndir þar! :)
Þannig; allir sem eitthvað kunna á uppsetningu á þessum tveimur vefritum, og vilja veita góð ráð...þá eru þeir hjartanlega velkomnir að veita þau í kommentakerfið! Það væri frábært ef einhver gæti sagt mér hvernig hægt er að setja upp síður inn á blog.central.is vefritinu, ekki tengla á aðrar síður samt! Er þetta skiljanlegt? Semsagt svona síður eins og hægt er að búa til inn á fólk.is..?!
En já..kannski þetta sé ekkert sniðugt; að byrja á þessu rétt fyrir próf!?
Ætla að geyma þetta í einhvern tíma og fara að læra fyrir próf..
So long!
Jæja! Ekki spyrja mig af hverju en ég og ein vinkona mín ákváðum að koma upplýsingasíðu Björgunarsveitarinnar í gang! Og þá erum við að tala um svona vefrit... og ég skellti mér á blog.central.is og opnaði eitt vefrit þar...en ég kann ekkert á það! Síðan opnaði ég eitt í viðbót, á fólk.is og það virðist vera eitthvað meira í þá áttina sem við erum að leita að, en ég kann ekki að setja inn myndir þar! :)
Þannig; allir sem eitthvað kunna á uppsetningu á þessum tveimur vefritum, og vilja veita góð ráð...þá eru þeir hjartanlega velkomnir að veita þau í kommentakerfið! Það væri frábært ef einhver gæti sagt mér hvernig hægt er að setja upp síður inn á blog.central.is vefritinu, ekki tengla á aðrar síður samt! Er þetta skiljanlegt? Semsagt svona síður eins og hægt er að búa til inn á fólk.is..?!
En já..kannski þetta sé ekkert sniðugt; að byrja á þessu rétt fyrir próf!?
Ætla að geyma þetta í einhvern tíma og fara að læra fyrir próf..
So long!
mánudagur, maí 03, 2004
Hvurslags eiginlega?!?
Ég veit ekki hvert ég á að snúa mér þessa dagana: enginn skóli, vika í próf og ég hef lítið sem ekkert að gera! Hvað er ég búin að gera í dag: horfa á Sex and the city, punktur. Gummi er ekki stoltur af mér núna reikna ég með..!
Fyrir utan það þá er ég að furða mig á því hversu þrjóskur veturguðinn er; það snjóar!! Minn ætlar ekki að gefast upp.. Og ég vissi ekki alveg með hvoru ég átti að halda þannig ég fór í kvart-sumar buxur (gsussindustries) og flíspeysu ásamt trefli til að vera hlutlaus...!
Ég held að ég sé búin að nefna Shopaholic bækurnar eftir Sophie Kinsella (man ekki alveg hvað hún heitir)...var að lesa aðra bók eftir höfundinn; Can you keep a secret? Og við erum að tala um bók sem ég hef eitt að segja um: hillarious! (eiginlega bara fyrir stelpur) Mæli með bókunum eftir hana!
Uh, annars er bara allt eitthvað svo tómt þessa dagana. Veit ekkert hvað ég á að gera af mér og nenni eiginlega ekki að gera það sem ég þarf að gera! Hversu löt geturu verið?!
Eitt ætla ég þó að gera í dag; hringja í vinkonu. Mig hefur dreymt hana síðustu 3 nætur og henni líður ekki vel í draumunum, þannig ég ætla að hringja og athuga hvað er uppi hjá henni...
En til ykkar allra (þið öll þrjú) segi ég bara: hafið það gott! :)
Ég veit ekki hvert ég á að snúa mér þessa dagana: enginn skóli, vika í próf og ég hef lítið sem ekkert að gera! Hvað er ég búin að gera í dag: horfa á Sex and the city, punktur. Gummi er ekki stoltur af mér núna reikna ég með..!
Fyrir utan það þá er ég að furða mig á því hversu þrjóskur veturguðinn er; það snjóar!! Minn ætlar ekki að gefast upp.. Og ég vissi ekki alveg með hvoru ég átti að halda þannig ég fór í kvart-sumar buxur (gsussindustries) og flíspeysu ásamt trefli til að vera hlutlaus...!
Ég held að ég sé búin að nefna Shopaholic bækurnar eftir Sophie Kinsella (man ekki alveg hvað hún heitir)...var að lesa aðra bók eftir höfundinn; Can you keep a secret? Og við erum að tala um bók sem ég hef eitt að segja um: hillarious! (eiginlega bara fyrir stelpur) Mæli með bókunum eftir hana!
Uh, annars er bara allt eitthvað svo tómt þessa dagana. Veit ekkert hvað ég á að gera af mér og nenni eiginlega ekki að gera það sem ég þarf að gera! Hversu löt geturu verið?!
Eitt ætla ég þó að gera í dag; hringja í vinkonu. Mig hefur dreymt hana síðustu 3 nætur og henni líður ekki vel í draumunum, þannig ég ætla að hringja og athuga hvað er uppi hjá henni...
En til ykkar allra (þið öll þrjú) segi ég bara: hafið það gott! :)
laugardagur, maí 01, 2004
Jay (jei) .. búið að dimitera!
Samt, á sinn hátt eftirsjá..nú er mjög lítið eftir af ferðum í Kvennaskólann!
En þetta var skemmtilegur dagur; byrjaði á feitu hlaðborði heima hjá Sigrúnu skvísu. Bekkjarfélagar tíndust inn í húsið hver á eftir öðrum. Allir komnir í 'the suit' og hlæjandi af grímunum góðu! Svo var farið yfir texta, gjafir og dansana...
..en þegar komið var upp í skóla fór spennan að segja til sín: ráfuðum um eins og umkomulausir kjúklingar og vissum ekkert í okkar haus. Svo allt í einu var komið að okkar atriði og við duttum inn í salin algjörlega blind vegna grímunnar. Atriðið var frekar misheppnað en samt ágætt. Ég til dæmis gleymdi einni setningu...og síðan Powers quotin í endann á hverri tilkynningu held ég að hafi alveg klúðrast! En við fórum samt sátt út!
Eftir að öll atriðin voru búin söfnuðust ljóshærða Heidi, töffara Turtles, skrýtnu sæðisfrumurnar, borubrattir Lionsklúbbs Kidda meðlimir og aumingjalegir Austin Powers fyrir utan skólann..spennufallið ekki farið að segja til sín enn!
Flestir Powers löbbuðu niður í miðbæ þar sem nokkrir þeirra ætluðu í himnaríkið. Hittum einhvern annan skóla sem var að dimitera í einhverjum hvítum lökum...?!
Rútan fyrir óvissuferðina reyndist vera tveir gámabílar sem öllum var skellt í og svo var híft fólkið upp! Mikið fjör og margar myndavélar á lofti. Síðan var keyrt um miðbæin og gargað 'kvennaskólinn minn' og margt annað! Hverjum og einum einasta sem við mættum var veifað..!
Loks var stoppað úti á Seltjarnarnesi og nýja stjórnin stóð sig vel við að afhenda fígúrunum grillaðar pulsur/pylsur. Síðan tróð fólkið sér í strætó upp á Hlemm en þaðan var rölt niður Laugarveginn við háværan söng Lionsklúbbsins!
Eftir frekar þunna göngu lét ég mig hverfa með Kollu og við keyrðum heim.
Um kvöldið var svo sest að snæðingi í veislusalnum Dúndur með kennurunum. Allir skrautlegir í klæðnaði eða atferli!
Ég var fegin að ég fékk með mömmupitsu áður því pitsurnar sem var boðið upp á þarna voru ekki að mínu skapi. Áður en boðið var upp á ís m/snickerssósu voru a.m.k. þrír kennarar búnir að láta sig hverfa. Kennarar eins og elínborg, sólveig, björk og fleiri létu sig hins vegar ekki vanta í dansmenninguna og þær stóðu sig vel! En um tíuleytið held ég voru allir kennararnir farnir..
En dimiterararnir héldu áfram að sveifla sér á gólfinu þar til klukkan var eitt..síðan fóru einhverjir niður í bæ á Sólon þar sem var haldið áfram að dansa.
Um þrjúleytið var ég enn vel í glasi, mjög illt í fótunum, búin að detta niður stigann, skera mig á fingri og með hálft glas af bjór aftan á bakinu...komin tími til að koma sér heim. Örvar Snær, bróðir hennar Kollu, og Inga komu að ná í okkur á Avensis glæsikerrunni 6 toy. Fór sátt að sofa.. en líðan er eftir atvikum núna..!
Samt, á sinn hátt eftirsjá..nú er mjög lítið eftir af ferðum í Kvennaskólann!
En þetta var skemmtilegur dagur; byrjaði á feitu hlaðborði heima hjá Sigrúnu skvísu. Bekkjarfélagar tíndust inn í húsið hver á eftir öðrum. Allir komnir í 'the suit' og hlæjandi af grímunum góðu! Svo var farið yfir texta, gjafir og dansana...
..en þegar komið var upp í skóla fór spennan að segja til sín: ráfuðum um eins og umkomulausir kjúklingar og vissum ekkert í okkar haus. Svo allt í einu var komið að okkar atriði og við duttum inn í salin algjörlega blind vegna grímunnar. Atriðið var frekar misheppnað en samt ágætt. Ég til dæmis gleymdi einni setningu...og síðan Powers quotin í endann á hverri tilkynningu held ég að hafi alveg klúðrast! En við fórum samt sátt út!
Eftir að öll atriðin voru búin söfnuðust ljóshærða Heidi, töffara Turtles, skrýtnu sæðisfrumurnar, borubrattir Lionsklúbbs Kidda meðlimir og aumingjalegir Austin Powers fyrir utan skólann..spennufallið ekki farið að segja til sín enn!
Flestir Powers löbbuðu niður í miðbæ þar sem nokkrir þeirra ætluðu í himnaríkið. Hittum einhvern annan skóla sem var að dimitera í einhverjum hvítum lökum...?!
Rútan fyrir óvissuferðina reyndist vera tveir gámabílar sem öllum var skellt í og svo var híft fólkið upp! Mikið fjör og margar myndavélar á lofti. Síðan var keyrt um miðbæin og gargað 'kvennaskólinn minn' og margt annað! Hverjum og einum einasta sem við mættum var veifað..!
Loks var stoppað úti á Seltjarnarnesi og nýja stjórnin stóð sig vel við að afhenda fígúrunum grillaðar pulsur/pylsur. Síðan tróð fólkið sér í strætó upp á Hlemm en þaðan var rölt niður Laugarveginn við háværan söng Lionsklúbbsins!
Eftir frekar þunna göngu lét ég mig hverfa með Kollu og við keyrðum heim.
Um kvöldið var svo sest að snæðingi í veislusalnum Dúndur með kennurunum. Allir skrautlegir í klæðnaði eða atferli!
Ég var fegin að ég fékk með mömmupitsu áður því pitsurnar sem var boðið upp á þarna voru ekki að mínu skapi. Áður en boðið var upp á ís m/snickerssósu voru a.m.k. þrír kennarar búnir að láta sig hverfa. Kennarar eins og elínborg, sólveig, björk og fleiri létu sig hins vegar ekki vanta í dansmenninguna og þær stóðu sig vel! En um tíuleytið held ég voru allir kennararnir farnir..
En dimiterararnir héldu áfram að sveifla sér á gólfinu þar til klukkan var eitt..síðan fóru einhverjir niður í bæ á Sólon þar sem var haldið áfram að dansa.
Um þrjúleytið var ég enn vel í glasi, mjög illt í fótunum, búin að detta niður stigann, skera mig á fingri og með hálft glas af bjór aftan á bakinu...komin tími til að koma sér heim. Örvar Snær, bróðir hennar Kollu, og Inga komu að ná í okkur á Avensis glæsikerrunni 6 toy. Fór sátt að sofa.. en líðan er eftir atvikum núna..!
miðvikudagur, apríl 28, 2004
Haloscan að gefa sig..?
Hmm, þar sem tölvunni minni virðist það lífsins ómögulegt að sýna mér commentin á öllum vefriturum blogspot..er ég að íhuga að skella skuldinni á haloscan!
Ætlaði að fara að svara henni Hildi hressu um hvaða leyndardómsfulli kennari þetta væri en þar sem commentin virka ekki..þá skrifa ég bara nánari lýsingu hérna: þessi kennari mun vera vel að sér í enskri tungu, er alltaf vel til fara (gella) og er með ljóst stutt hár...got a clue? Annars er mér illa við að tala illa um hvaða manneskju sem er, í þessu tilfelli þá átti hún bara slæman dag eins og gerist hjá öllum...en hún hefur lag á því að breyta epli í oddhvasst ígulker, ef ég get notað svoleiðis líkingu!
Annað til að skrifa um:
mikið rosalega var gott veður í dag (vel orðað ég veit!)! Ég og Kolla grilluðum okkur samloku og hlömmuðum okkur út á svalir þegar við komum heim úr skólanum...ein kennslustund!
Rétt eftir þrjú ákvað ég að skella mér í sund í blíðunni (Kolla að fara að vinna kl:fjögur) og gerði það! Mókti í andapollinum (vaðlaug fyrir smábörn með hallandi gólfi..tilvalið til að liggja í!) í svona tvo tíma. Síðan var rölt heim eftir að hafa hlegið með sjálfri mér af gullkornunum sem koma frá krökkunum sem í Götusmiðjunni...þau eru alveg brilliant!
Heima var verið að koma grillinu í gang; pinnar með kjöti og grænmeti, bakaðar kartöflur með sósu og salat og fleira...namminamm!
Já! Síðasti skóladagur á morgunn!! Ætla að fara að róta í fataskápnum að finna eitthvað fansí fyrir morgundaginn...og svo um kvöldið er general prufa fyrir dimission hátíðina sjálfa á friday!
Núna þarf maður ekkert að læra..bara að hjálpa systkinum með heimanám..easy piece!
Hmm, þar sem tölvunni minni virðist það lífsins ómögulegt að sýna mér commentin á öllum vefriturum blogspot..er ég að íhuga að skella skuldinni á haloscan!
Ætlaði að fara að svara henni Hildi hressu um hvaða leyndardómsfulli kennari þetta væri en þar sem commentin virka ekki..þá skrifa ég bara nánari lýsingu hérna: þessi kennari mun vera vel að sér í enskri tungu, er alltaf vel til fara (gella) og er með ljóst stutt hár...got a clue? Annars er mér illa við að tala illa um hvaða manneskju sem er, í þessu tilfelli þá átti hún bara slæman dag eins og gerist hjá öllum...en hún hefur lag á því að breyta epli í oddhvasst ígulker, ef ég get notað svoleiðis líkingu!
Annað til að skrifa um:
mikið rosalega var gott veður í dag (vel orðað ég veit!)! Ég og Kolla grilluðum okkur samloku og hlömmuðum okkur út á svalir þegar við komum heim úr skólanum...ein kennslustund!
Rétt eftir þrjú ákvað ég að skella mér í sund í blíðunni (Kolla að fara að vinna kl:fjögur) og gerði það! Mókti í andapollinum (vaðlaug fyrir smábörn með hallandi gólfi..tilvalið til að liggja í!) í svona tvo tíma. Síðan var rölt heim eftir að hafa hlegið með sjálfri mér af gullkornunum sem koma frá krökkunum sem í Götusmiðjunni...þau eru alveg brilliant!
Heima var verið að koma grillinu í gang; pinnar með kjöti og grænmeti, bakaðar kartöflur með sósu og salat og fleira...namminamm!
Já! Síðasti skóladagur á morgunn!! Ætla að fara að róta í fataskápnum að finna eitthvað fansí fyrir morgundaginn...og svo um kvöldið er general prufa fyrir dimission hátíðina sjálfa á friday!
Núna þarf maður ekkert að læra..bara að hjálpa systkinum með heimanám..easy piece!
þriðjudagur, apríl 27, 2004
2 days left and counting
Ja hérna hér...ég er búin að vera svo væmin síðustu dagana að hugsa um litla sæta Kvennaskólann minn að ég hélt að ekkert gæti fengið mig til að fara niður á jörðina! En það skemmtilega gerist að ég er rifin harkalega niður af minningaskýinu mínu bleika af skrautlegum kennara núna í morgun.
Byrjaði ekki vel dagurinn; fékk hálfgerða martröð sem tók svo mikið á að ég var þreyttari þegar ég vaknaði heldur en þegar ég fór að sofa! Var ekki almennilega vöknuð þegar ég lagði skakkt í stæði í morgunn í Fjólugötunni..sein í tíma. Var smá pirringur í mér vegna þess að ég drap á bílnum á leiðinni í skólann. Þegar ég steig úr bílnum er ökumaður fyrir framan mig að stíga fram eftir að hafa tekið stæðið fyrir framan mig. Og það er kennari við skólann og ég brosi og segi hæ. Þessi kennari hefur aldrei virkað vel á mig þar sem hann er of 'mannlegur' ef við getum sagt svo..ef kennarinn er í fúlu skapi þá bitnar það á nemendum eða kennslu. Hann var seinn í morgunn eins og ég og sagði ekki einu sinni hæ heldur fór beint í að bauna á mig hvað ég hefði lagt skakkt og að ég væri búin að koma í veg fyrir að einn í viðbót gæti lagt. Ég var svo hissa á því sem hún sagði að það eina sem ég gat sagt (með lyklana í hendinni) að það væri nú frekar lítill bíll sem myndi komast. En svo var hann farinn. Ég lagaði bílinn síðan svo kona sem átti heima á Flókagötu kæmi bílnum. Kennarinn hefði getað orðað þetta öðruvísi, en svona er það bara!
Annars eru mikil hitamál í gangi í matsalnum; Meió indíánaflokkurinn vs. Catan indíanarnir! Það verða háðar orrustur er ég viss um og engin blíðuhót þar! Catan flokkurinn hefur verið lengur við lýði en Meió fólkið og því 'virtari' siðmenning. En Meió menningin er að springa út og fjölgar ört í hópnum. En nú er matsalurinn orðinn og lítill fyrir báða hópana og í dag barði einn meðlimur Catan fjölskyldunnar í borðið og bölvaði Meió ættbálknum í sand og ösku. Þar sem Catan fær öll sín tól og tæki í pakka þá varð hann skiljanlega reiður þegar hann sá að einhver hafði fengið lánaða teningana þeirra. Hann skellti því strax á fátæka Meió ættina sem einungis notast við slík frumstæð tól ásamt plastglasi...
Nú er bara að sjá hvernig málin þróast!
Ég hins vegar ætla ekki að verða í vegi þeirra þar sem ég hef engan skilning á hvorugri menningunni...! Bið yður fyrirgefningar!!
Ja hérna hér...ég er búin að vera svo væmin síðustu dagana að hugsa um litla sæta Kvennaskólann minn að ég hélt að ekkert gæti fengið mig til að fara niður á jörðina! En það skemmtilega gerist að ég er rifin harkalega niður af minningaskýinu mínu bleika af skrautlegum kennara núna í morgun.
Byrjaði ekki vel dagurinn; fékk hálfgerða martröð sem tók svo mikið á að ég var þreyttari þegar ég vaknaði heldur en þegar ég fór að sofa! Var ekki almennilega vöknuð þegar ég lagði skakkt í stæði í morgunn í Fjólugötunni..sein í tíma. Var smá pirringur í mér vegna þess að ég drap á bílnum á leiðinni í skólann. Þegar ég steig úr bílnum er ökumaður fyrir framan mig að stíga fram eftir að hafa tekið stæðið fyrir framan mig. Og það er kennari við skólann og ég brosi og segi hæ. Þessi kennari hefur aldrei virkað vel á mig þar sem hann er of 'mannlegur' ef við getum sagt svo..ef kennarinn er í fúlu skapi þá bitnar það á nemendum eða kennslu. Hann var seinn í morgunn eins og ég og sagði ekki einu sinni hæ heldur fór beint í að bauna á mig hvað ég hefði lagt skakkt og að ég væri búin að koma í veg fyrir að einn í viðbót gæti lagt. Ég var svo hissa á því sem hún sagði að það eina sem ég gat sagt (með lyklana í hendinni) að það væri nú frekar lítill bíll sem myndi komast. En svo var hann farinn. Ég lagaði bílinn síðan svo kona sem átti heima á Flókagötu kæmi bílnum. Kennarinn hefði getað orðað þetta öðruvísi, en svona er það bara!
Annars eru mikil hitamál í gangi í matsalnum; Meió indíánaflokkurinn vs. Catan indíanarnir! Það verða háðar orrustur er ég viss um og engin blíðuhót þar! Catan flokkurinn hefur verið lengur við lýði en Meió fólkið og því 'virtari' siðmenning. En Meió menningin er að springa út og fjölgar ört í hópnum. En nú er matsalurinn orðinn og lítill fyrir báða hópana og í dag barði einn meðlimur Catan fjölskyldunnar í borðið og bölvaði Meió ættbálknum í sand og ösku. Þar sem Catan fær öll sín tól og tæki í pakka þá varð hann skiljanlega reiður þegar hann sá að einhver hafði fengið lánaða teningana þeirra. Hann skellti því strax á fátæka Meió ættina sem einungis notast við slík frumstæð tól ásamt plastglasi...
Nú er bara að sjá hvernig málin þróast!
Ég hins vegar ætla ekki að verða í vegi þeirra þar sem ég hef engan skilning á hvorugri menningunni...! Bið yður fyrirgefningar!!
mánudagur, apríl 26, 2004
Síðasta vikan
Tja..vika og ekki vika! Þessi skólavika inniheldur einungis þrjá daga fulla af eyðum, þar sem tveir áfangar eru í raun búnir!! Í dag er semsagt Egilssöguferð til kl:13 ca. Og þar sem ég er svo heppin að búa hliðiná þjóðvegi 1, þá ætla ég að biðja kennarann fallega (og bílstjóra) hvort ég megi ekki fara út heima..í stað þess að fara niður í miðbæ og missa svo af strætó!!
Enn ein nördahelgin búin hjá mér! Gerði ekkert annað en að læra og taka til í herberginu...og svo fara út með systkinum mínum í sportið! Fórum í sannkallaða kraftgöngu í rokinu og síðan var farið í asna körfubolta og asna fótbolta!
Svo var mátað dimmision búningin og reynt að rifja upp sporin góðu sem voru æfð á sumardaginn fyrsta. Í kvöld er svo önnur æfing..föstudagurinn fer að nálgast, ef þið skilduð ekki hafa tekið eftir því!!
Jæja, nú hlýtur rútan að vera komin!
Njótið þessara síðustu skóladaga, mínir kæru 4.bekkingar (og aðrir)!!
Tja..vika og ekki vika! Þessi skólavika inniheldur einungis þrjá daga fulla af eyðum, þar sem tveir áfangar eru í raun búnir!! Í dag er semsagt Egilssöguferð til kl:13 ca. Og þar sem ég er svo heppin að búa hliðiná þjóðvegi 1, þá ætla ég að biðja kennarann fallega (og bílstjóra) hvort ég megi ekki fara út heima..í stað þess að fara niður í miðbæ og missa svo af strætó!!
Enn ein nördahelgin búin hjá mér! Gerði ekkert annað en að læra og taka til í herberginu...og svo fara út með systkinum mínum í sportið! Fórum í sannkallaða kraftgöngu í rokinu og síðan var farið í asna körfubolta og asna fótbolta!
Svo var mátað dimmision búningin og reynt að rifja upp sporin góðu sem voru æfð á sumardaginn fyrsta. Í kvöld er svo önnur æfing..föstudagurinn fer að nálgast, ef þið skilduð ekki hafa tekið eftir því!!
Jæja, nú hlýtur rútan að vera komin!
Njótið þessara síðustu skóladaga, mínir kæru 4.bekkingar (og aðrir)!!
föstudagur, apríl 23, 2004
There she is..miss universe..!
Jæja..lítið farið fyrir Ungfrú Reykjavík keppnini, en hún er semsagt í kvöld kl.22 á Skjá 1!
Ég á mér fulltrúa þar: æskuvinkonu sem ég hef ekki séð í 6 ár (hitti hana um daginn í WC og fékk að vita það að nú væri hún að fara að keppa..).
Annars er bara allt niðurrugnt að frétta. Ég sem var svo stolt af mínu Kjalarnesi í gær og daginn þar á undan; langheitasta pleisið á Íslandi takk fyrir!! Kom meira að segja í Fréttablaðið!
Talandi um að koma í Fréttablaðið: Þröstur Leó afmælisbarn lofaði Kvennaskólann í hástert fyrir gríðarlega stemningu: ,,Kvennaskólinn keypti upp salinn um daginn (á leikritið Þetta er allt að koma) og það var eins og að vera á tónleikum, stemningin var svo ótrúleg. Í lok sýningar var öskrað og flautað og ég hef sjaldan lent í svona mikilli stemningu á sýningu."
Þar hafiði það! Ég er bara sammála honum, okkur tókst að magna upp frábæran leik hjá leikurunum og það er ekkert smá gaman að fara á sýningu með skólanum því það skapast alveg gífurleg stemning! Er mjög sátt með leikritið og að það var síðasta leikritið sem ég fór á með Kvennaskólanum mínum...! :)
Fór í einn tíma í dag...mætti samviskusamlega klukkan 9:10. En Diddi ákvað að sleppa einmitt þessum tíma til að vera heima hjá veiku barni, en mæta í tímann eftir okkar! Þannig ég mætti í tíma kl:12! Síðan fór ég niður á Hlemm til að láta taka mynd af mér....vegabréfið verður að vera í lagi þegar maður fer út! Langar ekkert sérlega mikið að vera með útrunnið vegabréf og komast ekki heim í vinnuna...!
Hmm...allt skáldlegt er flogið úr mér þessa dagana eftir útúrkreisting og rembing minn við að gera endalausar ritgerðir! Ha, eins gott að maður fái almennilegar einkannir!
Stærðfræðin er búin, Íslenskan er búin og Líffræðin eiginlega líka... þannig ég á bara Landafræðina eftir og söguna! Annars er götótt mæting í skólann, sem verður frekar leiðinlegt: ég vil að allir 4.bekkingar mæti á fimmtudaginn uppstrílaðir og fínir!!!
Hér með hvet ég alla til að mæta annars mun ég finna þá í fjöru!! Þó ekki nema væri að mæta um hádegið eða eitthvað...
Meira hef ég ekki að segja í bili...ætla að fara að ganga frá sunddótinu mínu og sólarvörn sem ég var búin að finna til! Ekkert sólbað í andapollinum í dag eins og í gær...
En ég segi bara góða helgi allir saman! Nú eru bara 4 dagar eftir af skólanum hjá æðstu nemendum Kvennaskólans..
Jæja..lítið farið fyrir Ungfrú Reykjavík keppnini, en hún er semsagt í kvöld kl.22 á Skjá 1!
Ég á mér fulltrúa þar: æskuvinkonu sem ég hef ekki séð í 6 ár (hitti hana um daginn í WC og fékk að vita það að nú væri hún að fara að keppa..).
Annars er bara allt niðurrugnt að frétta. Ég sem var svo stolt af mínu Kjalarnesi í gær og daginn þar á undan; langheitasta pleisið á Íslandi takk fyrir!! Kom meira að segja í Fréttablaðið!
Talandi um að koma í Fréttablaðið: Þröstur Leó afmælisbarn lofaði Kvennaskólann í hástert fyrir gríðarlega stemningu: ,,Kvennaskólinn keypti upp salinn um daginn (á leikritið Þetta er allt að koma) og það var eins og að vera á tónleikum, stemningin var svo ótrúleg. Í lok sýningar var öskrað og flautað og ég hef sjaldan lent í svona mikilli stemningu á sýningu."
Þar hafiði það! Ég er bara sammála honum, okkur tókst að magna upp frábæran leik hjá leikurunum og það er ekkert smá gaman að fara á sýningu með skólanum því það skapast alveg gífurleg stemning! Er mjög sátt með leikritið og að það var síðasta leikritið sem ég fór á með Kvennaskólanum mínum...! :)
Fór í einn tíma í dag...mætti samviskusamlega klukkan 9:10. En Diddi ákvað að sleppa einmitt þessum tíma til að vera heima hjá veiku barni, en mæta í tímann eftir okkar! Þannig ég mætti í tíma kl:12! Síðan fór ég niður á Hlemm til að láta taka mynd af mér....vegabréfið verður að vera í lagi þegar maður fer út! Langar ekkert sérlega mikið að vera með útrunnið vegabréf og komast ekki heim í vinnuna...!
Hmm...allt skáldlegt er flogið úr mér þessa dagana eftir útúrkreisting og rembing minn við að gera endalausar ritgerðir! Ha, eins gott að maður fái almennilegar einkannir!
Stærðfræðin er búin, Íslenskan er búin og Líffræðin eiginlega líka... þannig ég á bara Landafræðina eftir og söguna! Annars er götótt mæting í skólann, sem verður frekar leiðinlegt: ég vil að allir 4.bekkingar mæti á fimmtudaginn uppstrílaðir og fínir!!!
Hér með hvet ég alla til að mæta annars mun ég finna þá í fjöru!! Þó ekki nema væri að mæta um hádegið eða eitthvað...
Meira hef ég ekki að segja í bili...ætla að fara að ganga frá sunddótinu mínu og sólarvörn sem ég var búin að finna til! Ekkert sólbað í andapollinum í dag eins og í gær...
En ég segi bara góða helgi allir saman! Nú eru bara 4 dagar eftir af skólanum hjá æðstu nemendum Kvennaskólans..
þriðjudagur, apríl 20, 2004
Orðrómur
Hin Hressa Hildur vatt upp að mér rétt í þessu og spurði áhyggjufull um tímabundinn ritdauða minn. Ég viðurkenni alveg að tvær vikur er full langt gengið..en ég bara hélt að það skipti engu máli og svo var ég líka (og er) yfir mig stressuð með öll þessi verkefni og fleira sem tengist síðustu skóladögum mínum við Kvennaskólann! Ljúft að vera búin með framhaldsskóla en sárt að kveðja svo góðann skóla og frábært fólk sem maður hefur kynnst og hittir kannski ekki aftur... Þó eru nú einhverjir einstaklingar sem mig langar að halda sambandi við, sem og auðvitað bekkinn! Spenningurinn fyrir útskriftarferð með mörgu góðu fólki er mikill og mun magnast dag frá degi fram í maí!
Er ekki beint í miklu stuði fyrir skemmtileg skrif þar sem ég er enn að furða mig á einhverjum geimverum sem eru í námi (líklegast) við Kvennaskólann og leyfa sér að vera með leiðindi við manneskju sem ég met mikils; Drekafluguna. Tilgangslaus öfundsýki eða eitthvað annað sem hrjáir viðkomandi einstaklinga..
Drekaflugan hefur erft brynju drekans og því virkar svona ekki á hann en auðvitað kemur þetta illa við alla. Ég dáist að öllum sem búa yfir geislandi lífskrafti og hafa sterkar stoðir og öfunda, en er ekki að tjá mig um það á niðrandi hátt til að upphefja mig í mínum augum. Það er bara fáránlegt..
Er ég til dæmis að ganga of langt með því að skrifa þetta? Hvað segið þið?
Hin Hressa Hildur vatt upp að mér rétt í þessu og spurði áhyggjufull um tímabundinn ritdauða minn. Ég viðurkenni alveg að tvær vikur er full langt gengið..en ég bara hélt að það skipti engu máli og svo var ég líka (og er) yfir mig stressuð með öll þessi verkefni og fleira sem tengist síðustu skóladögum mínum við Kvennaskólann! Ljúft að vera búin með framhaldsskóla en sárt að kveðja svo góðann skóla og frábært fólk sem maður hefur kynnst og hittir kannski ekki aftur... Þó eru nú einhverjir einstaklingar sem mig langar að halda sambandi við, sem og auðvitað bekkinn! Spenningurinn fyrir útskriftarferð með mörgu góðu fólki er mikill og mun magnast dag frá degi fram í maí!
Er ekki beint í miklu stuði fyrir skemmtileg skrif þar sem ég er enn að furða mig á einhverjum geimverum sem eru í námi (líklegast) við Kvennaskólann og leyfa sér að vera með leiðindi við manneskju sem ég met mikils; Drekafluguna. Tilgangslaus öfundsýki eða eitthvað annað sem hrjáir viðkomandi einstaklinga..
Drekaflugan hefur erft brynju drekans og því virkar svona ekki á hann en auðvitað kemur þetta illa við alla. Ég dáist að öllum sem búa yfir geislandi lífskrafti og hafa sterkar stoðir og öfunda, en er ekki að tjá mig um það á niðrandi hátt til að upphefja mig í mínum augum. Það er bara fáránlegt..
Er ég til dæmis að ganga of langt með því að skrifa þetta? Hvað segið þið?
föstudagur, apríl 16, 2004
As good as back..?
Sökum mikilla anna í páskafríinu sá ég mér ekki fært að hangsa við tölvuna að skrifa í litla vefritið mitt.
Í fyrsta lagi fór ég að ráðum kennara eins, og gerði fullt af einhverju sem ég geri ekki daglega; hellaleiðangur með Björgunarsveitinni, keilu með familíunni, World Class oft í viku og át virkilega gott páskaegg! Þetta er besta páskaeggjasúkkulaði sem ég hef smakkað, enda var það búið á hadegi 2. í páskum...!
Byrjaði reyndar páskafríið á því að fara á Papaball á NASA með þremur skvísum. Fjör!
Tók fríið með trompi til að byrja með..en svo var leiðin eiginlega niður á við; tvö hryllileg verkefni í landafræði. Eru alveg áhugaverð en vinnan sem fer í þetta er martröð! Mig hefur aldrei langað til að stúta fallegu ferðatölvunni okkar..en í páskafríinu var það freistandi þegar ég var að fá nóg af verkefnunum.
Smá ljós í drungalegri tilveru ritgerða; Gerður Ítalíupæja sendi mér mörg skemmtileg bréf, Kolla stjarna og ég horfðum á 'nokkra' Sex and the city þætti, ég er komin með feita sumarvinnu!
En ég er semsagt ennþá að vinna í þessum verkefnum og framundan eru fleiri verkefni og próf! En þessi verkefni eru semsagt svona; ritgerð um Perú (þá bókstaflega um allt sem tengist landinu) og svo skipulagning 4 daga ferðar, í Borgarfjörð og um Snæfellsnes, fyrir 11 Dani! Er að hvíla mig á Dana verkefninu og reyna að ganga frá (í orðsins fyllsta..) Perúverkefninu! Óhugnanlega fyndin staðreynd blasti við mér eftir að hafa unnið 3 daga í röð, nokkra klukkutíma í senn við þetta verkefni; ég var búin að borða 3 perur (Perú = perur)! Ég veit...ég er alveg komin á seinasta snúning með þetta verkefni..alveg ga-ga!
Fyrst ég er að drepa ykkur úr leiðindum með frásögn af verkefnum sem mér tekst að gera óendanlega erfið þá ætla ég að skella einni mynd með sem er af Llamadýri, Perú....og við erum að tala um augnhára bjútíkvín!
Tja...það er svo langt síðan ég kom einhverju frá mér inn á vefritið að ég man bara ekkert hvað ég er búin að vera að gera! Dimission búningurinn er alveg að klúðrast og endar með því að við förum að gráta...
Já, alveg rétt! Búin að borga útskriftarferð! Og fiðrildin í maganum lifnuðu við...!
Nú er bara að lifa af 8 skóladaga og síðan 4 próf..og þá erum við að tala stúdent!
Sökum mikilla anna í páskafríinu sá ég mér ekki fært að hangsa við tölvuna að skrifa í litla vefritið mitt.
Í fyrsta lagi fór ég að ráðum kennara eins, og gerði fullt af einhverju sem ég geri ekki daglega; hellaleiðangur með Björgunarsveitinni, keilu með familíunni, World Class oft í viku og át virkilega gott páskaegg! Þetta er besta páskaeggjasúkkulaði sem ég hef smakkað, enda var það búið á hadegi 2. í páskum...!
Byrjaði reyndar páskafríið á því að fara á Papaball á NASA með þremur skvísum. Fjör!
Tók fríið með trompi til að byrja með..en svo var leiðin eiginlega niður á við; tvö hryllileg verkefni í landafræði. Eru alveg áhugaverð en vinnan sem fer í þetta er martröð! Mig hefur aldrei langað til að stúta fallegu ferðatölvunni okkar..en í páskafríinu var það freistandi þegar ég var að fá nóg af verkefnunum.
Smá ljós í drungalegri tilveru ritgerða; Gerður Ítalíupæja sendi mér mörg skemmtileg bréf, Kolla stjarna og ég horfðum á 'nokkra' Sex and the city þætti, ég er komin með feita sumarvinnu!
En ég er semsagt ennþá að vinna í þessum verkefnum og framundan eru fleiri verkefni og próf! En þessi verkefni eru semsagt svona; ritgerð um Perú (þá bókstaflega um allt sem tengist landinu) og svo skipulagning 4 daga ferðar, í Borgarfjörð og um Snæfellsnes, fyrir 11 Dani! Er að hvíla mig á Dana verkefninu og reyna að ganga frá (í orðsins fyllsta..) Perúverkefninu! Óhugnanlega fyndin staðreynd blasti við mér eftir að hafa unnið 3 daga í röð, nokkra klukkutíma í senn við þetta verkefni; ég var búin að borða 3 perur (Perú = perur)! Ég veit...ég er alveg komin á seinasta snúning með þetta verkefni..alveg ga-ga!
Fyrst ég er að drepa ykkur úr leiðindum með frásögn af verkefnum sem mér tekst að gera óendanlega erfið þá ætla ég að skella einni mynd með sem er af Llamadýri, Perú....og við erum að tala um augnhára bjútíkvín!
Tja...það er svo langt síðan ég kom einhverju frá mér inn á vefritið að ég man bara ekkert hvað ég er búin að vera að gera! Dimission búningurinn er alveg að klúðrast og endar með því að við förum að gráta...
Já, alveg rétt! Búin að borga útskriftarferð! Og fiðrildin í maganum lifnuðu við...!
Nú er bara að lifa af 8 skóladaga og síðan 4 próf..og þá erum við að tala stúdent!
föstudagur, apríl 02, 2004
Súkkulaðisætt páskafrí!
Ljúfa líf ljúfa líf...loksins er komið páskafrí! Eflaust margir nú þegar búnir að yfirgefa heimili sitt og eru á leið í sumarbústað eða jafnvel útlönd! Ég hins vegar mun líklega eyða mest öllu fríinu heima og borða..og læra! Páskaeggið í ár er mjög spennandi; Kólus páskaegg með súkkulaðilakkrísbragði! Fæst ekki í verslunum..vona að súkkulaðið sé gott!
Fór á leikrit með skólanum á miðvikudaginn og við erum að tala um flottustu sviðsmynd sem að ég hef séð! Hún gerði leikritið að því sem það er og leikararnir toppuðu þetta með brilliant karakterum! Geysir Þór hjá Ólafíu Hrönn var frábær, bandarísku týpurnar frábærar og ekki má gleyma kórkennaranum flippaða henni Mirru! Allir stóðu sig vel og stemningin í salnum bætti leikritið held ég bara! Eins og kennari sagði, þá myndast öðruvísi stemning þegar áhorfendur er svona hópur...leikararnir 'blómstra'! Og ég held að það sé eitthvað til í þessu...
En ég mæli hiklaust með þessu leikriti fyrir alla! Ert að missa af miklu! Gott leikrit á heimsvísu..eins og margt annað á Íslandi sem er 'bezt í heimi'!
Nýr bíll vígður í fjölskylduna okkar; Renault Laguna 2000, silfraður og fínn! Ég bauð hann velkominn í gær og byrjaði á því að drepa á honum! Svo keyrði ég smá hring í hverfinu og eyddi síðan fimm mínútum í að finna út hvernig átti að setja í bakkgír..sem ljóskulega auðvelt þegar ég fattaði það! Leið eins og ég væri komin í ökunámið aftur með tilheyrandi höktum og löngum eyðum á meðan ég skipti um gír; tengipunkturinn er á asnalegum stað og gírarnir virka mjög furðulega miða við good ol' Spacewagon! Þannig ég grátbað pabba um að fá að fara á Geimvagninum í bæinn svo að ég myndi nú ekki afsanna þá staðreynd að silfraðir bílar eru öruggari vegna fárra árekstra...
En við höldum upp á inngöngu nýja meðlimsins í kvöld með pizzu og gotterí!
En gerið nú eitthvað skemmtilegt í dag! Ég fór út í garð með systkinum mínum á miðvikudaginn til dæmis og hlóð snjó á rúðurnar eins og maður gerði í denn, og svo bjuggum við til 'óbrjótanlegt' snjóboltastríðs virki! Maður þurfti samt að liggja alveg flatur til að fá einhverja vörn gegn þungum snjóboltunum!
Ljúfa líf ljúfa líf...loksins er komið páskafrí! Eflaust margir nú þegar búnir að yfirgefa heimili sitt og eru á leið í sumarbústað eða jafnvel útlönd! Ég hins vegar mun líklega eyða mest öllu fríinu heima og borða..og læra! Páskaeggið í ár er mjög spennandi; Kólus páskaegg með súkkulaðilakkrísbragði! Fæst ekki í verslunum..vona að súkkulaðið sé gott!
Fór á leikrit með skólanum á miðvikudaginn og við erum að tala um flottustu sviðsmynd sem að ég hef séð! Hún gerði leikritið að því sem það er og leikararnir toppuðu þetta með brilliant karakterum! Geysir Þór hjá Ólafíu Hrönn var frábær, bandarísku týpurnar frábærar og ekki má gleyma kórkennaranum flippaða henni Mirru! Allir stóðu sig vel og stemningin í salnum bætti leikritið held ég bara! Eins og kennari sagði, þá myndast öðruvísi stemning þegar áhorfendur er svona hópur...leikararnir 'blómstra'! Og ég held að það sé eitthvað til í þessu...
En ég mæli hiklaust með þessu leikriti fyrir alla! Ert að missa af miklu! Gott leikrit á heimsvísu..eins og margt annað á Íslandi sem er 'bezt í heimi'!
Nýr bíll vígður í fjölskylduna okkar; Renault Laguna 2000, silfraður og fínn! Ég bauð hann velkominn í gær og byrjaði á því að drepa á honum! Svo keyrði ég smá hring í hverfinu og eyddi síðan fimm mínútum í að finna út hvernig átti að setja í bakkgír..sem ljóskulega auðvelt þegar ég fattaði það! Leið eins og ég væri komin í ökunámið aftur með tilheyrandi höktum og löngum eyðum á meðan ég skipti um gír; tengipunkturinn er á asnalegum stað og gírarnir virka mjög furðulega miða við good ol' Spacewagon! Þannig ég grátbað pabba um að fá að fara á Geimvagninum í bæinn svo að ég myndi nú ekki afsanna þá staðreynd að silfraðir bílar eru öruggari vegna fárra árekstra...
En við höldum upp á inngöngu nýja meðlimsins í kvöld með pizzu og gotterí!
En gerið nú eitthvað skemmtilegt í dag! Ég fór út í garð með systkinum mínum á miðvikudaginn til dæmis og hlóð snjó á rúðurnar eins og maður gerði í denn, og svo bjuggum við til 'óbrjótanlegt' snjóboltastríðs virki! Maður þurfti samt að liggja alveg flatur til að fá einhverja vörn gegn þungum snjóboltunum!
þriðjudagur, mars 30, 2004
Þroskaheftur þriðjudagur!
6 dagar síðan ég tjáði mig síðast! Enda insanity í skólanum núna rétt fyrir páska, þannig það líða örugglega aðrir 6 sexí dagar þar til ég tjái mig næst!
Hef bara ekki orku í að skrifa neitt meira..ég veit að þið trúið mér ekki; ég sem er með ritræpu!
En svona er það þegar maður kláraði orkuna í World Class og á eftir að læra fyrir próf!
Endilega léttið á skólaáhyggjum ykkar inn á commentakerfið skemmtilega!!
6 dagar síðan ég tjáði mig síðast! Enda insanity í skólanum núna rétt fyrir páska, þannig það líða örugglega aðrir 6 sexí dagar þar til ég tjái mig næst!
Hef bara ekki orku í að skrifa neitt meira..ég veit að þið trúið mér ekki; ég sem er með ritræpu!
En svona er það þegar maður kláraði orkuna í World Class og á eftir að læra fyrir próf!
Endilega léttið á skólaáhyggjum ykkar inn á commentakerfið skemmtilega!!
fimmtudagur, mars 25, 2004
Divas
Já, ég ætlaði víst að fara að tuða eitthvað um Bratz dúkkurnar en þetta er víst ekki Bratz heldur af Barbie síðunni (nánast sami hluturinn)! Inná þeirri síðu er leikur sem systur mínar eru mikið inn á núna. Ótrúlega heilaþvottamikill leikur: sama leiðinda tónlistastefið, klæða þessar stöðluðu dúkkur í föt, breyta íbúðinni þeirra og fullt af einhverju svoleiðis. Dúkkulísurnar eru svipaðar og Bratz með útlit; hausinn tekur um 90% líkamans en líkaminn er eins og tannstöngull, þær eru með þvílíkt mikið hár og augun eru í fjórfaldri stærð! Ekki veit ég hvort að þetta telst vera fegurð en mér finnst þær vera hryllingur!
Og alltaf eru þær nokkrar saman; ein rauðhærð, ein svarthærð (oft svertingi), ein 'venjuleg' og svo aðalstelpan; oftast ljóshærð! Vantar reyndar eina frá asíu..er oft ein 'þannig' í svona þáttum eða dóti..
Já, ég ætlaði víst að fara að tuða eitthvað um Bratz dúkkurnar en þetta er víst ekki Bratz heldur af Barbie síðunni (nánast sami hluturinn)! Inná þeirri síðu er leikur sem systur mínar eru mikið inn á núna. Ótrúlega heilaþvottamikill leikur: sama leiðinda tónlistastefið, klæða þessar stöðluðu dúkkur í föt, breyta íbúðinni þeirra og fullt af einhverju svoleiðis. Dúkkulísurnar eru svipaðar og Bratz með útlit; hausinn tekur um 90% líkamans en líkaminn er eins og tannstöngull, þær eru með þvílíkt mikið hár og augun eru í fjórfaldri stærð! Ekki veit ég hvort að þetta telst vera fegurð en mér finnst þær vera hryllingur!
Og alltaf eru þær nokkrar saman; ein rauðhærð, ein svarthærð (oft svertingi), ein 'venjuleg' og svo aðalstelpan; oftast ljóshærð! Vantar reyndar eina frá asíu..er oft ein 'þannig' í svona þáttum eða dóti..
miðvikudagur, mars 24, 2004
Smá auka..
Drífið ykkur að skoða þessa síðu, ef þið hafið ekki skoðað hana! Georg Bush á eftir að reka einhvern!!
Drífið ykkur að skoða þessa síðu, ef þið hafið ekki skoðað hana! Georg Bush á eftir að reka einhvern!!
þriðjudagur, mars 23, 2004
Coen bræður
Varð bara að koma nafni þeirra inn á..var að horfa á O brother where art thou, og hún er shnilld! Á eftir að sjá Big Lebowski en hef heyrt að hún sé góð..
Jamma og já, þið megið halda áfram að deila um ágæti þessara þriggja þátta; Sex and the city, Friends og Malcolm..er að hugsa um að hafa svona 'þema' málefni kannski einu sinni í viku! Fólk getur þá með eða á móti!
Tvennt sem ég ætla að úthella hneykslan minni yfir í dag; þátturinn Framtíðin er furðuleg sem var á dagskrá Rúv í gær og svo Bratz dúkkupí*urnar.
Ef að þú, lesandi góður, sást ekki þennan þátt í gær þá geturu horft á næstu tvo þætti. Þeir verða á dagskrá næstu mánudaga! En ég semsagt varð vitni að þessu...ég bara veit ekki hvað ég á að kalla þetta! Gáum hvað þér finnst;
Fugl sem ber það skemmtilega nafn á Íslandi, Súla fékk hræðilega meðferð hjá þessum vísindamönnum.
Þessir þættir eru semsagt búnir til í tölvu og eiga að sýna hvaða dýr eru líkleg til að lifa af..semsagt eru þá ennþá til eftir 5 milljónir ára! Og þar var Súlan, drottning hafsins, þeirra á meðal! Ég, mamma og pabbi sátum bara frosin við skjáinn og flissuðum af þessari geðveiki!!! (er ég búin að draga þetta nóg á langinn?!)
Súlan á semsagt að þróast þannig að vegna sundhæfileika sinna mun hún vera meir og meir í sjónum..verður feitari..vængir minnka..fætur hverfa; og úr verður súluhvalur!! Ég hélt ég yrði ekki eldri! Mynd af fluglslíku hvalaflykki með risa gogg, gaggandi á ströndinni með huge egg á milli 'fótanna'!! Mæli með þessum þáttum, ekki fræðilegum skilngingi heldur bara til að létta lundina á þunnum mánudagskvöldum!
Risagamma-kjúklingar með indjánahöfuðbúnað, anorexíu villisvín sem tipla á tánum eins og ballerínur og fullt af grimmum risadýrum! Vísindamennirnir sem suðu þessar fígúrur saman eru alveg met! Breytingarnar á sætum litlum dýrum yfir í stór og þrekin grimm dýr með vígtennur..þetta er eins og dúddi á ofskynjunarlyfjum að labba í frumskóginum!
Í næsta þætti koma (ef ég skil þetta rétt) risasmokkfiskar þrammandi um skóginn, fljúgandi fiskar og fleiri alls ekki óvenjuleg dýr!
Og svo þessar dúkkur...nei, ég er að hugsa um að geyma þær þar til næst! Ég skal hlífa ykkur....en veriði þá jafn dugleg að tjá ykkur í commentakerfið!!
María ab-scientist
Varð bara að koma nafni þeirra inn á..var að horfa á O brother where art thou, og hún er shnilld! Á eftir að sjá Big Lebowski en hef heyrt að hún sé góð..
Jamma og já, þið megið halda áfram að deila um ágæti þessara þriggja þátta; Sex and the city, Friends og Malcolm..er að hugsa um að hafa svona 'þema' málefni kannski einu sinni í viku! Fólk getur þá með eða á móti!
Tvennt sem ég ætla að úthella hneykslan minni yfir í dag; þátturinn Framtíðin er furðuleg sem var á dagskrá Rúv í gær og svo Bratz dúkkupí*urnar.
Ef að þú, lesandi góður, sást ekki þennan þátt í gær þá geturu horft á næstu tvo þætti. Þeir verða á dagskrá næstu mánudaga! En ég semsagt varð vitni að þessu...ég bara veit ekki hvað ég á að kalla þetta! Gáum hvað þér finnst;
Fugl sem ber það skemmtilega nafn á Íslandi, Súla fékk hræðilega meðferð hjá þessum vísindamönnum.
Þessir þættir eru semsagt búnir til í tölvu og eiga að sýna hvaða dýr eru líkleg til að lifa af..semsagt eru þá ennþá til eftir 5 milljónir ára! Og þar var Súlan, drottning hafsins, þeirra á meðal! Ég, mamma og pabbi sátum bara frosin við skjáinn og flissuðum af þessari geðveiki!!! (er ég búin að draga þetta nóg á langinn?!)
Súlan á semsagt að þróast þannig að vegna sundhæfileika sinna mun hún vera meir og meir í sjónum..verður feitari..vængir minnka..fætur hverfa; og úr verður súluhvalur!! Ég hélt ég yrði ekki eldri! Mynd af fluglslíku hvalaflykki með risa gogg, gaggandi á ströndinni með huge egg á milli 'fótanna'!! Mæli með þessum þáttum, ekki fræðilegum skilngingi heldur bara til að létta lundina á þunnum mánudagskvöldum!
Risagamma-kjúklingar með indjánahöfuðbúnað, anorexíu villisvín sem tipla á tánum eins og ballerínur og fullt af grimmum risadýrum! Vísindamennirnir sem suðu þessar fígúrur saman eru alveg met! Breytingarnar á sætum litlum dýrum yfir í stór og þrekin grimm dýr með vígtennur..þetta er eins og dúddi á ofskynjunarlyfjum að labba í frumskóginum!
Í næsta þætti koma (ef ég skil þetta rétt) risasmokkfiskar þrammandi um skóginn, fljúgandi fiskar og fleiri alls ekki óvenjuleg dýr!
Og svo þessar dúkkur...nei, ég er að hugsa um að geyma þær þar til næst! Ég skal hlífa ykkur....en veriði þá jafn dugleg að tjá ykkur í commentakerfið!!
María ab-scientist
laugardagur, mars 20, 2004
Eurovision lagið
Er ágætis lag..spurning hvort það sé efni í lag í Eurovision keppnina! Kemur í ljós!!
Lítið gert um helgina hingað til nema að þrífa. Þreif bílinn og herbergið. Kíkti á Bílaþing Heklu með pabba og bræðrunum á meðan mamma, Emma og Fríða fóru í Grasagarðinn að fá að vita úrslit í myndasamkeppni Visa-Ólympíuleika dæmið...
Kíkt á kynningu hjá Borgarholtsskóla og þar er enn sigurvíma í loftinu og ómur af Gettu betur í sjónvörpum útum allann skólann! Kynningarglærurnar hjá kennurum báru einnig keim af stolti!
Draugur frá verzlunarmannahelgi 2002 birtist allt í einu inni á bíladeildinni, var fljót að koma mér í hvarf á bak við fallega sprautaðan bíl!
Er að fara að sofa núna...lærdómur og margt annað sem bíður á morgunn!
Er ágætis lag..spurning hvort það sé efni í lag í Eurovision keppnina! Kemur í ljós!!
Lítið gert um helgina hingað til nema að þrífa. Þreif bílinn og herbergið. Kíkti á Bílaþing Heklu með pabba og bræðrunum á meðan mamma, Emma og Fríða fóru í Grasagarðinn að fá að vita úrslit í myndasamkeppni Visa-Ólympíuleika dæmið...
Kíkt á kynningu hjá Borgarholtsskóla og þar er enn sigurvíma í loftinu og ómur af Gettu betur í sjónvörpum útum allann skólann! Kynningarglærurnar hjá kennurum báru einnig keim af stolti!
Draugur frá verzlunarmannahelgi 2002 birtist allt í einu inni á bíladeildinni, var fljót að koma mér í hvarf á bak við fallega sprautaðan bíl!
Er að fara að sofa núna...lærdómur og margt annað sem bíður á morgunn!
föstudagur, mars 19, 2004
Frekar fúll föstudagur!
Kaldur og þungur dagur til að byrja með..fæ að vita lélega prófseinkunn í Landafræði! Svo eftir þennan 'yndislega' ís lensku tíma þarf ég að bíða í einn og hálfan tíma eftir strætó! En bjartur punktur; mömmupizza í matinn!
Tók próf í einhverju sex and the city prófi:
Ég sat flissandi yfir þessum þætti í gær..hugsanlega vegna þess að Borgó vann MR í gettu betur!! Sætur sigur! MR-ingar dottnir út, voru samt mjög herramannslegir þeir Snæbjörn og hinir!
Furðulegar fréttir í sjónvarpinu! Austurrískur ráðherra í algjöru rugli! Ruglaði saman stuttmynd og íslenskum veruleika!! Algjör lúði..
Ráðist inn í Kristjaníu um daginn og menn handteknir fyrir að hafa hass í fórum sínum...hugsa að heimsókn mín til Kristjaníu í janúar verði mín fyrsta og síðasta þangað!!
Kaldur og þungur dagur til að byrja með..fæ að vita lélega prófseinkunn í Landafræði! Svo eftir þennan 'yndislega' ís lensku tíma þarf ég að bíða í einn og hálfan tíma eftir strætó! En bjartur punktur; mömmupizza í matinn!
Tók próf í einhverju sex and the city prófi:
You Are Most Like Miranda!While you've had your fair share of romance, men don't come first Guys are a distant third to your friends and career. And this independence *is* attractive to some men, in measured doses. Remember that if you imagine the best outcome, it might just happen. Romantic prediction: Someone from your past is waiting to reconnect... But you'll have to think of him differently, if you want things to work. Which Sex and the City Vixen Are You Most Like? Take This Quiz Right Now! Find the Love of Your Life (and More Love Quizzes) at Your New Romance. |
Ég sat flissandi yfir þessum þætti í gær..hugsanlega vegna þess að Borgó vann MR í gettu betur!! Sætur sigur! MR-ingar dottnir út, voru samt mjög herramannslegir þeir Snæbjörn og hinir!
Furðulegar fréttir í sjónvarpinu! Austurrískur ráðherra í algjöru rugli! Ruglaði saman stuttmynd og íslenskum veruleika!! Algjör lúði..
Ráðist inn í Kristjaníu um daginn og menn handteknir fyrir að hafa hass í fórum sínum...hugsa að heimsókn mín til Kristjaníu í janúar verði mín fyrsta og síðasta þangað!!
fimmtudagur, mars 18, 2004
Spring into the Spring!
Vá, er búin að vera í skýjunum síðustu tvo daga vegna fallegrar umsagnar um mig og mitt vefrit hjá Gumma á mánudaginn, einum af þeim sem hafa gert Kvennaskólann frábærann frá mínu sjónarhorni litið! Einnig hefur veðrið verið alveg stórkostlegt ... sem minnir mig á það að það hefur lítið verið af skýjum síðustu tvo daga og því erfitt fyrir mig að vera uppi í skýjunum! Alla veganna: himinlifandi .. sólskinsskapi!
Minn kæri vinur Gummi gaf mér svo hluta af tíma sínum til að skreyta útlit vefritsins í vorlitum. Mikill völundarsmiður þar á ferð með vaxandi kunnáttu um leyndardóma tölvunnar!
Jæja! Eftir mikinn hausverk með fjáröflunar vörurnar á þriðjudaginn (fyllti van-inn af þurrkipappír, rækjum og humar) þá er ég kominn í samt lag! Er búin að koma mestu af vörunum til þeirra sem pöntuðu en á eitthvað eftir. Keyrði samtals ca. 150 km í gær...fór í skólann, fór svo heim, fór aftur í bæinn að sendast með vörur, fór með pabba heim, síðan keyrði ég enn og aftur í bæinn að sjá Glæsta tíma, leikrit Kvennaskólans þetta árið. Hef lítið um það leikrit að segja; vel leikið hjá þeim, ágætis leikrit...EN hékk á bláþræði (að mínu mati) með að vera leiðinlegt! Frekar langt leikrit og mikið um það að maður þurfti að einbeita sér til að heyra hvað leikararnir voru að segja..
En þetta er búið hjá þeim og þau hafa staðið vel að verki, öll þau sem að komu að þessu!
Snemma byrjað að grilla! Fékk grillmat í gær....nammi namm! Held að ég hafi aldrei fengið grillmat um miðjan mars og getað verið á bolnum úti!!
Páskahret??? hvað giskið þið á?
Vá, er búin að vera í skýjunum síðustu tvo daga vegna fallegrar umsagnar um mig og mitt vefrit hjá Gumma á mánudaginn, einum af þeim sem hafa gert Kvennaskólann frábærann frá mínu sjónarhorni litið! Einnig hefur veðrið verið alveg stórkostlegt ... sem minnir mig á það að það hefur lítið verið af skýjum síðustu tvo daga og því erfitt fyrir mig að vera uppi í skýjunum! Alla veganna: himinlifandi .. sólskinsskapi!
Minn kæri vinur Gummi gaf mér svo hluta af tíma sínum til að skreyta útlit vefritsins í vorlitum. Mikill völundarsmiður þar á ferð með vaxandi kunnáttu um leyndardóma tölvunnar!
Jæja! Eftir mikinn hausverk með fjáröflunar vörurnar á þriðjudaginn (fyllti van-inn af þurrkipappír, rækjum og humar) þá er ég kominn í samt lag! Er búin að koma mestu af vörunum til þeirra sem pöntuðu en á eitthvað eftir. Keyrði samtals ca. 150 km í gær...fór í skólann, fór svo heim, fór aftur í bæinn að sendast með vörur, fór með pabba heim, síðan keyrði ég enn og aftur í bæinn að sjá Glæsta tíma, leikrit Kvennaskólans þetta árið. Hef lítið um það leikrit að segja; vel leikið hjá þeim, ágætis leikrit...EN hékk á bláþræði (að mínu mati) með að vera leiðinlegt! Frekar langt leikrit og mikið um það að maður þurfti að einbeita sér til að heyra hvað leikararnir voru að segja..
En þetta er búið hjá þeim og þau hafa staðið vel að verki, öll þau sem að komu að þessu!
Snemma byrjað að grilla! Fékk grillmat í gær....nammi namm! Held að ég hafi aldrei fengið grillmat um miðjan mars og getað verið á bolnum úti!!
Páskahret??? hvað giskið þið á?
sunnudagur, mars 14, 2004
High school!
Hah! Þvílík hrað-þýðing (háskóli = high school) hjá mér!
Fór semsagt á háskólakynningu í dag...en byrjum á byrjuninni!
Vaknaði í morgunn (um níu-tíuleytið) við að herbergið var nánast flóðlýst. Veðurguðinn þvílíkt spenntur yfir komandi sumri að hann varð að hafa sól og fallegt um morguninn! Gat ekki annað en að staulast niður stigann, klæða mig í og hlamma mér niður í eldhús með morgunkorn og Agöthu Christie bók í hendinni.
Eftir að pabbi hafði árangurslaust reynt að ná sambandi við mig fór ég að hressa mig við með köldu vatni og hringdi í Kollu. Ákváðum að leggja af stað í bæinn um tólfleytið. Smellti mér í sumarleg föt og gróf upp rykfallin Oakley sólgleraugun. Síðan keyrðum við í bæinn með tónlist í botni!
Kíktum á uppeldis og menntamála eitthvað (Kolla) og annað félagsfræðitengt. Síðan fórum við í Öskju til að kíkja á raunvísindadeildir; jarðfræði og landfræði. Kvennskælingastelpurnar eiga eftir að missa sig yfir fjölda af strákum í Háskólanum (og ekkert ómyndarlegir í jarðfræði- og landfræðiskorinni!)! Það er alveg á hreinu! En; fjöldi stráka í Kvennó -> fámennt en góðmennt!!!
Lítið annað gert í dag sem væri viðurkenningar vert!! Bara letilíf...
Horfði á City of God í gær. Umsögn; ekki hægt að segja að hún sé skemmtileg en hún er svo sannarlega góð! Ef það hvað myndin skilur mikið eftir sig er mælikvarði á hversu góð myndin er, þá er þessi mjög ofarlega!! En ég ætla samt að segja eins og er að hún er hryllileg/hræðileg! Ég sat stíf í sófanum með grettu á andlitinu mest allann tímann!! Og hún er byggð á sönnum atburðum.....! Mæli með henni!!
Fær mann til að hugsa um hvað maður hefur það gott!
Hah! Þvílík hrað-þýðing (háskóli = high school) hjá mér!
Fór semsagt á háskólakynningu í dag...en byrjum á byrjuninni!
Vaknaði í morgunn (um níu-tíuleytið) við að herbergið var nánast flóðlýst. Veðurguðinn þvílíkt spenntur yfir komandi sumri að hann varð að hafa sól og fallegt um morguninn! Gat ekki annað en að staulast niður stigann, klæða mig í og hlamma mér niður í eldhús með morgunkorn og Agöthu Christie bók í hendinni.
Eftir að pabbi hafði árangurslaust reynt að ná sambandi við mig fór ég að hressa mig við með köldu vatni og hringdi í Kollu. Ákváðum að leggja af stað í bæinn um tólfleytið. Smellti mér í sumarleg föt og gróf upp rykfallin Oakley sólgleraugun. Síðan keyrðum við í bæinn með tónlist í botni!
Kíktum á uppeldis og menntamála eitthvað (Kolla) og annað félagsfræðitengt. Síðan fórum við í Öskju til að kíkja á raunvísindadeildir; jarðfræði og landfræði. Kvennskælingastelpurnar eiga eftir að missa sig yfir fjölda af strákum í Háskólanum (og ekkert ómyndarlegir í jarðfræði- og landfræðiskorinni!)! Það er alveg á hreinu! En; fjöldi stráka í Kvennó -> fámennt en góðmennt!!!
Lítið annað gert í dag sem væri viðurkenningar vert!! Bara letilíf...
Horfði á City of God í gær. Umsögn; ekki hægt að segja að hún sé skemmtileg en hún er svo sannarlega góð! Ef það hvað myndin skilur mikið eftir sig er mælikvarði á hversu góð myndin er, þá er þessi mjög ofarlega!! En ég ætla samt að segja eins og er að hún er hryllileg/hræðileg! Ég sat stíf í sófanum með grettu á andlitinu mest allann tímann!! Og hún er byggð á sönnum atburðum.....! Mæli með henni!!
Fær mann til að hugsa um hvað maður hefur það gott!
föstudagur, mars 12, 2004
..vorinu rignir niður..
Sannfærðist um það á miðvikudaginn þegar ég var í strætó á leiðinni heim (eins og venjulega). Þegar strætó stoppaði hjá Kringlunni kom inn lítil álfavera; dökkklædd og dökkhærð með stór tindrandri augu. Hún labbaði hikandi lengra inn í strætó en mér til mikillar furðu smeygði hún sér varlega í sætið hliðiná mér...á meðan það voru aðeins fjögur sæti upptekinn í strætóinum. Alveg ótrúlega fíngerð lítil stelpa með góðlega en svona viðkvæma útgeislun í andlitinu. Var eitthvað svo óörugg að sjá að mig langaði að klappa henni á kinnina... Þetta var litli atburðurinn þann daginn sem 'made my day'!!
Er að hugsa um að stoppa mig af núna strax. Ef ég leyfi mér að halda áfram þá gæti ég haldið áfram endalaust! Er orðin svo skáldleg þessa dagana að ég ræð mér ekki...hugsanlega vorfílíngurinn! Ætti að fá einhverja útrás í þessum þremur stóru verkefnum sem framundan eru... garrrg!
To be or not to be spurning dagsins: Georg W. Bush eða John Kerry? Ástþór 2000 eða Ólafur Ragnar Grímsson ? insanity eða ...eitthvað??? meltið þetta yfir helgina!
Sjáumst á háskólakynningunni!!!
Sannfærðist um það á miðvikudaginn þegar ég var í strætó á leiðinni heim (eins og venjulega). Þegar strætó stoppaði hjá Kringlunni kom inn lítil álfavera; dökkklædd og dökkhærð með stór tindrandri augu. Hún labbaði hikandi lengra inn í strætó en mér til mikillar furðu smeygði hún sér varlega í sætið hliðiná mér...á meðan það voru aðeins fjögur sæti upptekinn í strætóinum. Alveg ótrúlega fíngerð lítil stelpa með góðlega en svona viðkvæma útgeislun í andlitinu. Var eitthvað svo óörugg að sjá að mig langaði að klappa henni á kinnina... Þetta var litli atburðurinn þann daginn sem 'made my day'!!
Er að hugsa um að stoppa mig af núna strax. Ef ég leyfi mér að halda áfram þá gæti ég haldið áfram endalaust! Er orðin svo skáldleg þessa dagana að ég ræð mér ekki...hugsanlega vorfílíngurinn! Ætti að fá einhverja útrás í þessum þremur stóru verkefnum sem framundan eru... garrrg!
To be or not to be spurning dagsins: Georg W. Bush eða John Kerry? Ástþór 2000 eða Ólafur Ragnar Grímsson ? insanity eða ...eitthvað??? meltið þetta yfir helgina!
Sjáumst á háskólakynningunni!!!
miðvikudagur, mars 10, 2004
Gargandi shnilld!!!
No question about it!!
What would you do?
This test only has one question, but it's a very important one. Please don't
answer it without giving it some serious thought. By giving an honest answer
you will discover where you stand morally. The test features an unlikely,
completely fictional situation in which you will have to make a decision.
Remember that your answer needs to be honest, yet spontaneous. Please scroll
down slowly and consider each line. Thoughtfulness is important for this
evaluation to be meaningful!
Ready?
Begin.
You're in Florida. In Miami, to be exact... There is chaos around you,
caused by a hurricane and severe floods. This is a flood of biblical
proportions. You are a photojournalist working for a major newspaper caught
in the middle of this great disaster. The situation is nearly hopeless.
You're trying to shoot career-making photos. There are houses and people
swirling around you, some
disappearing under the water. You are witnessing Nature in all its
destructive fury. You see a man in the water; he is fighting for his life,
trying not to be swept away amidst the rolling water and debris.
You try to get closer. Somehow the man looks familiar.
Suddenly, you realize who it is...
It's George W. Bush!
At the same time you realize that the raging waters are about to take him
under, forever.
You have two options. You can put down your camera and try to rescue him or
you can take the most dramatic photos of your career. So, you can save the
life of George W. Bush, or you can shoot a Pulitzer Prize winning photo,
documenting the death of the world's most powerful man.
Now, here's the question (and please... give an honest answer): Would you
select color film, or go with the classic simplicity of black and white?
( ég segi svarthvíta mynd...þær eru langflottastar!)
No question about it!!
What would you do?
This test only has one question, but it's a very important one. Please don't
answer it without giving it some serious thought. By giving an honest answer
you will discover where you stand morally. The test features an unlikely,
completely fictional situation in which you will have to make a decision.
Remember that your answer needs to be honest, yet spontaneous. Please scroll
down slowly and consider each line. Thoughtfulness is important for this
evaluation to be meaningful!
Ready?
Begin.
You're in Florida. In Miami, to be exact... There is chaos around you,
caused by a hurricane and severe floods. This is a flood of biblical
proportions. You are a photojournalist working for a major newspaper caught
in the middle of this great disaster. The situation is nearly hopeless.
You're trying to shoot career-making photos. There are houses and people
swirling around you, some
disappearing under the water. You are witnessing Nature in all its
destructive fury. You see a man in the water; he is fighting for his life,
trying not to be swept away amidst the rolling water and debris.
You try to get closer. Somehow the man looks familiar.
Suddenly, you realize who it is...
It's George W. Bush!
At the same time you realize that the raging waters are about to take him
under, forever.
You have two options. You can put down your camera and try to rescue him or
you can take the most dramatic photos of your career. So, you can save the
life of George W. Bush, or you can shoot a Pulitzer Prize winning photo,
documenting the death of the world's most powerful man.
Now, here's the question (and please... give an honest answer): Would you
select color film, or go with the classic simplicity of black and white?
( ég segi svarthvíta mynd...þær eru langflottastar!)
þriðjudagur, mars 09, 2004
Bara varð að setja þetta inn (er að herma eftir æðri vefritara; Gumma..!)
Tekið frá Quizilla
Mér finnst þetta vera mikið ég...hvað segir þú?
Tekið frá Quizilla
Mér finnst þetta vera mikið ég...hvað segir þú?
mánudagur, mars 08, 2004
Blue (but mostly sad and gey) monday
Blóð, sviti og tár!
Var í þremur prófum í dag; Landafræðiprófi, ofnæmisprófi (sem stendur yfir í 2 sólarhringa) og svo líffræðiprófi. Var að hugsa um að panta stress og geðveikipróf..en fjárhagur leyfði það ekki! Gekk hryllilega illa í landafræði en svona sæmilega í líffræði. So much for whole weekend of studying! Vil ekki tala meira um þetta..!
Eitt af því sem að mér finnst gefa lífinu lit er að fylgjast með fólki í daglegu amstri sínu. Gæti setið dögum saman niðrá Lækjartorgi eða öðrum fjölmennum stöðum og horft á aðra...
Tveir stuttir leikþættir úr leiksýningu lífsins:
Kona á fertugsaldri í fölbleikum galla er að viðra hundinn sinn en hann er í betra formi en eigandinn. Konan staulaðist upp tröppurnar úr kjallaraíbúðinni sinni og stendur þar. Hundurinn skoppar um gangstétt og smá grasbala. Frelsi hans er svo langt sem: 120° radíus í kringum tröppurnar og bandið er 2 metra langt. Konan andvarpar og dæsir á meðan hún bíður eftir að hundsskömmin geri þarfir sínar utan í rafmagnskassa.
Gömul kona situr framarlega í strætó á leið heim til sín. Lítil og hrukkuð kona með dreymandi svip. Konan starir hugfangin á andlit bílstjórans sem er myndarlegur eldri maður. Hún er svo upptekin af því að fylgjast með honum að hún tekur ekki eftir því að hún er komin fram hjá stoppistöðinni sinni.
Blóð, sviti og tár!
Var í þremur prófum í dag; Landafræðiprófi, ofnæmisprófi (sem stendur yfir í 2 sólarhringa) og svo líffræðiprófi. Var að hugsa um að panta stress og geðveikipróf..en fjárhagur leyfði það ekki! Gekk hryllilega illa í landafræði en svona sæmilega í líffræði. So much for whole weekend of studying! Vil ekki tala meira um þetta..!
Eitt af því sem að mér finnst gefa lífinu lit er að fylgjast með fólki í daglegu amstri sínu. Gæti setið dögum saman niðrá Lækjartorgi eða öðrum fjölmennum stöðum og horft á aðra...
Tveir stuttir leikþættir úr leiksýningu lífsins:
Kona á fertugsaldri í fölbleikum galla er að viðra hundinn sinn en hann er í betra formi en eigandinn. Konan staulaðist upp tröppurnar úr kjallaraíbúðinni sinni og stendur þar. Hundurinn skoppar um gangstétt og smá grasbala. Frelsi hans er svo langt sem: 120° radíus í kringum tröppurnar og bandið er 2 metra langt. Konan andvarpar og dæsir á meðan hún bíður eftir að hundsskömmin geri þarfir sínar utan í rafmagnskassa.
Gömul kona situr framarlega í strætó á leið heim til sín. Lítil og hrukkuð kona með dreymandi svip. Konan starir hugfangin á andlit bílstjórans sem er myndarlegur eldri maður. Hún er svo upptekin af því að fylgjast með honum að hún tekur ekki eftir því að hún er komin fram hjá stoppistöðinni sinni.
fimmtudagur, mars 04, 2004
Spring
Stutt ritað í dag..svo virðist sem lesendur góðir eyði allri sinni orku í að lesa langt vefrit hjá mér og eigi enga orku eftir til að skrifa comment! Reynið að þrauka!!
Það er titringur í loftinu þessa dagana. Vorið að reyna að brjótast fram og hefur áhrif á þjóðina. Utan frá séð er fólkið mjög svipað en aðeins léttara yfir því. Ef vel er að gáð má sjá glóðina sem er að fara að kvikna í augum fólksins. Oft er tengt á milli vorsins og ástarbrímans og það virðist sem enginn komist hjá snert af þessari tilfinningu. Hvert sem lítur má sjá lovebirds meðal fólksins og dýranna! Yndislegur tími og ég gleðst með öllum þeim sem eru upp í skýjunum!!
~ love is in the air ~
Stutt ritað í dag..svo virðist sem lesendur góðir eyði allri sinni orku í að lesa langt vefrit hjá mér og eigi enga orku eftir til að skrifa comment! Reynið að þrauka!!
Það er titringur í loftinu þessa dagana. Vorið að reyna að brjótast fram og hefur áhrif á þjóðina. Utan frá séð er fólkið mjög svipað en aðeins léttara yfir því. Ef vel er að gáð má sjá glóðina sem er að fara að kvikna í augum fólksins. Oft er tengt á milli vorsins og ástarbrímans og það virðist sem enginn komist hjá snert af þessari tilfinningu. Hvert sem lítur má sjá lovebirds meðal fólksins og dýranna! Yndislegur tími og ég gleðst með öllum þeim sem eru upp í skýjunum!!
~ love is in the air ~
þriðjudagur, mars 02, 2004
Súldardagur!
What a day..rokið blastar á fullu úti og rigningin þrumar mann niður í jörðina!
Þetta er búið að vera algjör hryllingsdagur fyrir utan nokkra ljósa punkta...þeir eru alltaf til staðar!
Er samferða Hönnu Lilju í skólann og það er bara jolly good hjá henni! Frrrábært!
Síðan líður hver annar tíminn á fætur öðrum í hálfgerðu kóma..tilbreytingarleysið að segja til sín!
Í hádeginu var kreist fram síðustu blóðpeningana til að borga mynd í árbókina áður en lagt var af stað í betlunarferð í bankann. Þegar ég lak inn um dyrnar á Landsbankanum var þar myndarleg röð að bíða eftir afgreiðslu. Á meðan ég beið eftir afgreiðslu fóru efasemdir að segja til sín...á ég að eyðileggja þennan reikning sem var stofnaður fyrir mig á afmælinu mínu fyrir mörgum árum síðan?? Að lokum gafst ekki meiri tími til að hugsa því röðin var komin að mér. Þegar ég hafði straujað kortið var mér tilkynnt að innistæðan væri 675 krónur. Meira en ég bjóst við, já ég vildi taka hana út. En til þess að eyðileggja reikningin varð ég að fara í það útibú sem reikningurinn var stofnaður....í Háaleitinu! Ja hérna hér!! Til að kóróna þessa tilgangslausu för þá rak ég augun í fréttabréf bankans eða eitthvað álíka um að útdeiling námsstyrkja væri að fara að koma. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út í enda þessa mánaðar fyrir virka Námufélaga!! Tja...skilgreining á virkum félaga, hver er hún??? Er að hugsa um að fara auðmýkjandi ferð í bankann á morgunn og leggja inn pening og taka út og leggja inn o.s.fr.! Alveg fram í enda marsmánaðar...!
Það verður ekki vandamálið að eyða pening núna...árbók, dimission og margt annað framundan! Þetta verður hið bezta mál! Ég fór létt í spori inn í A4 en þá mundi ég í hvaða tíma ég var að fara; LAN103 með 2.bekk! Fagið er ágætt og bekkurinn líka en stofan er ekki beint praktísk fyrir svona stóran bekk! Þrír nemendur sitja nær töflunni en kennarinn á meðan 5 aðrir eru alveg ofan í kennaranum! Afgangurinn situr svo þétt saman að liðugleiki og litlir rassar henta mjög vel!! Annað en litli hópurinn sem er í LÍF203 í N6 stofunni...þar þarftu kalltæki og sjónauka til að vera virkur í tímanum!!
Eftir að hafa dröslað íþróttadótinu í bæinn dröslaði ég því aftur heim...ónotuðu! Hmm...þarf eitthvað að lesa yfir mér með það! Var bara ekki í skapinu til að sprellast innan um fullt af spengilegu og sveittu fólki! Fór heim og undir sæng með góða bók í hendinni! Er að hugsa um að taka sundsprett til að friða samviskuna...bezt að fara að drífa sig af stað út í rokið...get þá sannað þá tilgátu að það sé hægt að drukna í sundlaug þó maður sé syndur (engar smá öldur örugglega í sundi)!
*jaws lagið*
What a day..rokið blastar á fullu úti og rigningin þrumar mann niður í jörðina!
Þetta er búið að vera algjör hryllingsdagur fyrir utan nokkra ljósa punkta...þeir eru alltaf til staðar!
Er samferða Hönnu Lilju í skólann og það er bara jolly good hjá henni! Frrrábært!
Síðan líður hver annar tíminn á fætur öðrum í hálfgerðu kóma..tilbreytingarleysið að segja til sín!
Í hádeginu var kreist fram síðustu blóðpeningana til að borga mynd í árbókina áður en lagt var af stað í betlunarferð í bankann. Þegar ég lak inn um dyrnar á Landsbankanum var þar myndarleg röð að bíða eftir afgreiðslu. Á meðan ég beið eftir afgreiðslu fóru efasemdir að segja til sín...á ég að eyðileggja þennan reikning sem var stofnaður fyrir mig á afmælinu mínu fyrir mörgum árum síðan?? Að lokum gafst ekki meiri tími til að hugsa því röðin var komin að mér. Þegar ég hafði straujað kortið var mér tilkynnt að innistæðan væri 675 krónur. Meira en ég bjóst við, já ég vildi taka hana út. En til þess að eyðileggja reikningin varð ég að fara í það útibú sem reikningurinn var stofnaður....í Háaleitinu! Ja hérna hér!! Til að kóróna þessa tilgangslausu för þá rak ég augun í fréttabréf bankans eða eitthvað álíka um að útdeiling námsstyrkja væri að fara að koma. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út í enda þessa mánaðar fyrir virka Námufélaga!! Tja...skilgreining á virkum félaga, hver er hún??? Er að hugsa um að fara auðmýkjandi ferð í bankann á morgunn og leggja inn pening og taka út og leggja inn o.s.fr.! Alveg fram í enda marsmánaðar...!
Það verður ekki vandamálið að eyða pening núna...árbók, dimission og margt annað framundan! Þetta verður hið bezta mál! Ég fór létt í spori inn í A4 en þá mundi ég í hvaða tíma ég var að fara; LAN103 með 2.bekk! Fagið er ágætt og bekkurinn líka en stofan er ekki beint praktísk fyrir svona stóran bekk! Þrír nemendur sitja nær töflunni en kennarinn á meðan 5 aðrir eru alveg ofan í kennaranum! Afgangurinn situr svo þétt saman að liðugleiki og litlir rassar henta mjög vel!! Annað en litli hópurinn sem er í LÍF203 í N6 stofunni...þar þarftu kalltæki og sjónauka til að vera virkur í tímanum!!
Eftir að hafa dröslað íþróttadótinu í bæinn dröslaði ég því aftur heim...ónotuðu! Hmm...þarf eitthvað að lesa yfir mér með það! Var bara ekki í skapinu til að sprellast innan um fullt af spengilegu og sveittu fólki! Fór heim og undir sæng með góða bók í hendinni! Er að hugsa um að taka sundsprett til að friða samviskuna...bezt að fara að drífa sig af stað út í rokið...get þá sannað þá tilgátu að það sé hægt að drukna í sundlaug þó maður sé syndur (engar smá öldur örugglega í sundi)!
*jaws lagið*
föstudagur, febrúar 27, 2004
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
The day of the ashes
Svo virðist sem einhver dularfull veiki sé á vefritum (héðan í frá verður blogg ekki lengur notað og fyllt verður í skarð þess með orðinu vefrit) ef marka má síðustu tvo daga. Annað hvort dettur út commentakerfi eða teljari...veit ekki hvað er að gerast, engu er hægt að treysta. Haloscan er eitthvað að gefa sig!
Í gær var öskudagur og þá voru krakkar (og aðrir aldurshópar) að maska sig upp til að valsa um bæinn og fá gott fyrir misgóðan söng. Gott mál sem þó fylgja mikil læti (sykur beint í æð) og þvílikt magn af sælgætisbréfum og öðrum úrgangi!
Þetta verða semsagt frekar mikil hneykslunarskrif.
Val barna eða foreldra þeirra á búningum við hæfi finnst mér vera komið út í hreina vitleysu. Vil ég þá vitna í frásögn vinkonu minnar af einum búningi sem henni (og mér) fannst fara langt yfir strikið! Á rölti sínu um bæinn rak hún augun í hneykslanlegan búning. Fram hjá henni keyrði bíll þar sem aftan í sat lítill snáði með grímu af andliti Hannibals (sem margir kannast við úr Lambaþögninni og fleiri myndum)! Þetta er að mínu mati ekki búningur sem ég myndi velja á barnið mitt eða leyfa því að bera! Ekki veit ég hvort börn eru orðinn þessum persónum vön eða hvað er að gerast....alla veganna þá kemur svona ekki til greina þar sem ég bý! Systkin mín fóru á grímuball í skólanum á þriðjudaginn. Bróðir minn er 6 ára, systur mínar eru 9 og 11 ára. Bjarni litli bróðir vildi vera ‘dauðinn’ og það fékk hann...en það varð að sjóræningja eftir nokkrar mínútur! Eins og strákum er tamt er hann alltaf mest hrifinn af vondu köllunum...en börn eru alltaf litlar sálir eins og kom í ljós! Ég semsagt keyrði þau upp í skóla og var að stíga aftur inn í bílinn þegar ég sé að Bjarni stendur hikandi við útidyrnar. Ég spurði af hverju hann hefði ekki farið inn og þá sagðist hann vera hræddur við ‘grímuna’. Þá kom í ljós að fyrir innan dyrnar stóð einhver krakkinn klæddur í svarta skikkju og með Scream grímuna fallegu! Að lokum fór hann svo inn og segir mér daginn eftir að honum langi í svona grímu! Bjarni þekkir ekki til myndanna er gríman er svo sannarlega nógu ógnvekjandi!
Nóg komið af þessu í bili! Vildi minnast á einn gamlan öskudagssið sem mér finnst vera að hverfa (aðrir endilega segi mér frá öðru...eða bara þeir sem eru sammála!). Ég man eftir því þegar ég var lítil hvað það var gaman að hengja poka aftan í fólk án þess að það tæki eftir því! Þetta hef ég ekki séð að aðrir séu að gera á öskudaginn ‘anymore’..! Fyrir utan hana mömmu sem enn reynir að halda í þennan skemmtilega grikk! Hún tók sig til og saumaði nokkur stykki og setti ofan í úlpuvasann. Síðan dró hún upp við hvert tækifæri og reyndi að festa í föt annarra! Hún meira að segja nældi einum poka í sjoppueigandann á Kjalarnesi og kom heim með prakkaraglottið! Hún var í essinu sínu í gær og reyndi að fá 17 ára unglingaveikina á heimilinu til að taka nokkra poka með á frjálsíþróttaæfingu og næla í fólk! Og sagði hann já...auðvitað ekki!
Hvað varð um prakkara menningu Íslands (er nú örugglega ekki íslensk menning upprunalega..)? Í stað okkar helstu jólaprakkara eru komnir einhverjir hóhó bumbu kallar í rauðu fóðri með hvíta loðkraga! Og engir fleiri öskudagspokar nældir í föt grunlausra (reyndar...getur skemmt fötin hjá fólki!).
Hvernig endar þetta?! ‘ó föðurlandið fríða...’
Svo virðist sem einhver dularfull veiki sé á vefritum (héðan í frá verður blogg ekki lengur notað og fyllt verður í skarð þess með orðinu vefrit) ef marka má síðustu tvo daga. Annað hvort dettur út commentakerfi eða teljari...veit ekki hvað er að gerast, engu er hægt að treysta. Haloscan er eitthvað að gefa sig!
Í gær var öskudagur og þá voru krakkar (og aðrir aldurshópar) að maska sig upp til að valsa um bæinn og fá gott fyrir misgóðan söng. Gott mál sem þó fylgja mikil læti (sykur beint í æð) og þvílikt magn af sælgætisbréfum og öðrum úrgangi!
Þetta verða semsagt frekar mikil hneykslunarskrif.
Val barna eða foreldra þeirra á búningum við hæfi finnst mér vera komið út í hreina vitleysu. Vil ég þá vitna í frásögn vinkonu minnar af einum búningi sem henni (og mér) fannst fara langt yfir strikið! Á rölti sínu um bæinn rak hún augun í hneykslanlegan búning. Fram hjá henni keyrði bíll þar sem aftan í sat lítill snáði með grímu af andliti Hannibals (sem margir kannast við úr Lambaþögninni og fleiri myndum)! Þetta er að mínu mati ekki búningur sem ég myndi velja á barnið mitt eða leyfa því að bera! Ekki veit ég hvort börn eru orðinn þessum persónum vön eða hvað er að gerast....alla veganna þá kemur svona ekki til greina þar sem ég bý! Systkin mín fóru á grímuball í skólanum á þriðjudaginn. Bróðir minn er 6 ára, systur mínar eru 9 og 11 ára. Bjarni litli bróðir vildi vera ‘dauðinn’ og það fékk hann...en það varð að sjóræningja eftir nokkrar mínútur! Eins og strákum er tamt er hann alltaf mest hrifinn af vondu köllunum...en börn eru alltaf litlar sálir eins og kom í ljós! Ég semsagt keyrði þau upp í skóla og var að stíga aftur inn í bílinn þegar ég sé að Bjarni stendur hikandi við útidyrnar. Ég spurði af hverju hann hefði ekki farið inn og þá sagðist hann vera hræddur við ‘grímuna’. Þá kom í ljós að fyrir innan dyrnar stóð einhver krakkinn klæddur í svarta skikkju og með Scream grímuna fallegu! Að lokum fór hann svo inn og segir mér daginn eftir að honum langi í svona grímu! Bjarni þekkir ekki til myndanna er gríman er svo sannarlega nógu ógnvekjandi!
Nóg komið af þessu í bili! Vildi minnast á einn gamlan öskudagssið sem mér finnst vera að hverfa (aðrir endilega segi mér frá öðru...eða bara þeir sem eru sammála!). Ég man eftir því þegar ég var lítil hvað það var gaman að hengja poka aftan í fólk án þess að það tæki eftir því! Þetta hef ég ekki séð að aðrir séu að gera á öskudaginn ‘anymore’..! Fyrir utan hana mömmu sem enn reynir að halda í þennan skemmtilega grikk! Hún tók sig til og saumaði nokkur stykki og setti ofan í úlpuvasann. Síðan dró hún upp við hvert tækifæri og reyndi að festa í föt annarra! Hún meira að segja nældi einum poka í sjoppueigandann á Kjalarnesi og kom heim með prakkaraglottið! Hún var í essinu sínu í gær og reyndi að fá 17 ára unglingaveikina á heimilinu til að taka nokkra poka með á frjálsíþróttaæfingu og næla í fólk! Og sagði hann já...auðvitað ekki!
Hvað varð um prakkara menningu Íslands (er nú örugglega ekki íslensk menning upprunalega..)? Í stað okkar helstu jólaprakkara eru komnir einhverjir hóhó bumbu kallar í rauðu fóðri með hvíta loðkraga! Og engir fleiri öskudagspokar nældir í föt grunlausra (reyndar...getur skemmt fötin hjá fólki!).
Hvernig endar þetta?! ‘ó föðurlandið fríða...’
þriðjudagur, febrúar 24, 2004
Traust en óhraust!!
Jæja dúllurnar mínar! Ekki hefur nú heilbrigðin verið í hámarki hjá mér; mætti ekki í skólann á mánudaginn vegna veikinda og er búin að vera hóstandi og þar fram eftir! Mætti samt í skólann í dag og er búin að vera mikill friðarspillir í tímum; kennarar þurfa að taka pásu í frásögn á meðan ég hósta upp lifur og lungum! Ef fólk ætti að forðast mig þá er það í dag en Gummi er mjög hugaður maður og þorði alveg í mig. Hann mun líklega þurfa að berjast við sýkla á næstunni!!
Vegna mikilla leiðinda um helgina og máttleysis sá ég mér ekki fært að fara út eða hleypa neinum í heimsókn. Þannig dagskráin um helgina var; japanska 1/2 partinn anime myndin Spirited away í fjórða skipti (frábær teiknimynd sem allir fantasy unnendur eiga að kíkja á) og meira sjónvarpsgláp + heil bók eftir Laxness. Ójá, ég hafði ekkert að gera þannig ég kláraði Sölku Völku hans Halldórs en ég átti að lesa 1.hluta 1.bókar til prófs í dag! Verð bara að segja að þetta er ágætis ástarsaga. Reyndar mikið ''ómerkilegt'' pólitískt bull inn á milli en það er hægt að hraðlesa það!
Svo virðist sem fólk hafi almennt skemmt sér vel á árshátíðinni, enda mikið lagt í hana! Þó held ég að margir hafi náð sér í eitthvert smá kvef eða séu að jafna sig eftir hátíðina og helgina... Herra Kvennó '04 hann Pétur er búinn að vera duglegur að skrifa í vefritið sitt undanfarið og hefur uppfært síðuna sína (er sammála Gumma um að vefrit er fallegra orðalag en blogg!). Hrós fyrir það..til Péturs og Gumma! Það léttist á mér brúnin þegar ég sá að ég var komin á friendslistann hjá Peter og er mér líst sem traustri manneskju...aaahhh! Síðastliðnar vikur hefur Pétur verið ofsóttur af bekkjarfélögum sínum fyrir þær sakir að þau vantaði á listann og hefur verið pressa á greyið manninum að bæta okkur (ég viðurkenni sekt mína í þessu máli..) inn á!
Meira hef ég ekki að skrifa um í dag..þarf líka að fara fram og snýta mér (smekkleg ég veit!). Á líka eftir að fá mér að borða af mínu frumlega og fjölbreytta nesti; appelsína, appelsínudjús og kex!!
Chihiro, aðalpersóna Spirited Away (Sem fékk óskarinn á síðasta ári, í flokki teiknimynda. Hefur unnið til margra verðlauna).
Jæja dúllurnar mínar! Ekki hefur nú heilbrigðin verið í hámarki hjá mér; mætti ekki í skólann á mánudaginn vegna veikinda og er búin að vera hóstandi og þar fram eftir! Mætti samt í skólann í dag og er búin að vera mikill friðarspillir í tímum; kennarar þurfa að taka pásu í frásögn á meðan ég hósta upp lifur og lungum! Ef fólk ætti að forðast mig þá er það í dag en Gummi er mjög hugaður maður og þorði alveg í mig. Hann mun líklega þurfa að berjast við sýkla á næstunni!!
Vegna mikilla leiðinda um helgina og máttleysis sá ég mér ekki fært að fara út eða hleypa neinum í heimsókn. Þannig dagskráin um helgina var; japanska 1/2 partinn anime myndin Spirited away í fjórða skipti (frábær teiknimynd sem allir fantasy unnendur eiga að kíkja á) og meira sjónvarpsgláp + heil bók eftir Laxness. Ójá, ég hafði ekkert að gera þannig ég kláraði Sölku Völku hans Halldórs en ég átti að lesa 1.hluta 1.bókar til prófs í dag! Verð bara að segja að þetta er ágætis ástarsaga. Reyndar mikið ''ómerkilegt'' pólitískt bull inn á milli en það er hægt að hraðlesa það!
Svo virðist sem fólk hafi almennt skemmt sér vel á árshátíðinni, enda mikið lagt í hana! Þó held ég að margir hafi náð sér í eitthvert smá kvef eða séu að jafna sig eftir hátíðina og helgina... Herra Kvennó '04 hann Pétur er búinn að vera duglegur að skrifa í vefritið sitt undanfarið og hefur uppfært síðuna sína (er sammála Gumma um að vefrit er fallegra orðalag en blogg!). Hrós fyrir það..til Péturs og Gumma! Það léttist á mér brúnin þegar ég sá að ég var komin á friendslistann hjá Peter og er mér líst sem traustri manneskju...aaahhh! Síðastliðnar vikur hefur Pétur verið ofsóttur af bekkjarfélögum sínum fyrir þær sakir að þau vantaði á listann og hefur verið pressa á greyið manninum að bæta okkur (ég viðurkenni sekt mína í þessu máli..) inn á!
Meira hef ég ekki að skrifa um í dag..þarf líka að fara fram og snýta mér (smekkleg ég veit!). Á líka eftir að fá mér að borða af mínu frumlega og fjölbreytta nesti; appelsína, appelsínudjús og kex!!
Chihiro, aðalpersóna Spirited Away (Sem fékk óskarinn á síðasta ári, í flokki teiknimynda. Hefur unnið til margra verðlauna).
sunnudagur, febrúar 22, 2004
Just another psycho sunday
Ekki meiri engelska hér í bili, ekki nema smá slettur...! Og lesendur eru hér með beðnir að hætta lesningu sinni, vilji þeir ekki skaðast af niðurdrepandi frásögn þessari..
Ekki alveg rétt hjá mér á föstudaginn; fór ekki beint að sofa heldur beið eftir pizzum úr ofninum og kláraði 3/4 af ljúffengri pizzu sem mamma gerði (með smá hjálp frá mér). Eftir þetta óhugnarlega ítroðsluatriði hrundi ég niður í sófann og horfði á sjónvarpið með einu auga. Á endanum gat ég ekki haldið mér vakandi þannig ég reif mig upp úr sófanum og ákvað að leggja mig í tvo tíma eða svo..og horfa svo á meira sjónvarp (what are friday's for..!). En í stað tveggja tíma fegrunarblunds var mín komin í 13 tíma afleysingarjobb fyrir 'Sleeping beauty'! Þegar ég rumskaði um tíuleytið á laugardagsmorgun fann ég að dauðu heilasellurnar höfðu safnast fyrir í hálsinum. Greinilegt a? léttklæddur árshátíðarfarinn ég gerði mér ekki gott að láta niður-rigna mig á fimmtudaginn!
Til að gera daginn enn betri ákvað ég að fara með pabba í Vesturbæinn og hjálpa til við að pakka niður innbúinu hennar ömmu. Skóflaði í mig morgunmat og fór í snöggt brusebad. Síðan var keyrt í bæinn með trefil lauslega bundin um hálsinn. Þegar komið var inn í eitt af útlitsljótari húsum Kaplaskjólsvegsins sá ég að öll systkin pabba voru kominn (nema einn). Ég andaði að mér gamalkunnri lykt..langt síðan ég hafði verið þarna. Á meðan ég heilsaði einni af eldri systrum pabba leit ég í kringum mig og sá að það var heldur tómlegt í húsinu! Þegar ég klæddi mig úr fann ég að hún horfði ennþá á mig. Hva, hef ég gleymt að klæða mig í buxur eða hvað, hugsaði ég. Nei, þá segir hún; Mín bara búin að bæta á sig! og potar svo í mig. Ha ha, getur bara vel verið, segi ég og brosi. Á meðan amma bjó í húsinu og gat ennþá talað, þá var þetta oftast það fyrsta sem hún sagði við mig. Og núna hefur dóttir hennar tekið við..! Ég veit svo sem að ég hef bætt á mig óhugnalega mikið núna, þannig það var ástæða fyrir hana að segja eitthvað. En það var alveg sama hversu vel maður leit út í den, þá hafði amma alltaf eitthvað að segja. Núna situr hún bara inni á draugaheimili ósjálfstæðra og segir voða fátt.
Ég pakkaði niður í marga kassa innvöfðum matarstellum og hlustaði á pabba og systkinin rifja upp margar minningar tengdar einhverjum hlutum eða öðru. Til dæmis fann ein systirin þrjá kassa fulla af kortum og það kom í ljós að þau voru notuð við öll tækifæri í gamla daga! Brjefspjald (eins og það kallaðist) sendu langamma og langafi til ömmu innanhúss þegar hún var 1 árs! Og hún fékk seinna meir kort í tilefni sumars, nýs árs og fullt af öðrum tilefnum! Eftir 4 tíma var ákveðið að slútta þessu í bili. Ég fékk til eigna tvo gamla kjóla af ömmu og gamalt vegabréf sem átti að henda. Heima fór ég upp í rúm og las Sölku Völku.
Annað gerði ég ekki af mér í gær. Vaknaði últra snemma í morgun með mjög illt í hálsinum! Fjandinn!! Nenni ekki að standa í svoleiðis veseni!
Ekki meiri engelska hér í bili, ekki nema smá slettur...! Og lesendur eru hér með beðnir að hætta lesningu sinni, vilji þeir ekki skaðast af niðurdrepandi frásögn þessari..
Ekki alveg rétt hjá mér á föstudaginn; fór ekki beint að sofa heldur beið eftir pizzum úr ofninum og kláraði 3/4 af ljúffengri pizzu sem mamma gerði (með smá hjálp frá mér). Eftir þetta óhugnarlega ítroðsluatriði hrundi ég niður í sófann og horfði á sjónvarpið með einu auga. Á endanum gat ég ekki haldið mér vakandi þannig ég reif mig upp úr sófanum og ákvað að leggja mig í tvo tíma eða svo..og horfa svo á meira sjónvarp (what are friday's for..!). En í stað tveggja tíma fegrunarblunds var mín komin í 13 tíma afleysingarjobb fyrir 'Sleeping beauty'! Þegar ég rumskaði um tíuleytið á laugardagsmorgun fann ég að dauðu heilasellurnar höfðu safnast fyrir í hálsinum. Greinilegt a? léttklæddur árshátíðarfarinn ég gerði mér ekki gott að láta niður-rigna mig á fimmtudaginn!
Til að gera daginn enn betri ákvað ég að fara með pabba í Vesturbæinn og hjálpa til við að pakka niður innbúinu hennar ömmu. Skóflaði í mig morgunmat og fór í snöggt brusebad. Síðan var keyrt í bæinn með trefil lauslega bundin um hálsinn. Þegar komið var inn í eitt af útlitsljótari húsum Kaplaskjólsvegsins sá ég að öll systkin pabba voru kominn (nema einn). Ég andaði að mér gamalkunnri lykt..langt síðan ég hafði verið þarna. Á meðan ég heilsaði einni af eldri systrum pabba leit ég í kringum mig og sá að það var heldur tómlegt í húsinu! Þegar ég klæddi mig úr fann ég að hún horfði ennþá á mig. Hva, hef ég gleymt að klæða mig í buxur eða hvað, hugsaði ég. Nei, þá segir hún; Mín bara búin að bæta á sig! og potar svo í mig. Ha ha, getur bara vel verið, segi ég og brosi. Á meðan amma bjó í húsinu og gat ennþá talað, þá var þetta oftast það fyrsta sem hún sagði við mig. Og núna hefur dóttir hennar tekið við..! Ég veit svo sem að ég hef bætt á mig óhugnalega mikið núna, þannig það var ástæða fyrir hana að segja eitthvað. En það var alveg sama hversu vel maður leit út í den, þá hafði amma alltaf eitthvað að segja. Núna situr hún bara inni á draugaheimili ósjálfstæðra og segir voða fátt.
Ég pakkaði niður í marga kassa innvöfðum matarstellum og hlustaði á pabba og systkinin rifja upp margar minningar tengdar einhverjum hlutum eða öðru. Til dæmis fann ein systirin þrjá kassa fulla af kortum og það kom í ljós að þau voru notuð við öll tækifæri í gamla daga! Brjefspjald (eins og það kallaðist) sendu langamma og langafi til ömmu innanhúss þegar hún var 1 árs! Og hún fékk seinna meir kort í tilefni sumars, nýs árs og fullt af öðrum tilefnum! Eftir 4 tíma var ákveðið að slútta þessu í bili. Ég fékk til eigna tvo gamla kjóla af ömmu og gamalt vegabréf sem átti að henda. Heima fór ég upp í rúm og las Sölku Völku.
Annað gerði ég ekki af mér í gær. Vaknaði últra snemma í morgun með mjög illt í hálsinum! Fjandinn!! Nenni ekki að standa í svoleiðis veseni!
föstudagur, febrúar 20, 2004
4.árshátíðin over!
Sama hvað bjátar á mun bloggari alltaf vera til staðar með blogg! Svo er ekki annað að sjá á a.m.k tveimur glaumgjöfum skólans og skemmtilegum bloggurum; Gumma og Hönnu! Ég var búin að semja forfallatilkynningu (sem ég mun setja upp eftir smá..) vegna zero bloggs..en ákvað að líta á fréttir hjá þeim tveim...og þar eru komnar nýjustu fréttir af árshátíð og öllu: sem var semsagt í gærnótt! Fer að íhuga að afturkalla mbl.is sem frétta fljótustu síðuna...!
Þar sem ég er eins og gangandi afturganga eftir mikinn dans og mikinn söng á stuðmanna árshátíð á 4 stjörnu hóteli á Selfossi ef ég ákveðið að halda mig við tilkynninguna mína og hafa betri skrif á morgunn!
After a jolly good 'year festival' last night we are sorry to inform you that Mariatta (uncrowned 'friend of Italy' of 4.NF) will be out of blogging this ghostly friday. Her sanctuary will be her humble bed, while recovering from liquid overdoze...causing brain damaging! Hopefully not too much damage..Can't loose much more of them cells...!
Rest in peace
Sama hvað bjátar á mun bloggari alltaf vera til staðar með blogg! Svo er ekki annað að sjá á a.m.k tveimur glaumgjöfum skólans og skemmtilegum bloggurum; Gumma og Hönnu! Ég var búin að semja forfallatilkynningu (sem ég mun setja upp eftir smá..) vegna zero bloggs..en ákvað að líta á fréttir hjá þeim tveim...og þar eru komnar nýjustu fréttir af árshátíð og öllu: sem var semsagt í gærnótt! Fer að íhuga að afturkalla mbl.is sem frétta fljótustu síðuna...!
Þar sem ég er eins og gangandi afturganga eftir mikinn dans og mikinn söng á stuðmanna árshátíð á 4 stjörnu hóteli á Selfossi ef ég ákveðið að halda mig við tilkynninguna mína og hafa betri skrif á morgunn!
After a jolly good 'year festival' last night we are sorry to inform you that Mariatta (uncrowned 'friend of Italy' of 4.NF) will be out of blogging this ghostly friday. Her sanctuary will be her humble bed, while recovering from liquid overdoze...causing brain damaging! Hopefully not too much damage..Can't loose much more of them cells...!
Rest in peace
mánudagur, febrúar 16, 2004
GUÐSI
Okei okei, ég veit! Smá gelgjumóment hjá mér í gær..! En Orlando Bloom er bara flottur!
En svo við förum að tala um virðingaverðari mann... Helga Hóseasson.
Ég hef aldrei vitað mikið um þennan mann en eins og flestir Íslendingar hef ég séð hann standa með eitt af sínum spjöldum...sem ég skildi voðalega illa hvað átti að þýða.
En þegar ég átti að vera dugleg og vera að læra fyrir próf, þá festist ég yfir heimildarmyndinni Mótmælandi Íslands um hann Helga. Og ég get ekki annað en sagt að þessi maður veit sínu viti. Hef heyrt marga segja að hann sé klikkaður en ég segi að hann sé fróður maður sem gangi bara doldið langt í þrjósku sinni. Og ríkið á nú part í þeirri þrjósku þar sem það hefur ekki orðið við einfaldri bón mannsins.
Orðafyndnin er með ólíkindum hjá Helga og tengingar ig líkingarnar eru flóknar. Eftir að hann hafði útskýrt nokkur spjöld og nafngiftir skildi maður aðeins samhengið...! Ég og mín familía gátum ekki annað en hlegið að nafngiftum eins og RÍÓ, biskoppur, kirkjuskrifli og þrælar!
Ég er á sama máli og Helgi og myndi vilja að ég væri útskráð úr kristni. Það hvolpavit sem maður hefur sem 14 ára hormóna-táningur hefur lítið að segja. Maður ráfar inn í kirkjuskriflið og játar trú sína á þríeins guðsa. Fylgir bara straumnum í átt að veisluhöldum og gjöfum eins og allir hinir. Nú veit ég að það eru ekki allir á sama máli og ég biðst afsökunnar ef ég hef sært einhvern eða verið að skítkasta kristna trú...!
En þetta er mitt álit; ég tek ofan af fyrir fyrir Helga og hans baráttu gegn óréttlæti ríkisins; trúfrelsi á Íslandi...hver veit?
Ég vil affermast úr kirkjuskriflinu svo að minn farangur sé ekki í hólfi sem ég samþykki ekki!
Áhugasamir um þetta mál; ef þið eruð ekki búin að sjá myndina þá drífið ykkur! Einnig bendi ég á viðtal við Helga og hina galopnu kröfugöngu.
Okei okei, ég veit! Smá gelgjumóment hjá mér í gær..! En Orlando Bloom er bara flottur!
En svo við förum að tala um virðingaverðari mann... Helga Hóseasson.
Ég hef aldrei vitað mikið um þennan mann en eins og flestir Íslendingar hef ég séð hann standa með eitt af sínum spjöldum...sem ég skildi voðalega illa hvað átti að þýða.
En þegar ég átti að vera dugleg og vera að læra fyrir próf, þá festist ég yfir heimildarmyndinni Mótmælandi Íslands um hann Helga. Og ég get ekki annað en sagt að þessi maður veit sínu viti. Hef heyrt marga segja að hann sé klikkaður en ég segi að hann sé fróður maður sem gangi bara doldið langt í þrjósku sinni. Og ríkið á nú part í þeirri þrjósku þar sem það hefur ekki orðið við einfaldri bón mannsins.
Orðafyndnin er með ólíkindum hjá Helga og tengingar ig líkingarnar eru flóknar. Eftir að hann hafði útskýrt nokkur spjöld og nafngiftir skildi maður aðeins samhengið...! Ég og mín familía gátum ekki annað en hlegið að nafngiftum eins og RÍÓ, biskoppur, kirkjuskrifli og þrælar!
Ég er á sama máli og Helgi og myndi vilja að ég væri útskráð úr kristni. Það hvolpavit sem maður hefur sem 14 ára hormóna-táningur hefur lítið að segja. Maður ráfar inn í kirkjuskriflið og játar trú sína á þríeins guðsa. Fylgir bara straumnum í átt að veisluhöldum og gjöfum eins og allir hinir. Nú veit ég að það eru ekki allir á sama máli og ég biðst afsökunnar ef ég hef sært einhvern eða verið að skítkasta kristna trú...!
En þetta er mitt álit; ég tek ofan af fyrir fyrir Helga og hans baráttu gegn óréttlæti ríkisins; trúfrelsi á Íslandi...hver veit?
Ég vil affermast úr kirkjuskriflinu svo að minn farangur sé ekki í hólfi sem ég samþykki ekki!
Áhugasamir um þetta mál; ef þið eruð ekki búin að sjá myndina þá drífið ykkur! Einnig bendi ég á viðtal við Helga og hina galopnu kröfugöngu.
sunnudagur, febrúar 15, 2004
~ Orðlaus ~
Fékk sent heim Orðlaus...snilld! Samt doldil vonbrigði með blaðið; miklu meira af auglýsingum en áður og slappt efni..en samt ágætis afþreying!
En ég er ennþá orðlaus...kíkti á blügið hjá Hönnu Lilju og hún fær 10 fyrir hlekk ársins! Grrr...við erum að tala um fallegan mann; Orlando Bloom!! Justin Timberlake er bara ljótt afrit...
Hef ekkert meira að segja, læt myndina tala sínu máli!
(Allir sem eru sammála/ósammála um ágæti þessa goðs vinsamlegast skili commenti til mín..)
Fékk sent heim Orðlaus...snilld! Samt doldil vonbrigði með blaðið; miklu meira af auglýsingum en áður og slappt efni..en samt ágætis afþreying!
En ég er ennþá orðlaus...kíkti á blügið hjá Hönnu Lilju og hún fær 10 fyrir hlekk ársins! Grrr...við erum að tala um fallegan mann; Orlando Bloom!! Justin Timberlake er bara ljótt afrit...
Hef ekkert meira að segja, læt myndina tala sínu máli!
(Allir sem eru sammála/ósammála um ágæti þessa goðs vinsamlegast skili commenti til mín..)
laugardagur, febrúar 14, 2004
Dagur Valentínusar!
Þessi dagur sem tröllríður íslenski menningu er að kveldi kominn. Að gera eitthvað fyrir þá sem manni þykir vænt um er sjálfsagður hlutur sem þarf ekki að markaðssetja og dagsetja.
Þetta er bara mitt álit á þessu æði en að sjálfsögðu virði ég skoðanir annars fólks! Í dag hef ég einungis óskað einni manneskju heilla í tilefni dagsins og það var góð vinkona mín...núna rétt áðan á msn! Þar sem ég er ekki þeirrar gæfu njótandi að eiga 'dearest' af hinu kyninu (á ylhýra; kærasta) þá hefur dagurinn ekki farið í kuðl og ástarhjal... Ég hef bara verið heima hjá mér og minni fjölskyldu og látið daginn líða í algjörri aflsöppun....svo mikil að dagurinn er runnin burt!
Í kvöld verður enn meiri afslöppun. Myndirnar sem RÚV töfrar fram eru heldur betur í rómantískari kantinum. Já, við erum að tala um Hitchcock þrennu; Topaz, the Birds og Frenzy! Í gær var m.a. Psycho sýnd og fer ekki á milli mála hvernig pakki var keyptur! Þannig það verður kósýstemning..
Tölvan er komin heim og hefur mætt mikið á henni síðasta sólarhring þar sem allir hafa viljað prófa 'nýju tölvuna'!! xp í stað ME...what a relief!!
Er gjörsamlega tóm í hausnum núna, veit ekki af hverju ég er að skrifa...kannski er maður orðinn blogg- fíkill!
Útvarp Keðjan komið í gang og gengur ágætlega. Soldið mikið af tali um ekki neitt (það sem ég hef heyrt..sem er mjög lítið). Á eftir að kíkja á þetta á netinu..tæknin alveg að fara með Kvennskælinga!
Neibb, það er ekki hægt að segja að orðaflæðið hjá mér sé jafn mikið og vatns- og rokflæðið úti! Ætla að kötta fyrir þetta krapp núna!
~ njótið helgarinnar og hlakkið til árshátíðarvikunnar ~
Þessi dagur sem tröllríður íslenski menningu er að kveldi kominn. Að gera eitthvað fyrir þá sem manni þykir vænt um er sjálfsagður hlutur sem þarf ekki að markaðssetja og dagsetja.
Þetta er bara mitt álit á þessu æði en að sjálfsögðu virði ég skoðanir annars fólks! Í dag hef ég einungis óskað einni manneskju heilla í tilefni dagsins og það var góð vinkona mín...núna rétt áðan á msn! Þar sem ég er ekki þeirrar gæfu njótandi að eiga 'dearest' af hinu kyninu (á ylhýra; kærasta) þá hefur dagurinn ekki farið í kuðl og ástarhjal... Ég hef bara verið heima hjá mér og minni fjölskyldu og látið daginn líða í algjörri aflsöppun....svo mikil að dagurinn er runnin burt!
Í kvöld verður enn meiri afslöppun. Myndirnar sem RÚV töfrar fram eru heldur betur í rómantískari kantinum. Já, við erum að tala um Hitchcock þrennu; Topaz, the Birds og Frenzy! Í gær var m.a. Psycho sýnd og fer ekki á milli mála hvernig pakki var keyptur! Þannig það verður kósýstemning..
Tölvan er komin heim og hefur mætt mikið á henni síðasta sólarhring þar sem allir hafa viljað prófa 'nýju tölvuna'!! xp í stað ME...what a relief!!
Er gjörsamlega tóm í hausnum núna, veit ekki af hverju ég er að skrifa...kannski er maður orðinn blogg- fíkill!
Útvarp Keðjan komið í gang og gengur ágætlega. Soldið mikið af tali um ekki neitt (það sem ég hef heyrt..sem er mjög lítið). Á eftir að kíkja á þetta á netinu..tæknin alveg að fara með Kvennskælinga!
Neibb, það er ekki hægt að segja að orðaflæðið hjá mér sé jafn mikið og vatns- og rokflæðið úti! Ætla að kötta fyrir þetta krapp núna!
~ njótið helgarinnar og hlakkið til árshátíðarvikunnar ~
fimmtudagur, febrúar 12, 2004
Well well
Long time no writin'!!
Svo heppilega vill til að á sama tíma og ég hef ekkert til að blogga um þá fer tölvan okkar slappa í endurmenntun! Hún hefur verið doldið kindarleg í nokkur ár (hún er með Windows ME) en loksins lét pabbi segjast og hún var send í endurhæfingu hjá tölvu quality control vini! Er ekki alveg með á hreinu hvenær hún kemur heim, en henni verður tekið fagnandi af öllum fjölskyldumeðlimum!
Nú er ég semsagt að nota það sem eftir er af eyðunni minni til að pára niður nokkrar línur! Sá að Keisarinn sjálfur er risinn upp frá dauðum, þannig það þýðir ekkert fyrir mann að skorast undan skyldu sinni sem bloggriddari!
Mest alla eyðuna hef ég verið að láta Gumma bursta mig í 'slime' leikjum í tölvunni...þar sannfærðist ég alveg um að hæfileikar mínir eru ekki í tölvuíþróttum!! Ég slapp eftir smá niðurlægingu og við fórum að leita að einhverju öðru...en þá fann Gummi Unreal tournament 2004 demo! Þá var ekki aftur snúið! Gummi heldur ekki vatni og er alveg á því að hlaupa heim til að geta downloadað þessu 'thingy' áður en hann mætir í síðasta tíma sinn..!
Jamm, af mér er ekkert til að skrifa um; er búin klukkan eitt og þá ætla ég að viðhalda vonlausum tilraunum mínum til að endurheimta vöðvavefi mína! Já, þið giskuðuð rétt; ég er að fara í World Class! Er búin að vera rosa dugleg að mæta í Klassann eða í sundlaugina heima... júhú!!
Reyndar eitt sniðugt sem ég verð að segja frá, svo ég haldi áfram að segja skemmtilega sögur; ég var að labba í strætó um daginn! The end!!
Continue; þá var ennþá hálka úti og niður tröppurnar frá MR kemur askvaðandi drengur góður. Ég held áfram göngu minni en lít aftur fyrir mig til að sjá hver sé þar á ferð. Sé út undan mér að það er eingin sem ég þekki og er að snúa mér fram þegar ég heyri að hann hrasar! (vá ég hef killer look!) Sný mér fram og horfi á gæjann fyrir framan og hann lítur upp..og er næstum dottinn á rassinn! Gaurarnir falla fyrir mér í massavís!! Og ofan á þetta bættist svo að bíll skrensaði á ljósum við hliðin á mér! Tja, ég flýtti mér af stað og reyndi að finna eðlilega skýringu á þessum atburðum! Engin orsök enn fundin!
Bezt að standa sig í stríðinu við fat cells! Bonsai!!!
Long time no writin'!!
Svo heppilega vill til að á sama tíma og ég hef ekkert til að blogga um þá fer tölvan okkar slappa í endurmenntun! Hún hefur verið doldið kindarleg í nokkur ár (hún er með Windows ME) en loksins lét pabbi segjast og hún var send í endurhæfingu hjá tölvu quality control vini! Er ekki alveg með á hreinu hvenær hún kemur heim, en henni verður tekið fagnandi af öllum fjölskyldumeðlimum!
Nú er ég semsagt að nota það sem eftir er af eyðunni minni til að pára niður nokkrar línur! Sá að Keisarinn sjálfur er risinn upp frá dauðum, þannig það þýðir ekkert fyrir mann að skorast undan skyldu sinni sem bloggriddari!
Mest alla eyðuna hef ég verið að láta Gumma bursta mig í 'slime' leikjum í tölvunni...þar sannfærðist ég alveg um að hæfileikar mínir eru ekki í tölvuíþróttum!! Ég slapp eftir smá niðurlægingu og við fórum að leita að einhverju öðru...en þá fann Gummi Unreal tournament 2004 demo! Þá var ekki aftur snúið! Gummi heldur ekki vatni og er alveg á því að hlaupa heim til að geta downloadað þessu 'thingy' áður en hann mætir í síðasta tíma sinn..!
Jamm, af mér er ekkert til að skrifa um; er búin klukkan eitt og þá ætla ég að viðhalda vonlausum tilraunum mínum til að endurheimta vöðvavefi mína! Já, þið giskuðuð rétt; ég er að fara í World Class! Er búin að vera rosa dugleg að mæta í Klassann eða í sundlaugina heima... júhú!!
Reyndar eitt sniðugt sem ég verð að segja frá, svo ég haldi áfram að segja skemmtilega sögur; ég var að labba í strætó um daginn! The end!!
Continue; þá var ennþá hálka úti og niður tröppurnar frá MR kemur askvaðandi drengur góður. Ég held áfram göngu minni en lít aftur fyrir mig til að sjá hver sé þar á ferð. Sé út undan mér að það er eingin sem ég þekki og er að snúa mér fram þegar ég heyri að hann hrasar! (vá ég hef killer look!) Sný mér fram og horfi á gæjann fyrir framan og hann lítur upp..og er næstum dottinn á rassinn! Gaurarnir falla fyrir mér í massavís!! Og ofan á þetta bættist svo að bíll skrensaði á ljósum við hliðin á mér! Tja, ég flýtti mér af stað og reyndi að finna eðlilega skýringu á þessum atburðum! Engin orsök enn fundin!
Bezt að standa sig í stríðinu við fat cells! Bonsai!!!
mánudagur, febrúar 09, 2004
Mjög kort blüg!
Dimission ráðstefna bekkjarins loksins á enda. Er ekki hægt að segja annað en að fólk hafi mismunandi skoðanir...annað væri ekki eðlilegt!
Grunaði ekki Gvendarbrunna: Gústi mótorhjólatöffari Kvennaskólans kominn með bloggflensuna! Datt inn á síðuna hans við daglegt tjékk á bloggurum skólans..!
Á meðan ég beið eftir strætó heim í Ártúni í dag var enn eitt leikrit lífsins sýnt fyrir framan mig. Í dag var það kómedía; lítill og mjór strákur sat í makindum sínum þegar hurðinni var hrundið upp og inn streymdi fjöldi fólks. Þar á meðal voru þrjár píur (afsakið, k lykillinn stóð á sér í þessu skrifaða orði...!) sem þustu að drengstaulanum. Ein hlammaði sér á bekkinn hliðiná honum og knúsaði hann. Áður en það knús var búið var strákurinn hrifsaður upp úr sætinu af annarri stelpunni við hávær mótmæli hinna tveggja. Hún kramdi hann eins og lítil stelpa knúsar bangsann sinn og passaði sig að hinar næðu honum ekki. Loks náði strákurinn andanum og þá var síðasta stelpan komin og vildi fá leifarnar af knús-skammti dengsa. Að lokum tók hann utan um hana og þau byrjuðu að skiptast á orðum. Eftir þrjár setningar komu hinar strunsandi; strætóinn þeirra var kominn! Þriðja stelpan smellti hikandi kossi á strákinn áður en hinar þrifu hana áfram í áttina að dyrunum. En þær höfðu tíma til að snúa sér við í dyragættinni og kalla, yfir hóp af fólki sem beið eftir að komast út; "ég elska þig (nafn á strák)!".
Strákurinn settist niður aftur og seig örlítið saman í sætinu...
En nú get ég ekki komið mér lengur undan próflestri!
Folks, have a nice evening and feel free 2 write down a comment og two..or more!!
Dimission ráðstefna bekkjarins loksins á enda. Er ekki hægt að segja annað en að fólk hafi mismunandi skoðanir...annað væri ekki eðlilegt!
Grunaði ekki Gvendarbrunna: Gústi mótorhjólatöffari Kvennaskólans kominn með bloggflensuna! Datt inn á síðuna hans við daglegt tjékk á bloggurum skólans..!
Á meðan ég beið eftir strætó heim í Ártúni í dag var enn eitt leikrit lífsins sýnt fyrir framan mig. Í dag var það kómedía; lítill og mjór strákur sat í makindum sínum þegar hurðinni var hrundið upp og inn streymdi fjöldi fólks. Þar á meðal voru þrjár píur (afsakið, k lykillinn stóð á sér í þessu skrifaða orði...!) sem þustu að drengstaulanum. Ein hlammaði sér á bekkinn hliðiná honum og knúsaði hann. Áður en það knús var búið var strákurinn hrifsaður upp úr sætinu af annarri stelpunni við hávær mótmæli hinna tveggja. Hún kramdi hann eins og lítil stelpa knúsar bangsann sinn og passaði sig að hinar næðu honum ekki. Loks náði strákurinn andanum og þá var síðasta stelpan komin og vildi fá leifarnar af knús-skammti dengsa. Að lokum tók hann utan um hana og þau byrjuðu að skiptast á orðum. Eftir þrjár setningar komu hinar strunsandi; strætóinn þeirra var kominn! Þriðja stelpan smellti hikandi kossi á strákinn áður en hinar þrifu hana áfram í áttina að dyrunum. En þær höfðu tíma til að snúa sér við í dyragættinni og kalla, yfir hóp af fólki sem beið eftir að komast út; "ég elska þig (nafn á strák)!".
Strákurinn settist niður aftur og seig örlítið saman í sætinu...
En nú get ég ekki komið mér lengur undan próflestri!
Folks, have a nice evening and feel free 2 write down a comment og two..or more!!
laugardagur, febrúar 07, 2004
Samurai stemning!
Já, ég fór á The Last Samurai í gær, föstudaginn 6.febrúar. Þessi mynd er alveg frábær, en ber með sér að hún er bandarísk!! Setur soldin blett á heildarmyndina! Folks, séuð þið ekki fyrir langa mynd sem inniheldur; enga týpíska módel karlmenn, fullt af flottum sverð-bardagasenum og öðrum, japanskt tal (Hanna Lilja, varð hugsað til þín!) og gamlar hefðir...þá mæli ég með því að þið fjárfestið í miða á einhverja aðra mynd!!
Það hefur reynt rosalega á ökuhæfileika mína síðustu dagana! Eftir að snjórinn sturtaðist niður hafa torfærur verið óumflýjanlegar! Sérstaklega þegar svona brúnn leðjusnjór er á veginum...þá ræður bíllinn sér ekki og fer að sveifla sér um skítugt dansgólfið! Þá verður ökuþór að vera snöggur að hemja partýanimalið áður en það fer út af dansgólfinu eða dansar utan í aðra félaga...!
Já, það er ekki hægt að segja annað en að það sé frekar svalt úti! Ekki veit ég hvort mælirinn okkar sé bilaður, en hann er ekki búinn að fara ofar en -10°C í dag! Ferð upp í Skálafell var snarlega strikuð út af 'things-2-do' listanum!
Ég er ekki búin að fara út fyrir hússins dyr nema tvisvar! Auðvitað varð maður að fóðra litlu hnoðrana sem fljúga um hverfið í hundruða tali....og svo er líka nammidagur í dag! Össlaði upp í sjoppu og náði mér í smá nammi!
Semsagt, í dag verður lítið gert sem telst dugnaðarverk en á morgun er ætlunin að taka á því!! Stefnan er að ganga upp á Esjuna klukkan níu um morguninn með björgunarsveitinni. Látum svo líklega aðra björgunarsveit koma og bjarga okkur..!
Síðan um kvöldið þegar búið er að bræða grýlukertið úr nefinu og tilfinning kominn í afturendann er áætlað að fara í bæinn að hitta bekkjarfélaga mína. Reynt verður að greiða úr dimissionflækjum og koma búning og fleiri hlutum á hreint!
Lifið heil!
Já, ég fór á The Last Samurai í gær, föstudaginn 6.febrúar. Þessi mynd er alveg frábær, en ber með sér að hún er bandarísk!! Setur soldin blett á heildarmyndina! Folks, séuð þið ekki fyrir langa mynd sem inniheldur; enga týpíska módel karlmenn, fullt af flottum sverð-bardagasenum og öðrum, japanskt tal (Hanna Lilja, varð hugsað til þín!) og gamlar hefðir...þá mæli ég með því að þið fjárfestið í miða á einhverja aðra mynd!!
Það hefur reynt rosalega á ökuhæfileika mína síðustu dagana! Eftir að snjórinn sturtaðist niður hafa torfærur verið óumflýjanlegar! Sérstaklega þegar svona brúnn leðjusnjór er á veginum...þá ræður bíllinn sér ekki og fer að sveifla sér um skítugt dansgólfið! Þá verður ökuþór að vera snöggur að hemja partýanimalið áður en það fer út af dansgólfinu eða dansar utan í aðra félaga...!
Já, það er ekki hægt að segja annað en að það sé frekar svalt úti! Ekki veit ég hvort mælirinn okkar sé bilaður, en hann er ekki búinn að fara ofar en -10°C í dag! Ferð upp í Skálafell var snarlega strikuð út af 'things-2-do' listanum!
Ég er ekki búin að fara út fyrir hússins dyr nema tvisvar! Auðvitað varð maður að fóðra litlu hnoðrana sem fljúga um hverfið í hundruða tali....og svo er líka nammidagur í dag! Össlaði upp í sjoppu og náði mér í smá nammi!
Semsagt, í dag verður lítið gert sem telst dugnaðarverk en á morgun er ætlunin að taka á því!! Stefnan er að ganga upp á Esjuna klukkan níu um morguninn með björgunarsveitinni. Látum svo líklega aðra björgunarsveit koma og bjarga okkur..!
Síðan um kvöldið þegar búið er að bræða grýlukertið úr nefinu og tilfinning kominn í afturendann er áætlað að fara í bæinn að hitta bekkjarfélaga mína. Reynt verður að greiða úr dimissionflækjum og koma búning og fleiri hlutum á hreint!
Lifið heil!
fimmtudagur, febrúar 05, 2004
~ Ó hve létt er þitt snjóhljóð..ó hve lengi ég beið þín (snjór) ~
Hmm...þrír dagar síðan það skrifaðist eitthvað inn á þetta blogg! Og á meðan eru Gummi Drekafluga og Hanna Frostrós að afsaka sig eftir tveggja daga fjarveru! Tja...þið tvö getið huggað ykkur við það að það eru verri bloggarar þarna úti í kuldanum!!
Smá innsýn í líf Kjalnesinga síðustu daga! Ekkert búið að gerast...
En það verður seint sagt að þeim hafi verið heitt í gær! Þannig var það að rörið sem flytur heitt vatn til okkar tók upp á því að springa í gær! Þannig að keyrandi fólki um Vesturlandsveginn blasti við næsti gufuhver landsins! Það tók nokkra tíma að laga þetta og því var 100 % kalt vatn í hverfinu! Einmitt þegar mín ætlaði að skella sér í sturtu og svona!
Ég harkaði þetta af mér eins og Íslendingum er blóð borið! Smellti mér í körfubolta með körlunum af Kjalarnesinu og síðan var svitinn kældur í cool shower áður en maður stökk út í laugina. Þar var ennþá vottur af heitu vatni og því var hún notuð sem stór unisex sturta! Namminamm; hreinleg og fín sturta þar! Var eina mínútu ofan í en svo gat ég ekki meir og fór upp úr! Dreif mig heim og sat við sturtuna og beið eftir að heita vatnið kæmi á! Það kom loks á 4-5 klst. frá því að það yfirgaf okkur! Orkuveitunni sé lof!
Mottóið fyrir þessa dæmisögu; enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur!
(endilega skammið mig fyrir guðlast eða stafsetningavillur!)
Hmm...þrír dagar síðan það skrifaðist eitthvað inn á þetta blogg! Og á meðan eru Gummi Drekafluga og Hanna Frostrós að afsaka sig eftir tveggja daga fjarveru! Tja...þið tvö getið huggað ykkur við það að það eru verri bloggarar þarna úti í kuldanum!!
Smá innsýn í líf Kjalnesinga síðustu daga! Ekkert búið að gerast...
En það verður seint sagt að þeim hafi verið heitt í gær! Þannig var það að rörið sem flytur heitt vatn til okkar tók upp á því að springa í gær! Þannig að keyrandi fólki um Vesturlandsveginn blasti við næsti gufuhver landsins! Það tók nokkra tíma að laga þetta og því var 100 % kalt vatn í hverfinu! Einmitt þegar mín ætlaði að skella sér í sturtu og svona!
Ég harkaði þetta af mér eins og Íslendingum er blóð borið! Smellti mér í körfubolta með körlunum af Kjalarnesinu og síðan var svitinn kældur í cool shower áður en maður stökk út í laugina. Þar var ennþá vottur af heitu vatni og því var hún notuð sem stór unisex sturta! Namminamm; hreinleg og fín sturta þar! Var eina mínútu ofan í en svo gat ég ekki meir og fór upp úr! Dreif mig heim og sat við sturtuna og beið eftir að heita vatnið kæmi á! Það kom loks á 4-5 klst. frá því að það yfirgaf okkur! Orkuveitunni sé lof!
Mottóið fyrir þessa dæmisögu; enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur!
(endilega skammið mig fyrir guðlast eða stafsetningavillur!)
mánudagur, febrúar 02, 2004
Kuldaboli og stungurnar hans!
Hvaða Íslendingi er heitt þessa dagana? Hver er ekki með rautt nef og frostbitnar kinnar??
Það er sko frostharkan sex núna og allir sem vettlingi geta valdið...skulu klæða sig í þá!
Morguninn byrjaði vel þar sem hjálpareðlið mitt sagði til sín. Ákvað að gera kaggann til fyrir farboða mína og tókst eftir nokkrar tilraunir að opna vel frosna hurðina. Meira að segja gírarnir voru eitthvað stífir! Eftir að ég hafði skafið af hálfri framrúðunni komu bílstjórinn og svefnpurrkan til að hjálpa. Veskin voru drifin upp og debetkortin fengu nýtt notagildi sem aumar sköfur. Svo var haldið af stað í skólann kvenlega!
En já, við mikinn fögnuð hef ég ákveðið að hafa sögustund, til að krydda upp þetta tilbreytingalausa dagbókarsuð í mér! (Fagnaðarlæti brjótast út, sem heyrast einungis í virkilega góðum græjum!) Takk takk, takk fyrir!!
Fyrsta sagan er innblásin (kuldablásin) úr raunveruleikanum sem lætur margann Íslendinginn skjálfa á beinunum þessa dagana: frostið!!
Miskunnarlaust frostið liggur eins og mara yfir landi Ísa og Elda. Hægt og hljótt smýgur það inn um hvert gat og hverja glufu!
Hart hefur verið barist í hverjum firði en eftir nokkurra daga baráttu hefur frostið borið sigur úr bítum. Ískaldir og stirðnaðir líkamar vatnsins fljóta um vígvöllinn. Sólin gerir vonlausa tilraun til að vekja vatnið til lífsins en gengur illa þar sem sólin er frekar veikluleg ennþá! Þetta er fólki áminnig um að frostið vinnur á með hverjum frostdeginum sem líður! Þá segir föðurlandsástin til sín og upp úr skúffum fljúga föðurlöndin og flíkur tileinkaðar íslensku sauðkindinni. Kuldaboli er í árásarhug og því ekki æskilegt að æsa hann upp með rauðum glansandi flíkum! Bjartsýnar konur halda að þær geti tælt sumarið fram, en það er frekar vonlaust í febrúar og byrjun mars....
Hugsið um komandi kynslóðir og klæðið ykkur í föðurland og þjóð!!
Hvaða Íslendingi er heitt þessa dagana? Hver er ekki með rautt nef og frostbitnar kinnar??
Það er sko frostharkan sex núna og allir sem vettlingi geta valdið...skulu klæða sig í þá!
Morguninn byrjaði vel þar sem hjálpareðlið mitt sagði til sín. Ákvað að gera kaggann til fyrir farboða mína og tókst eftir nokkrar tilraunir að opna vel frosna hurðina. Meira að segja gírarnir voru eitthvað stífir! Eftir að ég hafði skafið af hálfri framrúðunni komu bílstjórinn og svefnpurrkan til að hjálpa. Veskin voru drifin upp og debetkortin fengu nýtt notagildi sem aumar sköfur. Svo var haldið af stað í skólann kvenlega!
En já, við mikinn fögnuð hef ég ákveðið að hafa sögustund, til að krydda upp þetta tilbreytingalausa dagbókarsuð í mér!
Fyrsta sagan er innblásin (kuldablásin) úr raunveruleikanum sem lætur margann Íslendinginn skjálfa á beinunum þessa dagana: frostið!!
Miskunnarlaust frostið liggur eins og mara yfir landi Ísa og Elda. Hægt og hljótt smýgur það inn um hvert gat og hverja glufu!
Hart hefur verið barist í hverjum firði en eftir nokkurra daga baráttu hefur frostið borið sigur úr bítum. Ískaldir og stirðnaðir líkamar vatnsins fljóta um vígvöllinn. Sólin gerir vonlausa tilraun til að vekja vatnið til lífsins en gengur illa þar sem sólin er frekar veikluleg ennþá! Þetta er fólki áminnig um að frostið vinnur á með hverjum frostdeginum sem líður! Þá segir föðurlandsástin til sín og upp úr skúffum fljúga föðurlöndin og flíkur tileinkaðar íslensku sauðkindinni. Kuldaboli er í árásarhug og því ekki æskilegt að æsa hann upp með rauðum glansandi flíkum! Bjartsýnar konur halda að þær geti tælt sumarið fram, en það er frekar vonlaust í febrúar og byrjun mars....
Hugsið um komandi kynslóðir og klæðið ykkur í föðurland og þjóð!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)